Morgunblaðið - 08.02.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.02.2019, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 8. F E B R Ú A R 2 0 1 9 Stofnað 1913  33. tölublað  107. árgangur  ÍSLAND Í SAMKEPPNI VIÐ KÍSILDAL LOF MÉR AÐ FALLA MEÐ 12 TILNEFNINGAR LÖGÐU TIL SJÚKRARÚM AF BESTU GERÐ EDDAN 41 SELTJÖRN 6200 MÍLUR 32 SÍÐUR Vetrarhátíð var sett í gærkvöld í átjánda sinn. Hátíðin fer fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins í dag og á morgun. Opnunaratriði hátíðarinnar í gær var ljósainnsetningin Passage eftir listamannahópinn Nocturnal frá Nýja-Sjálandi en verkinu var varpað á Hallgrímskirkjuturn. Að því loknu gekk þessi vígalegi hópur víkinga fylktu liði að Listasafni Reykjavíkur þar sem sýning er um arfleifð víkinga. Víkingar á setningu Vetrarhátíðar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon  Ed Miliband, fyrrverandi leið- togi breska Verkamanna- flokksins, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að það sé brýnt að finna lausn á Brexit- málinu sem virði skoðanir beggja fylkinga. Þá verði vonandi hægt að taka á öðrum brýnum málum en Brexit- málið yfirgnæfi nú alla aðra póli- tíska umræðu í Bretlandi. Mili- band verður hér á landi um helgina, en hann mun flytja er- indi á sérstöku málþingi VG á morgun. » 15 Brexit yfirgnæfir öll önnur málefni Ed Miliband  Þorsteinn Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Meet in Reykja- vík, segir dæmi um allt að 45% vöxt í ráðstefnugeiranum í borginni milli ára 2017 og 2018. Áætlað sé að 130-140 þús. ráðstefnugestir hafi komið til landsins í fyrra. Miðað við sama vöxt verða þeir 150 þús. í ár. Pétur Þ. Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Íslandsstofu, segir að þrátt fyrir fækkun ferðamanna í ár kunni tekjur ferðaþjónustunnar að aukast milli ára með breyttri sam- setningu ferðamanna. »10 Útlit fyrir 150.000 ráðstefnugesti í ár Skúli Halldórsson sh@mbl.is „Í þessu felst klár gæðastimpill fyrir okkur,“ segir Eiríkur S. Jó- hannsson, framkvæmdastjóri Slippsins Akureyri, sem gengið hefur frá samningi við norsku skipasmíðastöðina Vard um smíði á millidekki fyrir nýjan togara út- gerðarinnar Nergård Havfiske. Samningurinn er virði tæplega 700 milljóna króna og er verkefnið það stærsta einstaka sem norð- lenska fyrirtækið hefur tekið að sér, en á undanförnum fimm árum hefur Slippurinn afhent sex milli- dekk í frystitogara. „Það er afar ánægjulegt að hafa lokið þessu samningaferli og nú getum við hafist handa,“ segir Ei- ríkur í samtali við 200 mílur, 32 síðna sérblað sem fylgir Morgun- blaðinu í dag. Verkefnið fyrir Vard og Ner- gård Havfiske felur þá nýjung í sér að í fyrsta sinn sér Slippurinn alfarið um hönnun og uppsetningu millidekks. Hönnun þess er nú lokið og fyrir norðan er starfsfólk Slippsins byrjað að panta íhluti héðan og þaðan til að geta hafið smíðina. „Við stefnum að því að setja búnaðinn um borð í skipið úti í Noregi í september,“ segir Eirík- ur. „Þetta er norskt fyrirtæki og það fylgir því hagræðing að klára uppsetningu millidekksins í þeirra heimagarði.“ Fjölmargir aðilar koma að verk- inu að sögn Eiríks. Fyrirtækin Marel, Stranda, Baader, Intech og Holmek, svo dæmi séu tekin. Ákvörðun Nergård Havfiske um að leita til Slippsins hefur þegar vakið athygli, jafnt hér innanlands sem á erlendri grund. »200 mílur Náðu samningi fyrir 700 milljónir  Slippurinn Akureyri hannar og setur upp nýtt millidekk á norskum togara Guðni Einarsson gudni@mbl.is Vinnsla Reykjavíkurborgar og rann- sakenda við Háskóla Íslands á per- sónuupplýsingum frá Þjóðskrá Ís- lands vegna sendingar mismunandi skilaboða til ungra kjósenda fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí 2018 samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónu- upplýsinga. Þetta kemur fram í ákvörðun Persónuverndar sem birt var í gær. Í ákvörðunarorðum Persónu- verndar kemur einnig fram að vinnsla borgarinnar á persónuupp- lýsingum frá Þjóðskrá vegna skila- boða til kvenna 80 ára og eldri og er- lendra ríkisborgara fyrir sömu kosningar samrýmdist ekki heldur fyrrgreindum lögum. Auk þess sam- rýmdist vinnsla Þjóðskrár Íslands á persónuupplýsingum, þegar hún af- henti Reykjavíkurborg upplýsingar um kyn og ríkisfang erlendra ríkis- borgara, ekki lögunum. Persónuvernd segir það ámælis- vert að Reykjavíkurborg hafi ekki veitt stofnuninni upplýsingar um alla þætti málsins eftir að hún óskaði sér- staklega eftir því með bréfi, dagsettu 14. maí 2018. Persónuvernd segir m.a. að mis- munandi hvatningarskilaboð sem Reykjavíkurborg sendi ungum kjós- endum hafi verið gildishlaðin og í einu tilviki röng. Þau hafi verið til þess fallin að hafa áhrif á hegðun þeirra í kosningunum. »2, 18 Braut lög um persónuvernd  Reykjavíkurborg veitti Persónuvernd ekki allar umbeðnar upplýsingar í málinu Fordómar hjá heilbrigðisstarfs- fólki gera það að verkum að iðk- endur í hnefaleikum hér á landi leita síður til læknis vegna meiðsla. Þetta er ein tilgáta sem sett er fram í nýrri meistararann- sókn við heilbrigðisvísindasvið Há- skóla Íslands um meiðsli í hnefa- leikum á Íslandi. „Ef leitað er til læknis hafa svörin verið á þá leið að viðkom- andi sé heimskur að vera að stunda þessa íþrótt,“ segir Harpa Söring Ragnarsdóttir m.a. í sam- tali við Morgunblaðið en hún gerði rannsókn á hnefaleikafólki á Ís- landi. »6 Morgunblaðið/Eva Björk Hnefaleikar Fordómar ríkja. Leita síður til læknis  Fordómar í garð hnefaleika á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.