Morgunblaðið - 05.02.2019, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2019
✝ Guðrún Jónína,Nína eins og
hún var alltaf köll-
uð, fæddist 11. júní
1934 á Velli í Hvol-
hreppi í Rangár-
vallasýslu. Hún lést
á gjörgæsludeild
Landspítalans við
Hringbraut 24. jan-
úar 2019.
Hún var dóttir
hjónanna Einars
Þórs Jónssonar og Viktoríu
Gunnarsdóttur.
Viktoría lést þegar Nína var
kvæntur Helgu Sigurðardóttur.
Þeirra börn eru fimm og tíu
barnabörn. 2) Viktor Rúnar
Þórðarson, kvæntur Hrafnhildi
Ósk Sigurðardóttur. Börn
þeirra eru þrjú og tvö barna-
börn. 3) Viktoría Loftsdóttir,
gift Ómari Guðmundsyni. Þau
eiga þrjá syni og níu barnabörn.
4) Guðbjartur Páll Loftsson,
kvæntur Láru Ottesen. Synir
þeirra eru þrír og eitt barna-
barn. 5) Eðvarð Eyberg Lofts-
son, kvæntur Þóreyju Guðnýju
Marinósdóttur, þau eiga einn
son. 6) Sigrún Signý Loftsdóttir,
hún á tvö börn og tvö barna-
börn. 7) Guðrún Loftsdóttir,
hún á eina dóttur og eitt barna-
barn.
Útför Guðrúnar Jónínu fer
fram frá Keflavíkurkirkju í dag,
5. febrúar 2019, klukkan 13.
einungis 11 ára
gömul og ólst hún
upp hjá föður sín-
um ásamt systur
sinni Lísabet Sól-
hildi.
Fyrri maður
Nínu var Þórður
Marteinsson, þau
skildu. Eftirlifandi
eiginmaður Nínu
er Loftur Pálsson,
en þau gengu í
hjónaband 1. desember 1963.
Börn Guðrúnar Jónínu eru: 1)
Einar Marteinn Þórðarson,
Elsku mamma. Sorgin hefur
bankað á okkar dyr er þú snögg-
lega okkur kvaddir. Eigum svo
yndislegar minningar um þig, að
heila bók gætum við skrifað. Þú
varst alltaf til staðar fyrir okkur,
barnabörnin og barnabarnabörn-
in þín. Þau elska þig. Við erum
svo þakklátar að þau skyldu fá að
kynnast þér og allri þinni hlýju
sem og við fengum í uppeldinu
okkar frá þér. Dansinn, sönginn
og er þú spilaðir fyrir þau á píanó-
ið eða tókst fram nikkuna þína.
Faðmlög og blíðuheit er þú
bauðst góða nótt og „guð geymi
þig elsku dúllan mín“ um leið og
þú straukst okkar/þeirra kinn.
Mamma, við elskum þig. Nú ert
þú komin í sumarlandið góða og
munum við allar hittast einn dag-
inn aftur. Við vitum að þú vakir
yfir okkur, eins og þér einni er
lagið. Við viljum segja við þig eins
og þú sagðir alltaf við okkur: Guð
geymi þig elsku mamma, þú ferð
aldrei úr hjörtum okkar.
Ó, móðir kær, ég man þig enn svo vel
mikill var þinn hlýi trúarkraftur.
Þig blessun Guðs í bæninni ég fel
á bak við lífið kem ég til þín aftur.
(Jón Gunnlaugsson)
Þínar dætur,
Viktoría Loftsdóttir,
Sigrún Signý Loftsdóttir,
Guðrún Loftsdóttir.
Þegar komið er að kveðjustund
eftir tæplega 25 ára samfylgd er
mér efst í huga þakklæti fyrir alla
þá ást og umhyggju sem þú sýnd-
ir mér og mínum. Ég á eftir að
sakna þess að fá símhringingu frá
þér þar sem þú varst að spyrja
um fiskiríið hjá Guðbjarti og
heilsufar hjá okkur öllum. Þú
hafðir einlægan áhuga á öllu því
sem við, strákarnir okkar,
tengdabörn og barnabarn voru að
gera og varst svo stolt af okkur
öllum sem og öllu þínu fólki. Það
var mikil tilhlökkun hjá þér fyrir
komu litlu dömunnar okkar sem
er væntanleg í mars. Við munum
segja henni frá langömmu Nínu.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson)
Elsku Nína mín, ég kveð þig
eins og þú kvaddir mig alltaf, með
orðunum Guð geymi þig.
Þín tengdadóttir,
Lára.
Ekki átti ég von á því þennan
morgun að ég myndi þá um kvöld-
ið kveðja hana Nínu, sem hafði í
rúm 20 ár eða frá því ég kom inn í
fjölskylduna sýnt mér endalausa
góðvild og umhyggju sem eins og
ég væri hennar eigin dóttir.
Nína var yndisleg og hlý kona,
hún hafði einstaka nærveru og sá
alltaf það góða í lífinu og ég sagði
stundum mikið væri heimurinn
betri ef fleiri væru eins og hún
Nína.
Ég minnist stundanna þar sem
hún sagði mér sögur frá uppvexti
sínum úr sveitinni sinni sem hún
elskaði, það kom alltaf sérstakt
blik í augun hennar þegar hún
rifjaði upp liðna tíma á æsku-
slóðum.
Hún átti stóran hóp af börnum
og hef ég heyrt margar sögurnar
af því hvað heimili hennar stóð
alltaf opið fyrir alla vinina sem
eftir að þeir urðu fullorðnir héldu
áfram að heimsækja Nínu og Loft
þó að vinirnir væru fluttir að
heiman fyrir löngu.
Þannig var Nína, fólki leið vel í
nærveru hennar og gaf hún af sér
eitthvað sérstakt sem ekki margir
hafa.
Nína hafði mikið gaman af því
að dansa og syngja og hafði gam-
an af því að vera til. Hún spilaði á
harmonikku og píanó – allt eftir
eyranu þar sem ekki gáfust tæki-
færi fyrir hana að fara í tónlistar-
skóla og læra nótur eins hún hefði
viljað.
Hún spilaði síðast með vinkon-
um sínum í Friðarliljunum í nóv-
ember og maður sá á henni
hversu mikið tónlistin gaf henni.
Hún var líka lunkin að spá í
bolla og það voru nú ófáir spá-
dómarnir sem hún las fyrir mann,
með sínu einstaka fasi. Það var oft
ansi gestkvæmt af alls konar fólki
sem vildi láta Nínu líta aðeins í
bolla fyrir sig.
Ég kveð elskulegu tengda-
móður mína með þakklæti fyrir
allar góðu minningarnar sem hún
gaf mér, og fyrir góðan tíma sem
við höfum átt saman í gegnum ár-
in, ég mun sakna hennar mikið.
Ég vona að guð gefi mér að ég
verði jafn góð tengdamamma og
hún var.
Ég kveð hana eins og hún
kvaddi mig alltaf: „Guð geymi þig,
elsku dúllan mín.“
Hafðu þökk fyrir allt og góða
ferð í Sumarlandið, elsku Nína
mín
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Kveðja, þín tengdadóttir,
Þórey Guðný.
Elsku amma Nína. Minning-
arnar um þig eru margar. Þú
varst einstök. Þú spilaðir og
söngst og dansaðir með mann út
um allt. Alltaf elskaði ég að hlusta
á þig spila á harmonikkuna og pí-
anóið, þú lifðir þig svo einstaklega
vel inn í það og spilaðir svo fal-
lega. Þú kenndir mér svo margt
gott og fallegt við lífið.
Við fórum til Tenerife í sólina
saman, það var yndisleg ferð, það
sem stendur mest upp úr er að við
vorum með búðirnar bara þarna
rétt fyrir neðan, þú elskaðir að
fara í búðir að kaupa alls konar
pillerí, í flestum tilfellum að
kaupa bara til að kaupa eins og þú
gerðir best, enda eyddum við
ágætum tíma þar.
Svo varst þú ótrúleg með þenn-
an bolla, hvernig þú spáðir í hann,
það var ekkert hægt að fela fyrir
þér af því þú vissir alltaf allt áður
en ég sagði þér frá því.
