Morgunblaðið - 05.02.2019, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2019
✝ GunnlaugurBúi Sveinsson
fæddist á Akureyri
24. febrúar 1932.
Hann lést á heimili
sínu Lögmannshlíð
23. janúar 2019.
Hann var sonur
hjónanna Sveins
Tómassonar, járn-
smiðs og slökkvi-
liðsstjóra á Akur-
eyri, f. 30. júlí 1904,
d. 7. nóvember 1998 og Helgu
Gunnlaugsdóttur, húsmóður á
Akureyri, f. 24. maí 1906, d. 8.
september 2006. Sveinn var frá
Bústöðum í Skagafirði og Helga
frá Klaufabrekknakoti í Svarf-
aðardal.
Systkini Gunnlaugs Búa voru
Þórey Sveinsdóttir, f. 1929, og
Tómas Heiðar Sveinsson, f.
1941. Þau eru bæði látin.
Eftirlifandi eiginkona Gunn-
laugs Búa er Signa H. Halls-
dóttir, f. 4. ágúst 1933. Þau
gengu í hjónaband 14. nóvem-
ber 1953. Signa er fædd í
Reykjavík en hefur búið á Akur-
eyri stærstan hluta ævinnar og
býr nú á hjúkrunarheimilinu
Hrönn, maki Reynir Svan Svein-
björnsson, dætur þeirra eru
Rakel Sara, Bríet Helga og Íris
Eva, og c) Lína Björk, maki
Helgi Haraldsson, börn þeirra
eru Emma Karen Anna, Birgir
Hrannar og Stefán Darri.
Gunnlaugur Búi bjó alla tíð á
Akureyri. Hann var alinn upp á
Eyrinni þar sem hann og Signa
bjuggu einnig fyrstu hjúskap-
arár sín. Þau byggðu svo hús að
Byggðavegi 142a og þangað
flutti fjölskyldan 1958. Þar var
heimili þeirra hjóna fram yfir
aldamót.
Árið 1953 útskrifaðist hann
sem vélvirki og vann ýmis störf
tengd þeirri iðn, t.d. á Vélsmiðj-
unni Atla. Ungur að árum hóf
hann störf hjá Slökkviliði Akur-
eyrar, sem varð síðar aðalævi-
starf hans.
Sem ungur maður stundaði
hann íþróttir, sérstaklega hand-
bolta. Hann var virkur í skáta-
starfi og gekk í Oddfellowregl-
una 1962 og starfaði þar meira
og minna til æviloka. Gunn-
laugur Búi vann mikið með
Starfsmannafélagi Akureyrar
og var formaður þess um skeið.
Hann hafði einnig mikinn áhuga
á stangveiði og fór margar
veiðiferðir með Signu og vinum.
Útför Gunnlaugs Búa fer
fram frá Akureyrarkirkju í dag,
5. febrúar 2019, og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
Lögmannshlíð.
Þau hjónin eign-
uðust þrjú börn.
Þau eru: 1) Ólafur
Búi, f. 5.9. 1953,
maki Agnes Jóns-
dóttir. Börn þeirra
eru a) Gunnlaugur
Búi, maki Eydís
Unnur Jóhanns-
dóttir, börn þeirra
eru Arna Sigríður,
Karen Lilja og Elv-
ar Búi b) og Ólafur Búi, maki
Ingibjörg Zophoníasdóttir, son-
ur þeirra er Zophonías Búi. 2)
Halla Sigurlín, f. 31.10. 1954,
maki Haukur Harðarson. Börn
þeirra eru a) Arndís Ösp, maki
Hermann Árni Valdimarsson,
börn þeirra eru Alexander Búi
og Fannar Nói Þorvaldssynir,
Laufey Lilja og Þórunn Halla og
b) Víðir Orri, maki Katrín Björg
Lilaa Sólrúnardóttir, synir
þeirra eru Gunnlaugur Vilberg
og Tómas Orri. og 3) Helga
Hólmfríður f. 22.1. 1963, maki
Stefán Birgisson. Börn þeirra
eru a) Birgir, maki Guðný Þór-
fríður Magnúsdóttir sonur
þeirra er Úlfur Hrói. b) Signa
„Jæja vinan mín, nú þurfum
við að þreyja þorrann.“
Í dag finnst mér þessi orð töl-
uð til mín. Vá hvað ég sakna
pabba mikið. Ég vissi að hann
yrði ekki eilífur og ég vissi líka
að hann var orðinn veikur en
hann hefur alltaf verið til staðar
í mínu lífi og ég þekki ekkert
annað. Því ýtti ég öðrum hugs-
unum til hliðar.
