Morgunblaðið - 05.02.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.02.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2019 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ábókasafni gerist ýmis-legt, hér hefur bókasafns-gestur verið gripinn við aðsnæða bækur, bókstaf- lega. Þó að við séum hlynnt því að fólk hámi í sig bækur í óeiginlegri merkingu, þá þurftum við að banna viðkomandi að borða bækur safns- ins. Þetta gerðist eftir að Þórarinn Eldjárn orti um bókagleypinn og er því gott dæmi um að lífið hermir eft- ir listinni,“ segir Ingvi Þór Kor- máksson en hann og aðrir starfs- menn Borgarbókasafnsins sendu frá sér myndband á dögunum þar sem hljómsveit þeirra, Bókbandið, flutti lag um bókagleypi við fyrrnefndan texta Þórarins. „Þegar í ljós kom að Ingvi átti í fórum sínum lag við texta Þórarins voru hæg heimatökin fyrir Bók- bandið að telja í. Við tókum mynd- bandið upp fyrir opnun safnsins einn morguninn, og höfðum mjög gaman af. En við í Bókbandinu höfum spilað saman áður á skemmtun,“ segir Barbara Guðnadóttir safnstjóri sem spilar á selló og bætir við að meðal starfsmanna bókasafnsins sé margt skapandi fólk sem ýmist spili á hljóð- færi eða syngi í kórum. „Við fengum Bödda Reynis til liðs við okkur og hann tók að sér að vera aðalsöngv- arinn. Og Vilhjálmur Guðjónsson sá um hljóðritun og mikið af hljóðfæra- leiknum.“ Ingvi segist hafa átt demó af laginu um bókagleypinn sem var meira en tuttugu ára gamalt. „Meðfram því að vera bóka- vörður hef ég alltaf verið viðloðandi tónlist og spilandi í hljómsveitum frá því ég var unglingur. Seinna fór ég að spila blús og djass og undanfarin þrjátíu ár hef ég gert mikið af því að semja lög. Ég á um 200 lög útgefin. Ég var í hljómsveit sem hét JJ Soul Band, en hana leiddi breski söngvar- inn JJ Soul, sem bjó um tíma á Ís- landi. Við gáfum út fjóra diska og þetta er allt til á veraldarvefnum. Rafræna byltingin í tónlist hentaði ágætlega fyrir fólk eins og mig sem átti til mikið efni á lager, efni sem gengur betur í útlöndum en hér heima. Það sem ég hélt að væri gleymt og grafið, hefur öðlast nýtt líf með tilkomu netsins í dreifingu á tónlist,“ segir Ingvi sem einnig hefur samið mörg lög við íslensk ljóð. „Enda voru hæg heimatökin fyrir mig að nálgast allar ljóðabæk- ur landsins hér á safninu. Stundum kviknaði lag við fyrsta lestur ljóðs sem verður á vegi mínum við að glugga í ljóðabók,“ segir Ingvi sem lætur nú af störfum hjá Borgar- bókasafninu eftir 45 ára starf. „Þau héldu heljarinnar kveðju- partí fyrir mig og Bókbandið spilaði tvö lög eftir mig. Ég var bráð- kvaddur,“ segir hann og hlær, en Barbara bætir við að þótt Ingvi sé afskrifaður sem starfsmaður á bóka- safninu sé enginn afskrifaður úr Bókbandinu. „Sú hljómsveit lifir áfram og Ingvi verður kallaður til fyrir innanhússkemmtanir.“ Draugagangur í gamla húsi Ingvi hóf störf hjá bókasafninu árið 1974, sama dag og hann byrjaði í námi í Háskólanum í bókasafns- fræðum og bókmenntum. „Mér hefur fundist gaman al- veg frá upphafi að vinna á bókasafn- inu og þegar ég lít til baka þá hefur auðvitað sitthvað skemmtilegt kom- ið upp á. Auk þess að standa bóka- gleypi að verki þá höfum við orðið vör við ástaratlot bókasafnsgesta á milli bókarekka. Og stundum hefur fólk sofnað hér í sófunum. Einu sinni gleymdist manneskja inni á bókasafninu í Þingholtsstræti, þá sá konan mín skugga bregða fyrir inni í safni eftir lokun og hún lét sögur af draugagangi í því gamla húsi ekki stoppa sig í að athuga hvers kyns væri. Í ljós kom að bókasafnsgestur hafði lokast inni, komst ekki út.