Þú varst alltaf svo góð við allt
og alla og því frábær fyrirmynd
fyrir alla í kringum þig.
Þú sýndir endalausa ást og um-
hyggju, elsku amma.
Svo var svo einstakt og yndis-
legt að sjá samband þitt við Aron
Breka, barnabarnabarn þitt.
Hann horfði aðdáunaraugum á
þig og þú á hann til baka frá
fyrsta degi. Við elskum þig að ei-
lífu alltaf. Þú kvaddir mann í
hvert sinn með „guð geymi þig“
og því mun ég aldrei gleyma, og
því kveð ég þig með því sama. Guð
geymi þig, elsku amma mín, þú
munt alltaf eiga stað í hjarta
mínu.
Þín
Guðrún María.
Elsku amma Nína. Það eru
ekki allir svo lánsamir að fá að
alast upp heima hjá ömmu sinni,
en það var ég. Það eru algjör for-
réttindi að hafa fengið að vera
með ömmu svona mikið í barn-
æsku. Amma var svo vön að
hugsa um heimili, fullt hús af
börnum. En svo þegar þau voru
öll orðin fullorðin hef ég grínast
með það að henni hafi greinilega
leiðst heima því alltaf var hún að
leyfa mér að vera í fríi frá leik-
skóla og eyddum við deginum
frekar saman í að spila á spil,
dansa um allt húsið, taka upp á
spólur að syngja og var það að-
aldæmið að spila saman á píanóið
og kenndi hún mér að spila fullt af
lögum. En það sem stóð upp úr
var hversu mikið hún lagði það á
sig að kenna mér að spila Ísland
er land þitt á píanóið og að spila
það með báðum höndum, var
þetta uppáhaldslagið okkar að
spila saman. Amma var alltaf spil-
andi á hljóðfæri og þá harmon-
ikku líka og dansandi. Tónlistin
var henni afar mikilvæg og ekki
vantaði hlátur eða bros á andlitið
hennar. Ég man að eitt skiptið var
ég lasin og var kannski um fimm
ára aldurinn en amma þurfti að
fara út í búð, búðin var beint á
móti og beið ég uppi í rúminu
hennar ömmu haldandi á mynd af
henni á meðan. Amma hefur talað
um þetta atvik síðan og náði að
festa það á filmu og hélt hún mik-
ið upp á þessa mynd. Ég sit hér
alveg tóm að reyna að skrifa,
þrátt fyrir að eiga fullt af æðisleg-
um minningum um elsku ömmu
Nínu. En þó svo ég og allir hinir
séum tóm núna þá eigum við
sennilegast öll sömu minningar
um hana ömmu Nínu. Elsku
amma, þú varst mér sem hálfgerð
mamma líka. Guð geymi þig og
þegar ég segi þessi orð þá hugsa
ég bara hvernig þú laukst öllum
samtölum og kvaddir alltaf með
„Guð geymi þig“ og straukst
vangann.
Þín
Ragna Dögg.
Elsku Nína mín. Við vorum
samferða síðustu 50 árin þín. Þú
mótaðir mig helling enda var ég
heimagangur hjá þér þar sem við
Eddi og Batti höfum brallað ýmis-
legt í gegnum tíðina. Ég á margar
góðar minningar um þig og þína.
Hér koma þrjár: Innsæið eða
sjötta skilningarvitð þitt var mjög
sterkt. Sama var með þýsku
ömmu mína Sophie en það fannst
öllum svo merkilegt að þegar þið
tvær hittust þá skilduð þið hvor
aðra þó að þið kynnuð ekki tungu-
mál hvor annarrar. Það var eins
og þið hefðuð alltaf þekkst og svo
hlóguð þið dátt eins og unglings-
stelpur. Þegar ég var í námi í
Reykjavík og kom örþreyttur til
Keflavíkur og við hjá ykkur í
heimsókn um helgar, þá sagðir þú
oft við mig: „Leggðu þig aðeins,
vinur minn“ og það var eins og við
manninn mælt; ég fékk orku-
blund og vaknaði eftir u.þ.b. 20
mínútur eins og nýhreinsaður
hundur, til í allt. Þegar ég var í til-
hugalífinu varð ég að koma og
sýna þér tilvonandi konuna mína.
