Morgunblaðið - 05.02.2019, Síða 20

Morgunblaðið - 05.02.2019, Síða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2019 ROYAL JARÐABERJABÚÐINGUR ... OG FÆST Í ÖLLUM BETRI MATVÖRUVERZLUNUM LANDSINS A�taf góður! Samkvæmt íslensk- um lögum um per- sónuvernd megum við hugsa og tala saman í einrúmi um hvað sem okkur sýnist og við megum þess vegna nota gróf orð um aðra að vild. Þetta heitir „að baktala“. Og allir menn hafa tilhneig- ingu til að baktala aðra eða hugsa öðrum þegjandi þörfina með grófu orðavali. Sam- kvæmt framansögðu er það hins vegar lögbrot að njósna og upplýsa um einkasamtöl. Sex alþingismenn hittust á bjór- stofu til að spjalla saman, fá sér í glas, sem ekki er í frásögur fær- andi meðal þingmanna, og skemmta sér við að skopast að fólki, einkum að nokkrum sam- þingmönnum sínum. Þetta var allt í léttum dúr og laust við hatursfullt orðbragð. Og þótt þetta sé ekki beint fínt og mætti jafnvel kallast siðlaust dettur engum heilvita manni í hug að það hafi verið ætlun þeirra að opinbera það sem þarna fór fram í einrúmi. Og hver var þá ábyrgur fyrir þessari uppákomu og þeim skefjalausu ofsóknum sem þessir menn hafa orðið að þola, einkum þó tveir þeirra, þeir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveins- son? Um það þarf vart að fara fleiri orðum. Ég vil sérstaklega benda á að framkoma sexmenninganna á fundum alþingis hefur verið til fyrirmyndar, bæði hvað varðar málefnalega umræðu og málfar. Og það er vissulega mik- ilvægt að þeir sem kosnir eru til setu á alþingi sinni hlutverki sínu af kostgæfni. Einkasamtöl eru lögvernduð Eftir Braga Jósepsson Bragi Jósepsson » Allir menn hafa tilhneigingu til að baktala aðra eða hugsa öðrum þegjandi þörfina með grófu orðavali. Höfundur er prófessor emeritus. kormakurb@gmail.com Aðförin að flugfélag- inu Erni undanfarnar vikur getur ekki flokk- ast sem neitt annað en ofbeldisverk. Loksins, meira en hálfu ári eftir að ný og stærri flugvél félagsins hefði átt að hefja störf og stórauka afköst litla flugfélags- ins, náðist sá langþráði áfangi eftir óvenju langdregið skráningarferli, og þessi glæsilegi farkostur hóf sig til flugs nú um hátíðarnar. Eftir að hafa þurft að þjálfa áhafnir hennar í tvígang, þar sem fyrsta þjálfun rann út, og eftir að hafa burðast með fjármagnskostnað allan þann tíma án þess að vélin ynni fyrir sér, sást nú ljós fyrir enda gang- anna. En hvað gerðist þá? Þessi nýja flugvél, dýrasta og afkastamesta vinnutæki litla flugfélagsins, var kyrrsett aðeins örfáum dögum eftir að hún hóf sig til flugs! Isavia þótti á þessum tímapunkti tilvalið að herða innheimtuaðgerðir gegn þessu litla flugfélagi og valdi sem sagt ekki að kyrrsetja neina aðra vél þeirra en einmitt þessa. Koma við kaunin á þeim! Engu virðist skipta Isavia að með þessu er verið að hamla gegn einmitt fljótvirkustu lausninni á skuldavanda litla félagsins, ef þessi vél fengi að skapa félaginu tekjur. Ernir fjárfesti nýverið einnig í stórbættri aðstöðu á Reykjavíkur- flugvelli og nemur sá virðisauki u.þ.b. sömu upphæð og skuld félagsins við Isavia. En ótrúlega langsóttur fyr- irsláttur um eignarhald þessa húsa- kosts kemur í veg fyrir að Ernir geti boðið hann sem veð fyrir þessari skuld. Hér virðist allt reynt til að kné- setja þetta litla félag, enda mun það líklega takast innan skamms ef þess- ari óbilgirni linnir ekki. Burtséð frá hörkunni sem Isavia beitir í þessu máli þá er alveg orðið ljóst, nú þegar kyrrsetning flugvél- arinnar hefur varað nærri mánuð, að átakanlegur skortur er á pólitískum vilja til að koma til móts við