Morgunblaðið - 09.02.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2019
Njóttu þess að hlakka til
Ævintýraferð
til Portúgal
3. til 13. maí 2019
FerðakynninghjáVITA 12. febrúar
Kynningarfundur umævintýraferð til Portúgal
þann 12. febrúar kl. 17:30 á skrifstofuVITA, Skógarhlíð 12.
Gengið inn neðan við húsið – gegnt Bústaðavegi.
Fararstjórar: Ólöf Salmon Guðmundsdóttir
og Steinar Þór Guðlaugsson
ÍS
LE
N
SK
A/
SI
A.
IS
VI
T
90
93
7
02
/1
9
Veður víða um heim 8.2., kl. 18.00
Reykjavík -5 léttskýjað
Hólar í Dýrafirði -8 skýjað
Akureyri -7 snjókoma
Egilsstaðir -3 snjókoma
Vatnsskarðshólar -1 heiðskírt
Nuuk -8 snjókoma
Þórshöfn 6 rigning
Ósló 0 léttskýjað
Kaupmannahöfn 4 súld
Stokkhólmur 1 skýjað
Helsinki 2 rigning
Lúxemborg 6 skýjað
Brussel 9 skýjað
Dublin 8 skýjað
Glasgow 8 rigning
London 10 rigning
París 9 alskýjað
Amsterdam 9 skýjað
Hamborg 8 rigning
Berlín 8 skýjað
Vín 7 léttskýjað
Moskva 0 heiðskírt
Algarve 15 léttskýjað
Madríd 15 heiðskírt
Barcelona 15 skýjað
Mallorca 15 léttskýjað
Róm 13 léttskýjað
Aþena 8 súld
Winnipeg -23 snjókoma
Montreal 3 skúrir
New York 6 rigning
Chicago -13 léttskýjað
Orlando 22 heiðskírt
9. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:44 17:41
ÍSAFJÖRÐUR 10:01 17:33
SIGLUFJÖRÐUR 9:45 17:16
DJÚPIVOGUR 9:16 17:07
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á sunnudag Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða
léttskýjað, en skýjað nyrðra og stöku él við strönd-
ina. Frostlaust allra syðst, en frost annars 2 til 12
stig, kaldast inn til landsins.
Norðlæg átt, 6-16 m/s, hvassast suðaustantil. Þurrt og bjart veður á Suður- og Suðvesturlandi,
en annars snjókoma eða él. Hægt hlýnandi veður og hiti víða um frostmark síðdegis.
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Meirihluti borgarstjórnar Reykja-
víkur hafnaði því í borgarráði að fá
álit Persónuverndar vegna fyrirhug-
aðra aðgerða til að auka kosninga-
þátttöku í sveitarstjórnarkosningun-
um í fyrra. Persónuvernd hefur nú
úrskurðað að-
vinnsla Reykja-
víkurborgar og
Háskóla Íslands á
persónuupplýs-
ingum vegna
sendingar á mis-
munandi skila-
boðum til ungra
kjósenda braut
lög.
Persónuvernd
segir einnig að hvatningarskilaboðin
sem Reykjavíkurborg sendi ungum
kjósendum hafi verið gildishlaðin, í
einu tilviki röng og til þess fallin að
hafa áhrif á hegðun þeirra í kosning-
unum. Ítrekað var óskað eftir, bæði í
borgarstjórn og í borgarráði, að
borgin myndi fá álit Persónuverndar
á þessum aðgerðum fyrir kosning-
arnar 2018.
Þremur dögum fyrir kosningarnar
gerði dómsmálaráðuneytið athuga-
semdir við aðgerðirnar í bréfi til
Reykjavíkurborgar. Í bréfi frá dóms-
málaráðuneytinu, sem Morgunblaðið
hefur undir höndum, er borginni m.a.
bent á að í einni sendingunni væri að
finna „villandi upplýsingar þar sem
kveðið er á um að það sé borgarleg
skylda að kjósa“.
Í niðurlagi bréfsins segir ráðu-
neytið að það telji ekki hjá því komist
að benda Reykjavíkurborg á þessi at-
riði.
