Morgunblaðið - 01.02.2019, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2019
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
✝ BjarnheiðurBjörnsdóttir
fæddist á Efra-Seli í
Landsveit 13. febr-
úar 1932. Hún and-
aðist á Hjúkr-
unarheimilinu
Hlévangi, Reykja-
nesbæ, 15. janúar
2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Björn Bjarnason,
bóndi í Efra-Seli, f. þar á bæ
29.11. 1902, d. 27.8. 1998, og
kona hans, Guðrún Lilja Þjóð-
björnsdóttir, f. á Læk í Leirár-
sveit 7.5. 1896, d. 2.8. 1972.
Systkini Bjarnheiðar eru: Mar-
grét, f. 28.4. 1933, maður hennar
er Konráð Jóhann Andrésson, f.
7.10. 1932; Gyða Fanney, f. 25.9.
1934, maður hennar Magnús
Einarsson, f. 11.10. 1932, d. 17.9.
2010; Indriði, f. 28.5. 1939, kona
hans Ásta Pétursdóttir Brekkan,
f. 9.8. 1939; Guðbjartur, f. 28.5.
1939, kona hans Ragnhildur
Ingibjörg Antonsdóttir, f. 6.3.
1943.
Bjarnheiður giftist 5. maí
1956 Eyþóri Sigmundssyni, f.
18.9. 1934, syni hjónanna Sig-
mundar Eyvindssonar og Aðal-
heiðar Olgu Guðgeirsdóttur.
Bjarnheiður og Eyþór skildu.
Börn þeirra eru: 1) Lilja, f. 7.12.
1955, maki Einar
Þorgeirsson. 2) Sig-
mundur, f. 27.2.
1958, maki Hafrún
Jónsdóttir. Bjarn-
heiður giftist síðan
25. desember 1965
Kristni Erlendi Kal-
dal Michaelssyni, f.
5.4. 1934, d. 6.6.
1996. Foreldrar
hans voru Michael
Sigfinnsson og Arn-
heiður Ingibjörg Árnadóttir.
Barn Bjarnheiðar og Kristins er
Bjarni Thor, f. 2.5. 1967, maki
Lilja Guðmundsdóttir. Barna-
börn Bjarnheiðar eru nú 10 og
barnabarnabörnin sex.
Bjarnheiður, eða Heiða eins
og hún var alltaf kölluð, óx úr
grasi á bæ foreldra sinna á Efra-
Seli í Landsveit. Í sínu fyrra
hjónabandi bjó hún í Kópavogi
og í því seinna flutti hún á
Suðurnesin, fyrst til Keflavíkur,
þá á Melstað í Garði og loks aftur
til Keflavíkur.
Árið 2012 fluttist hún á Hjúkr-
unarheimilið Hlévang og þar
andaðist hún. Auk húsmóður-
starfa vann Heiða sem verka- og
verslunarkona alla sína starfs-
ævi.
Útför Bjarnheiðar fer fram
frá Kálfatjarnarkirkju í dag, 1.
febrúar 2019, klukkan 13.
Það skemmtilegasta sem ég
vissi þegar ég var lítil í sveitinni
var að fá Heiðu frænku í heim-
sókn. Ekki bara vegna sælgætis-
pokans sem hún kom ávallt með
og var ætlaður mér einni, heldur
vegna þess að hún var svo ótrú-
lega skemmtileg. Ég spurði hana
alltaf hvað hún yrði lengi í það
skiptið og fékk alltaf sama svarið
„sennilega sest ég bara upp hér og
fer ekkert aftur“ og barnið ég
hugsaði með mér hvað það yrði
frábært! Helst af öllu hefði ég vilj-
að hafa hana alla daga í heimsókn,
alltaf. Það fylgdi henni svo mikil
glaðværð, hún var svo fyndin og
talaði mikið, hafði sterkar skoðan-
ir og kom alltaf með Moggann í
sveitina, málgagnið sitt. Hún var
haldin smá bíladellu, átti drossíu
sem hún kallaði gersemina sína og
ók voldug í hlað með sængina í aft-
ursætinu og sígóið í veskinu. Þær
systurnar, mamma og hún, sátu
svo oft fram á miðjar nætur á
skrafi og það var eitthvað svo
notalegt að hlusta á muldrið í
þessum tveimur konum sem mér
þótti vænst um í heiminum.
