Morgunblaðið - 08.02.2019, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019
✝ Steinunn ÞóraSigurðardóttir
fæddist 9. júní
1945 í Reykjavík.
Hún lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 26.
janúar 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Dýrleif
Ármann kjóla-
meistari, f. 19.
desember 1915, d.
19. júní 2001, og Sigurður
Magnússon, kennari og blaða-
fulltrúi, f. 6. júlí 1911, d. 29.
mars 1989.
Systur Steinunnar eru Ásdís
Sigríður, f. 13. maí 1936, Þor-
vík, stundaði hefðbundna
skólagöngu og varð síðan
þjónustustúlka hjá Ágústu og
Thor Thors, sendiherra í
Washington. Fór síðan til náms
í hótelskóla í Bandaríkjunum.
Árið 1964 gerðist hún flug-
freyja hjá Loftleiðum, síðar
Icelandair, og lauk þar farsæl-
um starfsferli eftir 47 ár.
Hún var félagi í
Soroptimistaklúbbi Reykjavík-
ur og var þar öflug í fjáröflun
fyrir félagið. Einnig starfaði
hún alla tíð ötullega fyrir
Svölurnar, góðgerðarfélag
flugfreyja og flugþjóna.
Steinunn stundaði spjótkast
og langhlaup hjá ÍR á ung-
lingsárum sínum. Hún stund-
aði golf til margra ára, var
mikil sundkona og naut leik-
húss og tónleika.
Útför Steinunnar fer fram
frá Hallgrímskirkju í dag, 8.
febrúar 2019, klukkan 13.
gerður Guðrún, f.
10. júlí 1938, og
Kristín Anna, f.
25. febrúar 1942.
Eiginmaður
Steinunnar var
Sigþór Koch Jó-
hannsson, löggilt-
ur endurskoðandi,
f. 7. febrúar 1941.
Sonur Stein-
unnar og Sigþórs
er Gunnar Þór,
matreiðslumaður, f. 16. febr-
úar 1979. Sambýliskona Gunn-
ars Þórs er Ingibjörg Högna
Jónasdóttir, f. 20. september
1981.
Steinunn ólst upp í Reykja-
Jæja mamma mín, það er 26.
janúar 2019. Klukkan er að verða
fjögur, það er korter í pick-up, þú
ert komin í júníformið og hárið er
tilbúið. Kabínuskórnir eru komn-
ir á sinn stað og naglalakkið er að
þorna á meðan þú drekkur síð-
asta kaffibollann, sem er orðinn
vel merktur með rauða varalitn-
um. Allt þetta gerðir þú svo
hljóðlega til að vekja okkur ekki,
en inn í herbergið mitt barst
fyrst hljóðið í hárþurrkunni og
svo ilmurinn af nýlöguðu kaffi og
sígarettureyk. Ég stökk fram úr
og rétt náði þér í anddyrinu bara
til að fá tvær spurningar. Hvað
viltu í matinn þegar ég kem
heim? Og, vantar þig eitthvað frá
Ameríku? Það má ekki vera mik-
ið, sagði hún, því það væru svo
margir aðrir sem hún ætlaði að
taka pakka fyrir heim. Þetta lýsir
mömmu svo vel, einstaklega góð,
greiðvikin og gefandi kona. Já
takk sagði ég, þú mátt endilega
kaupa english muffins, og svo
pantaði ég plokkfisk eða kjötboll-
ur í matinn við heimkomuna. Þú
snerir þér við í dyrunum og
minntir mig á að ég væri búinn
að lofa því að taka með þér níu
holur á vellinum þegar þú kæmir
heim. Já auðvitað sagði ég, en þá
vissum við ekki að þetta flug væri
bara aðra leiðina.
Ég gæti sagt endalaust af sög-
um af þér og talið upp alla þá
mannkosti sem þú ólst upp í mér;
bursta skóna og tennurnar, þvo á
mér hárið og greiða það (á meðan
ég var ennþá með hár), standa
beinn í baki og tala hátt og skýrt.
