Morgunblaðið - 01.02.2019, Síða 8

Morgunblaðið - 01.02.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2019 Fréttablaðið var með litríka ogsláandi mynd á forsíðu sinni í gær.    Ekki hafa ennborist nein- ar upplýsingar um viðbrögð við henni.    En allir velviljaðir menn hljótaþó að binda vonir við að blaðið hafi tryggt að það bærist ekki inn á skrifstofur Seðlabankans fyrir mis- tök í útburði.    Enn er í fersku minni að nýráð-inn starfsmaður gerði kröfu um það að tekin yrði niður mynd Gunnlaugs Blöndals, eins af önd- vegismálurum þjóðarinnar, sem hangið hafði á sama skrifstofuvegg í tæp 40 ár án þess að nokkur mað- ur gerði athugasemd.    Ekki hefur verið upplýst hverstarfsmaðurinn er og virðist bankinn líta á þann fróðleik sem bankaleynd eins og á við um nánast allt sem bankinn er spurður um.    Vonandi hefur bankinn þó tryggtað enginn starfsmaður álpist til Flórens og standi skyndilega frammi fyrir einni frægustu styttu af mörgum sem Michelangelo meitlaði.    Þar er engu leynt.    Rangli starfsmenn bankans svo íVatíkanið hefur vonandi verið sett í starfsreglur hans að þeir sem lendi óvart inni í Sixtínsku kapell- unni skuli góna á gólfflísarnar uns út er komið og líti á loftið sem hluta af íslenskri bankaleynd. Nakinn sannleikur lýtur bankaleynd STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Karlmaður á sjötugsaldri fannst látinn í Vaðlaheiðargöngum sl. miðvikudag. Maðurinn lést skyndi- lega og ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þetta sagði Bergur Jónsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn yfir rann- sóknardeild hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, við mbl.is í gær þegar leitað var fregna um at- vikið. Maðurinn, sem var 62 ára, starfaði sem málari og var að vinna í svokölluðu tæknirými í göngunum þegar hann féll frá. Aðspurður sagði Bergur ekkert benda til þess að hann hefði orðið fyrir eitrun eða einhverju slíku sem tengdist vinnunni. Ekki var talin þörf á að kalla í Vinnueftirlitið. Lögreglunni barst tilkynning um að maðurinn, sem er íslenskur ríkisborgari, hefði fundist í aust- asta hluta ganganna um hálffjög- urleytið í gær. Göngunum lokað að hluta Göngunum var í framhaldinu lokað í aðra áttina í um tíu mínútur til þess að viðbragðsaðilar hefðu aðgengi að svæðinu. Ekki er hægt að segja til um hvernig maðurinn lést fyrr en að lokinni krufningu. Fannst látinn í Vaðlaheiðargöngum  Málari á sjötugsaldri lést skyndilega við vinnu sína í tæknirými ganganna Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Vaðlaheiðargöng Göngunum var lokað í aðra áttina. Mynd úr safni. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Rækjuvinnslan Hólmadrangur á Hólmavík hefur farið fram á fram- lengda greiðslustöðvun til næstu þriggja mánaða. Á kröfuhafafundi í vikunni var ekki gerð athugasemd við þá tilhögun og segist Viktoría Rán Ólafsdóttir, stjórnarformaður Hólmadrangs og kaupfélagssstjóri Kaupfélags Steingrímsfjarðar, gera sér vonir um að dómstjóri samþykki framlengda greiðslustöðvun í dag. Upphaflega fékk fyrirtækið þriggja vikna greiðslustöðvun í októ- ber og var hún síðan framlengd um þrjá mánuði í lok þess mánaðar. Verði greiðslustöðvun samþykkt í þrjá mánuði til viðbótar rennur hún út í lok apríl. Viktoría segir að með ágætu sam- starfi við Arion banka hafi vinnslan verið keyrð á fullum afköstum í verk- töku og vel hafi gengið að greiða nið- ur afurðalán til bankans. Fyrirtækið skuldar enn 120 milljónir í langtíma- lán til Byggðastofnunar og um 150 milljónir í skammtímaskuldir. Tekist hafi að safna fjármagni upp í kröf- urnar og fáist greiðslustöðvunin framlengd þá er áætlað að sú upp- hæð hækki enn frekar, segir Vikt- oría. Burðarás í atvinnulífi Undanfarnar vikur hefur 21 starfsmaður unnið hjá Hólmadrangi, sem er burðarás í atvinnulífi á Hólmavík. Líðandi tímabil hefur ver- ið nýtt til að taka inn hráefni frá fjór- um fyrirtækjum, sem Hólmadrang- ur átti áður í samstarfi við. Fyrir- tækin eiga hráefnið í öllu vinnslu- ferlinu og sjá um sölu þess, en njóta góðs af alþjóðlegum vottunum á vinnslu Hólmadrangs. Viktoría segir að miðað við árang- urinn síðustu vikur hafi stjórnendur Hólmadrangs fulla trú á því að reksturinn muni vinna sig út úr þess- um erfiðleikum. Full afköst undanfar- ið hjá Hólmadrangi  Farið fram á lengri greiðslustöðvun Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hólmavík Rækjuvinnsla á vegum Hólmadrangs skiptir miklu máli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.