Morgunblaðið - 08.02.2019, Blaðsíða 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019
Safnanótt á Vetrarhátíð er í kvöld,
en þá verða 53 söfn á höfuðborgar-
svæðinu opin fyrir gesti og gang-
andi frá kl. 18-23. Boðið verður upp
á fjölbreytta dagskrá með áherslu á
óhefðbundna viðburði og að veita
gestum nýja sýn á söfnin.
Á vefsíðu Vetrarhátíðar eru 120
viðburðum gerð skil og eru þeir af
ýmsum toga; listsýningar, sögusýn-
ingar, ratleikir, föndur, listamanna-
spjall og leiðsagnir, t.d. í Listasafni
Íslands, Listasafni Reykjavíkur,
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar,
Nýlistasafninu og Gallerí Fold. Þá
verða danskennsla, forritunar-
kennsla og ljósasýningar. Ein slík
verður til dæmis í Kópavogskirkju
þegar Hrund Atladóttir myndlist-
arkona varpar myndbandsverki á
framhlið kirkjunnar og holtið sunn-
an hennar.
Borgarsögusafn býður upp á dag-
skrá á Landnámssýningunni, Ljós-
myndasafninu og Sjóminjasafninu
þar sem Jóhann Sigurðarson, leik-
ari og söngvari, syngur ný sjó-
mannalög og Einar Kárason les úr
Stormfuglum. Í Árbæjarsafni verð-
ur farið með bábiljur og bögur, spá-
konur spá í spilin og börnum boðið í
draugagöngu.
Bókasöfn sveitarfélagannna láta
sitt ekki eftir liggja og bjóða upp á
alls konar skemmtilegheit. Allir
kjarkmiklir krakkar geta tekið þátt
í Háskaleiknum í Borgarbókasafn-
inu í Grófinni, Visinda-Villi gerir til-
raunir úr bókum sínum í Bókasafni
Seltjarnarness, bókmenntafræðing-
urinn og bóndinn Harpa Rún Krist-
jánsdóttir fjallar
um sturlun
kvenna og sveita-
samfélagið í
Dalalífi, Svavar
Knútur kemur
með gítar og
ukulele í Bóka-
safn Mosfells-
bæjar og í Bóka-
safni
Hafnarfjarðar getur fólk lært For-
tnite-dansspor eins og í semnefnd-
um tölvuleik.
Leikminjasafn Íslands verður
með dagskrá í Iðnó um sönglög í ís-
lenskum leikritum. Í Safnahúsinu
við Hverfisgötu verður hægt að láta
marbendilinn leiða sig inn í veröld
kynjaskepna í íslenskum þjóðsögum
og í gamla lestrarsalnum að prenta
sitt eigið bókverk. Undur íslenskrar
náttúru gefur að líta í Perlunni og
Listasafn Reykjavíkur býður upp á
leiðsagnir og ýmsa viðburði á Kjar-
valsstöðum, en þar leikur t.d. svart-
málmshljómsveitin NYIÞ fyrir
gesti, í Hafnarhúsi er boðið upp á
heimsókn í listaverkageymslur
safnsins og í Ásmundarsafni verður
opnaður fyrsti hluti sýningarað-
arinnar Innrás. Í Listasafni Íslands
fremur mynd- og tónlistarmaðurinn
Mazen Karbaj frá Líbanon tromp-
etgjörning, en hann á verk á sýn-
ingunni Beirút, Beyrut, Beyrouth,
Beyrout, sem opnuð verður í kvöld.
Framangreint er aðeins brot af dag-
skrá Safnanætur.
Nánari upplýsingar: vetrar-
hatid.is/dagskrá.
120 viðburðir í 53
söfnum á Safnanótt
Vísinda-Villi
Arctic
Bandarísk-íslensk kvik-
mynd með Mads Mikk-
elsen og Maríu Thelmu
Smáradóttur í aðal-
hlutverkum. Sjá dóm hér
til hliðar.