Bera virðingu fyrir konum og
vera herramaður, svo ekki sé tal-
að um öll vinnuvísindin. Þú varst
sterkasta kona sem ég þekkti og
fyrir mér varst þú femínisti á
borði en ekki í orði. Því miður
klárum við aldrei golfleikinn, en
hann skal ég spila þér til heiðurs,
þó aðeins níu holur. Aðeins einn
hlut get ég ekki gert fyrir þig
núna, en það er að tala hátt og
skýrt því orðin koma ekki rétt út
úr mér og tárin streyma niður
kinnarnar svo ég ætla að fá að
kveðja þig með þessu ljóði, Móðir
mín, eftir Árna Helgason.
Ertu horfin? Ertu dáin?
Er nú lokuð glaða bráin?
Angurs horfi ég út í bláinn,
autt er rúm og stofan þín,
elskulega mamma mín.
Gesturinn með grimma ljáinn
glöggt hefur unnið verkin sín.
Ég hef þinni leiðsögn lotið,
líka þinnar ástar notið,
finn, hvað allt er beiskt og brotið
burt er víkur aðstoð þín
elsku góða mamma mín. –
Allt sem gott ég hefi hlotið
hefir eflst við ráðin þín.
Þó skal ekki víla og vola,
veröld þótt oss brjóti í mola.
Starfa, hjálpa, þjóna, þola,
það var alltaf hugsun þín,
elsku góða mamma mín. –
Og úr rústum kaldra kola
kveiktirðu skærust blysin þín.
Flýg ég heim úr fjarlægðinni,
fylgi þér í hinsta sinni,
krýp með þökk að kistu þinni
kyssi í anda sporin þín,
elsku góða mamma mín. –
Okkur seinna í eilífðinni
eilíft ljós frá Guði skín.
Gunnar Þór Sigþórsson.
Það er svo undarlegt að hugsa
til þess hvernig fólk hefur mis-
munandi áhrif á líf annarra. Sum-
ir hafa góð áhrif, aðrir hafa ekki
svo góð áhrif. Steina móðursystir
hefur haft mikið að segja um það
hvernig manneskja ég er. Það
geislaði af henni góðmennskan
og krafturinn. Það voru aldrei
vandamál hjá Steinu frænku, hún
bara leysti þau.
Ég leit alltaf upp til Steinu.
Hún var auðvitað flottust í flug-
freyjubúningnum sínum. Hún
gerði mér og frænkum mínum,
Dísu og Önnu Maríu, þann heiður
að hafa okkur sem brúðarmeyjar
í brúðkaupi sínu og Sigþórs og
fengum við þá að vera prinsessur
í heilan dag. Þegar ég varð eldri
leit ég upp til hennar fyrir góð-
mennskuna og ástina sem hún
sýndi mér og fjölskyldu minni.
Steina frænka var ein af fáum
sem vissu að síminn virkar í báð-
ar áttir, bæði til og frá Íslandi.
Hún gat hringt og spjallað þótt
ekki væru afmæli eða hátíðir. Við
vorum svo heppin að Steina kom
til okkar til Noregs, með mömmu
og pabba, síðasta sumar. Hún
ætlaði bara að vera hjá okkur í
tíu daga en hún og við nutum svo
vel samverunnar að hún var með
okkur í heilan mánuð. Þann tíma
þökkum við núna, öll fjölskyldan.
Steina var heimsborgari. Ég
þekki enga manneskju sem hefur
ferðast og upplifað jafn mikið og
Steina frænka. Hún náði að njóta
lífsins og fá mikið út úr því.
Steina var sú gestrisnasta
manneskja sem ég hef hitt á æv-
inni. Hún útbjó frábærar veislur
með dásamlegum mat og þvílíku
punti á veisluborðunum. Hún
kenndi mér að það skiptir litlu
máli hvort maður býður fimm
manns eða tuttugu, það eru allir
hjartanlega velkomnir. Já, þær
voru glæsilegar veislurnar henn-
ar Steinu Sig. Það að vinna með
Steinu minni í eldhúsinu hefur
kennt mér mikið. En það hefur
ekki alltaf verið auðvelt. Nei, ég
man eftir því, á unglingsárunum,
hvernig var að þvo upp með
henni. Ef ég þvoði upp, þá beið
hún og ef hún þvoði upp þá var
staflinn svo stór fyrir framan mig
að hún varð að hjálpa til við að
þurrka. Já, það var engin logn-
molla í kringum hana Steinu.