Allt mitt líf hef ég talað við
pabba og leitað til pabba. Ef
spurningar vöknuðu, eitthvað
þurfti að gera, eitthvað bilaði,
einhver þurfti aðstoð, meiddi
sig, veiktist, þurfti að komast
eitthvert eða bara hvað sem var.
Alltaf kom fyrst upp í hugann
„ég hringi bara í pabba“ og allt-
af kom hann, gaf ráð, skutlaðist
fyrir mig, náði í og passaði
börnin mín, hjálpaði mér við
flutninga, málaði, smíðaði, lagði
hitaveitu í húsið mitt eða bara
kom og kyssti á bágtið. Hann og
mamma voru allra bestu for-
eldrar sem hægt er að hugsa
sér.
Alltaf voru þau til staðar og
hjálpuðu við allt. Fóru síðust
heim eftir veislur því þau voru
að hjálpa til við að ganga frá.
Voru fyrst mætt ef eitthvað
þurfti að gera. Ég get fullyrt að
börnin mín áttu góða æsku ein-
mitt vegna þeirra. Það var svo
gott að geta alltaf skroppið til
afa og ömmu þegar eitthvað
vantaði heima.
Þegar ég var lítil tók ég aldr-
ei þátt í „pabbi minn er sterkari
en pabbi þinn“ metingi því ég
„vissi“ að minn hafði alltaf vinn-
inginn í öllum samanburði. Ég
var óendanlega stolt af honum
og fannst hann sá allra flottasti.
Ég naut þess líka að vera yngst
í systkinahópnum og var örugg-
lega dekruð í drasl.
Pabbi var í vaktavinnu á
slökkvistöðinni og ég naut því
oft samvista með honum á dag-
inn þegar aðrir voru í vinnu. Ég
elskaði að fara með pabba í
reddingar. Dytta að hinu og
þessu heima, á slökkvistöðinni
eða í Oddfellowhúsinu. Mér
fannst líka fínt þegar pabbi var
á næturvöktum, þá fékk ég að
kúra upp í hjá mömmu og við
áttum notaleg kvöld saman þar
sem ég sat ein að athyglinni.
Ég var stolt af því að pabbi
væri slökkviliðsmaður. Fannst
hann flottastur allra þegar hann
var í uniforminum á vakt í
Gúttó. Þá stóð ég rígmontin við
hlið hans fyrir og eftir leiksýn-
ingar. Sumt var samt erfitt hjá
barni slökkviliðsmanns. Ég
vandist því t.d. aldrei að vera
róleg þegar útkallssíminn
hringdi og mér leið ekki vel
þegar pabbi var í útkalli og
lyktin af honum eftir bruna var
líka óbærileg. Hún sat í húðinni
hans í marga daga.
Pabba fannst ekkert gaman
að verða gamall. Allt í einu upp-
lifði hann að hlutir gerðust í
fjölskyldunni án þess að hann
væri spurður álits. Honum
fannst það pínu erfitt. Einnig
var erfið sú ákvörðun hans að
hætta að keyra, en það gerði
hann samt. Hann vildi frekar
láta minnast sín fyrir afrek sín í
lífinu heldur en eitthvert óhapp
sem hefði getað verið hægt að
koma í veg fyrir. Pabbi átti erf-
itt með að sitja verkefnalaus og
dundaði því öllum stundum við
eitthvert handverk, sama hvers
kyns var.
Elsku pabbi minn. Takk fyrir
að hafa stutt mig allt mitt líf í
öllu því sem ég tók mér fyrir
hendur og hjartans þakkir fyrir
að hafa staðið við hlið mömmu í
hennar veikindum. Þú varst
kletturinn í mínu lífi.
Helga Hólmfríður
Gunnlaugsdóttir.
Aldrei hvarflaði það að mér
þar sem ég sat í Ford Capri-
bílnum hjá nýja kærastanum
fyrir utan Byggðaveg 142a að í
því húsi byggju tilvonandi
tengdaforeldrar mínir. Þar sem
ég sat taugaóstyrk og sveitt í
lófunum og beið, var hurðinni
kippt upp og þar stóð Gulli Búi
og spurði hvort það mætti ekki
bjóða mér inn. Ég reyndi að
malda í móinn en það var ekki
annað tekið í mál. Inn skyldi ég
koma.
Upp frá þessum degi í janúar
1977 hef ég borið þann titil sem
engin önnur getur státað af.
Tengdadóttir Gulla Búa.
