Morgunblaðið - 05.02.2019, Page 23
„svo mikill rugludallur“ og var
hann alsáttur við þann titil.
Hann nennti alltaf að sprella og
fíflast með krökkunum.
Afi var þekktur á Akureyri og
virtur, það hafði maður alltaf
haft á tilfinningunni sem barn
og það varð mér enn ljósara
þegar ég vann á SAk og hitti
þar margt eldra fólk sem flest-
allt ef ekki allt vissi hver hann
var og allir höfðu falleg orð um
hann að segja, fallegar sögur.
Öll lífin sem hann bjargaði, allir
sem hann rétti hjálparhönd,
stuðning og styrk á erfiðum
stundum. Þannig verður hans
minnst, sem hjálpsama, virðing-
arverða, sterka og góðhjartaða
mannsins sem hann var. Afi skil-
ur eftir sig fullt af fallegum
minningum sem við eigum eftir
að hlýja okkur við um ókomna
tíð.
Höndin er blá og bólgin,
bognir fingur og hnýttir,
kartnögl sprungin í kviku,
knúar marðir, í sárum.
Sótið situr í sprungum,
sigg eru hörð í lófa,
velkt er hún og í vosi,
veröld tók fast á henni.
Þó hefur engin önnur
innilegar né hlýrra
verið lögð yfir ljósa
lokka mína en þessi.
(Kristján frá Djúpalæk)
Elsku afi, hvíldu í friði, við
pössum upp á ömmu þar til hún
fær að koma til þín.
Ég elska þig og sakna þín, nú
og alltaf.
Takk fyrir allt og allt.
Þín afastelpa,
Arndís Ösp.
Takk, afi, fyrir margar góðar
stundir og minningar. Takk, afi,
fyrir að vera alltaf til staðar fyr-
ir mig, sama hvað. Alltaf varstu
tilbúinn með opna arma. Hvort
sem mig vantaði bara stórt
knús, góð ráð eða skutl um allan
bæ.
Ég á virkilega erfitt með að
skrifa minningargrein um þig.
Þó ég viti nákvæmlega hvernig
hringrás lífsins virkar þá hugs-
aði ég aldrei um lífið án þín. Í
mínum huga varstu eilífur og á
vissan hátt ert þú það. Þú skilur
eftir þig svo stórt spor í mínu lífi
og þannig verður þú alltaf til.
Ég var svo heppin að fá að
búa í næsta húsi við ykkur
ömmu. Ég hljóp yfir til ykkar
svo gott sem daglega. Alltaf
þótti mér jafn gott að hoppa yfir
í Klettastíginn. Fá eitthvað gott
að borða og spjalla um daginn
og veginn.
Meira að segja þegar ég var
orðin unglingur var ég alltaf til í
að hoppa yfir til ömmu og afa og
þær voru ófáar helgarnar sem
ég gisti á gólfinu inni í hjóna-
herbergi. Lá á brúnu dýnunni
með hvítu doppunum, við hliðina
á hljómborðinu og undir Jesú-
myndinni.
Sofnaði út frá hrotunum í þér
og raulinu í ömmu.
Þú varst alltaf til í að taka
mig með. Sama hvað það var.
Man eftir óteljandi skiptum þar
sem ég kom með að sækja
ömmu í vinnuna. Þú varst alltaf
mættur fyrir utan sjúkrahúsið
löngu áður en amma var búin
með vaktina svo hún þyrfti ekki
að bíða. Þá sátum við í bláa
Súbarúinum og hlustuðum á
dánartilkynningar í útvarpinu og
með Halla hippa hangandi á
baksýnisspeglinum.
Ég vissi alltaf að ég gæti
spurt þig og ömmu ef það var
eitthvað sem mamma og pabbi
ekki samþykktu. Þegar ég
nennti ekki að labba heim úr
skólanum en mamma gat ekki
náð í mig, þá hringdi ég bara í
þig og þú varst mættur á met-
tíma hjá kartöflugeymslunni
fyrir neðan gamla Barna-
skólann.
Ef það var eitthvað sem ég
óskaði mér, fínasta dúkkan í
búðinni eða dýrasta dúkkuhúsið,
þá vissi ég að ég fengi það í af-
mælis- eða jólagjöf frá ykkur.
Ég fékk alltaf að heyra það að
ég fengi svona mikið af því ég
væri yngsta barnabarnið og Guð
hvað ég var grobbin með það,
þó ég viti það í dag að við feng-
um auðvitað öll sömu athyglina
og ástina frá ykkur.
Takk, afi, fyrir dásamlegt líf.
