Morgunblaðið - 08.02.2019, Blaðsíða 44
SÓLARFERÐIR • SIGLINGAR
FÓTBOLTI • BORGIR • SÉRFERÐIR
HREYFI- OG LÍFSTÍLSFERÐIR
TÓNLEIKAR OG HÓPAFERÐIR
GAMANÍ
SUMAR!
Green Garden
Resort & Suites
Tenerife
VERÐ FRÁ
á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn
VERÐ FRÁ 108.900
á mann m.v. 2 fullorðna
FERÐATÍMABIL 30. APRÍL – 7. MAÍ
Fjölskylduparadís
Innifalið í verði er flug, skattar, 20 kg taska, handfarangur og gisting.
Verðdæmi miðast við börn 2–11 ára.
www.gaman.is / 560 2000 / Bæjarhraun 14, 220 Hafnarfirði / gaman@gaman.is
Best Tenerife
Tenerife
VERÐ FRÁ
á mann m.v. 2 fullorðna
FERÐATÍMABIL 21.–28. MAÍ
Morgunverður innifalinn
Frábær hótelgarður
Tigotan
Tenerife
VERÐ FRÁ
á mann m.v. 2 fullorðna
FERÐATÍMABIL 7.–14. MAÍ
Hálft fæði innifalið
Aðeins fyrir fullorðna
H10 Las Palmeras
Tenerife
VERÐ FRÁ
á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn
VERÐ FRÁ 112.900
á mann m.v. 2 fullorðna
FERÐATÍMABIL 14.–21. MAÍ
Morgunverður innifalinn
Frábær staðsetning
Marylanza
Tenerife
VERÐ FRÁ
á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn
VERÐ FRÁ 101.900
á mann m.v 2 fullorðna
FERÐATÍMABIL 11.–18. MAÍ
Gott íbúðahótel
Skoðaðu úrvalið
á gaman.is!
Leikminjasafn Íslands verður með
dagskrá í Iðnó á Safnanótt í kvöld,
kl. 19 til 23, þar sem fjallað verður
um sönglög í íslenskum leikritum
eins og Járnhausnum, sem myndin
að ofan er úr. Leikhústríóið leikur
lög úr leikritum og söngleikjum, frá
1858 til dagsins í dag, og þá munu
þekktir reynsluboltar úr leikhúslíf-
inu leggja orð í belg í pallborðs-
samræðum.
Dagskrá í Iðnó um
sönglög í leikritum
FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 39. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
„Þetta er mín besta leiktíð hingað
til. Það má alveg segja að þetta hafi
verið mjög gott skref fyrir mig. Við
erum á þokkalegu róli og höfum
spilað vel, sérstaklega í síðasta
mánuði, svo þetta hefur verið alveg
frábært,“ segir Haukur Helgi Páls-
son, landsliðsmaður í körfubolta,
sem á góðu gengi að fagna með
franska liðinu Nanterre. »1
Þetta hefur verið mjög
gott skref fyrir mig
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Hljómsveitin Spottarnir verður í
Norræna húsinu í kvöld og annað
kvöld, klukkan 20, með dagskrána
„Cornelis Vreeswijk og fleiri góðir“.
Eggert Jóhannsson og Magnús R.
Einarsson leiða Spottana en sér-
stakur gestur sveitarinnar er Eð-
varð Lárusson gítarleikari, bæjar-
listamaður Akraness. Auk laga eftir
Vreeswijk og fleiri kunn söngva-
skáld verður frum-
fluttur nýr og auk-
inn texti Steindórs
Andersen við þjóð-
vísuna Bjarni sál-
ugi bróðir minn
sem Þórir Bald-
ursson samdi
lag við.
Spottar leika lög eftir
Vreeswijk og fleiri
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Árleg tónlistarmessa vinanna sr.
Eðvarðs Ingólfssonar, Ragnars
Bjarnasonar og Þorgeirs Ástvalds-
sonar verður í Akraneskirkju á
sunnudag. Sem fyrr syngur Ragnar
þekkt lög við píanóundirleik Þor-
geirs og Eðvarð flytur stutta hug-
vekju á milli laga. Rakel Pálsdóttir
frá Akranesi verður gestasöngvari
eins og í fyrra.
