Morgunblaðið - 08.02.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.02.2019, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019 ✝ Ásta fæddist áBreiðabóli á Svalbarðsströnd 3. nóvember 1925. Hún lést á heimili sínu í Lögmanns- hlíð á Akureyri 29. janúar 2019. Foreldrar henn- ar voru Sigmar Bergvin Benedikts- son, íshússtjóri á Svalbarðsströnd, f. 25.11. 1903, d. 3.3. 2001, og Ingibjörg Ágústsdóttir hús- freyja, f. 16.1. 1903, d. 10.1. 1991. Bræður Ástu eru Jóhannes Pétur, verslunarmaður, f. 9.9. 1929, d. 18.12. 2008, giftur Jó- hönnu Þorsteinsdóttur, f. 25.3.1930, d. 21.11. 2000, og Sig- urður Ingi Bergvin, verslunar- maður, f. 17.7. 1934, giftur Lilju Þorsteinsdóttur, f. 28.9. 1937. Ásta giftist 27.6. 1951 Bjarna Sveinssyni, framkvæmdastjóra og múrarameistara, f. 27.6. 1929, d. 7.4. 2012. Foreldrar hans voru Sveinn Bjarnason framfærslufulltrúi, f. 18.5. 1885, d. 15.6. 1960, og Björg Jóhanna Vigfúsdóttir kjólameistari, f. 16.2. 1897, d. 19.5. 1972. Börn Ástu og Bjarna eru: 1) Sveinn, f. 25.8. 1949, kvæntur þeim árum og veitti dýralækni aðstoð við akstur um umdæmið. Starfaði við búðina í Vagla- skógi á sumrum og síðar við verslunarstörf í bókabúðinni Eddu á Akureyri. En lengst af starfaði hún við verslun þeirra hjóna eða um tveggja áratuga skeið, Leðurvörur hf. sem stofnuð var 1960 á Akureyri. Enn fremur ráku þau hjón þrjár verslanir í Reykjavík með Sólveigu systur Bjarna. Sam- hliða verslunarrekstri stóðu þau Bjarni að innflutningi á ýmsum vörum og ráku heild- verslun. Eftir að versl- unarrekstri lauk og Bjarni sneri sér aftur að sinni iðn- grein, múrverkinu, hóf Ásta störf við sölu vefnaðarvöru í Skemmunni, Pálínu og Vogue á Akureyri. Ásta tók virkan þátt í starfi stúkunnar Gimli yfir hálfrar aldar skeið, hluti af alþjóðlegri frímúrarareglu karla og kvenna jafnframt því að sinna ýmsum líknar- og mannúðar- málum. Síðustu árin naut Ásta umönnunar starfsfólks á hjúkr- unarheimilinu í Lögmannshlíð. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 8. febr- úar 2019, klukkan 13.30. Öldu Benedikts- dóttur og eiga þau þrjú börn og sjö barnabörn. Fyrir átti Sveinn dóttur sem á tvö börn. 2) Ingibjörg (Stúlla), f. 11.12. 1950, d. 4.11. 2018, gift Gísla Freysteins- syni, þau slitu sam- vistir og eiga þrjá syni og fimm barnabörn. Síðan átti Stúlla dóttur með Jóhanni Eiríkssyni. 3) Björg, f. 10.11. 1952, í sambúð með Sigurði Jóhannssyni sem nú er látinn og á með honum tvö börn og fjögur barnabörn. 4) Sigmar Bergvin, f. 25.5. 1954, kvæntur Þóru Berg Jónsdóttur og eiga þau fimm börn og níu barnabörn. 5) Alma Sveinbjörg, f. 29.9. 1957, gift Antonio Perrone og eiga þau tvö börn og tvö barnabörn. 6) Bjarni, f. 29.8. 1964, kvæntur Margréti Páls- dóttur og eiga þau tvö börn. Fyrir átti Margrét son. Ásta ólst upp í Keflavík og á Svalbarðseyri og gekk þar í skóla. Sótti framhaldsnám við Héraðsskólann á Laugum í Reykjadal. Hún varð snemma athafnakona, tók ung bílpróf og eignaðist bifreið sem var fátítt á Kyrrlátan þriðjudagsmorgun í lok janúar þegar ofan drífur snjó á snjó, kveður ástkær móðir okk- ar, tengdamóðir, amma og langamma, jarðlífið í sælli ró og heldur ótrauð för sinni áfram. Stuttu áður en hún varð