Síðan liðu árin, ég var ekki
lengur barn en alltaf var Heiða
mitt mesta uppáhald. Það eru ófá-
ar bækurnar í bókahillunni minni
sem eru áritaðar „Til Lilju, frá
gömlu konunni“ því hún hélt
áfram að gefa mér jólagjafir langt
fram eftir aldri. Ég held að elsta
dóttir mín hafi verið á þriðja ári
þegar síðasta jólagjöfin kom, ég
þá rúmlega tvítug.
Það er svo margt sem mig lang-
ar að segja og skrifa um hana
frænku mína en það dugar víst
ekki plássið og það var heldur ekki
hennar stíll að vera að telja upp
endalausa kosti og mæra þá í bak
og fyrir. Hún var ekki mikið fyrir
að hampa því sem hún gerði. Þó
langar mig að allir viti hvað þessi
kona var ótrúleg, það þyrftu allir
að fá að eiga eina Heiðu frænku.
Hún var hvunndagshetja í öllum
skilningi þess orðs, vann baki
brotnu allt sitt líf, var alltaf til taks
fyrir þá sem þurftu á að halda, hún
var þeim sérstaklega góð sem
minnst máttu sín og það fylgdi
henni öryggistilfinning svo manni
fannst að allt myndi fara vel ef hún
væri einhvers staðar nálægt.
Mamma hefur svo oft haft á orði
að stóra systir hennar í Keflavík
hafi verið hennar stoð og stytta í
gegnum sín búskaparár. Þessi
granna kona bjó yfir ótrúlegum
styrk. Hún var með eindæmum
bóngóð og ég held að hún hafi
aldrei nokkurn tímann sagt nei við
mig, hún tók alltaf minn málstað.
Það að vera móðursystir er
ákveðið hlutverk, móðursystir er
sú kona sem er tilbúin að hlaupa í
skarðið ef eitthvað alvarlegt kem-
ur upp á og móðirin ekki til taks.
Sem betur fer reyndi aldrei á það í
minni bernsku en ég fann samt
alltaf að Heiða frænka var þarna,
hún hefði komið mér til bjargar ef
á þurfti að halda. Þannig frænka
langar mig að vera, þannig hefur
hún verið mín fyrirmynd í þessu
sem og svo mörgu.
Ég kveð með söknuði frænku
mína og er þakklát fyrir allar góðu
minningarnar. Ég trúi því að
amma og afi í Selinu taki á móti
stelpunni sinni og ef himnaríki er
til þá verður hún þar á rúntinum á
gerseminni sinni með sígó í vesk-
inu og sængina sína í aftursætinu.
Blessuð sé minning Heiðu
frænku í Keflavík.
Guðrún Lilja Magnúsdóttir.
Bjarnheiður
Björnsdóttir
✝ Jóhanna Ólafs-dóttir fæddist
4. febrúar 1927 á
Fjöllum í Keldu-
hverfi. Hún lést 26.
janúar 2019 á Dval-
ar- og hjúkrunar-
heimilinu Hlíð á
Akureyri.
Foreldrar henn-
ar voru Ólafur Jóns-
son, f. 21.11. 1881,
d. 19.5. 1953 og
Friðný Sigurbjörg Sigurjóns-
dóttir, f. 31.8. 1898, d. 27.5.1999.
