Morgunblaðið - 01.02.2019, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 01.02.2019, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2019 ✝ Þórarinn Guð-laugsson fædd- ist í Hafnarfirði 10. janúar 1948. Hann lést á Hrafnistu í Kópavogi 26. jan- úar 2019. Foreldrar hans voru S. Dagbjört Sigurjónsdóttir, f. 13.9. 1920, d. 9.9. 2003, og Guðlaugur Agnar Þórarins- son, f. 20.7. 1915, d. 8.8. 1975. Bræður Þórarins eru Sigurður Guðlaugsson, f. 11.12. 1946, Agnar Guðlaugsson, f. 29.8. 1953, og Guðmundur Rúnar Guðlaugsson, f. 28.8. 1958. Systur Þórarins eru:, samfeðra Ágústa Guðlaugsdóttir, f. 27.12. 1944, og uppeldissystur Guðrún Ólafsdóttir, f. 18.6. 1944, og Svanhildur Guðmundsdóttir, f. 26.5. 1943. Árið 1968 giftist hann Ingu Ingimundardóttur, f. 13.4. 1945. Dætur þeirra eru: 1) Hrund Þór- arins Ingudóttir, f. 21.6. 1967, gift Páli Skaftasyni, f. 19.4. 1965. Börn þeirra eru Karítas Hrundar Pálsdóttir, f. 20.7. 25.8. 1987, í sambúð með Guðna Stefánssyni, f. 20.6. 1987, dóttir þeirra er Ólöf Þóra Guðnadótt- ir, f. 14.3. 2016. 2) Þórunn Haf- steinsdóttir, f. 15.2. 1990, í sam- búð með Martin Sjøvold Skavang, f. 11.11. 1985. Þórarinn ólst upp í Hafnar- firði, hann lauk námi í mat- reiðslu árið 1968 og vann til 1970 á Mánakaffi á Ísafirði og svo sem yfirkokkur á Hótel Loftleiðum til ársins 1980. Árið 1981 stofnaði hann kjötvinnsl- una Meistarann og starfaði þar til 1996. Þórarinn stofnaði svo veisluþjónustuna BonneFemme og starfaði þar á meðan hann hafði heilsu til. Þórarinn tók þátt í ótal mat- reiðslukeppnum erlendis og vann til fjölda verðlauna. Undir leiðsögn hans lærðu fjölmargir matreiðslunemar. Hann var for- maður sveinsprófsdómnefndar til fjölda ára og tók einnig virk- an þátt í þjálfun kokkalands- liðsins. Þórarinn hafði sérstakan áhuga á íslenskum afurðum og var baráttumaður fyrir betri nýtingu á íslensku hráefni. Hann var einnig mikill áhuga- maður um íþróttir, hafði gaman af veiði, útivist og ferðalögum um hálendið. Útför Þórarins fer fram frá Digraneskirkju í dag, 1. febrúar 2019, klukkan 15. 1994, Benjamín Pálsson, f. 1.11. 1996, og Salóme Pálsdóttir, f. 14.9. 2001. 2) Mjöll Þór- arinsdóttir, f. 16.1. 1970, gift Haraldi Eyjari Grétarssyni, f. 24.3. 1969. Synir þeirra eru Frosti Haraldsson, f. 29.1. 1993, og Logi Har- aldsson, f. 13.6. 1996. 3) Drífa Þórarinsdóttir, f. 7.12. 1975 gift Heiðari Jóni Heiðarssyni, f. 19.9. 1973. Börn þeirra eru Ísabella Mist Heiðarsdóttir, f. 15.4. 2001, Ant- on Orri Heiðarsson, f. 19.3. 2005 og Helena Sif Heiðarsdóttir, f. 3.9. 2009. 4) Katla Þórarins- dóttir, f. 9.10. 1977, í sambúð með Vilhjálmi Þ.Á. Vilhjálms- syni, f. 8.9. 1982. Börn þeirra eru Fannar Vilhjálmsson, f. 22.12. 2013, og óskírð Vilhjálms- dóttir, f. 8.11. 2018. Inga og Þórarinn skildu árið 1995. Í kjölfarið hóf Þórarinn sambúð með Þóru Davíðsdóttur, f. 16.9. 