Morgunblaðið - 01.02.2019, Side 25
skemmtilegt og fallegt sjálfs-
traust. Þegar nefnt var við
hana að hún myndi fara til
Spánar í brúðkaup Guðrúnar
systur minnar, árið 2003, svar-
aði hún að bragði: „Ég verð
mjög fín.“
Og það var hún líka og vakti
óskipta athygli.
Amma elskaði dans og söng,
og hún dansaði af hjartans lyst
allt fram undir hið síðasta. Ég
man sérstaklega eftir henni í
fimmtugsafmæli pabba. Galsi
hennar, ljómandi brúnu augun,
og það hvernig hún var hrókur
alls fagnaðar innan um fólk á
öllum aldri, leiddi huga minn að
því hvernig hún hefur verið
þegar hún var ung og þau afi
Torfi kynntust á Hótel Borg.
Það má hæglega ímynda sér að
hún hafi virkað dularfull, fjörug
og spennandi á hinn unga, bók-
hneigða rólyndismann Torfa
Ólafsson.
Enda man ég svo skýrt
hvernig afi sagði, áratugum eft-
ir skilnað þeirra: „Jaá, hún var
falleg, hún amma þín.“
Amma náði óvenjuháum
aldri, varð 96 ára, og það vakti
athygli hvað hún var þakklát,
fjörug og glöð á efri árum.
Elsku amma Jóhanna, hvíl í
friði.
Melkorka Tekla Ólafsdóttir.
Á kveðjustund minnist ég
Jóhönnu Gunnars af þakklæti
og virðingu. Ekki síst fyrir ára-
tugina tvo sem við vorum
tengdamóðir og tengdadóttir,
einmitt á þeim árum sem börn
okkar Ólafs H. Torfasonar, þau
Melkorka Tekla, Torfi Frans
og Guðrún Jóhanna, voru að
fæðast og vaxa úr grasi. Jó-
hanna var barngóð með ein-
dæmum og alltaf boðin og búin
að fóstra barnabörnin, leika við
þau og syngja vísur, hugga og
gleðja.
Það var líka gaman að
spjalla við þessa lífsreyndu
konu sem var skilin við Torfa
tengdaföður minn þegar við
kynntumst, hafði gifst á ný
honum Þorgeiri heitnum og var
með Flosa nýfæddan. Henni
fannst sérstaklega gaman að
heimsækja okkur þegar við
bjuggum í Stykkishólmi og
rækta tengslin við kirkjuna og
nunnurnar í klaustrinu.
Jóhanna var um margt
óvenjuleg og sérstök kona sem
hafði innsýn á önnur svið en
okkar jarðneska. Ára hennar
var bæði falleg og dularfull.
Bræður hennar voru listamenn
og ekki skorti hana ímyndunar-
aflið, en hún var kona þessa
tíma og leitaði því útrásar fyrir
sköpunargáfu sína á annan
hátt. Jóhanna prjónaði og hekl-
aði listilega, en þekktust var
hún trúlega fyrir að spá í bolla,
segja fyrir um óorðna hluti og
finna týnda muni.
Margar sögur eru til af
skyggnigáfu hennar og birtust
nokkrar þeirra í ítarlegu viðtali
sem ég tók eitt sinn við hana og
nokkra spádómsþiggjendur
hennar fyrir tímaritið Nýtt líf.
Spádómar hennar miðuðu að
því að veita þiggjendum styrk,
von og gleði. Leiðindunum
sleppti hún.
Hún sagði mér einu sinni að í
raun notaði hún bara bollann
sem yfirskin svo fólk héldi ekki
að hún væri eitthvað skrítin, en
hún sæi þetta allt án kaffidrop-
anna.
Þegar Jóhanna átti í hlut
varð mér oft hugsað til þessara
orða Jesú þegar hann lofaði
verk fátæku ekkjunnar: „Hún
gaf af skorti sínum allt sem
hún átti, alla björg sína.“ Því
Jóhanna miðlaði einkum barna-
börnunum ríkulega af gjafmildi
sinni og gaf þeim jafnvel fyrir
bílprófinu.
Sjálfri veitti hún sér lítið
sem ekkert, lifði spart og var
sístarfandi, lengi sem dag-
mamma og blaðberi. Hún var
svo ótrúlega gjafmild að fáum
hef ég kynnst slíkum.
Börnum hennar hef ég öllum
kynnst vel, hverju á sinn hátt,
Baldri, Ólafi, Helga, Önnu og
Flosa og eru þau einstakt
mannkostafólk, sem erft hafa
listfengi og manngæsku móður
sinnar. Ég votta þeim og öllum
öðrum aðstandendum innilega
samúð.
Signý Pálsdóttir.
Jóhanna var einstök kona og
dýrmætt var að eiga hana sem
frænku. Minningarnar um Jó-
hönnu eru um glaðværð henn-
ar, umhyggju og þakklæti.
