Morgunblaðið - 08.02.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.02.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019 Meirihluti borgarstjórnar sam-þykkti í gær glæsilega endur- skipulagningu borgarkerfisins. End- urskipulagningin er viðbrögð við braggamálinu, enda öllum ljóst að braggamálið var aðeins skipulags- vandamál og hafði ekkert að gera með sóun, bruðl og getuleysi þeirra sem ábyrgð bera á stjórn borgarinnar.    Hin glæsilegaendur- skipulagning felst í því að leggja niður þrjú svið borg- arinnar og stofna í staðinn önnur þrjú.    Enginn þarf aðefast um að þetta muni breyta öllu og frá 1. júní, þegar glæsilegar stjórnkerfisbreytingar taka gildi, verður allt hnökralaust hjá borginni.    Öllu munar auðvitað, það sér hvermaður, að í stað skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, fjár- málaskrifstofu og skrifstofu þjón- ustu og reksturs, komi svið þjónustu og nýsköpunar, svið mannauðs og starfsumhverfis og svið fjármála og áhættustýringar.    Þessar nafnabreytingar þriggjasviða borgarinnar eru aug- ljóslega það sem borgin þurfti og grátlegt að enginn skyldi hafa áttað sig á því fyrr að vandinn fælist í því að þremur sviðum var ofaukið og að stofna þurfti þrjú svið til að fást við þau verkefni sem hin niðurlögðu svið sinntu áður.    Borgin hefði getað sparað sérhátt í hálfan milljarð króna, bara í bragganum, ef þessi snjalla hugmynd hefði fæðst fyrr. En betra er seint en aldrei og breytingarnar vitaskuld mikið fagnaðarefni. Dagur B. Eggertsson Glæsilegar nafnabreytingar STAKSTEINAR Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Launagreining sem unnin var vegna jafnlaunavottunar í forsætisráðu- neytinu leiðir í ljós að kynbundinn launamunur var 0,73% að teknu til- liti til frávika sem leiða af ákvæðum laga, m.a. um launaákvarðanir emb- ættismanna. ,,Kynbundinn launa- munur reyndist hins vegar vera 4,3% þegar greining var gerð á öllu úrtakinu. Í báðum tilfellum var um að ræða hærri laun hjá konum en körlum,“ segir í svari forsætisráð- herra við fyrirspurn Þorsteins Víg- lundssonar alþingismanns um jafn- launavottun Stjórnarráðsins. Fram kemur að 1. febrúar sl. höfðu forsætisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, umhverfis- og auðlindaráðuneyti, dómsmálaráðu- neyti og velferðarráðuneyti öðlast jafnlaunavottun. Þorsteinn spurði m.a. um ástæður þess að ekki var unnið að jafnlaunavottun fyrir Stjórnarráðið sem eina heild eins og meirihluti allsherjar- og mennta- málanefndar hafði lagt til. Í svarinu er bent á að ríkisstjórnin sé ekki fjölskipað stjórnvald og teljist hvert ráðuneyti fyrir sig sérstök stofnun og sérstakt stjórnvald. Því hafi ekki verið lagalegar forsendur til að fylgja áherslum meirihluta alls- herjar- og menntamálanefndar. Hærri laun hjá konum en körlum  Launagreining sýndi 4,3% kynbund- inn launamun í forsætisráðuneytinu Morgunblaðið/Eggert Stjórnarráðið Sex ráðuneyti höfðu öðlast jafnlaunavottun 1. feb. Vinnutími fólks í fullu starfi á vinnu- markaði var að jafnaði langur á sein- ustu mánuðum seinasta árs skv. ný- birtum niðurstöðum úr Vinnu- markaðskönnun Hagstofunnar. Í henni má sjá að meðalfjöldi vinnu- stunda á viku meðal þeirra sem voru í fullu starfi í viðmiðunarviku þegar könnunin var gerð var 43,4 klukku- stundir, 41 stund hjá konum og 44,9 hjá körlum. Ef litið er á allan seinasta ársfjórð- ung seinasta árs er meðalfjöldi vinnu- stunda fólks bæði í fullu starfi og í hlutastörfum 38,9 stundir á viku, 34,7 stundir hjá konum og 42,5 stundir meðal karla. ,,Þeir sem voru í fullu starfi unnu 44,3 stundir að jafnaði en þeir sem voru í hlutastarfi unnu að jafnaði 23,0 stundir,“ segir í Hagtíð- indum. Hagstofan mældi 2,4% atvinnuleysi meðal landsmanna á vinnumarkaði á seinasta ársfjórðungi. Starfandi fólki hafði fjölgað um 4.500 frá sama tíma á árinu á undan en hins vegar er hlut- fall starfandi fólks af mannfjöldanum hálfu prósentustigi lægra en 2017. Í könnunum Hagstofunnar er reynt að leiða í ljós hversu margir einstaklingar eiga það sammerkt að leggja minna af mörkum á vinnu- markaði en þeir geta eða vilja og segja megi að séu vannýtt vinnuafl. Þessir hópar teljast ekki atvinnulaus- ir skv. skilgreiningu Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar og á það t.d. við um fólk í hlutastörfum sem vill vinna meira og einnig þá sem ekki eru að leita að vinnu en vilja vinna ef hún býðst og þeir sem segja má að séu á mörkum atvinnuleysis og óvirkni. „Á fjórða ársfjórðungi voru tæplega 16.600 manns sem teljast atvinnu- lausir samkvæmt skilgreiningu, gætu að einhverju leyti talist vannýtt vinnuafl (vinnulitlir) eða mögulegt vinnuafl, sem gerir 6,5% af heildar- mannfjölda 16-74 ára,“ segir í Hag- tíðindum. Vinna að jafnaði 43,4 klst í fullu starfi  16.600 vannýtt vinnuafl og sumir á mörkum atvinnu- leysis og óvirkni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Störf Atvinnuþátttaka var 80,5% síðustu þrjá mánuði síðasta árs. Nettoline fær 5 stjörnur frá dönskum gagnrýnendum STYRKUR - ENDING - GÆÐI ALLAR BAÐHERBERGISINNRÉTTINGAR OG ÞVOTTAHÚSINNRÉTTINGAR FÁSTMEÐ 20%AFSLÆTTI ÚT febrúar 2019 GÓÐ KAUP NÚ ER LAG AÐ GERA Við gerum þér hagstætt tilboð í innréttingar, vaska og blöndunartæki - AFSLÁTTUR - 20% Útfebrúar 20 19 Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is OPIÐ: Föstudaga kl. 09 til 17 Laugardagar kl. 11 til 15 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.