Morgunblaðið - 01.02.2019, Síða 9

Morgunblaðið - 01.02.2019, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2019 Dómsmálaráðuneytið segir, að ekki standi til að hverfa frá fimm ára skipunartíma lögreglustjóra. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins. Úlfar Lúðvíksson, formaður Lög- reglustjórafélags Íslands, hefur ítrekað bent á að stuttur skipunar- tími lögreglustjóra geti haft áhrif á ákvörðunartöku þeirra. „Lögreglu- stjórar gefa út flest ákæruskjöl á Ís- landi. GRECO [Samtök ríkja gegn spillingu] er að benda á að það sé óheppilegt, þegar lögreglustjórar fara jafnframt með ákæruvald, að skipunartími þeirra sé þetta stuttur. Það geti haft áhrif,“ sagði Úlfar í Morgunblaðinu á miðvikudag. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu hafa stjórn- völd gripið til ýmissa aðgerða til að koma til móts við tilmæli GRECO. „Ýmsar breytingar hafa verið gerðar undanfarin ár og aðrar eru enn til skoðunar og í vinnslu. Stofnun embættis héraðs- saksóknara var m.a. þáttur í því að koma til móts við tilmælin,“ seg- ir í svari ráðu- neytisins. Æviráðningar undantekning Dómsmála- ráðuneytið tekur einnig fram að ævi- ráðningar embættismanna séu ekki lengur meginregla. „Þá hefur þróun í starfsumhverfi embættismanna verið með þeim hætti að horfið hefur verið frá æviráðningum sem meg- inreglu og í stað hennar teknar upp fimm ára skipanir með möguleika á endurskipun að þeim tíma liðnum. Frá þessu eru fáar undantekningar og þarf að meta með sérstökum rök- um hverju sinni frávik frá þessari meginreglu. GRECO benti hins veg- ar á að mikilvægt væri að gagnsæi ríkti um skipan lögreglustjóra, að stöður þeirra væru auglýstar en ekki endurnýjaðar sjálfkrafa.“ Úlfar sagði einnig að GRECO hefði bent á að vald dómsmálaráð- herra yfir lögreglustjórum sem ákærendur væri of mikið. Dóms- málaráðuneytið bendir á að heimildir ráðherra til afskipta af ákæruvaldinu verða að byggjast á skýrum laga- heimildum. „Þá er skýrt í lögum að ákær- endur taka ekki við fyrirmælum frá öðrum stjórnvöldum um meðferð ákæruvalds, nema sérstaklega sé kveðið á um það í lögum. Af þessu fyrirkomulagi leiðir að þegar lög- reglustjórar fara með ákæruvald og yfirstjórn sakamála í umdæmum sín- um, lúta þeir eftirliti og yfirstjórn Ríkissaksóknara.“ Skipunartíma lögreglustjóra ekki breytt  Lögreglustjórafélagið segir fimm ára skipunartíma lögreglustjóra of stuttan Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Ummerki um veggatítlur hafa greinst í þaksperrum safnaðarheim- ilis Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. At- hugun meindýraeyðis á húsinu fyrir nokkrum dögum staðfesti grun um þetta. „Hugsanlegt er að fleira og meira í burðarvirki hússins sé skemmt. Í versta falli þarf að rífa húsið en hinn möguleikinn eru við- gerðir sem gætu kostað tugi milljóna króna. Þetta tjón er okkur afar þungbært og við erum nú að athuga hvað skuli gera,“ segir Einar Svein- björnsson, formaður safnaðarstjórn- ar Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, í samtali við Morgunblaðið. Safnaðarheimilið er á Linnetsstíg 4; þrílyft timburhús með steyptum kjallara byggt árið 1920. Þetta er næsta hús við Fríkirkjuna, en söfn- uðurinn eignaðist bygginguna árið 1997 og hefur nýtt síðan undir skrif- stofur presta og félagsstarf. Veggjatítlur þrífast helst í rökum viði og í safnaðarheimilinu hefur lengi verið glímt við vatnsleka með skorsteini. „Það er hugsanlegt að lirfurnar hafi grasserað þarna í marga áratugi og skaðinn gæti því verið mikill. Fyrstu viðbrögð okkar eru að eitra fyrir þessari óværu til að koma í veg fyrir að títlurnar tímgist í vor. Mikilvægt er að halda því til haga að engin hætta fylgir þessu fyr- ir fólk því veggjatítlan smitast ekki eða ferðast með fólki,“ segir Einar. Ummerki í kirkjuturni Þegar skemmdir á safnaðarheim- ilinu voru ljósar beindust sjónir að kirkjunni, sem var byggð 1913 og er einnig úr timbri. Athugun leiddi í ljós að uppi undir rjáfri í turni má greina staðbundin ummerki eftir títlur frá fyrri tíð. „Við munum verja kirkjuna,“ segir Einar. Minnst tvívegis hefur greinst veggjatítla í gömlum húsum í Hafn- arfirði. Húsið á Austurgötu 36, sem er skammt frá Fríkirkjunni, er mikið skemmt af völdum óværu þessarar. Eigendurnir vilja rífa húsið, sem stendur autt. Þá þurfti fyrir nokkr- um árum að rífa allt tréverk innan úr húsi við Hverfisgötu sem nú hefur verið endurgert. sbs@mbl.is Veggjatítlur í safnaðarheimili  Hús í Hafnarfirði skemmt af óværu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hafnarfjörður Einar Sveinbjörnsson og safnaðarheimilið við Linnetsstíginn í baksýn. Hugsanlega þarf að rífa húsið vegna skemmda, sem eru talsverðar. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Óli Björn Kárason, hafa hleypt af stokkunum hlaðvarpsþætti (pod- cast). Heiti þáttarins er einfalt: Ás- laug og Óli Björn og hægt er að nálgast nýjan þátt á hverjum þriðju- degi í hlaðvarpsforritum (podcast app) í símum, á Spotify og iTunes. „Við ætlum að vera með vikulega þætti um þjóðmálin út frá stefnu Sjálfstæðisflokksins og hugmyndir okkar um frelsi, opið, skemmtilegt og lifandi samfélag,“ segir Áslaug Arna og leggur áherslu á að mik- ilvægt sé að koma stjórnmála- umræðu í fjölbreyttara form og hlaðvarpsþátturinn sé ein leið til að ræða málefni með einföldum og skiljanlegum hætti. Áslaug Arna og Óli Björn með nýjan þátt Nýr þáttur Óli Björn og Áslaug Arna stilla saman strengi sína.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.