rúmföst hafði hún tekið utan um mig og þakkað innilega fyrir allt saman; fann lokadægrið nálgast. Sterkt einkenni í fari mömmu var opinn hugur, alltaf tilbúin að kanna nýjar lendur og kynna okk- ur ný sjónarhorn í andlegu sem veraldlegu tilliti: við lærðum að meta auðnir í landslagi og atóm- skáldin og sjá fegurðina í hinu harmræna. Líka táknfræðina í líf- inu og lesa í hið óræða. Mamma var næm andans manneskja og velti fyrir sér lífsins gátum, víð- sýn í trúmálum og aðhylltist sið- speki og sjálfsrækt, minnug orða Konfúsíusar að hvert sem leið okkar liggur ferðumst við með okkur sjálf. Björt og fagurleit og bjó yfir mikilli geðprýði og fágun sama hvað á bjátaði. Einstaklega vel máli farin og sem barn sat ég gjarnan á kolli í eldhúsinu og naut þess að hlusta á mömmu tala. Aldrei neitt blaður en leiftrandi orðkynngi og hnyttni í tilsvörum sem hélst á langri ævi eins og þau sem önnuðust hana svo vel síð- ustu æviárin í Melgerði á Lög- mannshlíð urðu oft vör við og höfðu gaman af. Búrið geymir býsna margt, kvað forfaðir mömmu, séra Stef- án Ólafsson í Vallanesi, skáld og fornfræðingur. Við áttum margar góðar stundir í búrinu börnin hennar og barnabörnin og aldrei amaðist búkonan við að hitt og þetta hyrfi í litla munna. Mamma hafði mjög gaman af elda- mennsku og bakstri og var óhrædd við að feta nýjar slóðir í þeim efnum og dekka fallegt borð. Þau pabbi voru samhuga í að halda fallegt heimili prýtt fjöl- mörgum listaverkum. Mikið jafn- ræði var með þeim og þau áttu ástríkt og einlægt samband uns yfir lauk en mamma annaðist hann heima árum saman eftir erf- ið veikindi. Áður höfðu þau pabbi annast gamla fólkið í fjölskyld- unni, bæði foreldra sína og önnur náin ættmenni. Mamma var jafnréttissinnuð og vílaði fátt fyrir sér og varð snemma mikil athafnakona, tók ung bílpróf og eignaðist eigin bif- reið, sem var fátítt á hennar ung- dómsárum. Hún starfaði lengi við verslunarrekstur ásamt Bjarna föður okkar í Leðurvörum og studdi hann og nemana hans ötul- lega í iðngrein hans og ævistarfi, múrverkinu. Starfaði og við vefnaðarvöru hjá Skemmunni, Pálínu og Vogue og hafði mikið yndi af saumaskap og tísku. Foreldrar okkar bjuggu lengst af í miðbænum á Akureyri á æskuheimili pabba á Brekkugötu 3 og síðustu 25 árin á Glerárgötu 14. Heimili þeirra var mannmargt og öllum opið. Börn mín, Jóhann og Birta, voru mjög elsk að afa og ömmu sem og önnur barnabörn. Öllum hlúðu þau vel að. Í uppvexti okkar systkina var hangið saman dag- ana langa með vinunum og Sig- tryggi, frænda mömmu. Léttleiki tilverunnar ríkti. Mamma var drengur góður og sárt að kveðja. Í hjartans þökk fyrir allt. Ávallt gæddur sóma sért, sigri prýddur hrönnum, auðnu klæddur ætíð vert, auði skrýddur sönnum. (Sr. Stefán Ólafsson, Vallanesi) Björg (Didda) og fjölskyldan úr Brekkugötu 3. Ég mun alla ævi tengja jólin svo ósköp sterkt við ömmu. Jólin voru alltaf hjá ömmu og afa í gamla daga. Margir eða jafnvel allir úr þeirra stóru stórfjölskyldu saman komnir á þeirra heimili. Allt glerfínt, en samt afslöppuð stemning. Svakalegir staflar af gjöfum úti um allt enda margt fólk því amma ól mörg börn og það eru margar barnmargar fjöl- skyldur meðal afkomendanna. Yndislegar