Morgunblaðið - 05.02.2019, Page 27

Morgunblaðið - 05.02.2019, Page 27
„Ég vann frá 13-14 ára aldri í alls kyns þjónustustörfum, mest í Hag- kaupum, ýmist sem kerrutæknir, pokadýr eða á ávaxtatorgi.“ Með- fram námi og í maí-september 1993 starfaði Jónsi hjá hagdeild Spari- sjóðs Reykjavíkur og nágrennis en hefur unnið hjá KPMG síðan í októ- ber 1993. Hann hefur því unnið þar í rúm 25 ár og gegnt ýmsum trúnaðarstöðum, var stjórnar- formaður 2006-2012 og hefur verið framkvæmdastjóri síðan þá. „KPMG er mjög tengt fjölskyld- unni en pabbi og tveir aðrir stofn- uðu félagið ásamt mökum 1975. Við höfum öll systkinin unnið þar, mág- ur og nú tvö barnabarnanna auk Höllu Maríu systur minnar sem vinnur þar nú og er löggiltur endur- skoðandi eins og ég. Pabbi er sem sagt endurskoðandi og hæstaréttar- lögmaður, eldri tvær systur mínar eru lögmenn og við tvö yngri systk- inin endurskoðendur.“ Áhugamál Jónsa eru íþróttir al- mennt. „Ég er alæta á þær og var til dæmis í Gettu betur-liði VÍ, aðal- lega fyrir það eitt að vita nánast allt um íþróttir, en við töpuðum naum- lega í undanúrslitum 1989. Helstu íþróttirnar eru fótbolti, golf og handbolti en stjúpsonur minn er orðinn margfaldur meistari með ÍBV og spilar nú með uppeldisfélagi okkar beggja Val. Til fróðleiks má nefna að ég stofnaði í félagi við tvo aðra hinn merka félagsskap Lista- mannafélagið Friðrik 1. desember 1993 sem varð því nýlega 25 ára. Önnur áhugamál eru matur, ferða- lög og almennt að njóta þess að vera til og hafa gaman af lífinu – mér finnst of margir uppteknir af hinu gagnstæða nú til dags.“ Fjölskylda Eiginkona Jónsa er Erla Guðrún Emilsdóttir, f. 6.2. 1970, myndlistar- maður og fyrrverandi hárgreiðslu- kona. Foreldrar Erlu eru hjónin Emil Sigurðsson, f. 3.12. 1927, bif- vélavirki, og Elín Teitsdóttir, f. 30.12. 1932. „Þau eru frá Vest- mannaeyjum þar sem Erla er fædd. Þau fluttu burt eftir gosið en húsið þeirra, Miðey við Heimagötu 33, fór undir hraun.“ Fyrri eiginkona Jónsa er Jónína Þórunn Jónsdóttir, f. 2.1. 1970, flugfreyja. Dóttir Jónsa og Jónínu er Hildur Lára, f. 2.5. 1997, nemi við Háskól- ann í Reykjavík í rekstrarverk- fræði. Hún varð dúx frá Mennta- skólanum við Sund 2017. Dóttir Jónsa og Erlu er Tinna Rakel, f. 3.12. 2004, nemi í Salaskóla í Kópa- vogi. Stjúpsonur Jónsa og sonur Erlu er Agnar Smári, f. 11.10. 1993, handknattleiksmaður og nemi við Tækniskóla Íslands í grafískri miðl- un. Systkini Jónsa eru Hanna Lára, f. 22.7. 1962, hæstaréttarlögmaður og eigandi Themis lögmannsstofu, bús. í Hafnarfirði; Anna Dóra, f. 6.5. 1966, héraðsdómslögmaður og starfsmaður yfirskattanefndar, bús. í Reykjavík; og Halla María, f. 28.11. 1971, endurskoðandi hjá KPMG og fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í handbolta, bús. í Kópavogi. Foreldrar Jónsa eru hjónin Helgi Vilhelm Jónsson, f. 30.5. 1936, hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi, og Ingibjörg Jó- hannsdóttir, f. 23.12. 