Ég var varla kominn inn úr
dyrunum og sestur í sófann fyrr
en ég steinsofna og tilvonandi var
nú ekki glöð með mig en þarna
var Nína að taka mig úr umferð
þannig að hún gæti talað ein við
Önnu Birgittu í ró og næði og lagt
blessun sína yfir hana, sem var
auðsótt. „Ívar, þetta er góð kona
handa þér,“ sagðir þú, elsku Nína.
Það var alltaf svo gott að koma til
ykkar Lofts og ég hef alltaf litið á
þig sem aðra móður mína, kæra
Nína mín. Guð geymi þig.
Kær kveðja,
Ívar Valbergsson.
Guðrún Jónína
Einarsdóttir
Fyrst man ég eft-
ir Ölfu Guðmunds-
dóttur í Keflavík
þegar ég var tólf ára
og var á heimili Guðrúnar Ólafs-
dóttur og Björgvins Þorsteins-
sonar. Það var um miðjan sjötta
áratug tuttugustu aldarinnar,
Alfa vann þá í efnalaug Skafta
Friðfinnssonar. Þar starfaði afi,
nafni minn Ólafur Ormsson. Í
efnalauginni hitti pabbi, Ormur
Ólafsson, verðandi eiginkonu
Ölfu Guðmundsdóttur. Líklega
verið ást við fyrstu sýn og ekki
leið á löngu þar til þau gengu í
hjónaband.
Pabbi og Alfa stofnuðu heimili
í húsi við Þverveg í Skerjafirði
sem var þá, 1955, nánast úthverfi
Reykjavíkur. Faðir minn var
Alfa
Guðmundsdóttir
✝ Alfa Guð-mundsdóttir
fæddist 31. janúar
1933. Hún lést 8.
janúar 2019.
Alfa var jarð-
sungin 31. janúar
2019.
starfsmaður hjá
Flugfélagi Íslands
og stutt að fara yfir
á vinnustaðinn.
Ég kom stundum
í heimsókn til
þeirra. Í minning-
unni er bjart yfir
þeim dögum í
Skerjafirðinum.
Man ég að hafa hitt
þar eitt sinn Sig-
rúnu systur Ölfu og
mann hennar Eggert Ólafsson og
var þá glatt á góðri stundu
Svo liðu árin og ávallt var ljúft
og gott að koma til Ölfu og pabba.
Alfa var listakokkur og hvergi
fékk ég betri mat en hjá Ölfu.
Hún hafði góða nærveru og lagði
gott til mála og var þeim sem til
hennar leituðu sannur vinur. Í
stuttri minningargrein rifja ég
upp það sem mér er efst í huga
við andlát Ölfu Guðmundsdóttur.
Minningin um Ölfu Guð-
mundsdóttur mun lifa með mér
og ylja um ókomin ár. Guð blessi
minningu Ölfu Guðmundsdóttur.
Ólafur Ormsson.
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum
gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum)
Ég fór ekki oft undanfarið að
hitta Gvend vin minn, en það kall-
aði ég hann, en hann kom oftar í
kaffi eða ég skaut honum eitt-
hvað í Reykjavík til og frá þegar
ég gat.
Kynni okkar Gvendar vinar
míns urðu hjá Skinfaxa, tímariti
Ungmannafélags Íslands, ein-
hvern tímann á síðustu öld. Við
vorum bæði ung þá, einhvers
staðar í kringum 20-25 ára ald-
urinn, bæði full af ungmenna-
félagshugsjón; hann var ritstjóri
Skinfaxa, tímarits UMFÍ, en áð-
ur hafði hann verið íþróttakenn-
ari fyrir austan hjá ÚÍ A og hafði
oft samband við Sigurð heitinn
Geirdal, framkvæmdastjóra
UMFÍ, í því sambandi.