“ Barbara bætir við að það hafi einnig komið fyrir í núverandi hús- næði að kerfið hafi farið í gang löngu eftir að búið var að skella í lás að kvöldi en þá hefur einhver rumskað upp af værum blundi og farið á stjá. „Sumir vilja gjarnan gleymast hérna,“ segir hún, enda bókasafnið notalegur staður. „Þegar rignir úti eða hörkufrost ríkir er alltaf margt um manninn hér enda eitthvað fyrir alla að finna á stóru safni. Bókasöfn hafa breyst mikið, nú er þau staður þar sem fólk kemur ekki aðeins til að fá lánaðar bækur og leita upplýs- inga, heldur líka til að njóta hvers- konar viðburða sem við bjóðum upp á. Hér er skapandi starf, til dæmis hlaðvarpsstúdíó fyrir þá sem vilja. Hingað eru allir velkomnir, óháð stétt og stöðu, þetta er griðastaður fyrir alla.“ Þau segja þá sem hvergi eiga höfði sínu að halla stundum sækja í safnið enda velkomið, svo framar- lega sem fólk fari eftir reglum safns- ins sem snú aða almennri kurteisi, umgengni og mannlegum samskipt- um. „Mér finnst dásamlegt að hing- að komi fólk úr öllum stéttum sam- félagsins,“ segir Barbara og Ingvi bætir við að margir forsetar hafi komið á hans 45 árum í safninu til að fá lánaðar bækur. „Vigdís kom oft á sínum tíma.“ Ekki áhyggjur af dauða bóka Barbara segir að nú þegar ætl- ast sé til að allir framkvæmi allt í gegnum tölvur eða síma á netinu sæki það fólk í auknum mæli til þeirra á bókasafninu sem ann- aðhvort kunni ekki á slík tæki eða hafi ekki aðgang að neti. „Hingað kemur fólk í ólíkustu erindum, jafnvel þeir sem hafa týnt vegabréfi og þurfa að fara í gegnum erfitt umsóknarferli í tengslum við sendiráðin. Við erum að bjóða upp á þjónustu og aðstoð sem er hvergi annars staðar í boði. Við hjálpum fólki, líka þeim sem þurfa aðstoð við að setja upp starfsferilsskrár til dæmis. En bókasafnið er fyrst og fremst staður þar sem allir hafa að- gang að fræðslu, upplýsingu og af- þreyingu með gríðarlega góðum bókakosti og öðru efni, erlendu fræðiefni og tónlist. Hér er hægt að fá lánaðar vínilplötur og geisladiska, og þeir sem eiga bókasafnsskírteini hafa aðgang að Naxos, tónlist- arveitu okkar fyrir klassíska tónlist á netinu. “ Barbara og Ingvi hafa engar áhyggjur af dauða bókarinnar í pappírsformi. „Rafbókasafnið hóf göngu sína hér fyrir rúmu ári, en reyndar er það svo að frá því rafbækur komu fram á sjónarsviðið hafa þær aldrei farið yfir 15 prósent á bókamarkaði, hvorki hér á landi né úti í heimi. Kannanir sýna að yfir 80 prósent fólks vilja lesa bækur í pappírs- formi. Hljóðbækur eru vinsælar hjá okkur, ekki síst á Rafbókasafninu, enda gott að hlusta meðan ekið er, hjólað eða hlaupið, og úrvalið þar hefur aukist mjög mikið. Rafbækur eru fyrst og fremst viðbót, þeir sem lesa mikið þeir lesa rafbækur, hlusta á hljóðbækur og lesa bækur á papp- ír. Fjölbreytnin er meiri en þetta gamla góða lifir áfram.“ Ýmislegt getur gerst á bókasafni Ástaratlot milli bóka- rekka, sofandi fólk í sóf- um og græðgislegt bókaát er meðal þess sem starfs- fólk Borgarbókasafnsins hefur orðið vitni að. Þau settu saman hljómsveit- ina Bókbandið þar sem sungið er um bókagleypi. Morgunblaðið/Hari Notalegt Ingvi og Barbara láta fara vel um sig í einum af mörgum sófum bókasafnsins, þar sem sumir sofna. Bókagleypir „Hann telur víst að maginn muni skána í mörgum við að bíta í símaskrána,“ segir í ljóði Þórarins. Úr myndbandi Hluti Bókbands: Barbara á selló, Ingi Þór- isson á gítar, Ingvi á melódiku og Böddi Reynis syngur. AÐGANGSSTÝRÐIR LYKLA- OG VERÐMÆTASKÁPAR Traka-kerfið býður upp á persónubundna aðgangsheimild. Búnaður í skápunum heldur utan um heimildir og útlán verðmæta hverju sinni, til dæmis lykla, spjaldtölvur og fartölvur. SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.