Þegar Jóhanna kom í heim-
sókn til okkar í Sörlaskjól 92
fylgdi henni ævintýrablær. Hún
sagði sögur, söng og spáði í
bolla. Hún var óvenjuleg og
frumleg, horfði á tilveruna á
sinn einstaka hátt og var alltaf
jákvæð, uppbyggileg og þakk-
lát. Jóhanna tók eftir því smáa
og sýndi okkur krökkunum
áhuga.
Spurði frétta, skoðaði leik-
föngin okkar og ekki síst
handavinnuna sem hún hjálpaði
okkur stundum með. Börnum
leið vel með Jóhönnu og hún
gladdist með börnum alla tíð.
Jóhönnu tókst að beina at-
hyglinni að því sem aðrir tóku
ekki eftir og leyndi ekki aðdáun
sinni á því sem var fallegt og
heillandi.
Þegar hún sá eitthvað eft-
irtektarvert kom gjarnan henn-
ar langa Ó á undan lýsingu með
orðunum: „Ó, hvað þetta er fal-
legt“ eða „Ó, hvað þetta er
skemmtilegt“. Aðdáun Jóhönnu
beindist oft að því hve fólkið
væri fallegt og börnin hæfi-
leikarík og lýsingarnar gátu
endað á því að árétta að svona
væri þetta með hennar fólk og
alla Vestfirðinga, þeir væru
bæði fallegir og gáfaðir. Og svo
hlógum við að öllu saman.
Umhyggja Jóhönnu og sam-
veran með henni reyndist okk-
ur afar dýrmæt eftir að
mamma féll frá fyrir um það bil
fjörutíu árum. Strax eftir and-
lát mömmu og alla tíð síðan
fundum við sterkt hve Jóhönnu
var annt um okkur. Hún lagði
sig fram við að hitta okkur, tala
við okkur í síma eða færa okk-
ur eitthvað sem hún hafði
prjónað. Hjartalag Jóhönnu var
fallegt og karakter hennar ein-
stakur.
Jóhönnu leið vel á efri árum.
Hún naut þess að eiga friðsælt
ævikvöld í Roðasölum og þiggja
þar góða umönnun. Það var
gæfa okkar að eiga Jóhönnu
sem frænku.
Við þökkum fyrir kærleika
hennar og gleðina sem hún gaf.
Megi Guð blessa minningu
góðrar frænku.
Sigrún Gunnarsdóttir
og fjölskylda.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2019 25
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Zumba Gold 60+ kl. 10.30.
BINGÓ kl. 13.30, spjaldið kostar 250 kr. Veglegir vinningar. Kaffi kl.
14.30-15.20.
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16.
Botsía með Regínu kl. 10. Bíó kl. 13.15. Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn
kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur
kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. S. 535-2700.
Boðinn Vöfflukaffi kl. 14.30-15. Línudans kl. 16.
Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi hjá Rósu kl.10.15.
Garðabær Dansleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Gönguhópur frá Jónshúsi
kl. 10. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20,
Hleinum kl. 12.30 og frá Garðatorgi 7 kl. 12.40 og til baka að lokinni
félagsvist ef óskað er. Smiðja í Kirkjuhvoli opin kl. 13–16. Velkomin.
Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Glervinnustofa
með leiðbeinanda kl. 9-12. Prjónakaffi kl. 10-12. Leikfimi gönguhóps
kl. 10-10. 20. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Bókband með leið-
beinanda kl. 13-16. Kóræfing kl.13-15. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl.
12.45 tréskurður, kl. 20 félagsvist.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9–12. Útskurður kl. 9, verkfæri á staðnum og
nýliðar velkomnir. Botsía kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30. Bíó kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45,
hádegismatur kl. 11.30, brids í handavinnustofu kl. 13, bingó kl. 13.15
og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður Við hefjum daginn við hringborðið kl. 8.50, boðið upp
á kaffi, blöðin liggja frammi. Frjáls tími í Listasmiðju, thai chi með
Guðnýju kl. 9-10, botsía kl. 10.15-11.20, hádegismatur kl. 11.30 (panta
þarf fyrir kl. 9 samdægurs). Zumbadansleikfimi með Auði Hörpu kl.
13-13.50. Hæðargarðsbíó kl. 14. Eftirmiðdagskaffi frá kl. 14.30. Allir
velkomnir, óháð aldri. Nánari uppl. í s. 411-2790.
Norðurbrún 1 Morgunleikfimi kl. 9.45, lesið úr blöðum kl. 10.15,
upplestur kl. 11-11.30, trésmiðja / listasmiðja kl. 9-12, guðsþjónusta 14.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Leikfimi með Evu á
Skólabraut kl. 11. Syngjum saman í salnum á Skólabraut kl. 13. Spilað
í króknum á Skólabraut kl. 13.30 og brids í Eiðismýri 30 kl. 13.30.