The Lego Movie 2
Framhald hinnar vinsælu
Legó-myndar. Fimm ár
eru liðin frá því Hemmi
bjargaði heimaborg sinni
frá gereyðingu með vin-
um sínum og nú tekst hann á við
nýja áskorun því bestu vinkonu
hans, Lísu, hefur verið rænt af
geimverum. Leikstjóri er Mike
Mitchell.
Metacritic: 64/100
Cold Pursuit
Liam Neeson leikur
snjóruðningsmann í
smábæ í Klettafjöllum
sem leitar hefnda fyrir
morð á syni sínum og
ræðst gegn eiturlyfja-
kóngi og gengi hans.
Leikstjóri er Hans Pet-
ter Moland.
Metacritic: 66/100
Þýskar og franskar
Nú standa yfir tvær
kvikmyndahátíðir, annars vegar
Þýskir kvikmyndadagar í Bíó
Paradís og Frönsk kvikmyndahá-
tíð í Háskólabíói. Dagská hátíð-
anna má finna á bioparadis.is og
smarabio.is.
Bíófrumsýningar
Kuldi, kubbar og hátíðir
Íslenska óperan mun frumsýna
gamanóperuna Brúðkaup Fígarós
eftir Mozart á stóra sviði Þjóðleik-
hússins 7. september næstkomandi
og ríkir mikil eftirvænting í her-
búðum Íslensku óperunnar og Þjóð-
leikhússins, að því er fram kemur í
tilkynningu. Fyrsta óperuupp-
færslan sem sett var á svið í Þjóð-
leikhúsinu var einmitt gestasýning
frá Stokkhólmsóperunni á Brúð-
kaupi Fígarós og var hún frumsýnd í
júní árið 1950.
Óperuleikstjórinn John Ramster
mun leikstýra uppfærslunni og leik-
mynd og búninga hannar Bridget
Kimak. Hljómsveitarstjórn verður í
höndum Bjarna Frímanns Bjarna-
sonar og hlutverkaskipan verður
kynnt mjög fljótlega eða þegar
miðasala hefst.
„Ég fagna innilega samstarfinu
við Íslensku óperuna og það er veru-
lega ánægjulegt að fá óperusýningu
aftur inn í Þjóðleikhúsið og heyra
aftur óperusöng í húsinu,“ er haft
eftir Ara Matthíassyni þjóðleikhúss-
stjóra í fréttatilkynningu og Stein-
unn Birna Ragnarsdóttir óp-
erustjóri segist halda að mörgum
verði það fagnaðarefni að sjá þessa
uppfærslu í Þjóðleikhúsinu og mik-
ilvægt skref fyrir Íslensku óperuna
að eiga þess kost að setja upp ólík
verk þar sem þau njóti sín best.
Samstarf Ari og Steinunn.
Brúðkaup Fígarós sýnt
í Þjóðleikhúsinu í haust
Hagazussa -
A Heathen’s Curse
IMDb 6,0/10
Bíó Paradís 20.00
Damsel
Metacritic 63/100
IMDb 5,6/10
Bíó Paradís 22.00
Thelma & Louise
Bíó Paradís 20.00
In My Room
Metacritic 60/100
IMDb 6,2/10
Bíó Paradís 17.40
Transit
Metacritic 77/100
IMDb 7,0/10
Bíó Paradís 22.00
Shoplifters
Morgunblaðið bbbbb
Metacritic 93/100
IMDb 8,1/10
Bíó Paradís 17.40
Nár í nærmynd
IMDb 8,0/10
Bíó Paradís 22.40
Heavy Trip
Metacritic 72/100
IMDb 7,2/10
Bíó Paradís 20.00
Tryggð Morgunblaðið bbbbn
Smárabíó 12.00
Háskólabíó 18.10, 21.00
Bíó Paradís 18.00
Alita: Battle Angel
Smárabíó 19.10, 19.40
Arctic 12
Metacritic 71/100
IMDb 7,3/10
Sambíóin Egilshöll 17.40,
20.00, 22.20
Sambíóin Kringlunni 1Flass
9.30, 21.40
Sambíóin Akureyri 22.00
Cold Pursuit 16
Metacritic 66/100
IMDb 6,9/10
Laugarásbíó 21.10
Sambíóin Keflavík 22.30
Smárabíó 19.30, 22.30
Með forsjá fer... Metacritic 83/100
IMDb 7,6/10
Háskólabíó 20.40
Að synda eða
sökkva IMDb 7,2/10
Háskólabíó 17.50
Barbara Háskólabíó 18.00
Lýðurinn og
kóngurinn hans Háskólabíó 20.50
The Favourite 12
Ath. Íslenskur texti.