Þú varst og ert besti afi sem lítil
stelpa gæti óskað sér. Ég á eftir
að sakna þín en á sama tíma
minnast þín með bros á vör það
sem ég á eftir ólifað. Börnin mín
munu alast upp við sögur af þér.
Sögur af manninum sem bjarg-
aði mannslífum, manninum sem
var vinur vina sinna, elskaði
konuna sína heitar en allt, var
góður faðir og enn betri afi og
langafi. Ég hlakka til að hitta
þig aftur þegar minn tími kem-
ur. Þá opnum við okkur harð-
fiskpoka, íslenskt smjör og
spjöllum um allt mögulegt.
Elska þig svo innilega heitt,
elsku afi Gulli. Sofðu rótt.
Lína Björk Stefánsdóttir.
Afi, þetta er svo skrítið, á af-
mælinu hennar mömmu komum
við til þín, borðuðum kökur,
bökuðum kleinur, þú lékst við
og djókaðir í stelpunum mínum,
allt eins og það á að vera, dag-
inn eftir lagðirðu þig eftir há-
degismat og sofnaðir þínum
hinsta svefni. Draumur hvers
manns að ljúka sínu jarðneska
lífi á þann hátt. Ég á milljón
minningar um okkur, mig, þig
og ömmu. Við systkinin vorum
svo heppin að alast upp í næsta
húsi við ykkur ömmu, ef við
fengum ekki eitthvað heima þá
fengum við það hjá ykkur. Alltaf
gat maður treyst á að fá allt hjá
ykkur, þegar ég bar Moggann
út sem lítil stelpa þá passaði ég
mig að hafa smá hátt í Kletta-
stíg 12 og labba hægt frá húsinu
því þá kom amma hlaupandi og
kallaði mig inn í hafragraut, þú
svo skutlaðir mér út í „rassgat“
með síðasta blaðið.
Ég gisti held ég jafn oft hjá
ykkur eins og ég gisti heima, í
beddanum undir Jesúmyndinni
með Snoopy-teppið, en fékk allt-
af að vera uppí þegar þú stóðst
næturvaktina, mesta sportið var
að þykjast sofandi þegar þú
komst heim og ég hrekkti þig
þegar þú skreiðst uppí, alltaf
hélt ég að ég hefði náð að
hrekkja þig. Þegar ég sat með
stóru töngina að klippa alla syk-
urmolana úr krúsinni í tvennt,
því þú taldir mér trú um að þá
borðaðir þú minni sykur með
kaffinu, þegar við náðum í
ömmu löngu fyrir kl. 12 í vinn-
una, sátum úti í bíl með dán-
arfregnir í botni, við löbbuðum
líka oft saman upp á sjúkrahús
til að ná í bílinn, þú hélst í litlu
höndina mína öðruvísi en nokk-
ur annar, litli fingurinn utan um
úlnliðinn, svona leiði ég mínar
litlu stelpur. Ég elskaði að fá að
þvo bílinn með þér, og eitt
skiptið þegar þú keyptir nýjan
bíl var ég með í för og ég hélt
að ég hefði fengið að velja hann,
þú lést manni alltaf líða eins og
maður væri sá allra mikilvæg-
asti í heiminum. Öll ferðalögin
okkar saman, ferðirnar niður á
slökkvistöð, við að vaska upp
saman, vinna í garðinum, fægja
silfrið, nudda grænsápu í krag-
ann á ljósbláu slökkviliðsskyrt-
unum þínum, bóna húsgögnin og
skreyta fyrir jólin. Vá, það er
svo margt, elsku hjartans afi,
leynifélagið okkar BB. Þú varst
alltaf boðinn og búinn að gera
allt fyrir alla, ef ég t.d. nennti
ekki að labba heim úr skólanum
eða til vinkvenna þá var hálft
orð nóg, þú varst mættur og
skutlaðir mér.
Áramótin eru mér svo sterk í
minni, allir saman í Klettastíg
12, þvílík veisla, barnabörnin
máttu gera allt í kjallaranum,
svo var árið kvatt uppi á
klöppum. Ég er svo þakklát
fyrir að hafa fengið að hafa ykk-
ur ömmu tvenn jól í röð hjá
okkur Reyni og dætrum, að
hafa langafa og langömmu hjá
sér á jólunum eru forréttindi og
þær munu muna það allt sitt líf.
Elsku afi, takk fyrir allt, minn-
ing þín mun lifa alla tíð, ég held
áfram að segja stelpunum mín-
um frá stóra manninum sem var
heimsfrægur á Akureyri, mann-
inum sem bjargaði ófáum
mannslífum og var með hjarta
úr gulli, manninum sem gat
grínast með allt, manninum sem
elskaði konu sína heitar en allt
annað í heiminum, manninum
sem við köllum afa Gulla.
