Morgunblaðið - 05.02.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2019
BUfera um Balkanskagann 14.-24. aprn
Paskafero - Serbia, Maked6nia, Albania,
Svartfjallaland, Bosnia-Hersegovina og
Kr6atfa - Mj6g mikio innifalio
6sh6lmar Donar - Rumenia 23.-30. aprU
Faria um meginala, hlioarskuroi, votn og fen
- Fuglalff, gr6our og mannlff - Mikio innifalio
. It . . ..
...,.,..ii!� ·-� .• " ; � . -�!!l,,S l)l.
Skoaia einnig fjoU5reytt urval ol<l<ar af..-.al!�
gongu- og hj6laferaum a ferdir.fjallakofinn.is
Fjallakofinn /Evintyraferoir I Kringlan 7 I 103 Reykjavik I Simi 510 9500 I ferdir@fjallakofinn.is
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Aldrei hafa fleiri erlendir gestir
komið hingað til lands í tengslum við
Reykjavíkurleikana, RIG, en í ár.
Þessi árlega íþróttahátíð var haldin í
12. sinn frá 24. janúar til 3. febrúar
og fer hún vaxandi með hverju
árinu, að sögn Önnu Lilju Sigurð-
ardóttur, upplýsinga- og sam-
skiptastjóra Íþróttabandalags
Reykjavíkur. Keppendur, þjálfarar
og dómarar frá útlöndum voru um
720.
„Við höfum verið að tala um það
undanfarin ár að erlendir gestir hafi
verið á sjöunda hundrað, en nú erum
við komin yfir 700 í fyrsta skipti.
Þetta mót hefur fest sig vel í sessi og
það ríkir mikil ánægja. Margir er-
lendir gestir sögðust ætla að koma
aftur og taka fleiri með sér næst,“
sagði Anna Lilja í samtali við Morg-
unblaðið.
Alls var keppt í 18 greinum, en
auk metfjölda erlendra keppenda er
talið að um 2.000 íslenskir kepp-
endur taki þátt. Íþróttabandalag
Reykjavíkur sér um skipulagn-
inguna í samstarfi við sérsambönd
ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík, en
Anna Lilja segir að keppnin sé sífellt
að draga að sér aukna alþjóðlega at-
hygli. Það á ekki einungis við hvað
keppendur varðar.
„Það hefur líka verið aukinn áhugi
á því að sýna frá greinum erlendis.
Við höfum til dæmis verið í sam-
bandi við Eurosport og skoðað
möguleika á því. Að mótinu sé sýnd-
ur slíkur áhugi er gríðarlegur heiður
og sýnir að þetta er á réttri leið. Við
erum að fá mjög jákvæð viðbrögð er-
lendis frá.“
Hundruð koma að skipulagi
Anna Lilja segir misjafnt hvernig
ferðatilhögun er háttað hvað erlenda
keppendur varðar. Margir komi á
eigin vegum en öðrum, sérstaklega
sterkustu keppendunum, sé ef til vill
boðið og í þeim tilvikum standi sér-
samböndin þá að skipulagningu.
Þrátt fyrir að mótinu í ár sé nýlokið
hefst skipulagning fyrir næsta ár
mjög fljótlega, enda eru margar
hendur sem koma að svona stórum
viðburði.
„Það hleypur á hundruðum karla
og kvenna sem koma að þessu, það
er ekki spurning. Mesta vinnan er
hjá sérsamböndunum sem halda
hvern viðburð fyrir sig. Þetta er há-
punkturinn á árinu í mörgum grein-
um og fólk leggur sig virkilega vel
fram. Ég hitti marga sem voru í for-
svari fyrir greinarnar og það var
gríðarleg ánægja. Ég skynjaði mjög
mikla jákvæðni í loftinu,“ sagði Anna
Lilja.
Aukinn alþjóðlegur áhugi á RIG
Aldrei hafa jafn margir erlendir gestir komið hingað til lands vegna Reykjavíkurleikanna og í ár
Margir koma á eigin vegum til að keppa Eurosport hefur áhuga á að sýna frá greinum erlendis
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frjálsar Fremsta frjálsíþróttafólk Íslands keppti í Laugardalshöll auk um 30 erlendra keppenda frá sjö löndum.
Reykjavíkurleikarnir
» Haldnir í 12. sinn í ár þar
sem keppt var í 18 mismunandi
íþróttagreinum.
» Um 720 erlendir gestir
komu hingað til lands vegna
mótsins.
» Mikil ánægja og viðurkenn-
ing hvað alþjóðlegur áhugi hef-
ur aukist.
» Farið að huga að keppni
næsta árs mjög fljótlega þar
sem hundruð koma að skipu-
lagningu.
Sjálfstæðisflokkurinn mun á fundi
borgarstjórnar í dag leggja fram
tillögu um bættan rekstur bíla-
stæðahúsa í Reykjavík, en um er að
ræða sjö bílastæðahús með alls
1.140 bílastæðum sem Bílastæða-
sjóður rekur í miðborginni.
