Morgunblaðið - 01.02.2019, Síða 21

Morgunblaðið - 01.02.2019, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2019 ✝ GunnfríðurIngólfsdóttir fæddist á Akureyri 14. janúar 1944. Hún lést á líknar- deild Landspítal- ans 22. janúar 2019. Foreldrar Gunn- fríðar voru hjónin Ingólfur Guð- mundsson, kennari og bóndi, f. 19.12. 1908, d. 1.2. 1983, og Herdís Pálsdóttir garðyrkjufræðingur, f. 9.8. 1914, d. 17.2. 2009. Gunnfríður var tvígift. Með fyrri manni sínum, Guðmundi Sigmundssyni, átti hún dæt- urnar: 1) Ragnheiði, myndlistar- Eftirlifandi eiginmaður Gunnfríðar er Páll Steinar Hrólfsson, fyrrverandi járna- lagnamaður, f. 13.12. 1944 á Ísa- firði. Sonur þeirra er Gunnar Páll Pálsson verkamaður, f. 18.8. 1978. Fyrir átti Páll Eyjólf, f. 1965, og Sigríði, f. 1970. Barnabörn Páls eru sex og lang- afabörnin þrjú. Systkini Gunnfríðar eru: Brynhildur, f. 1940, Arnheiður, f. 1942, Guðmundur, f. 1946, og Sesselja, f. 1949. Gunnfríður ólst upp hjá for- eldrum og systkinum í Forn- haga í Hörgárdal. Hún tók gagnfræðapróf frá Laugum eft- ir þriggja ára skólasetu þar. Sjúkraliðanámi lauk hún 1980 og starfaði sem sjúkraliði á Landspítala og á hjúkrunar- heimilunum Skjóli og Eir. Útför Gunnfríðar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 1. febr- úar 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. mann, f. 6.11. 1966, en hún er gift Bjarna Sigur- björnssyni, listmál- ara, f. 20.5. 1966. Börn Ragnheiðar úr fyrra hjónabandi eru Katrín Björk, f. 1994, og Gunnar Freyr, f. 2002, og börn Bjarna eru Sigurbjörn, f. 1994, og Petra Ísold, f. 2000, 2) Hildi, hjúkrunarfræð- ing, f. 29.4. 1970. Maður hennar er Guðmundur Reidar Erlings- son rafvirkjameistari, f. 25.5. 1968, og eiga þau dæturnar: Pálu, f. 1993, Hörpu, f. 2001, og Agnesi, f. 2003. Elsku fallega og yndislega mamma mín, Gunnfríður eða Gunna, eins og hún var ávallt kölluð af sínum nánustu, lést þann 22. janúar sl. eftir langa vegferð með margvíslegri birt- ingarmynd krabbameins. Í sjö ár horfðum við á mömmu tak- ast á við skurðaðgerðir, lyfja- meðferðir og geisla, en hún hafði til að bera mikið æðru- leysi og mikla þolinmæði gagn- vart veikindunum þrátt fyrir að þetta hafi verið henni þung og erfið skref. Hún átti góða tíma inn á milli en að lokum hafði líkami hennar ekki meira þrek og orku og mátti sjá að hún gekk á viljastyrk andans allt til enda- loka. Hún gekk þessa vegferð með mikilli reisn og glæsileika, ljúfmannlega og hljóðlátlega með bros á vör, allt til að gera ástvinum sínum þetta auðveld- ara og sársaukaminna. Hennar heilun fólst í því að rækta stór- an og yndislega fallegan blóma- garð við heimili sitt til margra ára og í veikindum sínum tók hún til við að prjóna ótalmarg- ar lopapeysur á meðan hún hlustaði á hljóðbækur. „Þetta er mín hugleiðsla,“ sagði hún ákveðin. Mamma er ein fallegasta og ljúfasta manneskja sem ég hef kynnst í gegnum lífið. Góða ferð í Sumarlandið góða – eins og þú kallaðir staðinn sem þú varst að ferðbúast til – að lok- um – í fallega blómagarðinn þinn – hinum megin. Takk fyrir allt og sjáumst vonandi þar þegar minn tími kemur, elsku mamma. Þín dóttir, Ragnheiður. Tengdamóðir mín, eða Gunna eins og hún var jafnan kölluð, kvaddi okkur eftir langvinn veikindi. Gunnu kynntist ég fyrir tæpum 30 árum þegar við Hildur vorum að byrja að draga okkur saman. Ég fann fljótt hvað gott var að vera í kringum Gunnu, hún hafði svo góða nær- veru sem lýsir sér kannski best í því hvað barnabörnin voru hænd að henni. Samverustund- irnar með henni og Palla voru margar og leitar hugurinn til Spánar þar sem við fjölskyldan áttum góðar stundir saman með Gunnu og Palla. Los Alcazares á Spáni var þeirra annað heim- ili á veturna hin síðari ár og þar höfðu þau búið sér gott annað heimili. Gunna, þín verður sárt saknað. Guðmundur Reidar Erlingsson. Það var nú á haustdögum síðasta árs að ég átti