1958. Hennar dætur eru: 1) Rannveig Hafsteinsdóttir, f. Elsku Þórarinn minn, fallinn er frá ástvinur, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi. Þú komst inn í líf okkar mæðgna og seinna meir fluttir þú inn á heimili okkar. Sameiginlega áttum við eiginlega allt sem skipti máli í lífinu – traustið – góða skapið – húmor- inn – tala nú ekki um vináttuna og svo alltaf pínu kæruleysi. Við ákváðum að vinna úr lífinu sam- an. Þú hjálpaðir mér mikið eftir minn makamissi og ég þér á móti eins og hægt var með Parkinson- sjúkdóminn. Árið 2002 fórum við til Svíþjóðar á Háskólasjúkra- húsið í Lundi, en þar fékkst þú ígræðslu í framheila sem losaði þig við allar aukahreyfingar. Mikil lífsgæði það. Parkinson hræddi þig ekki, þú hélst ótrauð- ur áfram með þínar hugmyndir. Ætla ekki að skrifa um þinn stór-meistaraferil í matreiðslu, þeir sem þekktu þig vita allt um hann. Þín verður ætíð sárt sakn- að og þú veist að „ hólfinu“ verður aldrei lokað. Þú veist líka að ég gæti sett miklu meira á blað en það eru takmörk, lífið okkar var okkar. Takk fyrir öll frábæru árin, ástina, virðinguna, frelsið, glettn- ina og kæruleysið. Hér koma tvö erindi úr ljóði eftir Davíð Stefánsson sem eiga vel við þig, elsku Þórarinn minn. Nú fækkar þeim óðum, sem fremstir stóðu, sem festu rætur í íslenskri jörð, veggi og vörður hlóðu og vegi ruddu um hraun og skörð, börðust til þrautar með hnefa og hnúum og höfðu sér ungir það takmark sett: að bjargast af sínum búum og breyta í öllu rétt. Það lýsti þeim sama leiðarstjarnan, en lítið er um þeirra ferðir spurt. allir kusu þeir kjarnann, en köstuðu hýðinu burt. Þeir fræddu hver annan á förnum vegi um forna reynslu og liðna stund og döfnuðu á hverjum degi af drengskap og hetjulund. (Davíð Stefánsson) Bless, þín Þóra. Þórarinn frændi minn og upp- eldisbróðir er horfinn úr heimi. Minningarnar hrannast upp þegar ég lít yfir farinn veg. Af einhverjum ástæðum sækir hug- urinn austur á Eyrarbakka, en þar bjó amma okkar Guðrún með Guðmundi syni sínum og ólst ég upp hjá þeim. Guðlaugur, yngri sonur ömmu, var þá búsettur í Hafnarfirði með sinni konu Dag- björtu. Þórarinn var nr. tvö í röð- inni af þeirra sonum sem urðu fjórir. Þvílík tilhlökkun þegar Dæja og Laugi voru væntanleg með strákana sína í heimsókn á Eyrarbakka. Ég taldi dagana og fannst þeir aldrei ætla að líða. Þeir voru fyrirferðarmiklir þess- ir bræður og tóku upp á ótrúleg- ustu hlutum. Mér fannst þeir dásamlegir og þeim fyrirgafst allt, sama hvaða óskunda þeir tóku sér fyrir hendur. Ömmu og mér fannst uppeldið helst til strangt hjá foreldrunum. Þórarinn lærði matreiðslu, varð meistarakokkur. Hann stofnaði ungur heimili með sinni fyrrverandi, dæturnar urðu fjór- ar, hann var stoltur faðir og seinna afi. En Þórarinn fór ekki varhluta af veikindum, í meira en 30 ár barðist hann við Parkinsonsjúk- dóminn, það var erfitt og ósann- gjarnt veikindastríð, sem að lok- um dró hann til dauða 71 árs gamlan. Það eru um það bil 15 ár síðan hann fór til Svíþjóðar í aðgerð til að sporna við veikinni. Þaðan kom hann fullur bjartsýni og von- ar og framfarir hans eftir aðgerð- ina voru kraftaverki