1940, dans- kennari. Þau áttu 60 ára brúðkaups- afmæli 1. nóvember síðastliðinn. Jón Sigurður Helgason Helgi Jónsson kaupfélagsstjóri á Stokkseyri Guðrún Torfadóttir húsfreyja á Stokkseyri Jón Sigurður Helgason stórkaupmaður í Rvík Helgi V. Jónsson hdl. og löggiltur endurskoðandi Hanna Alvilda Ingileif Helgason húsfreyja í Rvík Konstantin Vilhelm Erikson pípulagningameistari í Rvík Hallgríma Gísladóttir húsfreyja í Rvík Hermann Ragnar Stefánsson danskennari og stofnandi Danskennarasambands Íslands ásamt móður Jóns Henný Hermannsdóttir fegurðardrottning Torfi Jónsson myndlistarmaður og kennari Hallgrímur G. Jónsson fv. sparisjóðsstjóri Stefán Jóhannsson áðgjafi í Rvíkr Lára Stefáns- dóttir skólastjóri Menntaskólans á Tröllaskaga Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi Akureyrar- bæjar Sigurveig Jónsdóttir v. sjónvarpskona og blaðamaður fBjörn Víglundsson formaður Golfklúbbs Reykjavíkur Þorsteinn Víglundsson alþingismaður Stefán Sveinsson kennari og síðar verkstjóri í Rvík Rannveig Ólafsdóttir húsfreyja í Rvík Jóhann Gunnar Stefánsson framkvæmdastjóri Olíufélagsins hf. í Rvík Lára Jóhannsdóttir húsfreyja í Rvík Jóhann Eyjólfsson alþingismaður og bóndi í Sveinatungu Ingibjörg Sigurðardóttir húsfreyja í Sveinatungu í Norðurárdal Úr frændgarði Jóns Sigurðar Helgasonar Ingibjörg Jóhannsdóttir danskennari í Rvík Barnabarnið Monsi og Jónsi. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2019 Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 hafðu það notalegt vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar Gísli Magnússon fæddist áEskifirði 5. febrúar 1929.Foreldrar hans voru hjónin Magnús Gíslason, sýslumaður þar og síðar skrifstofustjóri í fjármála- ráðuneytinu, f. 1884, d. 1970, og Sig- ríður Jónsdóttir húsmóðir, f. 1897, d. 1965. Gísli lauk burtfararprófi frá Tón- listarskólanum í Reykjavík 1949 og einleikaraprófi frá Tónlistarháskól- anum í Zürich í Sviss 1953. Hann stundaði framhaldsnám í Róm veturinn 1954-1955. Gísli starfaði sem píanókennari í Reykjavík 1956-1972 og við Tónlist- arskóla Garðabæjar frá 1969 til árs- loka 1999 og var skólastjóri síðustu 15 árin. Hann var um árabil einn mikil- virkasti píanóleikari þjóðarinnar og hélt einleikstónleika víða innan lands og utan; var einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og tók þátt í kammertónlist af ýmsu tagi. Gísli lék einleik í frumflutningi nokkurra íslenskra píanókonserta og frumflutti mörg verk samin fyrir hann. Gísli var gestur á Listahátíð- inni í Björgvin í Noregi 1977 og lék þar einleik í Píanókonsert Jóns Nor- dals. Samstarf hans við Gunnar Kvaran sellóleikara var giftudrjúgt og fóru þeir tvívegis í tónleikaferðir; til Norðurlandanna árið 1974 og til Bandaríkjanna 1979. Gísli hélt einn- ig fjölda tónleika með Halldóri Har- aldssyni píanóleikara. Gísli var í stjórn Félags íslenskra tónlistarmanna 1965-1968, Félags tónlistarkennara 1978-1981 og Ís- landsdeildar Evrópusambands pí- anókennara, EPTA, 1979-1995. Árið 1955 kvæntist Gísli Þorgerði Þorgeirsdóttur húsmæðrakennara, f. 19.1. 1926, d. 27.11. 