Gulli Búi var karl af gamla
skólanum sem kippti sér ekki
upp við það þó að álit hans og
skoðanir á mönnum og málefn-
um hans féllu ekki alltaf í kram-
ið hjá samferðafólki hans. Öfugt
við fólk í dag sem skellir at-
hugasemdum á „kommenta-
kerfi“ dagblaða og netmiðla án
þess að þurfa að vera ábyrgt
orða sinna sagði tengdafaðir
minn hlutina umbúðalaust og
stóð við orð sín. Því er ekki úr
vegi að við stöldrum við og lít-
um til okkur eldra fólks og tök-
um það okkur til fyrirmyndar í
hreinskilni og heiðarleika gagn-
vart meðborgurum okkar.
Gulli Búi var svo sannarlega
fjölskyldumaður. Svo lengi sem
þau gátu, hann og hans ynd-
islega kona Signa, blésu þau til
fjölskyldumáltíða. Gamlárs-
kvöldin voru fjölmörg sem við
eyddum hjá þeim, svo ekki sé
talað um páskamáltíðir þar sem
við nutum veislumáltíða hjá
þeim eftir góða og fallega daga í
Fjallinu. Gulli Búi tók ekki þátt
í eldamennskunni, en að smakka
á matnum og koma með athuga-
semdir, þar var hann á heima-
velli. Eftir öll herlegheitin
skellti hann á sig svuntu og sá
um uppvask og fágang.
Börn hans, tengdabörn og
barnabörn hans voru nánast
gallalaus í hans huga, þannig að
betra var að vera honum sam-
mála þegar að því kom að ræða
um þau.
Árið 1979 ákváðum við hjónin
að byggja okkur raðhúsaíbúð í
Arnarsíðu. Það má segja að
Gulli tengdapabbi hafi notað
hverja frístund sem hann átti
frá vinnu til að aðstoða okkur.
Ekki var sá gamli ánægður þeg-
ar við notuðum tækifærið þegar
hann og Signa voru utanbæjar
til að flytja í nýju höllina okkar.
Því auðvitað vildi hann taka þátt
í flutningunum.
Svona liðu árin í leik og starfi
og alltaf var Gulli Búi okkur
innan handar ef hann átti lausa
stund. Pípulögn, smíðar, máln-
ingarvinna, múrbrot, alltaf var
hann mættur til að aðstoða
okkur.
Síðustu árin bjuggu hann og
Signa tengdamóðir mín á Lög-
mannshlíð, þar sem þau hafa
notið einstakrar umönnunar
barna sinna, tengdabarna,
barnabarna og starfsfólks.
Að leiðarlokum vil ég þakka
tengdaföður mínum þá einstöku
elsku og virðingu sem hann hef-
ur sýnt frá fyrsta degi.
Hvíldu í friði, gamli minn.
Agnes Jónsdóttir.
Miðvikudaginn 23. janúar
kvaddi elsku Gulli afi.
Hann varð eitthvað slappur í
hádeginu og ákvað að leggja sig,
sofnaði og sefur enn.
Betri afa hefði ekki verið
hægt að hugsa sér. Hann var
hrjúfur, sterkur, stoltur, mjúk-
ur, blíður, viðkvæmur allt í
senn. Akkúrat passleg blanda.
Alltaf þegar eitthvað kom upp á
var fyrsta hugsunin að heyra í
afa. Hvort sem einhver meiddi
sig eða það þurfti að láta laga
eitthvað, redda einhverju, eng-
um var betur treyst en afa.
Afi kunni allt, a.m.k. í litlum
barnshuga og líka eftir að ég
fullorðnaðist þá var alltaf viss-
ara að spyrja afa hvað honum
fyndist, biðja hann um ráð og
hjálparhönd. Og alltaf kom hann
ef aðstoðar var óskað, hress og
klár í slaginn. Við flutninga, við-
gerðir, tognanir, skurði, mar-
bletti, hvað sem var.
Ég gleymi heldur aldrei
knúsinu sem ég fékk þegar
hann frétti að fyrsta langafa-
barnið væri væntanlegt. Þétt-
ingsfast og svo fullt af gleði og
hamingju. Kreisti mig svo
hressilega að ég kláraði allt loft-
ið úr lungunum.
Svo þegar sonur minn fædd-
ist löngu fyrir tímann þá voru
afi og amma ómetanlegur stuðn-
ingur á erfiðum tíma, grétu með
okkur, knúsuðu okkur og hug-
hreystu þegar við vissum ekkert
um það að kraftaverkabarnið
myndi hafa það af og verða stolt
langafa og okkar allra. Afi var
svo ofur stoltur af langafabörn-
unum sínum öllum. Honum
raunverulega fannst hann rík-
asti maður í heimi. Hann var
mikil barnagæla og fannst
sonum mínum alltaf gaman að
fara í pössun til langafa og lang-
ömmu þegar þeir voru litlir, því
eins og þeir sögðu sjálfir var afi
Gunnlaugur Búi
Sveinsson
Látinn er í
Reykjavík Þórarinn
Brandur föðurbróð-
ir okkar eftir snarpa og harða
baráttu við illvígan sjúkdóm.