Elsku afi, hvíldu í friði og ég
held áfram að passa ömmu þar
til hún kemur til þín.
Signa Hrönn Stefánsdóttir.
Gunnlaugur Búi Sveinsson,
föðurbróðir og uppáhaldsfrændi
minn, er látinn, síðastur af
systkinahópnum. Á þessari
kveðjustund streyma fram
minningar um þennan mikla og
góða mann, og myndir þeirra
bræðra, pabba og Gulla, eru
mér afar ljósar.
Við frændi minn kynntumst
ekki fyrir alvöru fyrr en ég var
orðin fullorðin.
Fjarlægð hafði aðskilið mig
og föðurætt mína lengi en 26
ára gömul flutti ég aftur heim
til Íslands og þá tóku strax við
tíðar heimsóknir norður, til
Gulla og Signu og allra sem þau
eiga. Það var sérstaklega gaman
að upplifa samband þeirra
bræðra, vinátta og væntum-
þykja þeirra á milli var augljós.
Þeir virtust stundum geta lesið
hugsanir hvor annars, og þeim
þótti alltaf jafn skemmtilegt að
stríða mér og plata mig til að
trúa hinum ótrúlegustu hlutum.
Stundum átti Signa það til að
hvísla því að mér að þeir væru
bara að plata mig, þegar sög-
urnar voru orðnar sérstaklega
litríkar. Minningar mínar af
þessum heimsóknum okkar
pabba til fjölskyldunnar á Ak-
ureyri eru fullar af hlátri, hlýju
og unaðslegum samverustund-
um. Að hlusta á þá bræður rifja
upp gamlar stundir eða að
syngja saman var eitt það besta
sem ég hef upplifað. Þetta eru
mér afskaplega dýrmætar minn-
ingar.
Pabbi var sérstaklega stoltur
af bróður sínum, hann hafði
gaman af að segja frægðarsögur
af hetju sinni. Að fá að kynnast
Gulla og Signu, vera gestur hjá
þeim og njóta gestrisni þeirra
hefur verið mér ómetanlegt
veganesti.
Frændi minn kenndi mér svo
margt, við töluðum oft um
mannleg samskipti og tilfinning-
ar, og á bak við þessa dimmu
karlmannlegu rödd bjó sérstak-
lega ljúfur og hlýr, sanngjarn
og góður maður. Fyrir stuttu
dundi yfir mig mikið áfall. Gulli
hughreysti mig og huggaði þeg-
ar sem mest reyndi á, og orð
hans reyndust mér betur en
nokkuð annað sem mér bauðst.
Þegar mér fannst ég týnd í
niðamyrkri benti hann mér á
sannleika sem ég hafði ekki
komið auga á og það lýsti upp
veginn sem ég átti fram undan.
Ég á honum mikið að þakka.
Mér þykir leitt að geta ekki
fylgt honum síðasta spölinn. Ég
er þakklát fyrir að hafa átt hann
að frænda og vini. Signu, Ólafi
Búa, Höllu, Helgu, tengda-
börnum, barnabörnum og
barnabarnabörnum votta ég
mína dýpstu samúð, fyrir hönd
fjölskyldu minnar.
María Tómasdóttir.
Fyrir um það bil sextíu árum
fluttust þrjár ungar fjölskyldur í
hús sem stóðu hlið við hlið á ytri
Brekkunni á Akureyri. Þá varð
til vinátta sem hefur haldist allt
til þessa dags. Nú eru húsbænd-
urnir allir farnir til Guðs. Gulli
Búi, vinur okkar, fór síðastur
þeirra. Hans er sárt saknað.
Þessar fjölskyldur urðu eins
og ein fjölskylda og tóku þátt í
gleði og sorgum hver annarrar.
Gulli Búi og Signa voru ein-
staklega hjálpsöm og vildu allt
fyrir alla gera. Þessi vinahjón
og nágrannar við Byggðaveginn
voru samtaka í mörgu. Þau
eignuðust til dæmis þrjú börn,
byrjuðu öll á einum dreng og
bættu síðan við tveimur stúlk-
um hver.
Gulli Búi og Signa voru alltaf
jafn ástfangin og hugsuðu vel
hvort um annað. Eftir að Signa
varð veik var alveg einstakt
hvað Gulli Búi annaðist hana af
mikilli kostgæfni.
Gulli Búi var mjög laghentur
og hjálpsamur. Ef eitthvað bját-
aði á var oft kallað á Gulla og
það leysti vandann.
Margar eru minningarnar
um ferðalög innan lands og ut-
an, berjamó og veiðiferðir.
