Morgunblaðið - 05.02.2019, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2019
Miklu meira, en bara ódýrt
Hálkubroddar
695
Snjósköfur
Verð frá
kr. 1.495
Bílrúðu-
sköfur
Verð frá
kr. 395
Rassaþotur
495
Dráttartóg
2tonn 4m
2.485
Rúðuvökvi
995
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Startkaplar
frá 1.495
Snjóskóflur
Verð frá
kr. 1.985
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
Ekki bara jeppar
2013
- 2017
DRIFSKÖFT
LAGFÆRUM – SMÍÐUM
JAFNVÆGISSTILLUM
OG SELJUM NÝ
Hjöruliðir og íhlutir í flestar gerðir bifreiða
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Myrkvaferðamennska er tiltölulega
nýtt hugtak á sviði ferðamálafræði,
en það nær yfir það þegar ferðast er
til staða sem á einhvern hátt eru
tengdir dauðanum eða fólk hefur
upplifað þjáningar. Fólk er hins veg-
ar að verða meðvitaðra um þessa
tegund ferðamennsku að sögn Silju
Marínar Jensdóttur, sem ásamt Ey-
dísi Önnu Theodórsdóttur tók fyrir
hugtakið um myrkvaferðamennsku í
lokaverkefni þeirra til BA-gráðu í
ferðamálafræði við Háskóla Íslands.
Í ritgerðinni tóku þær Silja og Ey-
dís viðtöl við sex einstaklinga sem
ferðast höfðu til staða sem falla und-
ir skilgreiningar myrkvaferða-
mennsku og áttu að lýsa upplifun
sinni. Meðal slíkra staða eru Ausch-
witz-Birkenau-útrýmingarbúðirnar í
Póllandi og akrar dauðans, Killing
Fields, í Kambódíu.
„Þetta er frekar nýtt hugtak í
ferðamálafræði, sem ný tegund
ferðamennsku. Fólk veit því ekki
endilega hvað þetta er og áttar sig
ekki á því að það sé að stunda ein-
hverja tegund ferðamennsku með
því að heimsækja svona staði,“ segir
Silja Marín. Hún segir það áberandi
hvað viðmælendum í rannsókninni
hafi þótt átakanlegt að koma á slíka
staði, jafnvel þó að þeir hafi enga
beina tengingu við þá atburði sem
þar áttu sér stað.
Forvitni, sorg og samúð
„Við bjuggumst ekki við því, að
fólk brotnaði alveg niður. Það virðist
því vera öðruvísi að mæta á staðina
en að heyra af þeim.“
Rannsóknin tók fyrir mismunandi
hvata fólks til ferðalaga á staði
tengda dauðanum. Einn viðmælandi
í rannsókninni hafði gagngert lagt
land undir fót til þess að heimsækja
stað sem getur flokkast undir
myrkvaferðamennsku. Hins vegar
var algengara að viðmælendur hefðu
komið við á slíkum stöðum á ferða-
lögum, oft vegna forvitni.
„Fólk var forvitið að komast nær
dauðanum, því hann er svolítið fjar-
lægur í dag. Helstu niðurstöður voru
þær að fólk fann fyrir mikilli sorg og
samúð, en einnig vaknaði mikil for-
vitni um að læra meira um sögu stað-
arins,“ segir Silja. Farið hafi verið
grunnt í hugtakið í ferðamálafræð-
inni í háskólanum, en þær hafi lang-
að að kafa dýpra. Nýleg sjónvarps-
þáttasería, Dark Tourist, hafi jafn-
framt vakið áhuga þeirra á mál-
efninu.
Rannsókn þeirra Eydísar snérist
fyrst og fremst um myrkvaferða-
mennsku út á við. Aðspurð hvort
þessi tegund ferðamennsku þekkist
hér á landi nefnir Silja dæmi um
Þingvelli og Almannagjá þar sem
saga tengd dauðanum geti vakið sér-
staka forvitni ferðamanna.
AFP
Auschwitz-Birkenau Útrýmingarbúðir nasista í seinni heimsstyrjöldinni
eru vinsæll áfangastaður ferðafólks og flokkast sem myrkvaferðamennska.
Ferðafólk for-
vitið um dauða
Myrkvaferðamennska vekur áhuga
Eydís Anna
Theodórsdóttir
Silja Marín
Jensdóttir
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Eins og fram kom í Morgunblaðinu í
gær hafa tilvik um notkun óla sem
geta gefið hundum rafstuð verið til-
kynnt til Matvælastofnunar, Mast.
Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýra-
læknir gæludýra- og dýravelferðar
hjá Mast, segir að reglulega berist
ábendingar um hundaólar sem geti
gefið rafstuð. Stundum komi þær í
ábendingarhnapp Mast eða tilkynn-
ingu frá tollinum. En tilfellum virð-
ist fara fækkandi. Þóra segir að ný
lög um velferð dýra sem tóku gildi
2014 banni sölu og dreifingu á raf-
magnsólum, áður var eingöngu
bannað að nota ólarnar.
„Eftir nýju lögin hefur tollurinn
verið virkur í að stöðva innflutning á
rafmagnsólum enda innflutningur
ólöglegur. Rafmagnsólar eru ekki
seldar í verslunum hér á landi svo
við vitum til,“ segir Þóra sem bendir
á að ólar með gadda eða ólar sem
herst geti að hálsi dýra séu einnig
ólöglegar. Þóra segir að Mast berist
á fjórða hundrað ábendinga á ári
vegna gruns um illa meðferð dýra en
í sumum tilfellum sé um sama dýrið
að ræða eða ábendingar sem eigi
ekki við rök að styðjast. Ef upp
kemst um illa meðferð á dýri er
hægt að beita refsingum, þvingunar-
úrræðum eða vörslusviptingu.
Ólar með rafmagni
og göddum ólöglegar
Refsiaðgerðir og vörslusviptingar
Ólöglegt Rafmagnsólar má hvorki
flytja inn, selja né nota á Íslandi.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Betl þekkist fyrir utan allar Krónu-
verslanir á höfuðborgarsvæðinu og
kemur í bylgjum. Þannig hefur þetta
verið í nokkur ár segir Gréta María
Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri
Krónunnar.
„Þetta er ekki það sem við viljum
en þetta er ekki vandamál þar sem
fólk sem betlar bregst vel við þegar
við óskum eftir að það fari í burtu,“
segir Gréta. Hún telur án þess að
geta fullyrt það að flestir sem betla
séu af erlendu bergi brotnir og það sé
neyð sem reki fólk út í betl.
Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn og stöðvarstjóri á lög-
reglustöð 3 í Kópavogi, segist ekki
hafa orðið vör við að betl sé vaxandi.
Þóra segir að ef óskað sé eftir því fari
lögregla og aðstoði við að koma ein-
staklingum sem valda ónæði eða
óþægindum í burtu.
„Það hefur borið á því í Mjóddinni
að tveir einstaklingar valda óþæg-
indum fyrir gesti með nærveru sinni.
Svæðisfélagið í Mjóddinni og hús-
félagið eru að vinna að lausn þessa
máls,“ segir Hallur Geir Heiðarsson,
rekstrarstjóri Nettó. Hann segir að
það sé margbúið að óska eftir því við
þessa einstaklinga að þeir hætti
þessu en þeir komi alltaf aftur og það
hafi komið fyrir að lögreglan hafi ver-
ið kölluð til vegna þeirra. Hallur seg-
ist ekki hafa orðið var við betl í ná-
grenni við Nettóverslunina í Mjódd.
Betlað fyrir utan verslanir
Kemur í bylgjum en er ekki vandamál Betlað í neyð