Frestað og hafnað í borgarráði
Mánuð fyrir sveitarstjórnarkosn-
ingarnar, 26. apríl 2018, lagði Kjart-
an Magnússon, fyrrverandi borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fram
tillögu í borgarráði um að leitað yrði
eftir áliti Persónuverndar vegna fyr-
irhugaðra aðgerða Reykjavíkurborg-
ar til að auka kosningaþátttöku
ákveðinni hópa. Meirihluti borgar-
stjórnar frestaði afgreiðslu tillögunn-
ar. Kjartan óskaði eftir því að tillagan
yrði sett á dagskrá næsta fundar
borgarráðs 3. maí en ekki var orðið
við því. Tillagan var tekin upp að nýju
15. maí á borgarstjórnarfundi og vís-
að þaðan aftur til borgarráðs. Á fundi
borgarráðs 17. maí var aftur lögð
fram tillaga um að óska eftir áliti Per-
sónuverndar á fyrirhuguðum aðgerð-
um borgarinnar. Sú tillaga var felld
af meirihluta borgarstjórar. Sam-
þykkti meirihlutinn þess í stað tillögu
um að fela mannréttindastjóra borg-
arinnar um að vera áfram í samráði
við Persónuvernd vegna aðgerða til
að auka kosningaþátttöku.
Trúnaði haldið yfir bókun
þangað til eftir kosningarnar
Kjartan lét bóka athugasemd í
fundargerð eftir samþykktina en
meirihluti borgarstjórnar lét færa
bókunina í trúnaðarbók. Bókunin
myndi þá ekki birtast í fundargerð
fyrr en eftir kosningar. „Það er ljóst
að það var ekkert trúnaðarmál í
þessu. Meirihlutinn vildi einhverra
hluta vegna að þessi bókun birtist
ekki í fundargerðinni og kvað þá upp
úr um það að um væri að ræða trún-
aðarmál. Sem ég mótmælti. Það
heyrir til algjörra undantekninga að
bókanir séu færðar inn í trúnaðar-
bók. Þá er bókunin ekki birt með
fundargerðinni heldur sett í trúnað-
arbók og aflétt þegar sá háski er ekki
lengur fyrir hendi sem talinn er vera
ef hún er birt strax,“ segir Kjartan í
samtali við Morgunblaðið. Hann
bendir á að trúnaðarbók eigi að nota
þegar um viðkvæmar persónuupp-
lýsingar er að ræða, t.d. upplýsingar
um bótaþega eða upplýsingar sem
geta skaðað borginna fjárhagslega.
„Ég gerði mínar athugasemdir þarna
og meirihlutinn brást þannig við að
það var mikil reiði og dónaskapur í
minn garð þegar ég var að fjalla um
þetta,“ segir Kjartan. Borgin sam-
þykkti í febrúar að fara í aðgerðir til
að auka kosningaþátttöku og var
Kjartan hlynntur því. „En ég sagði
að þær yrðu að vera mjög almennar.
Það mætti ekki á neinn hátt vakna
grunur um það að þarna væri verið
að misnota fé í pólitísku skyni til að
auka kosningaþátttöku einhverra
ákveðinna hópa umfram aðra.“
Misvísandi upplýsingjöf
Kjartan segir það algengt að
stjórnmálaflokkar velji ákveðna
markhópa til að reyna að fá þá á kjör-
stað en varhugavert sé að flytja þetta
til opinbers stjórnvalds og gera þetta
fyrir opinbert fé. Hann hafi einnig
ítrekað óskað eftir upplýsingum um
hvers konar aðgerðir borgin ætlaði í
og fengið litlar upplýsingar. „Við
heyrum af því að það er verið að fara í
mjög mikla greiningarvinnu. Verið
að greina hópa eftir ákveðnum göt-
um, ákveðnum svæðum og ákveðnum
hverfum þar sem er lítil kosninga-
þátttaka.“ Á þessum tíma, þegar ver-
ið var að undirbúa nýju persónu-
verndarlögin, segir Kjartan það hafi
verið mikilvægt að hafa þau í huga
því aðgerðunum yrði hrint í fram-
kvæmd eftir gildistöku þeirra. „Við
fengum engin svör við því hvort
menn hefðu þau í huga,“ segir Kjart-
an. „Þess vegna töldum við að það
ætti að hafa mjög náið samband við
Persónuvernd. Þegar við fréttum síð-
