Morgunblaðið - 01.02.2019, Síða 15

Morgunblaðið - 01.02.2019, Síða 15
Afhending sjúkrahótels Nýs Land- spítala fór fram í gær með viðhöfn en framkvæmdum við hótelið er lok- ið. Stefnt er að opnun þess í apríl næstkomandi. Um er að ræða fyrsta áfanga heildaruppbyggingar nýs spítala við Hringbraut. Aðrar byggingar eru meðferðar- kjarninn, sem er stærsta byggingin í uppbyggingu Hringbrautarverkefn- isins, rannsóknahús og bílastæða-, tækni- og skrifstofuhús, að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Reiknað er með að spítalinn verði fullbúinn árið 2024. Við athöfnina í gær sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra: „Dagurinn í dag markar tímamót í heilbrigðisþjónustu við alla lands- menn og er í takt við stefnu ríkis- stjórnarinnar í uppbyggingu heil- brigðisþjónustunnar. Meðal annars mun opnun sjúkrahótelsins stuðla að því mikilvæga markmiði að sjúkling- ar fái þjónustu á réttu og viðeigandi þjónustustigi, líkt og er leiðarstef í þeirri heilbrigðisstefnu sem nú er til umfjöllunar á Alþingi.“ Létti álagi af spítalanum Bjarni Benediktsson, fjármála – og efnahagsráðherra, tók einnig til máls og sagði meðal annars: „Ég vona að sjúkrahótelið styðji við rekstur spítalans og létti álagi af honum þar sem allt of oft er verið að nota of dýr úrræði til að leysa vanda sjúkra. Hér eru fjölbreytt tækifæri, bæði tengd gistirýmum en einnig annarri þjónustu sem hægt er að veita hér, t.d. á grundvelli þess glæsilega eldhúss sem komið hefur verið upp. Væntanlega skýrast slíkir þættir betur verði reksturinn boðinn út að loknum samningstímanum við Landspítalann.“ Páll Matthíasson, forstjóri Land- spítalans, sagði hótelið veita spítal- anum tækifæri til að efla enn frekar þjónustu við sjúklinga og fjölskyldur þeirra. „Tilkoma hótelsins markar sömu- leiðis ákveðin tímamót í uppbygg- ingu Landspítalaþorpsins við Hring- braut þar sem framkvæmdir við aðrar nýbyggingar okkar þar eru löngu hafnar og ganga vel. Fram undan eru spennandi tímar,“ sagði Páll ennfremur. Morgunblaðið/Eggert Sjúkrahótel Svandís Svavarsdóttir og Páll Matthíasson við afhendingu hót- elsins. Framundan er undirbúningur fyrir opnun þess við Landspítalann. Stefnt að opnun sjúkrahótels í vor Sjúkrahótelið » Aðalhönnuður er KOAN- hópurinn en forhönnun, skipu- lagsgerð og hönnun gatna og lóðar er unnin af Spital- hópnum. » Húsið er prýtt steinklæðn- ingum, listaverki eftir Finn- boga Pétursson myndlistar- mann. » Hótelið er fjórar hæðir og kjallari. Fjöldi herbergja er 75. » Aðstaða er fyrir fatlaða og stærri herbergi fyrir fjöl- skyldur. » Hótelið er 4.258 fermetrar að stærð (brúttó), 14.780 rúm- metrar (brúttó), með móttöku, veitingasal, sólstofu og vinnu- aðstöðu hjúkrunarfræðinga og samtengt Landspítalanum með kjallara og tengigöngum.  Framkvæmdum við hótelið lokið FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2019 Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími 570 8600 Smyril Line Seyðisfjörður 470 2808 | info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Heimsæktu Færeyjar eða Danmörku með Norrænu Bókaðu núna og tryggðu þér pláss Innifalið: Sigling með Norrænu fram og til baka, flutningur á bíl og gisting í 2m klefa án glugga. Verð miðast gengi gengi DKK 30. janúar 2019 og getur breyst. DANMÖRK FÆREYJAR Lágannatímabil verð á mann ISK 58.000 Miðannartímabil verð á mann ISK 77.000 Háannatímabil verð á mann ISK 150.000 Lágannatímabil verð á mann ISK37.250 Miðannartímabil verð á mann ISK57.900 Háannatímabil verð á mann ISK88.800 fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 120.000 kr. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Starfsmenn skipasmíðastöðvarinnar Crist í Gdynia í Póllandi eru að leggja lokahönd á smíði Herjólfs. Þeir eru að setja upp stóla, borð og eldhústæki í farþegasal, pússa gler í gluggum og setja upp gluggatjöld. „Það er komin fín mynd á þetta og nú bíðum við óþreyjufullir eftir að fá skipið til að geta búið okkur undir siglingar,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri rekstr- arfélags Herjólfs sem starfar á veg- um Vestmannaeyjabæjar. Reynslusigling eftir Verið er að ganga endanlega frá tækjum í brú og vél. Einhvern næstu daga fer skipið í nokkurra daga reynslusiglingu þar sem skipið sjálft og öll tæki þess verða prófuð. Guð- bjartur segir að þá komi ljós hvenær skipið verði afhent rekstraraðila og hvenær hægt verði að sigla því heim. Áætlanir gera ráð fyrir að skipið komi heim fyrir næstu mánaðamót og að það hefji siglingar 30. mars. Guðbjartur á ekki von á öðru en að þær áætlanir standist. Annar undirbúningur undir rekst- ur skipsins stendur yfir. Verið er að ráða starfsfólk og útbúa nýja heima- síðu og bókunarvél. „Við erum með allt okkar á áætlun og mér sýnist undirbúningur hjá öllum sem að þessu koma vera í góðum farvegi,“ segir hann. Gluggatjöldin sett upp  Leggja lokahönd á smíði Herjólfs í Póllandi Farþegasalur Ferjusætin komin á sinn stað um borð í Vestmannaeyjaferju.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.