Morgunblaðið - 05.02.2019, Qupperneq 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2019
Á skautum Hvort sem unga konan er búin að renna sér eða á það í vændum er ljóst að skemmtunin er á svellinu á Tjörninni.
Eggert
Á ríkið að leggja
vegina? Hjálpa fátæk-
um? Styrkja lista-
menn? Passa börn og
mennta þau? Hlúa að
öldruðum? Tryggja
öllum lífeyri? Hand-
sama glæpamenn?
Skipuleggja hverfi? Að
þessu spyr enginn því
þetta er í dag í verka-
hring hins opinbera og
það er okkar raunveruleiki. Sá sem
vill að listamenn afli sinna eigin
tekna þurfa að koma á breytingum
á kerfinu. Þeir sem telja að vegir
hins opinbera séu ómögulegir á
einn eða annan hátt þurfa að stinga
upp á öðru fyrirkomulagi og fá það
samþykkt. Þetta er hinn pólitíski
dans.
En eru engin skýr
mörk á milli þess sem
klárlega á heima á
frjálsum markaði og
flestum þykir betra að
sé á könnu hins op-
inbera? Jú, þau finnast
hér og þar. Fæstir eru
t.d. á því að það eigi
að vera í verkahring
hins opinbera að selja
skó og tannbursta.
Enginn heldur úti bar-
áttu fyrir því að rík-
isvæða bílaverkstæði
landsins eða þjóðnýta mat-
vöruverslanir. Fæstir hafa skýra
grundvallarsýn á hlutverk hins op-
inbera en sætta sig við hlutina eins
og þeir eru í dag og hika frekar en
hlaupa þegar stungið er upp á
breytingum.
Í Reykjavík blasir þó við að
ákveðinn rekstur er í höndum hins
opinbera sem á ekkert erindi þar,
og það er rekstur bílastæðahúsa.
Hvernig varð það hlutverk hins op-
inbera að reka steypukassa sem
geyma bíla fyrir vinnandi fólk á
dýrustu lóðum landsins? Var það af
illri nauðsyn? Voru einkaaðilar of
latir?
Hérna þurfa menn að anda með
nefinu og hugsa málið aðeins. Af
hverju er alltaf nóg af bílastæðum
við Kringluna og Smáralind? Meira
að segja á tímum jólaverslunar er
alltaf hægt að finna laust stæði við
þessar byggingar. Til að svara því
af hverju einkaaðili byggði flenn-
istórt bílastæðahús við Kringluna,
sem er meira að segja gjaldfrjálst
að nota, en ekki við Lækjargötu,
þarf að notast við hugtakið hvata.
Ef hið opinbera er of þrúgandi,
skattleggur of mikið, setur of mikið
af reglum og takmarkar svigrúm
rekstraraðila of mikið er ljóst að
hann leggur upp laupana eða held-
ur sig fjarri frá upphafi.
Auðvitað á borgin ekki að reka
bílastæðahús í miðbænum frekar en
það á að sölsa undir sig bílastæðin
við Kringluna. Borgin ætti að koma
rekstri bílastæðahúsa í hendur sér-
hæfðra einkaaðila. Verður þá of
dýrt að leggja í miðbænum? Varla,
því þá standa bílastæðin tóm. Verð-
ur þetta arðbær rekstur á kostnað
vinnandi fólks í miðbænum? Mun-
um þá að arður laðar að sér keppi-
nauta sem reyna að bjóða betur til
að krækja í bita af kökunni. Munu
bílastæðin verða vanrækt eins og
grastún borgarinnar og holóttar
göturnar? Það er hæpið því einka-
aðili reynir alltaf að lokka til sín
viðskiptavini.
Nú er svo komið að rekstur
borgarinnar er í molum. Hluti skýr-
ingarinnar er sá að borgin hefur
einfaldlega of mikið á sinni könnu.