Jóhanna giftist þann 6.11. 1948
Sigurði Jónssyni frá Meiðavöll-
um í Kelduhverfi, f. 24.12. 1919,
d. 28.12. 2014. Þau eignuðust
heiður Magnúsdóttir og eiga þau
tvö börn og þrjú barnabörn, Hall-
dóra Friðný, f. 19.4. 1962, d. 26.3.
1974.
Jóhanna var fimmta í aldurs-
röð systkina sinna, en þau voru
Héðinn, f. 14.1. 1918, d. 16.7.
1992, drengur, f. 17.6. 1919, d.
11.7. 1919, Ragnheiður, f. 23.8.
1920, d. 22.6. 2002, Jón, f. 1.1.
1925, d. 23.12. 2014, Anna
Guðný, f. 5.12. 1930, d. 8.3. 2014.
Jóhanna var húsfreyja í Garði
II í Kelduhverfi þar sem þau hjón
byggðu sér bú og áttu þar heima
allt til ársins 2000 er þau fluttu til
Húsavíkur. Einnig starfaði hún á
sláturhúsum við laxa- og sauð-
fjárslátrun og var kirkjuvörður
við Garðskirkju meðan þau hjón
bjuggu í Garði. Haustið 2015
flutti hún á Dvalar- og hjúkr-
unarheimilið Hlíð á Akureyri.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Garðskirkju í dag, 1. febrúar
2019, klukkan 13.
fimm börn. Þau eru
Ólafur Brynjar, f.
1.4. 1946, kona hans
er Kristbjörg
Ágústa Magn-
úsdóttir og eiga þau
tvo syni, fjögur
barnabörn og eitt
barnabarnabarn;
Jón, f. 8.3. 1950,
kona hans er Þor-
björg Bragadóttir
og eiga þau fjögur
börn og fjögur barnabörn; Björn
Ágúst, f. 4.4. 1955, d. 25.3. 2001,
kona hans var Kristín Björns-
dóttir og áttu þau fjögur börn og
þrjú barnabörn; Sigurgeir, f.
18.8.1956, kona hans er Aðal-
Jóhanna tengdamóðir mín frá
Garði er fallin frá rétt að verða 92
ára gömul. Ég kynntist Jóhönnu
árið 1981 þegar við Jón vorum að
draga okkur saman. Jóhanna
reyndist mér frá fyrstu tíð hin
allra besta tengdamóðir. Ég flutti
í sveitina alveg græn á öll bústörf,
en þá kom kennarinn Jóhanna
mér til hjálpar, Hún kenndi mér
að gera slátur, bjúgu, rúllupylsu
og kæfu, svo fátt eitt sé nefnt.
Fallegu útprjónuðu sokkarnir og
vettlingarnir hennar hafa farið út
um allan heim. Ekki má nú
gleyma besta rúgbrauðinu í heimi,
börnin mín runnu yfirleitt alltaf á
lyktina þegar amma var að taka
rúgbrauðið úr ofninum og borð-
uðu þá yfir sig.
Hún hafði brennandi áhuga á
sveitinni sinni og fólkinu í kring-
um sig. Hún varð mjög oft fyrri til
að hringja til að fá fréttir af barna-
börnunum alveg fram á síðustu
viku. Jóhanna var mjög gestrisin
og hafði mjög gaman af því að taka
á móti fólki. Yfirleitt voru sortirn-
ar ekki færri en tíu. Í þau sextán
ár sem ég bjó í Garði var alltaf
hægt að treysta á góða barnapöss-
un, þau amma Jóhanna og afi
Siggi voru best. Jóhanna var stál-
minnug á menn og málefni svo ég
gleymi nú ekki afmælisdögum. Ég
held að hún hafi munað afmælis-
daga allra í sveitinni og gott betur.
Stórt skarð var höggvið í fjöl-
skylduna þegar tengdafaðir minn
lést fyrir rétt fjórum árum. Þá
flutti Jóhanna til Akureyrar á
dvalarheimilið Hlíð og lét vel af
sér þar, þar sem hún var komin
nær sínu fólki. Jóhanna lá ekkert á
sínum skoðunum ef henni mislík-
aði eitthvað, alltaf hrein og bein.