Það var alltaf mikil ást og vin-
átta á milli Steinu og foreldra
minna. Þegar Steina og Sigþór
slitu samvistum fékk pabbi auka-
konu. Mamma, pabbi og Steina
hafa verið þríeyki sem hefur gert
ýmislegt skemmtilegt saman.
Þau fóru saman til útlanda, í leik-
hús og á tónleika og borðuðu
saman oft í viku. Ég sé pabba
fyrir mér á milli þeirra systra,
alltaf með tvær upp á arminn.
Missir mömmu og pabba er mik-
ill, og það er missir okkar líka.
Barnabörnin mín kölluðu Steinu
ömmu og þegar þau fengu að
vita andlát hennar varð mikil
sorg. Litla Ísabella Lára, sem
varð sjö ára daginn sem Steina
kvaddi þennan heim, setti hend-
urnar saman í bæn og sagði:
„Elsku góði Guð, skilaðu henni
aftur, núna!“ Þessi orð held ég að
lýsi líðan okkar allra.
Nú er veisla á himnum og
Steina er hrókur alls fagnaðar.
Ég er viss um að hún kemur til
með að taka á móti okkur opnum
örmum með tilbúna hátíð þegar
þar að kemur. Ég kveð yndislega
konu með þakklæti og sárum
söknuði. Guð blessi fallegan
engil.
Guðrún Kjartansdóttir.
Steina frænka var systir
mömmu, dóttir Dýrleifar Ár-
mann og Sigurðar Magnússonar.
Hún átti langan og farsælan
starfsferil sem flugfreyja hjá
Loftleiðum og Icelandair.
Það er varla hægt að minnast
hennar öðruvísi en að hugsa um
fallega brosið hennar.
Hún var alltaf brosandi, alla-
vega til mín, nema einu sinni. Ég
var næstum búinn að klifra yfir
handriðið og fram af svölunum á
Meistaravöllum, þar sem þau
Sigþór bjuggu. Ég var þá fjög-
urra ára og mér var sagt að hún
hafi ekki brosað í það skipti. Ég
trúi því að það sé satt.
Það var alltaf svo spennandi
að koma til þeirra í Heiðargerði
og fá að skoða litlu köldu geymsl-
una í kjallaranum. Þar kenndi
ýmissa grasa og margt sem var
lítt þekkt hér á landi. Hún var
alltaf boðin og búin að kaupa
eitthvað sem mig bráðvantaði frá
Ameríku því hún var bóngóð
með eindæmum og handlagin.
Fyrir mörgum árum reið yfir
heimsbyggðina tískubylgja þar
sem slaufur og lindar þurftu að
vera í stíl, blásið hár og sítt að
aftan. Ég nefndi þetta við Steinu
að það gæti nú komið sér vel að
eiga svona sett með það að mark-
miði að kannski væri hægt að
kaupa svona úti í hinum stóra
heimi. Það stóð ekki á Steinu og
hún saumaði þá handa mér
marga linda og slaufur í öllum
regnbogans litum. Komi þessi
bylgja aftur er ég klárlega tilbú-
inn.
Steina var alltaf boðin og búin
að hjálpa til og gera okkur
greiða. Hún bað þó sjaldan um
aðstoð og aldrei greiða á móti en
í þau fáu skipti sem það gerðist
var það sett í algjöran forgang.
Sælla er að gefa en þiggja er
vart hægt að hugsa frá upphafi
til enda án þess að upp komi
minningin um Steinu.
Það var alltaf gaman að fá
Steinu í heimsókn þegar við fjöl-
skyldan bjuggum í Þýskalandi.
Margar ferðir hingað og þangað
innanlands sem utan og það
gustaði af Steinu í hvert skipti
sem hún kom. Sennilega vegna
þess að ferðalög voru henni í
blóð borin en að skreppa til okk-
ar var aldrei neitt mál og hún
auðvitað alltaf velkomin.
Steina var heiðarleg, einlæg
og sagði nákvæmlega það sem
henni fannst. Það eru kostir sem
telja má til tekna. Þegar ég leit-
aði ráða hjá henni fékk ég ekki
alltaf svarið sem ég vonaðist til
að heyra en ég fékk það svar sem
henni fannst án þess að flækja
málið mikið.