Að losna við rekstur bílastæðahús-
anna gæti auðveldað borgaryf-
irvöldum að einfalda rekstur sinn
og gera þá frekar minna og gera
það vel en gera mikið og sinna því
illa. Það er því tillaga okkar sjálf-
stæðismanna á fundi borg-
arstjórnar í dag, að bjóða út rekst-
ur bílastæðahúsanna.
Eftir Katrínu
Atladóttur » Í Reykjavík blasir
þó við að ákveðinn
rekstur er í höndum
hins opinbera sem
á ekkert erindi þar,
og það er rekstur
bílastæðahúsa.
Katrín Atladóttir
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
katrin.atladottir@reykjavik.is
Bílastæði af herðum borgarinnar
Stundum ger-
ast þeir atburðir
að maður veit
ekki hvort
manni ber að
hlæja eða gráta!
Borgarstjórinn
Dagur B. Egg-
ertsson hefur
velkst um í haf-
róti braggavit-
leysunnar þar
sem 450 milljónir fara af fé
borgarinnar í að gera upp
gamlan herbragga og eng-
inn skilur neitt í málinu.
Hver ákvað að setja alla
þessa peninga í braggann?
Er bragginn sleginn gulli
eða marmara? Hvar eru
tölvupóstarnir sem gengu á
milli æðstráðenda í málinu
þeirra Dags og Hrólfs; fóru
þeir í tætarann eða niður í
skolpræsið? Dagur hverfur
og Dagur kemur fram, hann
fórnar höndum og botnar
ekki neitt í neinu, samt er
dýrasti braggi Íslandssög-
unnar skilgetið afkvæmi
hans sem æðsta ráðamanns
Reykjavíkur. Og samstarfs-
fólkið í meirihluta borgar-
stjórnarinnar tekur vitleys-
una upp á sína arma.
Allt í einu skellur ný hol-
skefla á þjóðinni, Hjálmar
Sveinsson er sendur fram að
prufukeyra nýtt hneyksl-
ismál um tvö pálmatré í
glerhjúp í nýju hverfi borg-
arinnar. Og kostnaðurinn er
litlar 140 milljónir, aldýr-
ustu tvö tré sem plantað
hefur verið á jörðinni.
Fræðimenn á sviði garð-
yrkju efast um að blessuð
trén lifi og spyrja eftir hvort
kosnaðurinn við að halda
þeim lifandi verði ekki gíg-
antískur.
Þessi jurt passar alls ekki
í landi elds og ísa og hversu
lengi munu pálmatrén telj-
ast listaverk? Í hinum nýja
miðbæ ætla Selfyssingar að
bjarga tveimur gömlum
reyniviðartrjám, jafn göml-
um Selfossbæ, þessi gömlu
tré hljóta að vera gamaldags
og hallærisleg miðað við
„Hjálmarstrén“. En Dagur
og Hjálmar
trúa að fólkinu
í nýja hverfinu
muni hlýna við
að sjá pálma-
trén þegar
frostið heltek-
ur borgina og
þarf að skafa
rúður bílanna.
Og kannski
trúi fólkið því
að það sé kom-
ið á Kanarí!
Dagur borgarstjóri er
eins og Óðinn; hann á sér
tvo hrafna sem hann sendir
út í pólitísku veðrin. Annar
er Hjálmar Sveinsson, hann
er sendur með váleg tíðindi
og vond erindi sem forleik-
ari. Hinn hrafninn er Þórdís
Lóa Þórhallsdóttir sem tek-
ur að sér alla vörn fyrir
borgarstjórann í vondum og
vonlausum málum.
En er ekki listin komin á
eitthvert stig vitleysunnar
þegar listamenn geta talið
stjórnmálamönnum trú um
að erlend tré og dönsk strá
séu listaverk? Hver er nak-
inn? Hver er í hlutverki
keisarans í þessu leikriti?