Erni. Isavia er jú ekkert annað í reynd en ríkisstofnun, en með ohf-fyrirkomulaginu tekst á ótrúlegan hátt að láta líta svo út sem þarna sé um að ræða eitthvert stjórnlaust ríki í ríkinu í stað þess að ráðherrar samgöngu- og fjármála rísi undir sinni ábyrgð og grípi í taumana og leysi málið eins og þeim ber. Ábyrgðin á þessu óhæfu- verki er á endanum þeirra því Isavia heyrir undir þeirra ráðuneyti. Ég tel rétt að það sé haft í huga, fari svo að þessi knésetning nái fram að ganga. Ég hef hlerað það innan úr pólitísk- um herbúðum ráðherranna að þar ríki einhver hræðsla við fordæmið, ef þessum innheimtuaðgerðum verði af- létt án fullrar lausnar á vanda Ernis. En fordæmið liggur fyrir nú þegar í sjálfri kyrrsetningunni, því ekkert annað íslenskt flugfélag hefur þurft að sæta aðför eins og þessari. Að und- anförnu hefur þó annað flugfélag átt í vök að verjast (en virðist bless- unarlega vera að komast fyrir vind) og nemur skuld þess við Isavia u.þ.b. tuttugufaldri upphæðinni sem litla flugfélagið skuldar. Þar á bæ hefur engin flugvél verið kyrrsett. Þessi ohf-stofnun, sem er að fullu og öllu í eigu ríkisins, er með þessu framferði að gefa nýtt fordæmi um grófa mis- munun milli skuldara sinna og brot á jafnræðisreglu. Siðferði stjórnenda Isavia, sem og áðurnefndra ráðherra grípi þeir ekki í taumana í tæka tíð, rís ekki hærra en þetta. Ekkert rétt- lætir að þessu ofbeldi sé ekki aflétt nú þegar. Aðför Isavia og fordæmið Eftir Þorkel Á. Jóhannsson Þorkell Á. Jóhannsson » Fordæmið liggur fyrir nú þegar í sjálfri kyrrsetningunni, því ekkert annað ís- lenskt flugfélag hefur þurft að sæta aðför eins og þessari. Höfundur er flugmaður en er ekki hagsmunatengdur við Erni. 1851 stjórnaði Jón Sigurðsson forseti fyrsta þekkta fjölda- hrópinu á Íslandi þeg- ar Þjóðfundurinn, sem var sérstaklega kosið stjórnlagaþing, tók undir með honum: „Vér mótmælum allir!“ Og hverju var verið að mótmæla? Jú, að stjórnlagaþinginu var slitið fyrirvaralaust og þar með rofið það heit konungs, að Íslendingar fengju sjálfir að setja sér eigin stjórn- arskrá. 166 árum síðar hefur draumur Jóns Sigurðssonar ekki verið upp- fylltur. Danakonungur setti Íslend- ingum stjórnarskrá upp á sitt ein- dæmi 1874, meðal annars með 30 greina innganginum, sem átti að frið- þægja Danakonungi 1849. Stjórn- arskrárnar 1918 og 1944 voru í meg- inatriðum þær sömu og verið hafði 1874 og þar áður 1849. Svo mjög var sóst eftir drjúgum meirihluta í þjóð- aratkvæðagreiðslu 1944 að 30 grein- arnar voru áfram með lágmarks- breytingum – forseti kom í stað konungs auk 26. greinarinnar um málskotsrétt forseta. Á móti var því heitið af leiðtogum þingflokkanna 1944 að gerð skyldi ný stjórnarskrá frá grunni eftir sambandsslitin. Sveinn Björnsson forseti brýndi þing- ið til þess að efna heitið um íslenska stjórnarskrá samda af Íslendingum sjálfum í nýársávarpi sínu 1949. Eftir það hefur þingið að vísu kosið stjórn- arskrárnefndir aftur og aftur án ár- angurs, enda nefndirnar skipaðar beint af þingflokkunum og nefnd- armenn því sótt umboð sitt hver um sig til þingflokks. Þeir sem settust í stjórnlagaráð 2011 töldu sig hins veg- ar sækja umboð sitt til þeirra kjós- enda, sem greiddu þeim atkvæði í stjórnlagaþingskosningunum, og það hefur vafalaust átt þátt í því að ráðið komst að einróma niðurstöðu. Síbyljan um andstöðu meirihluta landsmanna Í umræðum um frumvarp stjórn- lagaráðs hefur verið þrástagast á því að stjórnarskráin sé „í andstöðu við afstöðu meirihluta landsmanna“. Er sú fullyrðing byggð á því að vegna þess að þátt- taka í