Hún var alltaf höfðingi heim
að sækja og gat hrist fram úr
erminni veislu á mjög skömmum
tíma án þess að maður hefði
nokkuð um það að segja. Mat-
urinn hennar Steinu var alltaf
svo góður en hvernig hún gat
borið hann fram og dekkað upp
borð verður mér minnisstætt um
aldur og ævi. Það var allt svo
smekklegt og grand sem Steina
gerði.
Ég veit að flugið hennar
Steinu frænku heldur áfram „non
stop“ en að þessu sinni sem engill
um bláfjallageim.
Hinsta kveðja,
Ólafur Kjartansson.
Látin er í Reykjavík góð vin-
kona okkar og ferðafélagi, Stein-
unn Sigurðardóttir, eftir stutt
veikindi. Steina, eins og hún var
jafnan kölluð, valdi sér ung flug-
freyjustarfið enda gaf það henni
tækifæri til að svala ævintýraþrá
og fróðleiksþorsta og kynnast
heiminum af eigin raun. Hópur
vina og nokkrir starfsfélagar úr
fluginu tóku sig síðan saman þeg-
ar fram liðu stundir og fóru að
fara saman í vel skipulögð ferða-
lög um Ísland á hverju sumri.
Hópurinn víkkaði með árunum
og tók sér hið metnaðarfulla nafn
Félag framfarasinna. Valinn er
áfangastaður þar sem gist er í
nokkrar nætur og nágrennið
kannað nokkuð ýtarlega. Förum
saman í gönguferðir um marg-
víslegar náttúruperlur landsins
auk þess sem við heimsækjum
söfn og kynnum okkur atvinnulíf
og vinnustaði á svæðinu. Á fjór-
um áratugum hefur hópurinn
víða farið og orðið margs vísari
um land og þjóð. Steina var með-
al kjölfestuþátttakenda og ætíð
virkur og skemmtilegur ferða-
félagi enda þótti henni vænt um
landið og var fróð um sögu þess
og staðhætti víða auk þess að
vera mjög minnug og gædd góð-
um frásagnarhæfileikum. Hún
hafði sterkar skoðanir á mörgum
málefnum, stóð fast á sínu en var
alltaf sanngjörn, raungóð og
traust og umfram allt vinur vina
sinna og fyrst til að bjóða fram
aðstoð þegar svo bar undir.
Félag framfarasinna hefur
mátt sjá á bak nokkrum góðum
félögum, eins og búast má við í
fjörutíu ára gömlu félagi, þar á
meðal ótvíræðum leiðtoga þess
Erlendi Guðmundssyni flug-
stjóra fyrir rúmu ári. Nú er aftur
höggvið stórt skarð í raðir hóps-
ins við fráfall Steinunnar Sigurð-
ardóttur. Við þökkum henni fyrir
dygga vináttu og farsæla samleið
og vottum ástvinum hennar inni-
lega samúð. Blessuð sé minning
hennar.
Fyrir hönd Félags framfara-
sinna,
Ingunn Erna Stefánsdóttir,
formaður,
Sigurður Björnsson,
varaformaður.
Elsku Steina mín. Á þessum
tímamótum hrannast upp minn-
ingar frá nánast daglegum sam-
skiptum í rúmlega fimmtíu ár.
Öll skiptin sem við flugum
saman, hvort heldur það var
venjulegt áætlunarflug, jólaflug
eða pílagrímaflug Loftleiða.
Öll notalegu kvöldverðarboðin
þín í hópi góðra vina, ánægju-
stundir á golfvellinum, ekki síst
golfferðirnar í Stykkishólm með
vinahópnum. Ekki má gleyma
bíó- og leikhúsferðunum og öllu
skutlinu og búðarferðunum eða
þegar þú hringdir og ég var
staddur úti við, þá var alltaf
fyrsta spurningin þín „á ég ekki
að sækja þig“ sem alltaf var vel
þegið.
Okkur leið alltaf vel saman og
gátum hlegið og ærslast, gátum
orðið öskuill hvort út í annað,
sem aldrei stóð þó lengi.