Gvendur var hnyttinn, stríð-
inn, jákvæður með eindæmum,
sagði aldrei ljótt um nokkurn
mann það ég heyrði, einnig var
hann skemmtilegur karakter, ró-
legur og þægilegur í umgengni.
Þeir Sigurður heitinn Geirdal og
hann sömdu afmælisbrag um mig
30 ára sem ég á enn og er minn-
ing um góða drengi. Ég vona að
þeir hittist á himnum og bralli
eitthvað saman. Gvendur vinur
hjálpaði mér að mála íbúð í Máva-
hlíð og við spjölluðum um heima
Guðmundur
Gíslason
✝ GuðmundurGíslason fædd-
ist 10. mars 1954.
Hann lést 22. jan-
úar 2019.
Guðmundur var
jarðsunginn 2.
febrúar 2019.
og geima og nutum
skemmtanalífs
Reykjavíkurborgar
óspart á þessum ár-
um í kringum þrí-
tugt.
Á landsmóti
UMFÍ á Húsavík
hélt hann úti út-
varpsstöð og ég var
plötusnúður og
blaðamaður hjá
honum, „Hryssan
mín blá“ var aðallagið á útvarps-
stöðinni.
Ég fluttist síðan út í heim en
hann var áfram á Íslandi hjá
UMFÍ og síðar flutti hann í
Grundarfjörð og eyddi síðustu
æviárum sínum þar.
Hann vann ýmis störf fyrir
golfvöllinn og í saltfiski meðal
annars.
Við héldum sambandi öll þessi
ár og ég heimsótti hann í Grund-
arfjörð ef ég átti leið hjá. Það var
alltaf skemmtilegt að heimsækja
hann og hnyttnin, stríðnin og
uppátækjasemin lifðu með
Gvendi fram í andlátið í janúar
síðastliðnum. Hann barðist
hetjubaráttu við krabbamein og
við vinir hans sögðum að hann
hefði níu líf því hann hafði drepið
m.a. eitt ef ekki tvö krabbamein
áður en þetta sem hann fékk
núna lagði góðan vin að velli. Ég
þakka samfylgdina, elsku Gvend-
ur, það var heiður að þekkja þig,
þú varst góður og tryggur vinur.
Minningin lifir.
Ég veit að Guð verður þér góð-
ur og þú ert hvíldinni feginn eftir
dugmikla baráttu, megi englarnir
fylgja þér hvar sem þú ert. Ég
sendi Siggu systur Gvendar og
fjölskyldu hugheilar samúðar-
kveðjur að hafa misst ljúfan
dreng.
Knús,
Lilja Sigríður
Steingrímsdóttir (Lisst).
Þótt líkami minn
hrörni,
hann veslist upp
og á honum slokkni.
Þá lifir sál mín,
hún þakkar og fagnar,
fær frelsi, fagra hvíld.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Við félagarnir í Kiwanis-
klúbbnum Eldey, Kópavogi,
söknum góðs vinar. Magnús S.
Magnússon var góður félagi og
vinur. Hann var alltaf boðinn og
búinn að vinna einhver verk fyr-
Magnús Svavar
Magnússon
✝ Magnús SvavarMagnússon
fæddist 6. janúar
1954. Hann lést 2.
janúar 2019.
Útför Magnúsar
var gerð 11. janúar
2019.
ir klúbbinn. Það var
alveg sama hversu
mikið gekk á alltaf
var Magnús róleg-
ur. Hann róaði
menn niður bara
með því að vera
viðstaddur. Hann
barðist lengi við ill-
vígan sjúkdóm, en
varð að lokum að
játa sig sigraðan.
Það voru forréttindi
að fá að kynnast Magnúsi. Hann
var það sem kallað var í gamla
daga „drengur góður“. Við fé-
lagarnir minnumst Magnúsar
með virðingu og söknuði og
þökkum fyrir að hafa fengið að
kynnast honum. Við vottum
Hafdísi og börnunum innilega
samúð.
Páll Svavarsson, forseti
Kiwanisklúbbsins Eldeyjar.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi lið-
ur, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu
ekki lengri en 3.000 slög. Ekki
er unnt að senda lengri grein.
Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum.
Minningargreinar