fallegar stundir með Gunnu og Palla þegar ég var fenginn til að mála húsið þeirra. Skrúð- garðurinn fallegi, líf og yndi Gunnu, var að síga í vetrar- svefn og maður skynjaði einnig haustlægðir á heilsufari henn- ar. Þó svo væri var hún mjög ákveðin að húsið skyldi málað. Nú þegar hún er fallin frá skynjar maður að hún vildi ganga frá sínu lífshlaupi með hreinu kláruðu verki. Reisn var áberandi í hennar fari, þó hún bæri hana á sinn hljóða hátt. Þegar blómin hennar voru að leggjast í dvala var hafist handa við að prjóna peysur, með Palla sér við hlið að vinda upp lopann. Fallegt var að sjá þegar ég var í vinnu hjá þeim, fegurð þeirra sambands. Sterku konuna sem í gegnum veikindin barðist til langs tíma með auð- mýktina að vopni og manninn sinn sér við hlið við vinnu sína í kyrrðarstund hversdagsins. Meðan ég nýi tengdasonurinn bjástraði við að klæða húsið hvítu svo birta mætti til fyrir veturinn. Veturinn þungi. Löngunin eftir vori. Eilífðar- dögum sumars og blóma, greypt inn í sálina frá æsku. Gunnfríður var þessi klass- íska fallega séríslenska kona, sprottin upp úr foldinni okkar fögru. Það var gott að eiga þessar stundir með þeim og kynnast Palla og Gunnu betur, því þó svo fjölskyldan hittist á tyllidögum verður tilfinningin fyrir samveru í daglegri tilvist ekki eins mikil í gegnum það. Mun ég því alltaf geyma þessar stundir í brjósti mér, stundir kærleika og umburðarlyndis. Það var svo einn snjóþungan vetrarmorgun að kallið kom og komið var að kveðjustund. Um hádegisbil kvaddi hún og sólin fór að skína. Birta færðist yfir og hún komin í heiðríkjuna um- vafin blómum. Takk fyrir að fá að kynnast þér, Gunnfríður. Eilífur snjór í augu mín út og suður og vestur skín, samur og samur inn og austur, einstaklingur! vertu nú hraustur. Dauðinn er hreinn og hvítur er snjór, hjartavörðurinn gengur rór og stendur sig á blæju breiðri, býr þar nú undir jörð í heiðri. Víst er þér, móðir! annt um oss; aumingja jörð með þungan kross ber sig það allt í ljósi lita, lífið og dauðann, kulda’ og hita. (Jónas Hallgrímsson) Þinn tengdasonur, Bjarni Sigurbjörnsson. Amma var mögnuð kona og fyrirmynd. Hún var svo ótrú- lega ljúf og góð, alltaf svo stolt af öllu sínu fólki. Hún tókst á við veikindi sín með miklum styrk, alltaf jákvæð og bros- andi. Vöfflukaffi hjá ömmu var í miklu uppáhaldi hjá okkur barnabörnunum og oftar en ekki fengum við heimagerða sultu og kakó með því. Þú varst var mikill gestgjafi og vildir alltaf gera svo vel við þína. Þrátt fyrir að ég segði við þig að vera ekkert að hafa fyrir mér því ég ætlaði bara rétt að líta inn þá varstu alltaf tilbúin með einhverjar kræsingar. Eftir að hafa borðað yfir okkur af vöfflum settumst við södd og sæl inn í stofu og spjölluðum á meðan þú tókst upp prjónana. Það var alveg ótrúlegt að fylgjast með þér prjóna heilu peysurnar hverja á eftir annarri eins og ekkert væri. Blómagarðurinn þinn var eins og ævintýraheimur og það var svo notalegt að sitja með þér í garðinum á sumrin að njóta sólarinnar og litadýrðar- innar. Það var svo gaman að sjá hvað þú naust þess að hugsa um fallega garðinn þinn enda eyddirðu ófáum stundum þar. Elsku yndislega og fallega amma okkar, við vonum að þú sért líka umvafin blómum í sumarlandinu þínu. Þín verður sárt saknað en minningin um einstaka konu mun ávallt lifa. Við systkinin þökkum þér fyrir allar dýrmætu stundirnar sem við áttum með þér. Katrín Björk og Gunnar Freyr. Elsku amma, við kveðjum þig með söknuði. Elskulegri konu er erfitt að finna og hún kenndi okkur svo sannarlega hvað það er að vera amma. Blómagarðurinn hennar var ævintýralegur og eyddum við mörgum stundum í garðinum þar sem við átum rabarbara með sykri og tíndum ber af trjánum sem amma notaði síðar í sultugerð. Alltaf tóku hún og afi á móti okkur með kaffi og kræsingum sem voru yfirleitt annaðhvort vöfflur eða eplakaka. Við systur