Morgunblaðið bbbbb
Metacritic 90/100
IMDb 7,9/10
Háskólabíó 18.00, 20.30
Vice Laugarásbíó 18.30, 21.00
Smárabíó 20.00, 22.00
(LÚX), 22.10
Mary Queen of
Scots 16
Metacritic 60/100
IMDb 6,5/10
Smárabíó 17.10
Skýrsla 64 16
Smárabíó 19.50, 22.50
Borgarbíó Akureyri 17.00,
21.30
Green Book 12
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 70/100
IMDb 8,3/10
Sambíóin Egilshöll 17.20
Sambíóin Kringlunni 19.00
The Upside Metacritic 45/100
IMDb 5,5/10
Laugarásbíó 18.25
Smárabíó 12.00
Escape Room 16
Metacritic 50/100
IMDb 6,4/10
Smárabíó 22.30
Aquaman 12
Metacritic 53/100
IMDb 7,9/10
Sambíóin Álfabakka 20.40
Bohemian
Rhapsody 12
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 49/100
IMDb 8,4/10
Laugarásbíó 21.00
Smárabíó 16.00 (LÚX)
A Star Is Born 12
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 88/100
IMDb 8,3/10
Sambíóin Kringlunni 19.00
The Lego Movie 2
Metacritic 64/100
IMDb 7,4/10
Laugarásbíó 16.00, 18.00
Sambíóin Álfabakka 15.10,
15.20, 17.00, 17.30, 17.40,
19.20, 20.00, 22.20
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00
Sambíóin Kringlunni 16.20,
17.10
Sambíóin Akureyri 17.20,
19.40
Sambíóin Keflavík 17.40,
20.00, 22.20
Spider-Man: Into the
Spider-Verse Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 87/100
IMDb 8,8/10
Laugarásbíó 16.00
Smárabíó 15.30, 17.20
Mary Poppins
Returns 12
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 66/100
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 17.50
Ótrúleg saga um
risastóra peru IMDb 6,2/10
Laugarásbíó 16.00
Smárabíó 15.20, 17.30
Nonni norðursins 2 Smárabíó 15.10
Ralf rústar
internetinu Metacritic 71/100
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 15.20,
17.20
Sambíóin Akureyri 17.10
Sambíóin Keflavík 17.30
Kevin Crumb, David Dunn, og Elijah Prince,
öðru nafni hr. Glass, eru allir staddir saman á
geðspítala, og eru þar í sérstöku prógrammi
fyrir fólk sem heldur að það sé ofurhetjur.
Metacritic 41/100
IMDb 7,9/10
Sambíóin Álfabakka 19.30, 22.20
Sambíóin Egilshöll 22.20
Sambíóin Kringlunni 21.45
Glass 16
Instant Family
Par hefur í nógu að snúast
þegar þau ættleiða þrjú börn.
Bönnuð börnum yngri en 9
ára.
Metacritic 57/100
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 19.50,
22.20
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Akureyri 19.20
Sambíóin Keflavík 20.00
The Mule 12
90 ára plöntusérfræðingur og fyrrverandi hermaður er
gripinn við að smygla kókaíni fyrir mexíkóskan eiturlyfja-
hring.
Metacritic 58/100
IMDb 7,2/10
Sambíóin Álfabakka 19.50,
21.40 (VIP), 22.20
Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 16.40,
21.45
Sambíóin Akureyri 22.00
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna