Morgunblaðið - 05.02.2019, Page 1

Morgunblaðið - 05.02.2019, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 5. F E B R Ú A R 2 0 1 9 Stofnað 1913  30. tölublað  107. árgangur  ALDREI JAFN MARGIR ERLENDIR GESTIR Á RIG LÍFIÐ HERMIR EFTIR LISTINNI FRANSKAR MYNDIR Í SVIÐSLJÓSINU BORGARBÓKASAFNIÐ 12 KVIKMYNDAHÁTÍÐ 30REYKJAVÍKURLEIKAR 14 Fallegt hefur verið í froststillunum að undanförnu. Æv- intýraleg birta var yfir Álftanesi og Reykjanesfjöllum í gær, þar sem forsetasetrið á Bessastöðum og Keilir skera sig úr umhverfinu. Veðrið snarbreytist í dag með austan- hvelli. Veðurstofan varar við hvassviðri á suðurhluta landsins eða jafnvel stormi. Líkur er taldar á skafrenningi með litlu skyggni. Er því ekkert ferðaveður á fjallvegum. Útlit er fyrir að ástandið verði enn verra síðegis og í kvöld þegar staðbundið rok gerir í Austur-Landeyjum og þar austur af. Hætta er talin á foktjóni og allavega er ekkert ferðaveður. Útlit er fyrir hægara veður næstu daga. Seinni hluta vikunnar verða él austanlands en léttskýjað sunnanlands og vestan. Austanhvellur kemur í stað fallegs vetrarveðurs Morgunblaðið/Eggert  „Það þarf að verða hugarfars- breyting varðandi búnað og annað fyrir slökkviliðið. Þetta flokkast ekki undir neitt annað en almanna- varnaástand ef svona gerist,“ segir Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð. Bjarni Kristinn tekur undir varnaðarorð Trausta Jónssonar, sérfræðings í veðurfarsrann- sóknum, í Morgunblaðinu um helgina þess efnis að aðeins væri tímaspursmál hvenær mjög slæmir gróðureldar myndu brjótast út í þétt grónum sumarbústaðabyggð- um hér. „Því miður finnst mér gæta sof- andaháttar gagnvart þessu hjá stjórnvöldum,“ segir Bjarni enn- fremur. »11 Slökkvilið vanbúin fyrir gróðurelda  Ágreiningur er að koma upp á yf- irborðið innan verkalýðshreyfing- arinnar um þær ólíku hugmyndir sem ræddar hafa verið um stytt- ingu vinnuvikunnar og tillögur Samtaka atvinnulífsins um meiri sveigjanleika vinnutímans. Stétt- arfélögin fjögur sem hafa vísað kjaradeilunni til ríkissáttasemjara og Framsýn á Húsavík hafa með öllu hafnað hugmyndum SA um breytingar á vinnutíma og að lækka yfirvinnuálag úr 80 í 66%. Gagn- rýna þau félögin sem hafa léð máls á að skoða hugmyndirnar. »6 Ágreiningur um vinnutímann Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Forsætisráðherra hyggst setja mat- vælastefnu á dagskrá ríkisstjórnar- fundar nk. föstudag í samræmi við sjónarmið fernra samtaka í matvæla- framleiðslu um mótun matvæla- stefnu fyrir Ísland sem kynnt voru fjórum ráðherrum í gær. Katrín Jak- obsdóttir segist hafa áhuga á að sjá hvernig hægt sé að vinna að þessum málum, á þeim grunni sem fyrir er og samhliða því starfi sem þegar er unn- ið að. Vonast hún til að í lok árs verði komin sýn á málið sem teygir sig yfir alla geira samfélagsins. Samtök iðnaðarins, Samtök fyrir- tækja í sjávarútvegi, Samtök ferða- þjónustunnar og Bændasamtök Ís- lands telja að stefnumörkun stjórnvalda þurfi að endurspegla þau miklu tækifæri sem blasa við í ís- lenskri matvælaframleiðslu og gera fyrirtækjum kleift að nýta þau. Katrín segir jákvætt að samtök úr atvinnulífinu hafi stillt saman strengi sína og komi að borðinu. Hún segir að margt í sjónarmiðum þeirra rími við hennar eigin áherslur. Ræða þurfi um málefni matvælafram- leiðslu þvert á ráðuneyti og geira enda snerti þau svo mörg svið sam- félagsins. Þess vegna hafi hún fengið þrjá aðra ráðherra með sér á fundinn með samtökunum, ráðherra land- búnaðar og sjávarútvegs, ferðamála og iðnaðar og umhverfis. „Ég tel að það séu tækifæri til að stilla saman strengi okkar megin. Mín sýn er að við teygjum þetta lengra, fáum heil- brigðisráðherra og byggðamálaráð- herra einnig að borðinu,“ segir Katr- ín. Matvælastefna sett á dagskrá  Forsætisráðherra tekur undir sjónarmið matvælaiðnaðar MVilja lyfta undir … »4 og 18 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ráðherrabústaður Fulltrúar samtakanna kynna ráðherrum stefnuna. Sjóður í rekstri Gamma hefur sett Herkastalann, Kirkjustræti 2, á sölu. Fjárfestar keyptu húsið árið 2016 með hótelrekstur í huga. Þau áform voru hins vegar sett til hliðar. Samkvæmt kaupsamningi sem undirritaður var í janúar 2016 var kaupverðið 630 milljónir. Það eru um 680 milljónir á verðlagi nú. Valdimar Ármann, forstjóri Gamma, segir eignina bjóða upp á margvíslega möguleika. „Í húsinu hefur verið rekin gisting í yfir 100 ár og því liggur beinast við að húsið hýsi einhvers konar gisti- rekstur. Þá væri mögulegt að nota húsið undir skrifstofur og til dæmis setja upp skrifstofuhótel.“ »4 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sögufrægt Húsið var byggt 1916. Herkastali seldur á ný  Fyrri eigendur hættu við hóteláform

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.