stundir sem koma aldrei til baka en sem við sem nut- um hlýjunnar gleymum aldrei. Á jólunum mátti toga í spott- ann á spiladós sem spilaði jólalag. Einn af ótrúlega mörgum sér- stökum og fallegum munum sem ég man eftir og sé fyrir mér að amma hafi valið hjá kaupmönn- um, á götumörkuðum og í fínustu stórverslunum í sínum fjölmörgu ferðum til útlanda með afa. Reyndar mátti næstum alltaf toga í þennan spotta, og skoða alla hina fallegu hlutina, þó að þeir væru margir brothættir, því amma var afskaplega góð við okkur barna- börnin. Jólatréð hennar ömmu var silfurlitað gervitré, keypt í út- löndum, sem mér fannst svo ótrú- lega stórt þegar ég var lítill. Amma átti svo marga fallega hluti, en hún fór líka vel með þá og notaði vel. Ég held að jólatréð hafi verið notað oftar en um fjörutíu jól, en það var líka farið að láta að- eins á sjá, bara víravirkið eftir, og talsvert minnkaði það eftir því sem ég stækkaði. Þegar það var orðið heilagt, þá settist fólk, og það var setið úti um allt. Sumir sátu við kringlótta borðstofuborðið hennar ömmu með fallega útskornum fætinum sem var frábært leiksvæði fyrir Playmo-kalla. Aðrir sátu í sófun- um og létu fara vel um sig. Þá kom amma í sínu fínasta pússi – en hún var alla tíð afskaplega glæsileg til fara – með dýrindis matinn. Það var alltaf margréttað og margar tegundir af kjöti og allt alveg frábærlega gott. „Það er nóg til,“ sagði amma og rétti manni. Fengi einhver sér hangi- kjötssneið þá var amma komin að vörmu spori með fullt fat af ný- steiktum spæleggjum til að setja ofan á og ekki gat maður neitað eða að fá sér meiri kartöflur í jafn- ingi. Amma var nefnilega gestris- in í meira lagi. Það þurfti nánast að draga hana að borðinu til að hún myndi líka fá sér að borða, svo mikil var gestrisnin og þjón- ustulundin við okkur öll hin, fólkið hennar. Sönn birtingarmynd ást- ar. Svona var amma og þannig geymi ég hana í hjarta mínu. Elsku amma, hvíl í friði. Jóhann Tómas Sigurðsson. Öll eigum við okkar sérstöku minningar um Ástu ömmu okkar sem kvaddi þennan heim komin hátt á tíræðisaldurinn. Í huga okkar var amma merkileg blanda af stoltri íslenskri húsmóður af gamla skólanum sem eignaðist mörg börn og hélt stórt heimili og framtakssamri og glæsilegri at- hafnakonu. Það fylgdi henni alltaf þægileg og góð nærvera og gott var að leita til hennar. Enda smit- aði hún okkur af öryggi sínu og sjálfstæði og eftir samræður við hana var maður fullviss um að það þýddi ekkert að leggja árar í bát. Að sama skapi var amma skemmtileg og mikill húmoristi og sjaldan langt í grín og glens. Samskipti hennar og afa Bjarna voru einnig uppfull af skemmti- legum atvikum og í minningunni voru þau oft eins og unglingar, sí- fellt ranghvolfandi augunum yfir vitleysunni hvort í öðru. Amma var mjög félagslynd manneskja og kunni þá list að vera í kringum fólk. Hún og afi keyrðu suður til Reykjavíkur af minnsta tilefni til þess að vera við- stödd áfanga í lífi okkar krakk- anna og skipti þá litlu máli hvort veður var gott eða slæmt. Henni fannst einnig mjög gaman að því að ferðast og var sannur heims- borgari. Enda fóru hún og afi mjög mikið til útlanda í tengslum við verslunarrekstur sinn. Þá