líkastar. En ekkert varir að eilífu og aftur syrti í álinn og veikindin ágerð- ust. Fyrir 25 árum hóf Þórarinn sambúð með Þóru Davíðsdóttur. Það var mikið gæfuspor, þau áttu gott lif saman, bæði meistara- kokkar og mjög samhent alla tíð. Það er á engan hallað þótt þess sé getið að Þóra reyndist honum dásamleg hjálparhella og stóð sem klettur við hlið hans í öllu hans langa stríði við þennan ill- víga sjúkdóm. Hann reyndist henni vel og dætrum hennar sem voru ungar telpur þegar þau tóku saman, reyndist hann þeim sem besti faðir. Það var öðru hvoru megin við aldamótin 2000 sem Þórarinn og Þóra komu frá Ísafirði þar sem þau höfðu verið að aðstoða við veislu, komu í heimsókn til mín á Eyri í Ingólfsfirði. Þórarinn naut sín vel þar í fásinninu, hann fór margar ferðir á árabát út á fjörð- inn með veiðistöng, aflinn reynd- ist enginn en baslið við að reyna var ánægjunnar virði. Hann varð sér úti um verkfæri og lagfærði ýmislegt sem aflaga hafði farið í Eyrarbænum, hann vildi allt gera fyrir mig sem hann mögulega gat. Síðast en ekki síst var Þór- arinn mikill dansmaður og hann spilaði á munnhörpu á veröndinni á Eyri, hann skildi ekkert í að við kynnum ekki „Ég læðist oft uppá háaloft“ með Brimkló. Þrátt fyrir veikindin var Þór- arinn glaðsinna maður, þeir bræður sátu oft saman og rifjuðu upp alls kyns sögur af því sem þeir höfðu afrekað á yngri árum, þá var oft glatt á hjalla, talað hátt og mikið hlegið. Ég votta afkomendum Þórar- ins og stjúpdætrum mína dýpstu samúð og elsku Þóra mín, þakka þér fyrir það sem þú varst honum frænda mínum. Við sjáumst þegar minn tími kemur, elsku Þórarinn. Guð geymi þig. Svanhildur Guðmundsdóttir. Elsku vinur og skólafélagi. Það voru 50 ár í maí 2018 frá því að við félagarnir útskrifuð- umst sem matreiðslumenn frá Matsveina- og veitingaþjónaskól- anum, eins og skólinn hét þá. Á þeim tímamótum komum við skólabræðurnir, Guðjón Steins- son, Lárus Loftsson, Gunnar Reynarsson og Sigurður Sumar- liðason í stutta heimsókn til þín í Boðaþing þar sem þú dvaldir, bú- inn að vera sjúklingur í mörg ár. Við rifjuðum upp gamlar minn- ingar með þér og höfðum mjög gaman af. Þú varst ungur maður þegar þú greindist með parkin- sons-sjúkdóminn, sem lagði þig síðan að velli. Alltaf varst þú hörkuduglegur og góður fagmað- ur sem gott var að leita til, lengi yfirmatreiðslumaður Hótels Loftleiða, stofnaðir kjötvinnslu- og matvælafyrirtækið Meistar- ann með Vilmundi Jósefssyni, sem þið stafræktuð í mörg ár og þar varst þú meðan heilsa þín leyfði. Alltaf var gaman að hitta þig kátan og glaðan. En það var vitað að hverju stefndi, en aldrei er neinn viðbúinn þegar kallið kemur, og það er afar sárt að kveðja þig, kæri vinur, eftir öll þessi ár. Þetta eru fátækleg orð frá okkur skólabræðrum, núna eruð þið tveir úr hópnum farnir, þú og Kristján Daníelsson. Við biðjum algóðan Guð að taka vel á móti þér og blessa þína elskulegu fjöl- skyldu. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þínir skólafélagar og vinir, Gunnar H. Reynarsson, Lárus Loftsson, Guðjón Steinsson, Gunnar M. Friðþjófsson, Hilmar Friðriksson, Völundur Þorgilsson, Eyjólfur V. Jónsson og Sigurður Sumarliðason. Þórarinn Guðlaugsson ✝ Rannveig Páls-dóttir fæddist 16. mars 1952 í Kaupmannahöfn. Hún lést á Land- spítalanum, 16. jan- úar 2019. Foreldrar henn- ar eru Páll Gísla- son, f. 3.10. 1924, d. 1.1. 2011, og Soffía Stefánsdóttir, f. 1.5. 1924. Systkini Rannveigar eru: 1) Svana, f. 1953. Maki Sigurður Geirsson og börn þeirra eru Freyja, Magnea og Hjalti. 2) Guðbjörg, f. 1956. Sonur hennar er Héðinn. 3) Gísli, f. 1958. Maki Dagný Björk Pjet- ursdóttir. Börn hans eru Ólivía, Páll og Fríða Sædís. 4) Soffía, f. 1962. Maki Halldór Jónsson. lónsins fyrir psoriasis-sjúklinga. Rannveig vann enn fremur að málefnum þolenda kynferðis- ofbeldis. Hún var einn af stofn- endum og sat í fyrstu stjórn Fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir. Þá tók hún um árabil vaktir á neyðarmóttöku þolenda kynferðisofbeldis og vann þar ötult uppbyggingarstarf. Rannveig stofnaði eigin læknastofu snemma á tíunda áratugnum og stundaði sér- fræðilækningar þar til loka árs- ins 2018. Rannveig var mikill tónlistar- unnandi og byrjaði ung að syngja í kór. Hún var í kór Menntaskólans við Hamrahlíð og einn af stofnendum Kvennakórs Reykjavíkur. Þar sat hún í stjórn og var formaður um skeið. Seinna gekk hún til liðs við Óperukórinn, söng með honum um árabil og tók þátt í upp- færslum á ýmsum verkum. Útför Rannveigar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 1. febrúar 2019, klukkan 13. Dætur þeirra eru Helga Lára og Sig- rún Soffía. Rannveig ólst upp á Akranesi en fór síðan í Mennta- skólann við Hamra- hlíð. Hún stundaði læknanám við Kaupmanna- hafnarháskóla og framhaldsnám í húð- og kynsjúk- dómalækningum í Lindesberg og Örebro í Svíþjóð. Rannveig flutti til Íslands 1989 og vann um árabil á húð- og kynsjúkdóma- deild Heilsuverndarstöðvar- innar og göngudeild húð- og kynsjúkdóma. Hún vann einnig ásamt öðrum að frumrann- sóknum á lækningamætti Bláa Í dag eru mér efst í huga þakkir til þín, elsku systir. Takk fyrir ástúðina og um- hyggjuna sem þú sýndir mér, Dóra, Helgu Láru og Sigrúnu Soffíu alla tíð. Þú varst góður vinur, tókst þátt í gleði okkar og sorgum og vaktir yfir velferð okkar. Takk fyrir allt menningarupp- eldið, þá ófáu tónleika og óperur sem þú bauðst mér á. Þú kenndir mér að njóta þeirrar einstöku upplifunar sem tónlistin færði okkur. Takk fyrir allar verðmætu samverustundirnar sem gáfu mér svo mikið. Ferðalögin, Af- ríka, borgarferðir og nú síðast í ágúst ferðin til Stokkhólms, þar sem við vorum viðstaddar út- skriftarsýningu Helgu Láru, skemmtum okkur vel og endur- nýjuðum kynni af sænskum koll- egum þínum. Þetta var einstök ferð fyrir okkur tvær. Takk fyrir allar yndislegu stundirnar sem þú áttir með stelpunum mínum. Takk fyrir að umfaðma þær í lífinu og veita þeim þá ást og umhyggju sem einkenndi allar samverustundir ykkar. Þú munt ávallt eiga stað í