2015. For- eldrar hennar voru hjónin Þorgeir Þorsteinsson, bóndi á Hlemmiskeiði á Skeiðum, f. 1885, d. 1943 og Vil- borg Jónsdóttir, kennari og hús- freyja, f. 1887, d. 1970. Börn þeirra eru Magnús stærðfræðingur, f. 1956, og Rósa myndlistarmaður, f. 1957. Gísli lést 28. maí 2001. Merkir Íslendingar Gísli Magnússon 104 ára Lárus Sigfússon 90 ára Svava Gunnarsdóttir 85 ára Garðar Hólm Gunnarsson Guðrún Björgvinsdóttir Helgi H. Sigurðsson Hjördís Björnsdóttir Sigríður Grímsdóttir Sigurlaug Gunnlaugsdóttir Valur S. Thoroddsen 80 ára Ragnheiður Erlendsdóttir 75 ára Bernt H. Sigurðsson Birgir Þórbjörnsson Hermann Isebarn Ísólfur Sigurðsson Jón Helgi Jóhannsson Sigurður Jens Jakobsson 70 ára Bryndís Ragnarsdóttir Emma Nueva Surban Ingimar Grétar Ísleifsson Jón Ragnar Jónsson Júlía Þórsdóttir Lilja Kristensen Magnús Jónatansson Nils Jens Axelsson Oddný Eiríksdóttir 60 ára Bjargey Ingólfsdóttir Erla Dís Axelsdóttir Friðrik Rafnsson Guðríður Hjaltadóttir Gunnar Kristjánsson Halldór Berg Jónsson Hjörtur Sveinsson Jóhann F. Valdimarsson Kristinn G. Vilmundarson Marta Grettisdóttir Ómar Örn Ragnarsson Sigríður G. Valdimarsdóttir Valfríður Möller Þorbjörg Auður Sigþórsd. 50 ára Elín Gísladóttir Guðrún Soffía Gísladóttir Helga Valdís Guðjónsdóttir Jón Brynjar Kristjánsson Jón Sigurður Helgason Júlía Margrét Jónsdóttir Kristín Snjólaug Einarsd. Linda Sveinbjörnsdóttir Marius Jurksas Mimoza Prifti Ólafur Rúnar Ólafsson Ragnheiður H. Ragnarsd. Stefán Ingi Guðmundsson Sveinn Ragnarsson Valda Brokane Valdís Vilhjálmsdóttir 40 ára Aðalheiður Lilja Hlynsdóttir Anna Halldórsdóttir Aurimas Krisciunas Florin-Daniel Rinciog Hildur Ýr Ísberg Ingunn Bjarnadóttir Jóhannes Andri Kjartanss. Kári Sverrisson Mariusz Szumada Ólöf Rut Jónsdóttir Ragna Ragnarsdóttir Róbert Örn Jónsson Zsolt Kolcsar 30 ára Aldís Rut Gísladóttir Erla Sif Markúsdóttir Eyrún Halla Jónsdóttir Marta Volina Panida Srama Sveinn Andri B. Þórðarson Til hamingju með daginn 40 ára Anna er Hafnfirð- ingur, viðskiptafræðingur og með MPM-gráðu í verkefnastjórnun. Hún er verkefnastjóri hjá VÍS. Börn: Aníta Rós, f. 2000, og Ragnar Halldór, f. 2008. Foreldrar: Halldór Björnsson, f. 1949, vann í álverinu í Straumsvík, og Sigurjóna Scheving, f. 1951, fv. leiðsögumaður. Þau eru bús. í Hafnarfirði en eru að flytja á Selfoss. Anna Halldórsdóttir 40 ára Ragna er Vest- manneyingur, fædd þar og uppalin. Hún vinnur á bókasafninu í Eyjum. Maki: Smári Björn Þor- valdsson, f. 1979, smiður hjá Steina og Olla. Sonur: Þorvaldur Freyr, f. 2011. Foreldrar: Ragnar Þór Baldvinsson, f. 1945, fv. slökkviliðsstjóri, og Anna Jóhannsdóttir, f. 1946, heimavinnandi. Þau eru bús. í Vestmannaeyjum. Ragna Ragnarsdóttir 30 ára Erla Sif býr í Þor- lákshöfn, er fædd þar og uppalin. Hún er grunn- skólakennari þar. Maki: Jón Reynir Sveins- son, f. 1986, smiður hjá Trésmiðju Heimis. Sonur: Markús Alex, f. 2013. Foreldrar: Markús Har- aldsson, f. 1966, járn- smiður hjá Ramma, og Guðbjörg Kjartansdóttir, f. 1968, skrifstofumaður hjá Skinney-Þinganesi. Erla Sif Markúsdótir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.