Tónlistarmessan hefur verið fast-
ur liður í kirkjustarfinu á Akranesi
undanfarin ár en félagarnir hafa tal-
að um að nú sé komið að tímamótum.
„Einhvers staðar þarf að setja loka-
punktinn og allt hefur sinn tíma,“
segir Eðvarð en bætir við að erfitt sé
að spá um framtíðina og varasamt
geti verið að segja aldrei. „Þetta hef-
ur verið yndislegur tími og spáin er
góð,“ bætir Raggi við. „Ég veit
reyndar ekkert hvað ég á að syngja
en þeir láta mig vita áður en við
byrjum.“
Raggi Bjarna er aldursforsetinn í
hópnum, en þótt hann verði 85 ára í
ár lætur hann engan bilbug á sér
finna og leikur við hvern sinn fingur.
„Hann er sannkallaður gleðigjafi,
þjóðareign. Mörg laga, sem hann
hefur sungið, hafa orðið sígild og
notið hylli kynslóðanna,“ segir Eð-
varð.
Slegið á létta strengi
Lögin í messunni eru af ýmsum
toga og presturinn skýtur inn hug-
leiðingum á milli. Í fyrra varð honum
tíðrætt um ástina en sló líka á létta
strengi og benti á að allt í lagi væri
að hlæja í kirkju. „Ég sagði frá því
að ég minnti fermingarbörnin sér-
staklega á það að Guð gaf okkur
kímnigáfu og hæfileikann til að
brosa og hlæja og hví skyldum við þá
ekki notfæra okkur slíkt, en við
verðum auðvitað að fara vel með all-
ar lífsins gjafir. Við hlæjum ekki,
eins og ég hef oft nefnt við ferming-
arbörnin, að fólki sem dettur í hálku
eða tapar hárkollunni í roki og ekki
heldur að fólki sem fær svo slæmt
hóstakast að fölsku tennurnar fljúga
nokkra metra, kannski í hausinn á
næsta manni.“
Þorgeir og Raggi hafa starfað
saman í tónlistinni í áratugi eða frá
því Sumargleðin var og hét. Eðvarð
skrifaði ævisögu Ragga 1992 og síð-
an hafa þeir haldið góðu sambandi.
Eðvarð var einn af fyrstu dagskrár-
gerðarmönnum Rásar 2 undir stjórn
Þorgeirs á níunda áratug liðinnar
aldar, þannig að þræðir þremenn-
inganna hafa lengi og víða legið sam-
an. „Tónlistarmessan varð til í sam-
tölum okkar á milli,“ rifjar Eðvarð
upp. „Þeir sungu stöku sinnum í út-
förum hjá mér, sérstaklega þegar ég
jarðsetti í Reykjavík, þannig að
þessi vinabönd urðu til þess að hug-
myndin um að gera eitthvað
skemmtilegt saman í kirkjunni varð
að veruleika. Raggi orðaði það efn-
islega þannig að þetta væri svo
þungt hjá okkur í kirkjunni á sunnu-
dögum og því skyldu þeir Þorgeir
koma og redda málum, en ég gæti
sagt eitthvað fallegt á milli.“
Tónlistarmessan hefst klukkan 17
og Eðvarð bendir á að alltaf hafi ver-
ið fullt hús. „Messan er góð tilbreyt-
ing í skammdeginu,“ segir hann.
„Hún er líka góð æfing fyrir tón-
leikana mína í Hörpu 17. mars,“ seg-
ir Raggi, en nánast er uppselt á
þann viðburð.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Klárir í bátana Félagarnir frá vinstri: Ragnar Bjarnason, sr. Eðvarð Ingólfsson og Þorgeir Ástvaldsson.
Kátína í kirkjunni
Árleg tónlistarmessa sr. Eðvarðs Ingólfssonar, Ragnars
Bjarnasonar og Þorgeirs Ástvaldssonar í Akraneskirkju