hjarta þeirra. Við munum ætíð sakna þín en minningarnar um þig sem eru okkur svo dýrmætar munu færa okkur birtu og yl. Gráttu ekki yfir góðum liðnum tíma. Njóttu þess heldur að ylja þér við minningarnar, gleðjast yfir þeim og þakka fyrir þær með tár í augum, en hlýju í hjarta og brosi á vör. Því brosið færir birtu bjarta, og minningarnar geyma fegurð og yl þakklætis í hjarta. (Sigurbjörn Þorkelsson) Takk fyrir allt, þín systir Soffía. Minningar um moster. Þú hefur ávallt átt okkur, jafn- vel frá því áður en við fæddumst. Fyrstu minningar okkar saman eru úr Nóatúninu. Þar fengum við að gera allt sem við vildum. Allir búningaleikirnir, Töfra- flautan, dótabekkurinn, Nala og Skari, Emil í Kattholti, Ronja og að fá að gista á beddanum inní stofu þær ótalmörgu nætur sem foreldrar okkar vildu losna við okkur. Þú mættir alltaf, hvort sem það var danssýning, tónleikar, þriðjudagar, ef við vorum veikar heima og þegar mamma og pabbi fóru til útlanda og þú fluttir inn til okkar. Hvert sem tilefnið var þá varst þú alltaf mætt. Þriðjudagar munu alltaf vera heilagir fyrir okkur. Það var okkar tími saman í gegnum alla skólagöngu okkar. Það var besti dagur vikunnar, ekki algengt að börn bíði spennt eftir að það komi þriðjudagur. Öll jólin, áramótin, sumar- bústaðaferðirnar og utanlands- ferðirnar sem við áttum saman. Við náðum að upplifa marga framandi staði saman og skapa ógleymanlegar minningar. Við munum halda sterkt í þær það sem eftir er. Riddarateppið verður klárað fljótlega og strengt á striga eins og þú ráðlagðir. Öll teppin, dúkkufötin, vettlingarnir og tuskurnar sem þú bjóst til handa okkur. Engir aðrir vettlingar eru jafn þægilegir. Dúkkufötin eru einstök, hver kjóll og skór hefur sínar minningar og tilfinninga- legt gildi. Þú varst okkar moster, en samt svo miklu meira en moster. Þú átt okkur enn. Og við þig. Ávallt þínar, Helga Lára og Sigrún Soffía. Fallin er frá kær vinkona, Rannveig Pálsdóttir, eða Rannsý eins og hún var alltaf kölluð með- al sinna nánustu. Hún hafði lengi barist við erfið veikindi sem hún mætti með æðruleysi, kjarki og seiglu allt til lokastundar. En kallið kom of snemma og því fær enginn breytt. Rannsý kynntist ég fyrst á barnsaldri á Akranesi þar sem hún ólst upp til unglingsára. Hún var elst systkina sinna í stórum barnahópi á gestkvæmu heimili. Fjölskyldan flutti síðan til Reykjavíkur og þar fór hún í menntaskóla. Hún vissi alltaf að hún vildi mennta sig og láta gott af sér leiða. Hún hélt ung til Kaupmannahafnar í læknisfræði- nám og lauk síðan framhalds- námi frá Örebro í Svíþjóð í húð- og kynsjúkdómalækningum. Þegar hún kom aftur heim til Ís- lands tók hún strax virkan þátt í uppbyggingarstarfi á sínu sér- sviði. Hún var í hópi þeirra sem beittu sér fyrir að byggja upp stuðning við þolendur kynferðis- ofbeldis og hafði eldheitan áhuga á umbótum í þeim efnum. Hún tók jafnframt þátt í upphafsrann- sóknum sérfræðingahóps um lækningamátt Bláa lónsins. Hún átti langan og farsælan feril sem