Munið skráninguna í ferðina sem farin verður fimmtudaginn 14.
febrúar í Íslenska Erfðagreiningu og í Norræna húsið. Skráningarblöð
liggja frammi á Skólabraut og Eiðismýri. Uppl. einnig í s. 8939800.
Stangarhylur 4 Íslendingasögur / fornsagnanámskeiðið kl. 13, þar
sem sögusviðið er Ísafjarðardjúp. Kennari Baldur Hafstað. Dansað
sunnudagskvöld 27. janúar kl. 20-23. Hljómsveit hússins leikur fyrir
dansi. Allir velkomnir. Boðað er til aðalfundar félagsins þriðjudaginn
19. febrúar kl. 16, Ásgarði Stangarhyl 4. Dagskrá samkvæmt lögum
félagsins.
Vesturgata 7 Sungið við flygilinn frá kl. 13-14. með Gylfa Gunnars-
syni. Kaffi kl. 14-14.30.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Fylgstu með á facebook
Mjódd s. 774-7377
www.frusigurlaug.is
Frí póstsending
Sundbolir • Tankini
Bikini • Strandfatnaður
Undirföt • Náttföt
Sloppar • Undirkjólar
Inniskór • Aðhaldsföt
Ný sending
af sundfatnaði
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Tek að mér
ýmisskonar
húsaviðhald,
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Atvinnublað
Morgunblaðsins
fimmtudaga og laugardaga
Er atvinnuauglýsingin þín á besta stað?
Sendu pöntun á atvinna@mbl.is
eða hafðu samband í síma 569 1100
Allar auglýsingar birtast í
Mogganum, á mbl.is og finna.is
mbl.is
alltaf - allstaðar
Hörður Gunnars-
son „Höddi“, síðasti
bóndi á Tjörnum í
Saurbæjarhreppi
er látinn. Þar var hann fæddur
og þar átti hann sín bestu ár
þótt stundum syrti í lofti. Í hans
huga jafnaðist enginn staður á
við Tjarnir, þar vildi hann búa
og sá draumur rættist. Hann tók
við búi af foreldrum sínum og
farnaðist vel.
Höddi var góðum gáfum
gæddur, glöggur og kunni á
mörgu skil þótt ekki væri hann
langskólagenginn. Búskapur
var hans áhugamál, einkum
sauðféð. Hann tók við góðum
fjárstofni af föður sínum og
hann hélt áfram að kynbæta.
Tjarnir voru með betri jörðum
hreppsins hvað þá búgrein varð-
ar. Ragna Úlfsdóttir flutti í
Tjarnir 1977. Þau eignuðust
þrjú mannvænleg börn. En
skuggar lágu í leyni og tóku
brátt að herða tökin og bundu að
lokum enda á sambúð þeirra.
Sálræn veikindi herjuðu á
Hödda og kollvörpuðu þeirra
lífi. Við tóku mjög erfiðir tímar
fyrir fjölskylduna, vandamenn
og vini. Allir stóðu bylinn af sér
Hörður Gunnarsson
✝ Hörður Gunn-arsson fæddist
15. september 1945.
Hann lést 21. jan-
úar 2019.
Útför Harðar fór
fram 29. janúar
2019.
þótt harður væri og
með ótrúlegri
þrautseigju tókst
að finna lífinu far-
veg á ný. Börnin
uxu úr grasi og
stofnuðu fjölskyld-
ur, dæturnar
bjuggu í Noregi um
tíma. Fyrir nokkru
fluttu þær heim,
föður sínum til
mikillar gleði.
Höddi yfirgaf einnig sveitina
og settist að á Akureyri. Ein
gatan í Naustahverfi fékk nafnið
Tjarnatún. Þar keypti Höddi
hús og bjó til æviloka. Án efa
hefur honum fundist götunafnið
minna á heimahagana. Hann
lést í Tjarnatúninu saddur líf-
daga. Ég hygg að honum hafi
líkað vel að vistaskiptin bar að
með þessum hætti. Hann gat séð
um sig til hinstu stundar, þurfti
ekki að fara á sjúkrahús eða ein-
hverja stofnun, var ekki upp á
aðra kominn. Hann vildi alla tíð
vera sjálfráður og öðrum óháður
og fór ekki alltaf troðnar slóðir.
Hödda þótti innilega vænt um
börnin sín og var þeim góður.
Hann getur stoltur horft yfir af-
komendahópinn. Sá hópur
stendur sannarlega fyrir sínu.
Völu, Ástu, Gunnari og fjöl-
skyldum þeirra og öðrum að-
standendum votta ég samúð
mína og óska þeim velfarnaðar á
komandi árum
Ingibjörg Jónsdóttir
(Inga í Villingadal).
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og við-
eigandi liður, „Senda inn minn-
ingargrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt
að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. .
Minningargreinar