„Einkaaðilum verði þannig falinn
rekstur bílastæðahúsanna með það
fyrir augum að bæta nýtingu og
efla þjónustu í húsunum og jafn-
framt auka tekjur borgarinnar af
þeim,“ segir í tillögu Sjálfstæðis-
flokksins, en tillagan gerir ráð fyrir
að umhverfis- og skipulagssviði
verði gert að skila tillögum að út-
boðsskilmálum til skipulags- og
samgönguráðs fyrir 1. ágúst nk.
Fram kemur í greinargerð með
tillögunni að Bílastæðasjóður
myndi áfram sjá um gjaldtöku með-
fram götum en láta aðra um rekst-
ur bílastæðahúsanna. „Með því að
útvista rekstri þessara húsa er
hægt að auka þjónustu við not-
endur bílastæðahúsa, ásamt því að
skila meiri hagnaði til borgar-
innar,“ segir í greinargerð.
Þá munu sjálfstæðismenn einnig
legga fram tillögu þess efnis að
listaverkaeign Listasafns Reykja-
víkur verði gerð sýnilegri í skólum
og stofnunum borgarinnar. Er það
gert í þeim tilgangi að efla áhuga
fólks, einkum nemenda, á menn-
ingu og listum, að því er fram kem-
ur í áðurnefndri tillögu sjálfstæðis-
manna. khj@mbl.is
Bílastæðahús verði einkarekin
Morgunblaðið/Heiddi
Reykjavík Sjálfstæðismenn vilja
bæta rekstur bílastæðahúsa.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Mikilvirkustu uppsprettur loft-
mengunar á Íslandi eru eldgos en
þau geta haft tímabundin áhrif á
stórum hluta landsins. Aðrar upp-
sprettur mengunar eru álver, annar
iðnaður og jarðvarmavirkjanir sem
hafa fremur staðbundin en viðvar-
andi áhrif. Þetta kemur fram í
skýrslu Sigurðar H. Magnússonar,
gróðurvistfræðings hjá Nátt-
úrufræðistofnun Íslands (ni.is).
Skýrsla hans um vöktun þungmálma
og brennisteins í mosa á Íslandi
1990-2015 og áhrif frá iðjuverum og
eldvirkni kom út í desember 2018.
Loftborin mengun á Íslandi hefur
verið vöktuð frá árinu 1990 með því
að mæla þungmálma í tildurmosa á
fimm ára fresti. Þessi vöktun er hluti
af evrópsku verkefni sem snýst um
að kortleggja uppsprettur mengandi
efna í andrúmslofti og fylgjast með
breytingum. Mosanum hefur verið
safnað víða um land og er reynt að
endurtaka sýnatöku á sömu stöðum,
sé það hægt. Sérstaklega hefur verið
fylgst með mosa við álverin í
Straumsvík, á Grundartanga og í
Reyðarfirði og í litlum mæli við jarð-
varmavirkjanir. Sýnatökustöðum
var fjölgað 2015 en þá óskaði kísilver
PCC á Bakka eftir mælingum á
mosa í nágrenni versins. Kísilver
United Silicon í Helguvík samþykkti
einnig að taka þátt í vöktuninni og
sama gerði HS Orka vegna vöktunar
við virkjanir fyrirtækisins á Reykja-
nesskaga. Sigurður kvaðst vona að
verkefninu yrði haldið áfram og
verður þá næst safnað sýnum 2020.
Vöktunin hefur sýnt að helstu
uppsprettur mengunar af völdum
þungmálma og brennisteins eru eld-
gos, áfok af lítt grónum svæðum,
annar iðnaður og jarðvarmavirkj-
anir. Þá berast hingað þungmálmar í
fremur litlum mæli með loft-
straumum frá útlöndum.
Holuhraunsgosið 2014-2015 olli
því að styrkur brennisteins í tild-
urmosa hækkaði og komu fram
skemmdir á mosanum á stórum
hluta landsins. Mosi var einnig
skemmdur við öll álverin og sums
staðar hafði hann horfið með öllu,
líklega vegna efnaálags.
Sigurður nefndi að talsverð meng-
un væri við iðnaðarsvæðið í Hellna-
hrauni í Hafnarfirði en þar hefur
mælst hlutfallslega hár styrkur
margra efna. Líklega má rekja upp-
runa þeirra til málmiðnaðar á svæð-
inu. Einnig berast efni inn á svæðið í
allmiklum mæli frá álverinu í
Straumsvík.
Morgunblaðið/Þórður
Straumsvík Álvinnsla hófst á Íslandi 1970 í Straumsvík og nú eru hér þrjú
álver. Fylgst hefur verið með áhrifum álveranna á umhverfi þeirra.
Eldgosin valda
mikilli mengun
Sýni tekin af mosa um allt land