Betri ferðafélaga var ekki hægt
að hugsa sér.
Fátt er dýrmætara en góð
vinátta. Nú kveðjum við síðasta
húsbóndann úr okkar hópi og
þökkum honum og hans fjöl-
skyldu fyrir samfylgdina.
Margrét Magnúsdóttir
og Kristjana Ingibjörg
Svavarsdóttir og fjöl-
skyldur þeirra.
Í sorginni ómar eitt sumarblítt lag,
þó er sólsetur, lífsdags þíns kveld.
Því er kveðjunnar stund, og við
krjúpum í dag
í klökkva við minningareld.
Orð eru fátæk en innar þeim skín
það allt sem við fáum ei gleymt.
Allt sem við þáðum, öll samfylgd þín
á sér líf, er í hug okkar geymt.
Í góðvinahóp, þitt var gleðinnar mál
eins þó gustaði um hjarta þitt kalt.
Því hljómar nú voldugt og sorgblítt í
sál
eitt sólskinsljóð – þökk fyrir allt.
(BB)
Félagi Gulli Búi eins og hann
var alltaf kallaður gerðist fé-
lagsmaður í STAK árið 1964 og
frá upphafi gegndi hann mörg-
um trúnaðarstörfum fyrir félag-
ið sem nú heitir Kjölur, stétt-
arfélag starfsmanna í
almannaþjónustu. Hann var for-
maður á árunum 1982-1985 en
áður hafði hann starfað í orlofs-
nefnd, skemmtinefnd og ferða-
nefnd. Hann átti sæti í afmæl-
isnefnd þegar félagið varð 30
ára og var veislustjóri í 50 ára
afmælisfagnaði þess. Þá eru
ótaldar ýmsar nefndir og ráð
sem hann sat í, bæði fyrir félag-
ið og sem fulltrúi þess hjá
BSRB og hjá Akureyrarbæ.
Hann var einnig fulltrúi í stjórn
Lífeyrissjóðs starfsmanna
Akureyrarbæjar, LSA, frá 1982
til 1994.
Gulli Búi bar mikla um-
hyggju fyrir félaginu og vildi
hag þess sem mestan. Hann
barðist í verkfalli opinberra
starfsmanna árið 1984 og
þreyttist ekki á að rifja upp í
góðum hópi félaga sögur af að-
gerðum og samskiptum frá
þeim tíma. Einnig bar hann hag
sinna manna í slökkviliðinu fyr-
ir brjósti og stuðlaði að starfs-
menntun þeirra. Öryggismál á
vinnustöðum sem og í samfélag-
inu almennt voru hans baráttu-
mál. Eitt sinn var hann staddur
í orlofshúsi félagsins þar sem
hann sá hættu stafa af lágu
þakskyggni og var ekkert að
tvínóna við það, sótti sög og
sagaði hornið burt! Félagið býr
enn að þeirri góðu ráðdeild sem
Gulli Búi sýndi í verkum sínum.
Fyrir hönd Kjalar stéttar-
félags vil ég þakka það mikla og
góða starf sem Gunnlaugur Búi
innti af hendi í þágu félagsins
og félagsmanna.
Minning hans mun lifa í okk-
ar hópi.
Signu eiginkonu hans, börn-
um þeirra og fjölskyldu sendi
ég innilegar samúðarkveðjur.
Arna Jakobína Björnsdóttir.
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2019
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Þökkum hlýhug og samúð við andlát
og útför
ELÍASAR H. GUÐMUNDSSONAR,
Bolungarvík.
Hugheilar þakkir til starfsfólks
hjúkrunarheimilisins Bergs fyrir einstaka
alúð og umhyggju.
Börn og fjölskyldur þeirra
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar
eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ELSU VALGARÐSDÓTTUR
frá Hjalteyri.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki
hjúkrunarheimilsins Sólvangs fyrir góða umönnun og hlýju.
Örn Ingólfsson
Valgarður Arnarson Anna María Antonsdóttir
Guðlaug L. Arnardóttir
Ingólfur Örn Arnarson Erla Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður og faðir,
HARALDUR ÞÓR ÞÓRARINSSON,
Halli í Turninum,
Brekkugötu 5, Vestmannaeyjum,
lést á Landspítalanum 18. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og sérstakar þakkir til
starfsfólks Sjúkrahúss Vestmannaeyja.
Unnur Baldursdóttir
Guðríður Haraldsdóttir
Júlíana Silfá Haraldsdóttir
Allar minningar
á einum stað
MINNINGAR er fallega innbundin bók sem hefur að
geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst
hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is.
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni
mbl.is/minningar.
Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa
frá árinu 2000 til dagsins í dag.