var alltaf passað upp á að færa barna- börnunum eitthvað skemmtilegt frá útlandinu. Við sem eldri erum vorum svo heppin að stíga okkar fyrstu æskuskref í Brekkugötu 3, heimili ömmu og afa og fengum þar að kynnast þeim ys og þys sem fylgir því að reka saman fjölskyldu- fyrirtæki og stórfjölskyldu í einu stóru húsi. Þar sem fingraför hennar var að finna á öllum fjór- um hæðunum og í bakhúsinu. Enda þurfti úthaldsmikla konu og karakter til þess að halda utan um allt sem fylgdi Brekkugötu 3, verslunarrekstrinum, heimilun- um og Bjarna Sveinssyni. Það var alltaf ákveðin ró yfir ömmu og var hún ávallt höfðingi heim að sækja. Hvert sumar lá leiðin til Akureyrar, á Glerárgötu 14. Yngri systkinin áttu þar góðar stundir og eru minningarnar margar. Margir áttu heimagengt á Glerárgötuna og þar var aldrei dauð stund. Þegar afi missti heils- una sást hversu sterkt samband þeirra hjóna var og kærleiksríkt. Amma sinnti honum af mikilli kostgæfni og alúð. Nú kveðjum við ömmu okkar með söknuði og þakklæti fyrir jarðneska ferðalagið okkar sam- an. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast henni og henn- ar áhrifaríka karakter. Ásta, Sigtryggur Berg, Elín Berg, Svanbjörg Berg og Ágúst Benedikt Sigmarsbörn. Í dag kveðjum við reglusystur okkar Ástu Sigmarsdóttur, hún gekk til liðs við alþjóðlega frímúr- arareglu karla og kvenna Le Droit Humain hinn 7. apríl 1966, í st. Gimli á Akureyri. Hún var því búin að vera meðlimur hennar í hartnær 53 ár. Hún var ein af styrkustu stoðum reglunnar hér á Akureyri. Hæfileikar hennar í reglustarfinu komu fljótt í ljós, henni voru falin mörg trúnaðar- og ábyrgðarstörf sem hún rækt- aði af mikilli alúð og umhyggju- semi. Starfið í reglunni var henni hjartfólgið áhugamál, var hún ávallt reiðubúin til hvers konar starfa sem hún vann að trú- mennsku og heilindum. Það er gæfa hverju félagi að hafa í sínum röðum fólk sem er jafn fúst til að starfa fyrir félagið sitt og Ásta var. Ástu auðnaðist að lifa og starfa eftir hugsjónum reglunnar, m.a. að virða mannréttindi, frelsi til trúarbragðaskoðana, jafnrétti kynjanna og umburðarlyndi til allra manna. Ásta var afar fáguð og tíguleg kona sem geislaði frá sér kær- leika, hlýju og góðvild til reglu- systkina sinna sem gerði okkur að sterkari hlekkjum í bræðralagi alls mannkyns. Við bárum mikla virðingu fyrir skoðunum hennar og tókum tillit til þeirra. Ásta var mikill fagurkeri eins og heimilið hennar bar vott um, eins bar hún gott skynbragð á all- ar hannyrðir. Hún var víðlesin og mjög ljóð- elsk kona og varpaði ósjaldan fram vísum og ljóðum eftir sig við hátíðleg tækifæri. Davíð Stefánsson var hennar uppáhaldsljóðskáld: Þú hófst mína sál yfir hégóma og tál og hug mínum lyftir mót sól. Þú gafst mér þá þrá, sem ég göfgasta á og gleði sem aldrei kól. Ef ég hallaði mér að hjarta þér var mér hlýtt; þar var alltaf skjól. Við viljum þakka Ástu af alhug fyrir langa og dygga þjónustu í þágu alþjóðlegrar frímúrarareglu karla og kvenna Le Droit Humain. Hún kunni þá list að bregða birtu á mikilvægi sann- inda lífsins. Að því munum við búa. Við kveðjum Ástu með virð- ingu og þökk og ástvinum hennar sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd