Morgunblaðið - 01.02.2019, Side 30

Morgunblaðið - 01.02.2019, Side 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2019 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Kvikmyndaleikhúsverkið Það sem við gerum í einrúmi, sem frumsýnt verður kl. 20 í kvöld, föstudag, í Tjarnarbíói, hverfist um einsemd, einangrun og óttann við höfnun. „Grátbroslegt og mannlegt verk um þörf okkar hvers fyrir annað,“ segir Sara Martí Guðmundsdóttir leik- stjóri, sem jafnframt skrifaði hand- ritið ásamt Heiðari Sumarliðasyni leikskáldi. Uppfærslan er í höndum Smartílab, atvinnuleikhóps sem hún stofnaði ásamt Martin Sörensen fyr- ir tæpum þremur árum og skipaður er síbreytilegum hópi leikara, en æv- inlega undir leikstjórn Söru Martí. „Við fórum í kvikmyndatökur í desember, tókum upp allar útisen- urnar og erum þessa dagana að æfa á fullu í Tjarnarbíói, “ segir Sara Martí og útskýrir að Það sem við gerum í einrúmi sé ekkert venjulegt leikhúsverk heldur til jafns bíó og leikhús – kvikmyndaleikhúsverk. Risaskjár á sviðinu „Verkið fjallar um fjórar mann- eskjur á mismunandi aldri, sem eiga það sameiginlegt að búa í sömu blokkinni og vera afskaplega ein- mana og einangraðar, en þó af mis- munandi ástæðum. Allt sem fram fer inni í íbúðum þeirra gerist á sviðinu þar sem við flökkum með áhorf- endum á milli íbúða. Stundum sjá þeir bara eina íbúð og íbúa hennar eða allar og alla íbúana samtímis. Atburðum sem gerast fyrir utan blokkina og annars staðar úti við er varpað á risaskjá á sviðinu,“ segir Sara Martí og upplýsir að sögusviðin á hvíta tjaldinu séu einnig Hagkaup, súkkulaðiverksmiðja, bókasafn og skemmtistaðir. Blokkin sé á Klepps- veginum þar sem kvikmyndatöku- maðurinn, Pierre-Allan Giraud, býr, og því hafi verið hæg heimatökin. „Mig hefur lengi langað til að finna leið til að láta miðlana; bíóið og leikhúsið, tala saman með þessum hætti. Útfærslan á sviðinu var tölu- vert flókin því okkur var kappsmál að gera hana sjónræna og láta hljóð- ið blandast eins og í blokkaríbúð væri.“ Sara Martí segir umgjörðina; bíó og leikhús í bland, henta handritinu einstaklega vel, eins og hún hafi reyndar gert sér grein fyrir fljótlega eftir að hugmyndinni laust niður í kollinn á henni. Fyrir fimm árum. Einmana og utanveltu í partíi „Ég var stödd í partíi í London, umkringd glöðu og skemmtilegu fólki. Samt hafði ég aldrei verið eins einmana og utanveltu. Trúlega var ég bara ekki á þeim stað í lífinu að geta tengst þessu fólki eða öðru ef út í það væri farið. Einmanaleikinn var nánast áþreifanlegur og mér fannst eitthvað skakkt við að líða svona en á sama tíma líka áhugavert. Í kjölfarið fór ég að skoða og lesa mér til um einsemd,“ rifjar Sara Martí upp. Leikritið Það sem við gerum í ein- rúmi er þó ekki stúdía um einsemd- ina sem slíka, heldur frekar gaman- leikur með alvarlegum undirtón á köflum. „Verkið speglar hversu ein- semdin og örvæntingin geta leitt fólk út í mikla vitleysu. Einn fjór- menninganna langar til dæmis alveg ofboðslega mikið til að eignast kær- ustu, en veit ekkert hvernig hann á að bera sig að. Í örvilnun sinni leitar hann ráða á netinu um hvernig eigi að tala við konur. Og lendir að von- um í mikilli vitleysu, enda fer æv- inlega illa þegar maður reynir að vera eitthvað annað en maður er,“ segir Sara Martí og fer ekki nánar út í hremmingar hinna sköpunar- verka sinna. Fólkið í blokkinni Árni Pétur Guðjónsson, Ragn- heiður Steindórsdóttir, Albert Hall- dórsson og Sigríður Vala Jóhanns- dóttir leika fólkið í blokkinni. Síðastnefnd er sú eina í hópnum, sem ekki er leiklistarmenntuð og auk þess heyrnarlaus. „Ég valdi leikarana einfaldlega af því mér finnst þau frábærir leikarar. Hins vegar kom Sigga Vala inn í myndina vegna að ég vildi fá heyrnarlausa manneskju. Ég held að fólk sé stundum hrætt við að eiga samskipti við heyrnarlausa af því það heldur að það sjálft komi illa út og verði asnalegt. Mér fannst ekki aðeins áhugavert heldur líka sjónrænna að fá til liðs við okkur leikkonu sem tal- aði táknmál, sem við hin skildum ekki endilega, en þó upp að vissu marki.