Morgunblaðið - 01.02.2019, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 01.02.2019, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2019 Þurrkgrindur Innan- og utandyra Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is 60 cm x 3,6 lm, ber 10 kg Verð kr. 5.740 80 cm x 6,7 lm, ber 20 kg Verð kr. 9.850 100 cm x 8,5 lm, ber 20 kg Verð kr. 10.980 3 stærðir Vefverslun brynja.is Fagmennska í 100 ár Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Stjórnsemi, sem sprottin er af sekt- arkennd eða ábyrgðartilfinningu, getur spillt fyrir ástarsamböndum. Aktu heilum vagni heim. 20. apríl - 20. maí  Naut Gættu þess að þú látir ekki erfiðleika þína bitna á þínum nánustu. Haltu sam- skiptaleiðunum opnum. Þú stendur á vega- mótum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ekki læðast með veggjum, upp með hökuna þótt þú sért á milli tannanna á fólki. Þú kemur því til vegar að andrúms- loftið í stigaganginum batnar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til und- irritunar. Þú þarft tíma til þess að skipu- leggja þig og slaka aðeins á. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Sköpunargáfa þín er einstaklega mikil í dag. Þú lendir á villigötum en góður vinur beinir þér á rétta braut. Hlustaðu vel á ráð- leggingar hans. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Styrkur þinn liggur í bjartsýni þinni en hún getur fært þér mikla velgengni á þessu ári. Gefðu þér tíma til þess að njóta lífsins. 23. sept. - 22. okt.  Vog Fólk finnur sig knúið til þess að ganga í augun á þér. Settu markið hátt. Vinur gleður þig með heimboði. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Vitirðu ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga skaltu fara eftir því sem hjartað segir þér því það skrökvar ekki. Taktu áhættu og segðu það sem þig hefur lengi langað að segja. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú lærir af öllum – líka þeim sem þú ert ekki sammála. Leggðu einn ósið á hilluna eða taktu upp heilsubætandi sið, einn á viku. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hluti af þér er að hugsa um framtíð sambands þegar þú tekur ákvörðun. Veltu fyrir þér til hvers þú ert að vinna svona mikið. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér finnst þú hafa gert skýra grein fyrir þinni afstöðu og skilur ekki við- brögð sumra. Bjóddu fólki til þín og komdu fram af einlægni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það getur verið erfitt að útskýra málin fyrir öðrum þegar þeir eru ekki inni í fræðunum. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið. Ég hef fengið gott bréf fráTómasi Tómassyni og Jónasi Frímannssyni og þykir rétt að birta það í heild: „Við Jónas erum áhugamenn um handbolta. Strákarnir okkar áttu nú við ofurefli að etja. Fögnum þá bara með Dönum og Norð- mönnum. Aldrei fyrr í sögu HM hafa tvær Norðurlandaþjóðir bar- ist um gull. Settum þetta á blað jafnóðum. 23. janúar. Brasilía – Ísland: Vorir menn þótt vildu í dag vinna Brasilíu, ekkert gekk nú oss í hag – íslenzkt tap að nýju. 25. janúar. Danmörk – Frakk- land: Mikkel Hansen hraðar sér handboltinn svo flýgur, beint í markið Frakka fer, frægðin Dana stígur. 27. janúar. Danmörk – Noregur: Kappleikur er eftir enn, þar annar betur skorar. Heimsmeistara hyllum senn, herraþjóðir vorar. Einn fær silfur, annar gull, Íslendingar fagna. Hreyknir drekkum heillafull, heiðrum þessa bragna.