Hvar er nú barnið sem segir
nakinn sannleikann? Mikið
held ég að listamennirnir
hlæi og séu hissa þegar þeir
sjá að menn gleypa agnið og
borga kinnroðalaust 600
milljónir úr vösum Reykvík-
inga fyrir bragga, dönsk
strá og tvö suðræn
pálmatré. Og þetta er hún
Reykjavík, höfuðborgin okk-
ar Íslendinga sem Einar
Benediktsson kvað þetta
um: „Hún óx um tíu alda bil,
og naut alls, sem þjóðin átti
til.“ Æ, æ, Reykjavík, þú
mátt muna þinn fífil fegri.
Eftir Guðna
Ágústsson
»Kostnaðurinn
er litlar 140
milljónir, aldýrustu
tvö tré sem plantað
hefur verið
á jörðinni.
Guðni Ágústsson
Höfundur er fv. alþingis-
maður og ráðherra.
Pálmatré,
braggi og dönsk
strá skekja
borgarstjórnina
Bílastæða-
sjóður rekur sjö
bílastæðahús í
miðborg Reykja-
víkur með 1.140
bílastæðum. Á
fundi borgar-
stjórnar í dag
mun ég leggja
það til fyrir hönd
Sjálfstæðis-
flokksins að um-
hverfis- og
skipulagssviði
ásamt bílastæðasjóði verði fal-
ið að bjóða út rekstur þessara
1.140 stæða. Bílastæðasjóður
ætti að einbeita sér áfram að
gjaldtöku meðfram götum (e.
on street parking) en láta aðra
um rekstur bílastæðahúsanna
(e. off street parking).
Með því að út-
vista rekstri
þessara húsa er
hægt að auka
þjónustu við not-
endur bílastæða-
húsa, auk þess að
skila meiri hagn-
aði til borgar-
innar. Ekki
vegna þess að
bílastæðahúsin
séu illa rekin í
dag heldur vegna
þess að tækifær-
in eru mun meiri
fyrir aðra rekstr-
araðila en bílastæðasjóð. Það
skýrist fyrst og fremst af
ströngum reglum sem sjóð-
urinn þarf að vinna eftir í dag.
Þannig yrði sveigjanleikinn í
rekstrinum, t.d. hvað varðar
afgreiðslutíma, þjónustustig,
bætta nýtingu á stæðum og
fleira, mun meiri hjá einkaað-
ilum.
Við vitum að bílastæðasjóður
er vel rekinn innan þess regl-
uramma sem honum er gert að
vinna eftir í dag. Því er hægt,
með útvistun á þeim sjö bíla-
stæðahúsum sem sjóðurinn
rekur, að afla meiri tekna fyrir
Reykjavíkurborg. Það væri
hagur þeirra sem myndu taka
að sér rekstur bílastæðahús-
anna að bæta nýtingu þeirra og
auka þjónustu. Þrif og rekstur
bílastæðahúsanna myndu einn-
ig vera í höndum leigutaka.
Það er vel þekkt í öðrum
löndum að rekstur bílastæða-
húsa sé leigður út til einka-
aðila. Árið 1931 var í Bretlandi
stofnað félag sem enn í dag
sinnir þessum rekstri en hann
nær yfir 150 þúsund stæði í yf-
ir 500 bílastæðahúsum víða í
Bretlandi. Hér er því ekki ver-
ið að finna upp hjólið og auð-
velt að horfa til fordæma frá
öðrum löndum við tæknileg úr-
lausnarefni við útvistun þess-
ara 1.140 bílastæða.
Þannig er lagt til að fela um-
hverfis- og skipulagssviði,
ásamt bílastæðasjóði, útfærslu
á rekstrarútboði fyrir þau sjö
bílastæðahús sem sjóðurinn
rekur. Það yrði til hagsbóta
fyrir notendur þessara bíla-
stæðahúsa og Reykjavík-
urborg.
Aukum þjónustu við
notendur bílastæðahúsa
Valgerður
Sigurðardóttir
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
valgerdur.sigurdardottir-
@reykjavik.is
»Bílastæðasjóður
ætti að einbeita
sér áfram að gjald-
töku meðfram götum
Eftir Valgerði
Sigurðardóttur