st. Gimli nr. 853 á Akureyri, Margrét Guðmundsdóttir. Ásta Sigmarsdóttir Með andláti Sigrúnar frænku er einum ættlið lokað. Sigrún frænka var miðjubarn í sínum systkinahópi. Systkinin frá Hellulandi, mín kæru frænd- Sigrún Hólmgeirsdóttir ✝ Sigrún Hólm-geirsdóttir fæddist á Hellu- landi í Aðaldal 2. ágúst 1929. Hún lést á líknardeild Landspítalans 22. janúar 2019. Sigrún var þriðja af fimm börnum þeirra hjóna Hólmgeirs Stefánssonar og Þorbjargar Árnadóttur. Sigrún lifði systkini sín, þau Margréti, Kristjönu, Völund og Hermann. Útförin fór fram 1. febrúar 2019. systkini, voru fimm talsins. Þau voru í aldursröð Margrét, Kristjana, Sigrún, Völundur og Her- mann. Sigrúnu var falið að verða þeirra elst en hún náði þeim háa aldri að verða 92 ára. Hún sagði alltaf: „Ein- hver tilgangur er með þessum aldri mínum og hlutverk sem mér er ætlað,“ og hló við. Við Sigrún vorum systradæt- ur en mæður okkar, Þorbjörg og Kristjana, voru húsfreyjur í Hellulandi og Grímshúsum. Örstutt er milli þessara bæja í Aðaldal og mikill samgangur og væntumþykja með frændfólkinu á þessum árum. Ég sem barn fylgdist með frænku minni sem ungri stúlku. Það fylgdi henni ferskur blær og glaðværð, hlust- aði á hana syngja í kirkjukórn- um eða eina. Hún var mjög lag- viss og þegar hún greip í takkaharmonikku Hólmgeirs föður síns, þá fékk ég stjörnur í augun. Síðan liðu árin og Sigrún flutti suður en kom oft heim á sumrin. Mér finnst ég hafa kynnst Sig- rúnu aftur þegar ég flyt suður í nám og vinnu og stofna mitt heimili. Það var okkur báðum dýrmætt og styrktist eftir því sem árin liðu. Eiginmenn okkar áttu einnig mjög góðan vinskap og nutu þess m.a. að veiða sam- an. Mér fannst allar okkar sam- verustundir líða mjög hratt, því það bar margt á góma. Hún sagði mér margar sögur frá sín- um uppvexti, það var svo hlýlegt allt og fræðandi. Hún var góður hlustandi og umræðan sem því fylgdi varð mjög oft til þess að opna augu mín fyrir ýmsum flöt- um á málefninu. Gleðistundirnar voru flestar og bestar þar sem glaðværðin ríkti. Sigrún og Benni áttu engin börn en þau gáfu mikið af sér til barna og unglinga innan stór- fjölskyldunnar. Enn og aftur kom hún mér á óvart þegar rætt var um börn og unglinga. Sú hugsun og viðhorf sem hún hafði til að bera sýndi hvað hún var næm að átta sig á orsakavöldum. Ég á fallega hluti sem Sigrún hefur unnið og gefið okkur hjón- um og fyrst vil ég nefna lopa- peysurnar sem hún gaf okkur. Þær voru fjölmargar peysurn- ar sem hún prjónaði og voru seldar víða um heim. Hún breytti munstrum og raðaði lit- um. Einnig á ég fallega blóma- körfumynd sem er saumuð í mjög fínan jafa. Hún hafði bara mynd til hlið- sjónar, valdi alla liti og stærð- arhlutföll voru ekki vandamál. Ég og mín fjölskylda erum full þakklætis fyrir að eiga góðar minningar um elskulega frænku og hún var sú sem fyrst var nefnd þegar boðið var í skírnir, fermingar, útskriftir og gifting- ar og tók þátt í gleðinni með okk- ur. Njóttu alltaf alls hins besta. Helga Hallgrímsdóttir. Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.        þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar       við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.