sérfræðilæknir og voru þeir margir sem nutu færni hennar, eljusemi og alúðar. Hún helgaði sig starfi sínu alla tíð og lét aldrei deigan síga þrátt fyrir eigin veik- indi síðustu árin. Rannsý var mikil fjölskyldu- manneskja og átti stóra hlutdeild í börnum og barnabörnum systk- ina sinna og vina. Hún fylgdist með þeim af áhuga, naut sam- vista við þau og færði þeim marg- an glaðninginn í gegnum árin. Skandinavíska taugin var sterk og sagði hún gjarnan að hún vildi miðla til yngri kynslóðanna því besta í bókmennta- og tónlistar- menningararfinum sem Norður- lönd hafa upp á að bjóða. Hún var ennfremur einstaklega fær og afkastamikil hannyrðakona og gaf af örlæti sínu fjölda barna og fullorðinna fallegu verkin sín. Tónslist skipaði stóran sess í lífi Rannsýjar. Hún lærði píanó- leik á sínum yngri árum og síðar söng og fór alla tíð mikið á tón- leika og tónlistarviðburði. Hún hafði fallega og vel þjálfaða söng- rödd og tók þátt í kórastarfi alla sína ævi, síðast í desember síð- astliðnum tók hún þátt í upp- færslu Óperukórsins á verkinu Mozart Requiem í Langholts- kirkju. Bókmenntasinnuð var hún einnig og það var alltaf gam- an að ræða við hana bókmenntir, höfunda, verk og sögusvið. Rannsý var réttsýn mann- eskja með einlægan áhuga á samfélagsmálum, innanlands og á alþjóðavettvangi, og ávallt tals- maður jafnréttis og réttlætis. Hún var líka einstaklega fróð og minnug og hafði gaman af því að rifja upp liðna atburði. Nú í júlí síðastliðnum fórum við nokkrar saman að Hvanneyri eina dags- stund og gat hún þar sagt okkur með lifandi hætti frá hverjum krók og kima því þar hafði hún dvalist sumarlangt sem ungling- ur. Það var alltaf hægt að sækja til hennar fróðleik og ferska inn- sýn og eiga við hana innihalds- ríkar samræður um hvað eina. Hún var góður samferðamaður í gegnum lífið og er nú skarð fyrir skildi. Móður hennar, systkinum og öðrum aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Þórdís Sigurðardóttir. Í dag er góð manneskja, vin- kona, fjölskylduvinur og kollegi, kvödd. Rannveig Pálsdóttir átti það sameiginlegt með okkur að fara til framhaldsnáms í læknisfræði til Svíþjóðar. Eftir Menntaskól- ann í Hamrahlíð og nám í Há- skóla Íslands og Háskólanum í Kaupmannahöfn varð Svíþjóð fyrir valinu. Rannveig lærði sína sérgrein í húð- og kynsjúkdóm- um í Örebro á 9. áratugnum. Þar kynntumst við og urðum eins og ein stór fjölskylda. Við vorum ekki margar læknafjölskyldu- rnar en kynntumst vel. Rannveig skipaði sérstakan sess hjá börnunum sem mörg hafa fylgt henni alla tíð og notið aðstoðar hennar sem læknis fram á fullorðinsár. Hún var ómissandi í öll af- mæli, á útihátíðir og við jóla- undirbúning. Ómetanlegur var stuðningur hennar þegar eitt- hvað kom upp á eins og veikindi og barnsfæðingar. Þessi ár urðu eftirminnileg og ekki síst heim- sóknirnar til Lindesberg þegar hún bjó þar með fallega náttúru á alla vegu. Heimili hennar var mjög menningarlegt. Rannveig Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.