þjóðaratkvæða- greiðslu um stjórnarskrá stjórnlagaráðs hafi verið 48,4% „samþykkti aðeins þriðjungur þjóðarinnar þetta uppkast“ eins og það er orðað í Morg- unblaðsgrein. Og hnykkt á með því að segja að stjórnarskráin hafi verið í andstöðu við afstöðu meirihluta landsmanna. Það er nefnilega það. Hvernig vita menn hver var skoðun þeirra sem ekki komu á kjörstað? Ef við höldum okkur við skilning grein- arhöfundar á hjásetu var aðeins sjött- ungur landsmanna í andstöðu við stjórnarskrána. Skoðum dæmi um það hvert svona röksemdafærsla get- ur leitt. Í forsetakosningum í Banda- ríkjunum tekur aðeins um helmingur íbúa á kosningaaldri þátt. Þýðir það að „aðeins fjórðungur þjóðarinnar hafi kosið forsetann“ og að allir for- setar Bandaríkjanna hafi verið kosnir í andstöðu við meirihluta lands- manna? Auðvitað ekki. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 1918 um sambandslögin, Ísland frjálst og fullvalda ríki með konungssamband við Dani, var kosningaþátttakan 43,8% Þýðir það að minnihluti þjóðar- innar samþykkti þessa stjórnarskrá „í andstöðu við afstöðu meirihluta landsmanna“? Að sjálfsögðu ekki. Nefna má fleiri dæmi eins og það, að í þjóðaratkvæðagreiðslu 1933 var kosið um það hvort afnema ætti lög um vínbann frá 1915. Í sögubókum stendur að afnám bannlaganna hafi verið samþykkt. En ef skilningurinn um „meirihluta landsmanna“ á að gilda var það minnihluti landsmanna, 28%, sem samþykkti afnám bannlag- anna gegn andstöðu 72%. Og ef þessi skilningur á að gilda um þjóð- aratkvæðagreiðslur almennt hefur þátttaka erlendis, til dæmis í Sviss, síst verið meiri en var hér 2011. Og á að skilja það sem svo að Brexit skuli að engu haft, af því að minnihluti þeirra, sem voru á kjörskrá, 37%, greiddi atkvæði með útgöngu úr ESB gegn afstöðu 63%? Auðvitað ekki. Ýmislegt fleira, sem hent er á lofti í andmælum gegn úrslitum þjóðar- atkvæðagreiðslunnar 2011, orkar tví- mælis. Sagt er að stjórnarskráin frá 2011 sé með þeim lengstu á byggðu bóli. Það er rangt. Það var athugað sérstaklega í starfi stjórnlagaráðs og kom í ljós að margar stjórnarskrár í okkar heimshluta eru lengri. Stjórn- arskrá stjórnlagaráðs var skoðuð hjá mörgum virtum sérfræðingum við er- lenda háskóla og hlaut alls staðar já- kvæðar umsagnir. „Hætta á pólitísku þrátefli og óstöðugleika“, sem nefnt er sem niðurstaða Feneyjanefnd- arinnar, byggðist aðallega á því að hjá stjórnlagaráði var málskotsréttur for- seta Íslands látinn halda sér og að for- seti geti verið nokkurs konar öryggis- ventill varðandi löggjöf og dómskerfi. Á síðustu 16 árum hefur komið í ljós að málskotsgrein núverandi stjórn- arskrár fellur vel að þeirri viðleitni í stjórnarskrám sem nefnd er „checks and balances“ og miðar að því að sporna gegn skaðlegri og ólýðræð- islegri samþjöppun valds en stuðla að heppilegum valdmörkum og vald- dreifingu. Eru höfð til hliðsjónar meginatriði sem best hafa reynst í norrænum rétti og nýjustu stjórn- arskrám á Norðurlöndum og í Evr- ópu. Látið er í það skína hjá andmæl- endum að beint lýðræði sé eitthvað voðalegt, sem Feneyjanefndin hafi haft ímugust á. Það er undarlegt, því að beint lýðræði hefur verið tekið upp í nokkrum nágrannalöndum okkar og gefist vel. Var meirihluti þjóðarinnar and- vígur sambandslögunum 1918? Eftir Ómar Ragnarsson » Þótt minnihluti Bandaríkjamanna hafi greitt forsetum landsins atkvæði sitt þýðir það ekki að mikill meirihluti þjóðarinnar hafi verið þeim andvígur. Ómar Ragnarsson Höfundur var fulltrúi í stjórnlagaráði. omarr@ruv.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.