og mamma grínuðumst stund- um á leiðinni til ömmu um hvað við fengjum í þeirri heimsókn. Amma var mikil prjónakona og prjónaði mikið lopapeysur á seinni árum. Hún kenndi okkur systrum að prjóna og af því fékk amma að njóta góðs á síð- ustu dögunum hennar þegar Agnes prjónaði sjal handa henni. Takk fyrir allt sem þú hefur kennt okkur, elsku amma. Pála, Harpa og Agnes. Gunnfríður Ingólfsdóttir Klassísk músík hljómaði úr græjunum hennar og hún söng með. Bókakostur mikill og ekki síst fjöldinn allur af barnabókum sem hún deildi með okkur. Upp úr stóð leikfangakistan með dúkkum og prjónafötum eftir hana. Öll börnin sem hún um- gekkst fengu fallegt heklað teppi við fæðingu og síðar er þau uxu úr grasi bættust við vettlingar og sokkar. Eiga allir vinir Rann- veigar fallegt prjónaverk eftir hana. Það voru ekki allir í Örebroar- samfélaginu sem fluttu heim að námi loknu en tengslin héldust. Eftir að til Íslands var komið átti hún eftir að heimsækja vini sína til Svíþjóðar og endurgalt hún heimsóknirnar með veglegum matarboðum hér heima. Enn eru vissir réttir kenndir við hana eins og laxafiðrildi í sjerrísósu, sem hún sannaði að er lítið mál að til- reiða fyrir marga á nokkrum mínútum. Afkomendur okkar hafa sér- stök tengsl við Rannveigu, minn- ingar úr bústaðaferð, að kíkja í kaffi eða hún að bjarga skyndi- legum heilsufarsvanda. Öll nut- um við þess að vera þátttakendur í tónlistarlífi hennar og sækja hina ýmsu kórtónleika þar sem hún söng. Rannveig vann við sína sér- grein og hafði sérstakan áhuga á málefnum ungs fólks. Hún sinnti auk starfsins á Landspítalanum og síðar læknastofu sinni starfi á Neyðarmóttöku vegna nauðgana um árabil. Hún var fyrstu árin ráðgjafi þar varðandi sýkinga- meðferð og ýmsar forvarnir. Rannveig var stofnfélagi í Fræðslusamtökum um kynlíf og barneignir, sem barðist fyrir bættri kynfræðslu fyrir ung- menni og ódýrum getnaðarvörn- um. Læknastofuna rak hún fram til desember á síðasta ári og var jafn bóngóð hvort sem kollegi þurfti aðstoð eða einhver sjúk- linganna. Stöðug lyfjameðferð með ýmsum aukaverkunum hindraði hana ekki í stofurekstri enda með einstakan áhuga á starfinu. Mesta hversdagshetja sem um getur og fyrirmynd er hún Rannveig þegar litið er til þess hvernig hún tókst á við sjúkdóm sinn síðasta áratug. Við munum oft hugsa til henn- ar við sem hér búum og eins vinir hennar í Svíþjóð. Fyrir hönd læknafjölskyldna í Örebro árin 1980-90, Ósk, Ragnar, Katrín, Sigurður, Peter, Ragnhildur, Atli, Lára og börn. Það var mikinn snjóa- og frostavetur fyrir meira en 30 ár- um sem við tengdumst vináttu- böndum. Við vorum báðar í fram- haldsnámi í Svíþjóð og höfðum ekki færi á að fara til Íslands um jólin og Rannveig kom og dvaldi hjá okkur yfir jólahátíðina. Hún færði okkur bók að gjöf, Julbok- en, sem er ennþá tekin upp um hver jól og ég mun gera það áfram og minnast kærrar vin- konu. Hún var fljót að verða vin- ur barnanna og hefur verið það æ síðan og fylgst með öllum vaxa úr grasi. Þegar heim kom hófum við báðar störf í okkar sérgreinum, fylgdumst að og studdum hvor aðra. Rannveig starfaði alla tíð við sitt fag, húð- og kynsjúk- dómalækningar á eigin stofu, vann um tíma á Landspítalanum og var farsæl í starfi. Hún varð þó fyrir mótlæti bæði í leik og starfi en fór vel frá því. Oft leit- uðum við til Rannveigar og margir okkar vina og félaga og tók hún öllum vel, hún sinnti fótasári pabba af alúð, leit á hin ýmsu húðmein hvort sem það var varta eða lúsabit, hér heima eða með myndum frá Köben eða Kóreu. Rannveig var tónelsk og um áraraðir í kór, fór á tónleika og stundaði nám í söng. Handavinna var henni ástríða, hún prjónaði og heklaði öllum stundum enda afraksturinn einstakur. „Nú kaupir þú dúkku fyrir barna- börnin,“ sagði Rannveig eitt sinn og kom með fulla tösku af vand- lega prjónuðum dúkkufötum. Hún var afar gjafmild en allir í