Hann tók öllu sem á honum dundi
með yfirvegaðri ró og var þakk-
látur fyrir þann tíma sem hann
fékk, mest um vert að hann var
þakklátur fyrir góða ævi. Hann
bjó alla tíð einn og fyrir vikið gat
hann hagað hlutunum eins og
hann vildi.
Brandur var víðlesinn og fróð-
leiksfús og minnumst við systk-
inin þess hvað það var gaman að
spjalla við hann um allt milli him-
ins og jarðar. Það var alveg sama
þó að það liði langur tími milli
samverustunda það var ætíð auð-
Þórarinn Brandur
Þórarinsson
✝ ÞórarinnBrandur Þór-
arinsson fæddist
30. október 1943.
Hann lést 8. janúar
2019.
Útför Þórarins
fór fram 24. janúar
2019.
velt að taka upp
þráðinn.
Okkur er líka
minnisstætt hversu
gjafmildur Brandur
var og á hverjum
pakkanum á fætur
öðrum sem kom
undan jólatrénu
þegar við vorum
yngri stóð frá
Brandi. Síðar þegar
hluti af hópnum bjó
úti í Noregi var sömu sögu að
segja. Hann var alltaf duglegur
að senda okkur bækur og tónlist
alveg fram á fullorðinsár.
Nú líður að leiðarlokum og
kominn tími til að kveðja. Okkur
langar að gera það með þessari
fallegu bæn eftir Sigurð Jónsson
frá Presthólum, sem við lærðum
að fara með fyrir nóttina:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Pétur, Helena, Helga Björk
og Gunnar Þór.
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
GERÐA HALLDÓRSDÓTTIR,
Pósthússtræti 1, Keflavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í Keflavík
31. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkur-
kirkju föstudaginn 8. febrúar klukkan 13.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Alzheimersamtökin.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hlévangs fyrir frábæra umönnun
og hlýtt viðmót sem og allra þeirra sem reyndust henni vel.
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson
Halldór Guðmundsson
Hallgrímur Guðmundsson
Sigurbjörg Guðmundsdóttir
Rúnar Guðmundsson Rakel Hreiðarsdóttir
Ívar Guðmundsson Halldóra Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Bróðir okkar,
ANTON HAUKUR GUNNARSSON
frá Þingeyri,
lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu
fimmtudaginn 31. janúar.
Útför hans fer fram frá Áskirkju föstudaginn
15. febrúar klukkan 13.
Nanna Magnúsdóttir Halldóra Magnúsdóttir
Kolbrún Gunnarsdóttir Daníel Guðmundsson
Sigríður Sturludóttir Örn Sturluson
Atli Sturluson Hrönn Sturludóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
PÁLL SVEINSSON,
Lækjasmára 4,
áður Bugðulæk 4,
lést á Landspítalanum sunnudaginn
27. janúar. Útförin fer fram í Laugarneskirkju
föstudaginn 8. febrúar klukkan 11.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á samtök lungnasjúklinga; reikningur
115-15-372748 kt. 670697-2079.
Sigurlína Árnadóttir
Árni Sveinn Pálsson Stefanía Dögg Hauksdóttir
Ómar Örn Pálsson
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi, langafi og langalangafi,
INGVAR ÞORSTEINSSON
húsgagnasmíðameistari,
lést fimmtudaginn 31. janúar.
Steinunn Guðrún Geirsdóttir (Lillý)
Bergljót Erla Ingvarsdóttir
Þorsteinn Ingvarsson Ragna Gústafsdóttir
Geir Örn Ingvarsson Hallveig Ragnarsdóttir
Einar Ágúst Kristinsson
barnabörn, langafabörn og langalangafabarn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur
og bróðir,
HÁLFDAN JÓNSSON,
Hörgsholti 31, Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítalans, Kópavogi,
miðvikudaginn 30. febrúar.
Jarðarför fer fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Júlíus A. Hálfdanarson Matthías Hálfdanarson
Lovísa Grétarsdóttir Brynja Guðmundsdóttir
Kara R.M. Júlíusdóttir Guðmundur Matthíasson
Tera R.J. Júlíusdóttir Máni Matthíasson
Margrét A. Júlíusdóttir Aron Bjarki Hallsson
Jón O. Brynjólfsson Guðný Hálfdanardóttir
Brynjólfur Jónsson Guðbjörg Jónsdóttir
Hreinn Jónsson