Þú varst yndislegur vinur,
Steina mín, alltaf tilbúin að
hjálpa og verða að liði þar sem
liðsinnis var þörf og munu marg-
ir minnast þín fyrir það.
Nú þegar kveðjustundin er
komin þakka ég þér samfylgdina
sem aldrei bar skugga á.
Ég sendi Gunnari Þór, systr-
um þínum og öðrum ættingjum
og vinum innilegar samúðar-
kveðjur.
…
Þú fagra minning eftir skildir eina,
sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er
(Valdimar Hólm Hallstað)
Guð blessi þig.
Friðleifur Helgason (Diddi).
„Þakka fyrir vinskap í hálfa
öld.“ Þannig endaði Steinunn
jólakveðju til mín í lok síðasta
árs. Aðeins um mánuði síðar
hafði hún kvatt þennan heim. Við
Steina, eins og hún var alltaf köll-
uð, hittumst fyrst þegar við vor-
um báðar flugfreyjur hjá Loft-
leiðum.
Ég staldraði þar við í sjö ár en
Steina starfaði í háloftunum í
nær hálfa öld. Hún var flugfreyja
af lífi og sál, elskaði starf sitt og
stjanaði endalaust við farþegana
með sinni miklu þjónustulund,
brosi og hlýja viðmóti.
Þótt margir hlakki til ævi-
kvöldsins og að geta hætt að
vinna átti það ekki við um Steinu.
Hún hefði gjarnan viljað fljúga
áfram, enda var hún alltaf jafn
rösk og flott flugfreyja þótt ald-
urinn færðist yfir. En ég fékk oft
að njóta þjónustu hennar um
borð eftir að ég hætti sem flug-
freyja 1971.
Það var mjög dýrmætt að eiga
Steinu sem vinkonu en við bröll-
uðum ýmislegt saman þegar við
áttum stund frá fluginu og fórum
í eftirminnileg frí saman, innan-
og utanlands. Það var spennandi
að ferðast með Steinu því hún var
alltaf létt og skemmtileg, ævin-
lega brosandi og elskaði að lenda
í ævintýrum. Við fórum einu
sinni á bíldruslu, fyrsta bílnum
mínum árgerð 1955, í ferðalag
norður í land og lentum í ótrú-
legu basli við að reyna sjálfar að
gera við bílinn. Steina rifjaði oft
upp söguna þegar ég blés burt ol-
íu og óhreinindum úr nálunum í
blöndungnum með hóp stráka í
kringum okkur, tilbúna að gera
gys að stelpum sem gætu ekki
komið bíl í gang. Þegar ég hafði
hreinsað blöndunginn rann bíll-
inn af stað og Steina hló sig mátt-
lausa þegar við skildum strákana
eftir, gapandi af undrun.
Það var alltaf gaman að heim-
sækja Steinu því hún var höfð-
ingi heim að sækja, gat galdrað
fram heilt veisluborð á stuttum
tíma og hafði alltaf svo góða nær-
veru. Þótt samverustundir okkar
yrðu stopular eftir að ég fór á kaf
í stjórnmálin urðu alltaf fagnað-
arfundir þá sjaldan við hittumst.
Jólakortin komu líka reglulega
þessi 50 ár, alltaf full af gleði,
hlýju og léttleika.
Nú er síðasta jólakortið komið
í hús og komið að skilnaðar-
stundu. Ég sendi syni hennar,
Gunnari Þór, og öðrum aðstand-
endum innilegar samúðar-
kveðjur.
Hjartans þakkir, Steina mín,
fyrir þinn trausta vinskap í hálfa
öld.
Jóhanna Sigurðardóttir.
Fyrstu minningar mínar um
Steinu Sig., eins og hún var alltaf
kölluð í fluginu, eru frá Miðstræti
í Reykjavík, þar ólumst við upp,
Steina í nr. 7 og ég í nr. 10. Í
Þingholtunum voru margir
krakkar og lékum við okkur sam-
an allan daginn og langt fram á
kvöld. Í eltingaleikjum náðist
Steina alltaf fyrst þar sem hún
var ekki fljót að hlaupa sem barn.