fjölskyldunni eiga útprjónaða vettlinga, sokka og ullarteppi sem ylja okkur nú. Ég kynntist líka hennar fjöl- skyldu og fékk að fylgjast með uppvexti systurdætra hennar. Við hittumst oft og fórum reglu- lega á kaffihús borgarinnar, gát- um setið lengi og skrafað saman og kölluðum það okkar tveggja manna saumaklúbb. Það var minna um það í seinni tíð, en við töluðum mikið saman, ég gat hringt í hana snemma morguns eða seint um kvöld og við ræddum um félagsleg og fag- leg málefni og auðvitað fjölskyld- urnar. Við áttum yndislegan tíma saman sl. sumar þegar hún var með okkur öllum, börnum og barnabörnum og við skemmtum okkur fram á nótt. Elsku besta vinkona og kæri fjölskylduvinur, við söknum þín sárt. Samúðarkveðjur frá okkur Magga og börnum til allrar fjöl- skyldunnar og ástvina Rann- veigar. Brynhildur Ingvarsdóttir. Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar við hugsum til Rannveigar. Vinátta okkar hófst í Kvennakór Reykja- víkur. Hún var í undirbúnings- hópi til stofnunar Kvennakórs- ins. Hún sat í fyrstu stjórn kórsins og var um tíma formað- ur. Rannveig var mjög góður skipuleggjandi og var driffjöður við skipulagningu nokkurra kóramóta, s.s. fyrsta norræna kvennakóramótsins sem haldið var á Íslandi árið 2000. Rannveig var ein af þeim sem allar konur í kórnum þekktu og virtu fyrir dugnað hennar og ósérhlífni. Alltaf var hægt að leita til Rannveigar ef eitthvað amaði að. Hún var góð við þær sem áttu í einhverjum veikindum eða erfiðleikum og svo var hún alltaf með læknatöskuna á ferða- lögum með helstu lyf og plástra sem hugsanlega væri þörf fyrir. Eftir að hafa sungið í öðrum sópran í nokkur ár fór hún í söngtíma og þá kom í ljós að hún var flottur annar alt. Sérlega gott var að syngja með Rannveigu því hún var örugg og hafði góða rödd. Rannveig söng með Kvennakórnum til 2007 en hafði áfram mikinn metnað fyrir hönd kórsins og var m.a. í sögunefnd til ársins 2012. Rannveig var mjög gestrisin. Oft var setið og spjallað heima hjá henni og var þá bæði sungið og hlustað á dásamlega tónlist. Veitingar voru heldur ekki af verri endanum. Hún hafði mikinn áhuga á tónlist og var dugleg að miðla þeim áhuga til okkar með því að hvetja til að fara á tónleika og keypti þá oftar en ekki miða til að við misstum ekki af þessum viðburðum. Nú síðast í desember bauð hún nokkrum okkar á Sálu- messu Mozarts þar sem hún var að syngja með Óperukór Reykja- víkur. Rannveig var flink handa- vinnukona. Hún prjónaði handa okkur rósavettlinga í litum sem pössuðu við yfirhafnir okkar. Hún gaf gjarnan börnum og barnabörnum vinkvenna sinna teppi eða dúkkuföt sem hún prjónaði eða heklaði. Rannveig var traust og góð vinkona sem verður sárt saknað. Við sendum fjölskyldu Rann- veigar innilegar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning hennar. Hrönn Hjaltadóttir, Kristín Árnadóttir, Margrét Þormar, Sigurlína Gunnarsdóttir, Sigrún Þorgeirsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Rannveigu Páls- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, JÓNA GUÐBJÖRG STEINSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 30. janúar. Hilmar Guðlaugsson Steingerður Hilmarsdóttir Bjarni P. Magnússon Guðlaugur R. Hilmarsson Ásta G. Ástþórsdóttir Atli Hilmarsson Hildur K. Arnardóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNÍNA EINARSDÓTTIR, Nína, Kirkjuvegi 5, Reykjanesbæ, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut fimmtudagskvöldið 24. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 5. febrúar klukkan 13. Loftur Eðvarð Pálsson Einar Marteinn Þórðarson Helga Sigurðardóttir Viktor Rúnar Þórðarson Hrafnhildur Ósk Sigurðardóttir Viktoría Loftsdóttir Ómar Guðmundsson Guðbjartur Loftsson Lára Ottesen Eðvarð Eyberg Loftsson Þórey Guðný Marinósdóttir Sigrún Signý Loftsdóttir Guðrún Loftsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.