“ Upphaflega ætlaði Sara Martí að fá í leikhópinn útlending, sem hvorki gæti tjáð sig á ensku né íslensku, en þegar Sigríður Vala kom í prufur fyrir tilstilli Ástbjargar Rutar, tákn- málstúlks og sviðshöfundar, varð ekki aftur snúið. „Ég gjörsamlega heillaðist. Sigga Vala er ekki bara góð leikkona heldur er hún afar skýr í öllum sínum gjörðum, eins og hún þarf auðvitað að vera þar sem hún hefur ekki tungumálið,“ segir leik- stjórinn. Spurð hvort fólkið í blokkinni tengist aldrei gefur Sara Martí svo- lítið loðið svar og segir það vissulega verða á vegi og í vegi hvert annars. Hún segir fólkið sitt vera venjulegar og góðar manneskjur, sem einsemd- in hafi náð tökum á þegar áhorf- endur hitta þá fyrir. „Ég finn svo mikið til með þessum persónum mín- um að það hálfa væri nóg. Eins og sýningar mínar fram til þessa bera kannski með sér brenn ég meira fyr- ir því sammannlega en því samtíma- lega. Ég er lítið að fást við ákveðin samfélagsmein heldur fremur sam- mannleg mein, tilfinningalíf fólks, samskipti og samskiptaleysi. Hryllingsverk og barnaleikrit Næst á dagskrá leikstjórans er að fara til Akureyrar með Fyrirlestur um eitthvað fallegt, gamanverk um kvíða, sem Smartílab setti upp í fyrra í Tjarnarbíói. Síðan ætla þau Heiðar að taka til ópilltra málanna og ljúka við að skrifa hryllingsverk, sem þau eru með í smíðum. „Svo hef ég verið að skrifa barnaleikrit, Tréð, með Agnesi Wilde, sem við erum ný- búnar að fá framleiðslustyrk fyrir,“ segir Sara Martí að lokum. Samtal leikhúss og kvikmynda  Verkið Það sem við gerum í einrúmi hverfist um einsemd, einangrun og óttann við höfnun  Grátbroslegt og mannlegt segir leikstjórinn, Sara Martí Guðmundsdóttir  Risakjár á sviðinu Morgunblaðið/Eggert Leikstjórinn Sara Martí segir leik- ritið ekki stúdíu um einsemd sem slíka, heldur frekar gamanleik með alvarlegum undirtón á köflum. Sigríður Vala Jóhannsdóttir leikur Röggu, heyrnarlausa og einmana stúlku í blokkinni. Sjálf fæddist hún heyrnarlaus og svaraði nokkrum spurningum í tölvupósti: Hefur þú áður leikið á leiksviði? Þegar ég var 6 ára lék ég í Christ- mas Carol eftir Dickens og var önn- ur af fyrstu tveimur heyrnarlausu leikendunum á Arena-sviðinu í Washington D.C. Ég hef einnig tölu- verða reynslu á leiksviði og í kvik- myndum í samfélagi heyrnarlausra. Hvernig tilfinning er að leika á leiksviði og vera sú eina sem er heyrnarlaus? Það er ekkert öðruvísi en hjá öðr- um. Hvað var erfiðast - ef þá eitt- hvað? Í leikritinu er aðeins sýnt frá ein- um sjónarhóli hvernig er að vera heyrnarlaus. Mitt daglega líf er í rauninni gjörólíkt lífi Röggu. Ég er hluti af afar menningarlega auðugu samfélagi heyrnarlausra. Erfiðast er að virða leikritið eins og það er og bæla niður löngunina til að sýna heiminum þá dásamlegu menningu sem ég er partur af á hverjum degi. Fæddist þú heyrnarlaus? Já. Ég fæddist í Bandaríkjunum og foreldrar mínir kusu að banda- rískt táknmál yrði mitt fyrsta mál. Ég á eldri systur sem einnig er heyrnarlaus. Foreldrar mínir kapp- kostuðu að ná góðum tökum á tákn- málinu til þess að geta talað við mig og völdu fyrir mig bestu menntun sem stóð til boða. Ég var send í tví- tyngdan/tvímenningarlegan skóla, og eyddi mestum hluta æskunnar í leik við önnur heyrnarlaus börn áður en ég útskrifaðist frá Gallaudet Uni- versity. Þar af leiðandi fékk ég bæði góða menntun og félagslegan þroska. Og það sem er mikilvægara þá öðlaðist ég nægt sjálfstraust til þess að lifa og hrærast hvort tveggja í heimi hinna heyrandi og hinna heyrnarlausu. Ég er þakklát fyrir líf mitt, sem hefur verið bæði fallegt og að sama skapi einstakt. Ég er líka þakklát fyrir að eiga mér í rauninni tvö tungumál til að tjá mig. Þá er ég þakklát fyrir að hafa alist upp í tvenns konar menningarheimum – hinum heyrnarlausa og hinum heyr- andi, sem hafa gert mig umburðar- lynda og kennt mér að bera virðingu fyrir annarri menningu og tungu- málum. Því miður hafa flestir heyrn- arlausir á Íslandi ekki fengið sömu tækifæri og ég. Ég vildi óska að áhorfendur áttuðu sig á því að Ís- lendingar eru mjög langt á eftir hvað varðar að veita heyrnarlausum fyrsta flokks menntun. Hefur heyrnarleysið einhvern tíma einangrað þig? Í leikritinu speglar Ragga, per- sónan sem ég leik, umburðarlyndi og virðingu. Heyrandi fólk tengir ein- semd oft við heyrnarlausa. Í raun einangrast fólk ekki nema skortur sé á umburðarlyndi og virðingu. Enn- fremur sýnir leikritið fram á að þeir heyrandi upplifa einsemd ekkert síð- ur en heyrnarlausir. Heyrnarleysið er ekki aðaleinkenni Röggu, heldur þröngsýni og fáviska annarra. Speglar leikritið Það sem við gerum í einrúmi einsemd sem margir upplifa? Tvímælalaust. Fjórmenningarnir eru kunnuglegir, ég hef séð þá víða. Leikritið skoðar mögulega líðan fólksins sem þú sérð úti á götu. Býstu við að leika meira í fram- tíðinni? Síðustu tveir mánuðir með leik- hópnum hafa verið ótrúleg reynsla. Ég myndi hiklaust og hvenær sem væri fagna tækifæri til að leika aftur. „Mitt líf er gjörólíkt lífi Röggu“ Leikkona Sigríður Vala.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.