Ég er svo þakklát fyrir allar þær
fjölmörgu góðu stundir sem við
áttum saman. Fjölskyldunni votta
ég mína dýpstu samúð.
Þorbjörg Bragadóttir.
Amma Jóhanna fæddist í
torfbæ og ólst upp til fjögurra ára
aldurs. Ég man hvað mér fannst
myndin af þeim systkinum fyrir
utan gamla bæinn merkileg, því
mér fannst amma alls ekki svo
gömul. Fyrir nokkrum árum sát-
um við að spjalli í eldhúsinu henn-
ar á Húsavík og barst talið að hé-
góma og útlitsdýrkun. Amma
sagði þá að hún væri nú voðalega
krumpuð í framan. Aldrei hafði ég
tekið eftir því, en þegar ég horfði
betur sá ég að hún hafði kannski
eitthvað til síns máls. Amma var
hins vegar alltaf glaðleg og bros-
mild og fínlegar hrukkurnar lýstu
andlit hennar upp sem sólar-
geislar.
Ein af mínum fyrstu minning-
um er af ömmu Jóhönnu að lyfta
mér upp til að sjá bjarmann af
Kröflueldum út um gluggann á
eldhúsinu. Ótalmargar æsku-
minningar mínar eru úr eldhúsinu
í Garði að bardúsa eða fylgjast
með ömmu baka, prjóna, elda eða
bera á borð kræsingar fyrir heim-
ilisfólk og gesti. Aldrei féll henni
verk úr hendi, og milli þess að
bera á borð einar 6-7 máltíðir,
prjónaði hún kannski eins og eitt
par af sokkum eða vettlingum,
bakaði hjónabandssælu og hlust-
aði á mig lesa. Hún prjónaði ótrú-
lega hratt og fallega og við fjöl-
skyldan höfum svo sannarlega
fengið að njóta góðs af í gegnum
tíðina. Amma saumaði líka út og
hanga fallega innrammaðar
myndir eftir hana á veggjum fjöl-
margra heimila.
Ég naut þeirra forréttinda að fá
að eyða talsverðum tíma ein í
sveitinni með ömmu og afa, lengst
þegar ég var fimm ára. Sá tími var
nýttur í að verða fluglæs og var
amma dugleg að finna mér bækur
og hlusta á mig lesa. Eftir því sem
ég eltist grófu þau afi upp fleiri og
fleiri bækur við hæfi sem pabbi og
systkini hans höfðu átt.
Amma var með fallegan blóma-
garð bakvið hús, og pottablóm í
öllum gluggum. Hún vildi hafa
snyrtilegt í kringum sig, nær sem
fjær, og fór reglulega í göngu
meðfram þjóðveginum að tína upp
ruslið sem fólk kastaði út um bíl-
gluggana. Þar lærði ég ung að ár-
um að rusl sem hent er á víðavangi
hverfur ekki.
Við spjölluðum mikið saman í
síma undanfarin ár. Það var alltaf
gott að heyra í ömmu, sem átti ótal
reynslusögur að deila með ungri
og verðandi móður, sannkallaðar
gæðastundir þó stundum hafi liðið
lengra á milli. Ég sakna þess að
geta ekki tekið upp símann og
heyrt í ömmu, fengið fréttir og
sagt henni frá litlum sigrum og
stórum. Það er komið að kveðju-
stund og henni fylgir þakklæti og
gleði. Þakklæti fyrir samfylgdina
og gleði yfir dýrmætum minning-
um.
Takk fyrir samfylgdina, amma
mín, við sjáumst í Sumarlandinu
seinna.
Þín
Halldóra Friðný.
