Morgunblaðið - 08.02.2019, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019
Andsetning nefnist sýning myndlist-
ar- og samstarfskvennanna Önnu
Hallin og Olgu Bergmann sem opnuð
verður kl. 18 í kvöld, á Safnanótt, í
Listasafni Einars Jónssonar og er
sýningin samstarfsverkefni lista-
kvennanna og safnsins í tilefni af
Vetrarhátíð í Reykjavík.
Olga og Anna sýna vídeóverk og
hljóðmynd sem þær unnu í samein-
ingu og eru verkin í tilkynningu sögð
samleikur við höggmyndir Einars og
bygginguna og takast á sinn hátt við
anda verka hans og andrúmsloft
safnsins í samtali á milli ólíkra tíma.
Anna og Olga hafi áhuga á hugmynd-
um Einars sem hafi verið innblásnar
af kenningum 17. aldar heims- og dul-
spekingsins Emanuels Swedenborg
um andleg málefni og því hvernig
hugmyndir Einars um listsköpun
þróuðust frá jarðbundinni og symból-
ískri sýn til andlegri nálgunar, dul-
speki og þeirrar sannfæringar að list-
in ætti að vekja til vitundar hin
andlegu svið innra með manneskj-
unni.
Vísun í andlegan heim
En hvers vegna varð þessi titill,
Andsetning, fyrir valinu?
„Þetta er ákveðin vísun í þennan
heim sem er hérna inni á safninu sem
er mjög upphafinn og andlegs eðlis,“
svarar Olga. „Það má segja að við
séum að andsetja þessa veröld sem
býr innan veggja safnsins með okkar
eigin samtímalegu hugrenningum og
tengingum, bæði með vísunum í verk-
in og bygginguna og líka innblást-
urinn sem við höfum sótt í þau.“
Vídeóverkunum, sjö talsins, er
varpað með myndvörðum víða um
safnið, bæði milli verka Einars og á
þau og er sýningin því ákveðið sam-
spil milli hinna nýju verka og verka
Einars og einnig milli samtímans og
þeirra gjörólíku tíma sem Einar vann
sín verk á en hann var einn þeirra
myndlistarmanna sem lögðu grunn
að nútímamyndlist í upphafi 20. aldar,
eins og fram kemur á vef safnsins.
Musteri undir lífsverkið
Anna og Olga sýna verkum Einars
mikla virðingu og segja afar spenn-
andi að sýna í þessu merka safni.
„Þetta er mjög sérstakt safn og
óvenjulegt, eiginlega musteri undir
lífsverk eins listamanns,“ segir Olga
og Anna tekur undir með henni og
segir þær Olgu hafa áður unnið í sam-
einingu myndlistarsýningar í sam-
hengi við söfn og sýningar í þeim.
„Okkur finnst spennandi að vinna
svona,“ segir Anna en þær Olga hafa
unnið saman frá árinu 2005 og m.a.
sýnt í Listasafni Íslands, Safnasafn-
inu og á norræna tvíæringnum Mo-
mentum í Moss í Noregi. Þá hafa þær
líka unnið verk fyrir opinber rými,
bæði tímabundin í formi innsetninga
og verk fyrir almenningsrými og op-
inberar byggingar.
helgisnaer@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Upphafinn heimur
Anna Hallin og Olga Bergmann opna Andsetningu í
Listasafni Einars Jónssonar Sérstakt safn og óvenjulegt
Samvinna Anna og
Olga með eitt verka
sinna í bakgrunni.
Sýning á verkum eftir myndlistar-
konuna Eyborgu Guðmundsdóttur
(1924-1977) verður opnuð á Kjar-
valsstöðum í dag, föstudag, klukk-
an 17 og er opnun sýningarinnar á
dagskrá Safnanætur. Sýningin
nefnist „Hringur, ferhyrningur og
lína“ og er tilvitnun í Eyborgu
þegar hún lýsir frumformi geó-
metrískrar listar.
Sýningarstjórar eru Heba
Helgadóttir listfræðinemi og Ingi-
björg Sigurjónsdóttir myndlist-
armaður.
Eyborg Guðmundsdóttir var af-
kastamikill myndlistarmaður þrátt
fyrir stuttan feril. Hún vann að
myndlist í um 16 ár og eftir hana
liggja um eitt hundrað listaverk.
Hún markaði sér stöðu sem helsti
fulltrúi geómetríska málverksins á
Íslandi, umgekkst listamenn í
Reykjavík og París og lærði af
þeim. Helstu leiðbeinendur hennar
voru Dieter Roth, sem hún
fundaði reglulega með á Íslandi,
og í París naut hún leiðsagnar
listamanna eins og Georges Fol-
mers og Victors Vasarelys – sem
nefndur er „afi“ op-listarinnar eða
„optical art“. Í op-listinni er
áhersla lögð á samband áhorfand-
ans og listaverksins og gerð til-
raun til að breyta skynjun með
framsetningu lita, forma og ljóss.
Á árunum 1963-67 tók Eyborg
þátt í samsýningum í París og hún
hélt þrjár einkasýningar á Íslandi,
í Þjóðminjasafninu 1965, á Mokka
1966 og í Norræna húsinu árið
1975 en það var hennar síðasta
sýning. Auk þess að mála hannaði
Eyborg bókarkápur, sýning-
arskrár, blaðaforsíður og fagurt
handrið á Hallveigarstöðum við
Túngötu.
Hringur, fer-
hyrningur, lína
Verk Eyborgar á Kjarvalsstöðum
Op-art Partition I, Verk eftir Eyborgu Guðmundsdóttur frá 1966.
Beirút, Beyrut, Beyrouth, Beyrout
er yfirskrift sýningar sem verður
opnuð í Listasafni Íslands í kvöld,
föstudagskvöld, klukkan 20 og er
opnunin á dagskrá Safnanætur.
Á sýningunni eru verk eftir 15
listamenn frá Beirút sem allir hafa
vakið athygli í alþjóðlegum mynd-
listarheimi. Sýningarstjórar eru
Marianne Hultman, Ýrr Jónasdóttir
og Birta Guðjónsdóttir og var sýn-
ingin áður sett upp í Oslo Kunst-
forening í Noregi og í Ystads konst-
museum í Svíþjóð.
Á undanförnum árum hefur lista-
lífið í Beirút fangað athygli um-
heimsins. Skýringuna, samkvæmt
tilkynningu, er ekki aðeins að finna
í einskærum hæfileikum listamann-
anna, heldur einnig í myndlistar-
senu sem sameinar ólíkar kyn-
slóðir, skapar samhug, er full
eldmóðs, örlát og er að sönnu al-
þjóðleg. Hún virðist – a.m.k séð ut-
an frá – bjóða alla velkomna til
þátttöku.
Sýningin dregur fram og rýnir í
sögu, samfélag og stjórnmál í
flóknu þjóðfélagi. Heiti sýningar-
innar vísar til þess menningarlega
fjölbreytileika sem Líbanon og
Austurlönd nær búa yfir en þau
eiga sér langa sögu sem fjöltyngt
fjölmenningarsvæði.
Málverk Raed Yassin: Ásamt Imad Hamdi og tvíburabróður hans, 2013.
Verk frá Beirút
Opið: virka daga frá 10 - 18
laugardaga frá 11 - 17
sunnudaga frá 12 - 16
skoðið úrvalið á facebook
Fyrsta sending ársins
frá HUMMEL fyrir
krakkana er komin
Uno Pants
4595 kr.
Charlotta peysa
7995 kr.
Felicia leggings
5995 kr.
Limar hettupeysa
7995 kr
Limar peysa
5995 kr
Kamma T-shirt
4595 kr.
Kamma T-shirt
4595 kr.
Margret buxur 5495 kr.
Lindy bolur 3495 kr.Hattie kjóll 5995 kr.
Hattie buxur 5495 kr.
Þú getur pantað í gegnum
Facebook síðu okkar og fengið
sent hvert á land sem er.