Morgunblaðið - 01.02.2019, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 01.02.2019, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2019 Ármúla 26 | 108 Reykjavík | Sími 578 4400 | heimilioghugmyndir.is Bernharð Sigursteinn Haraldsson, fyrrverandi skólameistariVerkmenntaskólans á Akureyri, fagnar áttræðisafmæli ídag. Bernharð kenndi við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1966-67, Gagnfræðaskóla Akureyrar 1960-62 og 1967-83 og var skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri 1983-99. Undanfarin ár hefur Bernharð unnið að ritun ábúendasögu Skriðuhrepps hins forna á nítjándu öld. Þar er rakin ábúendasaga ríflega sextíu bæja í Hörgárdal og Öxnadal frá 1801-1901. Þetta verk er nú á lokastigi og verður væntanlega tilbúið til útgáfu síðar á þessu ári. Jafnframt allri þessari vinnu og stífum lestri kirkjubóka og ann- arra heimilda frá nítjándu öld hefur afmælisbarnið haft vökult auga á frammistöðu Wolverhampton Wanderers – Úlfanna í ensku knattspyrnunni en það gagnmerka lið hefur Bernharð stutt dyggi- lega síðan fyrir fermingu. Eiginkona Bernharðs er Ragnheiður Hansdóttir, tannlæknir og sérfræðingur í bitlækningum, og eiga þau fjögur börn, Harald, Hans Braga, Arndísi og Þórdísi. Sjöunda barnabarnið fæddist í nóv- ember og var nú í janúar gefið nafnið Sigursteinn Norðfjörð Þór- dísarson. Þar fékk sveinninn ungi nafn afa síns, Bernharðs Sig- ursteins, langafa, Haralds Norðfjörð Ólafssonar, og langalangafa, Sigursteins Steinþórssonar, bónda á Efri-Vindheimum og víðar í Hörgárdal. Bernharð og Ragnheiður eru búsett í Reykjavík en í tilefni af- mælisins halda þau til Akureyrar með fjölskyldu sinni til að gleðj- ast þar með vinum og ættingjum. Grúskar í Hörgdæl- ingum nítjándu aldar Bernharð Haraldsson er áttræður í dag Hjónin Ragnheiður og Bernharð ætla að halda upp á afmælið á Akureyri, sínum gömlu heimaslóðum, ásamt fjölskyldu sinni. B jörn Jón Bragason fæddist í Reykjavík 1. febrúar 1979 og ólst upp í Langholtshverfi. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík árið 2000, BA- og meistara- prófum í sagnfræði frá HÍ 2003 og 2006 og BA- og ML-prófum í lög- fræði frá HR 2012 og 2016. Björn leggur nú samhliða stund á doktors- nám í lögfræði við HR og sagnfræði við HÍ. „Kannski ég flaggi í tilefni dags- ins. Ég hef lengi verið þeirrar skoð- unar að 1. febrúar eigi að vera fána- dagur, því Íslendingar fengu heimastjórn á þessum degi fyrir réttum 115 árum. Í nokkur ár hélt ég heimastjórnarfögnuð á afmælis- daginn en er alveg hættur að halda upp á afmælið mitt. Ég var þó bú- inn að lofa nemendum mínum í Verzlunarskólanum að koma með tertu í skólann og verð að standa við það.“ Björn Jón starfaði með námi við Verslun Guðsteins Eyjólfssonar frá árinu 2000 og var viðloðandi þá verslun til ársins 2018. Þá var hann um tíma framkvæmdastjóri Sam- taka kaupmanna og fasteignaeig- enda við Laugaveg. „Miðbæjarmálin hafa verið mér hugleikin og líka skipulagsmál almennt í Reykjavík. Mér er mjög annt um það að við getum byggt upp öfluga verslun í miðbæ Reykjavíkur.“ Björn Jón er höfundur nokkurra stuttra heimildarmynda um skipulagsmál í borginni og þá situr hann í stjórn Miðbæjarfélagsins. Björn Jón Bragason, lögfræðingur og sagnfræðingur – 40 ára Morgunblaðið/Rósa Braga Afmælisbarnið Björn Jón kveðst hafa mesta ánægju af lestri íslenskra fræðibóka og ævisagna. Með nýja og óvenjulega bók í prentsmiðjunni Rithöfundurinn Björn Jón áritar bók sína, Gjaldeyriseftirlitið. Írena Lind Marinósdóttir og Freydís Sæmunds- dóttir héldu tom- bólu fyrir utan versl- unina Kost í Reykjanesbæ og gáfu Rauða kross- inum afraksturinn. Hlutavelta Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.