Hún yndislega amma Jóhanna
er farin frá okkur, en ég trúi því að
hún sé komin til hans afa Sigga og
hafi það gott. Nú þegar maður
hugsar til baka þá minnist maður
þess að amma var alltaf með kjöt-
farsbollur og hrísgrjón, enda kall-
ast þær í dag ömmukjötbollur og
munu alltaf gera. Maður fór held-
ur aldrei frá þeim nema að fá alla-
vega sleikjó og jafnvel eitthvað
meira og til að kaupa sér eitthvað
„gott“ á leiðinni suður eins og þau
sögðu.
Eins minnist ég þess þegar ég
fékk að koma til ykkar í viku eða
tvær á sumrin. Svaf ég þá á sóf-
anum í stofunni því þið voruð flutt
í Litla-Hvamm á Húsavík og nú er
ég með sófasettið ykkar og allar
þær minningar sem fylgja því. Nú
á síðustu árum fannst mér mjög
gaman að koma til þín án þess að
þú hefðir nokkra hugmynd um
það, og sérstaklega man ég eftir
heimsóknunum í fyrra þegar ég
mætti með laxableikt hár og svo
bleikt og krullur. Þér fannst þetta
bara frekar smart. Enda jafn glys-
gjörn og ég. Elskaðir alla björtu
litina, helst var allt skræpótt og
með glimmeri.
Þegar ég fékk þær fréttir að þú
værir orðin veik, amma mín, kom
texti að einu uppáhaldslaginu
mínu upp í hugann og ætla ég að
enda þetta á því, – aðeins lagfært
fyrir þig.
Þú varst drottning í hárri höll.
Hljómsveitin! álfar, menn og tröll,
lék þér og söng í senn, hún var svo stór-
fengleg.
Tröllin, þau börðu á bumburnar.
Blómálfar léku á flauturnar,
fiðlurnar mennskir menn, á mandólín
ég.
Allir mændum við upp til þín
eins og blóm þegar sólin skín.
Er þínum faðmi frá, gjafir flugu um allt.
Flestum gekk vel að grípa sitt.
Glaður náði ég fljótt í mitt,
en stóll er steig ég á, stóð tæpt svo
hann valt.
(Freymóður Jóhannsson)
Hvíldu í friði, elsku amma,
Sandra Rún.
Jóhanna
Ólafsdóttir
✝ Guðrún BjörgHarðardóttir
fæddist 11. nóvem-
ber 1957. Hún lést
á Sjúkrahúsinu á
Akureyri 19. jan-
úar 2019.
Foreldrar Guð-
rúnar eru Svala
Steinþórsdóttir, f.
19. júlí 1931, og
Hörður Hermanns-
son, f. 5. apríl
1930, d. 1. september 2007.
Bræður Guðrúnar eru Sigþór,
f. 28. október 1956, Hermann,
f. 1. október 1959,
og Njáll, f. 27.
október 1961.
Eiginmaður
Guðrúnar er Frið-
rik Viðar Sverris-
son, f. 23. nóvem-
ber 1966. Sonur
Guðrúnar og Frið-
riks er Sindri
Snær, f. 27. maí
1997.
Guðrún verður
jarðsungin frá Akureyrarkirkju
í dag 1. febrúar 2019, klukkan
13.30.
Góður starfsfélagi okkar,
Guðrún Björg Harðardóttir, er
fallin frá, langt um aldur fram.
Guðrún Björg var sannkallaður
lykilmaður í starfi Norðurorku
og áður hjá Rafveitu Akureyrar.
Guðrún Björg hóf störf hjá
Rafveitu Akureyrar í maí 1987.
Í byrjun var Guðrún ráðin á
skrifstofu Rafveitunnar en varð
síðar ritari rafveitustjóra. Við
sameiningu veitnanna á Akur-
eyri árið 2000 var Guðrún ráðin
sem starfsmannastjóri hins
sameinaða félags, Norðurorku
hf.
Það var einstaklega gott að
vinna með Guðrúnu, hún var
ekki fyrir að flækja hlutina, var
hrein og bein og gekk í öll verk
sem þurfti.