“ Alsnjóa – ljóð Jónasar Hall- grímssonar – er margslungið og töfrandi og skilur hver sínum skilningi. Þetta er fyrsta erindið: Eilífur snjór í augu mín út og suður og vestur skín, samur og samur inn og austur, einstaklingur! vertu nú hraustur. Því rifja ég þetta upp, að landið allt er alsnjóa núna, nýfallin mjöll og sér ekki á dökkan díl. Logn víðast hvar og frost. Þetta má vel kalla vetrartöfra og hefur hrifið Sigmund Benediktsson: Heil og sæl á heiðum degi hugurinn nú svífa megi fegurðina að faðma inn. Birtist fold í björtum ljóma blessuð sólin geisla fróma vefja blítt um víðsjá finn. Síðan heldur hann áfram: „Jæja þetta varð nú löng kveðja. En vís- an sem ég ætlaði að skrifa er um útsýnið yfir Jókubungu í morgun: Fegurðina hef í heiðri hún er jafnan fersk og ný, yfir Jókubungu breiðri blika sólu roðin ský. Björn Gottskálksson orti um vist sína í Odda: Manna þó ég missi sýn miðjan fram á daginn, hundurinn kemur helst til mín, honum er tryggðin lagin. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af handbolta og alsnjóa Í klípu „þessi er segull á gellur. konur elska menn sem geta gert viÐ HLUTI.” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „er einhver frammi?” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að einbeita sé að kossum hans. ÞÚ ÆTTIR EKKI AÐ BORÐA Í BÓLINU AF HVERJU ÆTLI ÞAÐ SÉ? Ó, HUGSANLEGA ÚT AF ALLRI MYLSNUNNI EN GRIMMÚLFUR GRIMMI! ÞÚ ÁTTIR SYSTUR! HVAÐ ER AÐ ÞVÍ? MÉR VAR BANNAÐ AÐ LEMJA STELPUR!ÉG VILDI ÓSKA ÞESS AÐ ÉG HEFÐI ÁTT BRÓÐUR Í UPPVEXTINUM! NOTAÐIR BÍLAR Víkverji hefur alla jafna mikinnsjálfsaga og skiptir þá ekki máli hvort Víkverji er maður eða kona. En stundum, já einungis stundum, missir Víkverji eilítið tökin og nær ekki stjórn á því sem hann lætur ofan í sig. x x x Það er eiginlega segin saga að óhóf-ið sem Víkverji lendir í er annað- hvort í kringum jól og áramót eða sumarfrí. Já, Víkverji lendir í þessari aðstöðu ef hann passar sig ekki. En hvað er gaman að því að passa sig all- an ársins hring og leyfa sér ekki neitt? x x x Einu sinni var það svo að Víkverjatókst að ná af sér afleiðingum syndafalls á tiltölulega stuttum tíma en eftir því sem árin færast yfir er það æ erfiðara. Tíminn sem synda- fallið stendur yfir lengist og tíminn sem það tekur að koma öllu í lag aftur lengist enn meira. x x x Fyrir mörgum árum kom yngstabarn Víkverja með heiðarlega og hreinskilnislega yfirlýsingu um holdafar foreldris síns. Barn: Skrýtið, einu sinni varstu bara með hátíðarbumbu. Foreldri: Hvað áttu við? Barn: Þú varst bara með bumbu eftir jólin og þegar við fórum í sum- arfrí, svona hátíðarbumbu. En nú ertu eiginlega með hátíðarbumbu allt árið. x x x Já bragð er að þá barnið finnur. Þaðer ekki nóg með að hátíðar- bumban sé orðin að heilsársbumbu heldur bætist við hana vænlegur aukabiti á hverju ári. Hvað er þá til ráða? x x x Sem betur fer er margt til ráða, enallt krefst það sjálfsaga. Víkverji hefur sýnt það oftar en einu sinni að ef hann tekur á sig rögg þá áorkar hann ýmsu. Nú er komið að þeim tíma að syndafalli jólanna verður að ljúka og öll ja, eða flest verks- ummerki þarf að afmá a.m.k. áður en páskarnir ganga í garð. vikverji@mbl.is Víkverji En ávöxtur andans er: Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trú- mennska, hógværð og sjálfsagi (Galatabréfið 5.22)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.