En hún óx svo sannarlega upp úr
því og hefur síðan verið þekkt
fyrir að vera rösk kona. Móðir
mín dáðist alltaf að henni fyrir
hversu kurteis og hugulsöm hún
var þegar þær hittust í Miðstræt-
inu og spurði frétta af fjölskyld-
unni.
Steina byrjaði í flugfreyju-
starfinu hjá Loftleiðum hf. um
tvítugt og varð það ævistarf
hennar. Hún hefði getað flogið
lengur en varð að hætta vegna
aldurs 67 ára og var hún frekar
ósátt við það. Hún var góð flug-
freyja, einstaklega samviskusöm,
var annt um farþegana sína og
bar hag fyrirtækisins mjög fyrir
brjósti.
Þegar ég byrjaði í fluginu tók
hún mjög vel á móti mér og kall-
aði mig Önnu Dísu eins og í
æsku. Hún var sjarmerandi, með
einstaklega fallegt bros og sterk-
ur persónuleiki sem gerði miklar
kröfur til sjálfrar sín og annarra
sem unnu með henni. Ég varð
undrandi að heyra stundum að
sumar flugfreyjurnar væru
hræddar við hana, en hræðslan
hvarf þegar þær kynntust henni
betur því hún var gull af manni.
Við störfuðum saman í fluginu í
30 ár, minnist ég allra skemmti-
legu ferðanna og stoppanna með
henni. Eitt sinn þegar við fórum
saman í búðir í Lúxemborg ætl-
aði ég að kaupa mér pils sem
henni fannst alltof dýrt og sagð-
ist geta hjálpað mér að sauma
svona pils fyrir helmingi minna
verð. Henni fannst nefnilega só-
un og bruðl algjört rugl. Við vor-
um saman í áhöfn tvö síðustu ár
Flugleiða í pílagrímafluginu og
hefði ég ekki viljað fara með
neinni annarri fyrstu freyju en
henni. Eins og hún sagði sjálf þá
tók hún allt með nema „the
kitchen sink“ og var það ótrúlegt
hvað leyndist hjá henni þegar
leitað var til hennar með hjálp.
Hún hugsaði um okkur áhöfnina
eins og við værum börnin henn-
ar, gaf okkur rúgbrauð með ís-
lenskri kæfu og gúrku, straujaði
skyrtur, var alltaf jákvæð, upp-
örvandi og í góðu skapi. Steina
var úrræðagóð og vakandi fyrir
öryggi um borð, minnist ég þess
að eitt sinn þegar erlendir flug-
menn flugu hjá félaginu fór
Steina fram í flugstjórnarklefann
fyrir flugtak og sagði að það
heyrðist sérkennilegt hljóð í vél-
inni þar sem hún keyrði eftir
brautinni og ekki væri gott að
fara í loftið án þess að athuga
þetta. Erlendi flugstjórinn sneri
sér við og sagði henni að setjast
það styttist í flugtak, seinna þeg-
ar þessi flugstjóri ræddi þetta við
einn íslenska flugstjórann svar-
aði hann: „Ef Steina Sig. segir
þér að fara ekki í loftið, þá ferðu
ekki í loftið,“ en vélin var biluð og
þurfti að lenda aftur fljótlega eft-
ir flugtak. Já, það borgaði sig að
hlusta á Steinunni Sigurðardótt-
ur. Anna Dísa kveður hér með
Steinu Sig. með söknuði og þakk-
læti fyrir 70 ára ánægjuleg kynni
og sendir fjölskyldu hennar og
vinum innilegar samúðarkveðjur.
Anna Bjarna.
Það er mjög erfitt að trúa
þessu, að hún Steina sé horfin frá
okkur svo snöggt og allt allt of
fljótt.
Steinunn Þóra
Sigurðardóttir
HINSTA KVEÐJA
Fósturlandsins Freyja,
fagra Vanadís,
móðir, kona, meyja,
meðtak lof og prís!
Blessað sé þitt blíða
bros og gullið tár;
þú ert lands og lýða
ljós í þúsund ár.
(Matthías Jochumsson)
F.h. Flugfreyjufélags Ís-
lands,
Berglind Hafsteinsdóttir,
formaður.