Guðrún átti gott með að um-
gangast fólk, lét til sín taka, og
naut þess að vinna með starfs-
fólki fyrirtækisins.
Guðrún veiktist af krabba-
meini á vormánuðum 2014 og
tók örlögum sínum hetjulega,
gafst aldrei upp og var jafn-
framt stoð og stytta margra sem
áttu við veikindi að stríða. Árin
frá því veikindin komu upp voru
Guðrúnu erfið en alltaf reyndi
hún að koma til vinnu, skila
sínu, væri þess nokkur kostur.
Það er sárt fyrir okkur starfs-
fólk Norðurorku að sjá á eftir
góðum félaga og samstarfs-
manni til fjölda ára.
Ég votta Friðriki eiginmanni
Guðrúnar, Sindra Snæ syni
þeirra og fjölskyldu samúð fyrir
hönd stjórnar og starfsfólks
Norðurorku.
Helgi Jóhannesson.
Fyrir rúmum 10 árum gekk
ég stressuð inn í Norðurorku á
leið í atvinnuviðtal. Guðrún
starfsmannastjóri fyrirtækisins
var annar viðmælandinn. Það
kom í ljós strax í þessu fyrsta
samtali okkar hversu einstakt
lag hún hafði á að bæta líðan
manns. Kvíðahnúturinn hvarf á
augnabliki.
Guðrún var svo sannarlega
rétt kona á réttum stað og naut
sín í starfi sínu. Hún hafði
ómældan áhuga á fólki í jákvæð-
ustu merkingu þess orðs, velti
gjarnan fyrir sér hvað mótaði
einstaklinginn, hvað hefði gert
hann að því sem hann væri.
Guðrún sá alltaf það besta í fólki
og samgladdist heilshugar og af
einlægni.
Hún talaði oft um það hversu
heppin hún væri með fólkið í
kringum sig og fannst hún vera
„umvafin englum“ líkt og segir í
söng Guðrúnar Gunnarsdóttur.
Strákarnir hennar, þeir Friðrik
og Sindri Snær, voru órjúfan-
legur þáttur þeirrar umræðu.
Eftir að Guðrún veiktist aftur
og var frá vinnu hittumst við
reglulega í spjalli. Um leið og
við bárum saman svissmokkað á
allflestum kaffihúsum bæjarins
spjölluðum við um allt milli him-
ins og jarðar, fjölskyldulífið,
vinnuna, misjöfn verkefni sem
fyrir okkur eru lögð í lífinu,
veikindin og það óhjákvæmilega
sem veikindum Guðrúnar fylgdi.
Hún hafði einstakt lag á því að
ræða hlutina á mannamáli og
full æðruleysis sá hún alltaf já-
kvæðu hliðarnar á öllu.
„Maður hefur alltaf val,“
sagði Guðrún gjarnan og hún
var samkvæm sjálfri sér því hún
lifði samkvæmt þessu. Hennar
val var að hafa jákvæðni og
bjartsýni að leiðarljósi í stað
þess að einblína á það neikvæða.
Þannig var það alla tíð, líka eftir
að róðurinn fór að þyngjast und-
ir lokin. Þetta er eitt af fjöl-
mörgu sem ég hef lært af Guð-
rúnu í gegnum árin og vil
tileinka mér.
Í dag, líkt og aðra daga, veit
ég að ég hef val og ég ætla að
velja vel. Því þrátt fyrir að það
sé erfitt að kveðja góða vinkonu
svo snemma þá ætla ég að brosa
í gegnum tárin og þakka fyrir að
hafa kynnst Guðrúnu Björgu.
Ég sendi samúðarkveðjur til
þeirra er nú sakna.
Ljós og friður fylgi þér, elsku
vinkona.
Gunnur Ýr Stefánsdóttir.
Guðrún Björg
Harðardóttir