an af því hvað átti á gera, m.a. eitt-
hvað sem mér fannst vera á gráu
svæði, spurði ég sérstaklega um það
hvort það hefði verið haft samráð við
Persónuvernd og hún búin að gefa
grænt ljós. Það var fullyrt við okkur
að samráð við Persónuvernd væri í
góðu lagi. Svo fréttum við seinna að
það væri ekki ljóst. Það voru misvís-
andi svörin sem við fengum og þá
spurðum við hvort það væri ekki bara
hægt að sjá bréf eða álit frá Persónu-
vernd. Þá var ekki hægt að sýna
það.“
Hann segist hafa komist að því
mánuði fyrir kosningar að ekkert
bréf eða álit frá Persónuvernd lá fyr-
ir. „Ég lagði fram tillögu í borgarráði
um að álits Persónuverndar yrði leit-
að. Þessi tillaga vakti mikla gremju
hjá meirihlutanum, henni var ekki vel
tekið og mér sagt að þetta samráð
væri í gangi, hún væri óþörf og allt
þetta en ég hélt henni til streitu. Þá
brá svo við að þau samþykktu hana
ekki.“
Hann segir að þegar vinnubrögðin
voru gagnrýnt hafi borgarstjóri bent
á starfsmenn háskólans. „Dagur var
ítrekað varaður við og beðið um að
þetta yrði borið undir Persónuvernd
en þeir töfðu málið vísvitandi til þess
að geta komið þessum sóðalegu
vinnubrögðum í framkvæmd án þess
að Persónuvernd kæmist í málið,“
segir Kjartan að lokum.
Morgunblaðið/Eggert
Ráðhúsið Persónuvernd úrskurðaði á fimmtudaginn að Reykjavíkurborg hefði brotið lög í aðdraganda kosninga.
Ítrekuðum óskum um álit hafnað
Dómsmálaráðuneytið sendi Reykjavíkurborg athugasemdir vegna aðgerða til að auka kosningaþátttöku
Hafnað í borgarráði að fá álit Persónuverndar Gildishlaðin og villandi skilaboð send kjósendum
Kjartan
Magnússon
„Ákvörðunin snýr að einu þeirra verkefna sem allir
flokkar í borgarstjórn sameinuðust um í febrúar 2018
til að auka kosningaþátttöku. Þetta voru tillögur sér-
fræðingahóps sem voru unnar í býsna breiðu samráði
og úrskurður persónuverndar lýtur ekki síst að rann-
sóknarhluta verkefnisins. Háskóli Íslands lagði upp
rannsókn; Hvort hvatning til að kjósa sem beint yrði
til ungs fólks hefði áhrif og svo eins hvort mismun-
andi orð um hvatningu hefðu mismunandi áhrif. Það
er væntanlega orðalagið í þeim bréfum sem verið er
að vísa til,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri,
spurður um viðbrögð við ákvörðun Persónuverndar og
gagnrýni hennar á gildishlaðið orðalag sendinganna.
„Ég held að við þurfum bara að fara yfir þennan úr-
skurð með okkar samstarfsaðilum og meðal annars
velta fyrir okkur hvort við séum að framkvæma þetta
öðruvísi en gert er á öðrum Norðurlöndum. Eftir því
sem ég kemst næst er fyrirmyndin sótt til Norður-
landa, líka að rannsókninni. Það er
eitt af því sem þarf að fara yfir,“
segir Dagur og ítrekar nauðsyn þess
að hvetja fólk til að nýta kosninga-
rétt sinn. „Ég vona að þessi úrskurð-
ur leiði ekki til þess að sú breiða
samstaða sem hefur verið um að
hvetja alla til að kjósa í ljós dvínandi
kosningaþátttöku hætti.“
Spurður hver séu rökin fyrir því
að leita ekki eftir áliti Persónuvernd-
ar fyrr segir hann slíkt hafa verið gert.
„Það var leitað til Persónuverndar, meðal annars
eftir ábendingu Póst- og fjarskiptastofnunar, hvort
það hefði mátt gera það fyrr. Þetta er unnið þarna í
kapp við tímann greinilega. Kannski er einn lærdóm-
urinn að svona þurfi að ákveða með lengri fyrirvara
en gert var.“
Fer yfir úrskurðinn með samstarfsaðilum
DAGUR B. EGGERTSSON BORGARSTJÓRI Í REYKJAVÍK
Dagur B.
Eggertsson