Morgunblaðið - 09.02.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2019
Suðrænsveifla í St. Tropez
sp
ör
eh
f.
Vor 9
Franska rivíeran eða Côte d’Azur í Provence héraðinu tekur á
móti okkur í allri sinni dýrð. Við upplifum töfrandi St. Tropez
flóann sem og stórbrotna fegurð Gullstrandarinnar, Corniche
de l’Estérel, á leið okkar til Cannes. Suðrænn blær frönsku
rivíerunnar leikur um okkur í furstadæminu Mónakó sem
ógleymanlegt er að sækja heim. Við endum með trompi í
bænum Annecy sem er einn fallegasti bær frönsku Alpanna.
11. - 21. maí
Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 266.200 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
rekstri veitingastofunnar, þar af eru
tvær konur í föstu starfi en aðrar
skipta með sér vöktum í sjálfboða-
vinnu. Anna Björk segir Hrings-
konur leggja mikla áherslu á að
bjóða upp á ferskar og léttar veit-
ingar. Þannig smyrja þær samlokur,
búa til salöt, baka kökur og hafa til
fleiri rétti. Einnig er fjölbreytt hand-
verk Hringskvenna til sölu.
Allur ágóði af sölunni rennur beint
til Barnaspítalans en veitingastofan
er stór liður í fjáröflun Hringsins.
Um málverkin frá Eddu Heiðrúnu
segir Anna Björk Hringskonur hafa
beðið eftir rétta tækifærinu til að
setja myndirnar upp. Það hafi þótt
vel við hæfi að nýta tækifærið með
opnun nýrrar veitingastofu.
því tilefni. Núna eru þetta tvær
milljónir á hvert ár umfram 100 ár-
in,“ segir Anna Björk.
Hún vonast til að gjafirnar að
þessu sinni komi að góðum notum.
Þannig hafi verið kominn tími á end-
urnýjun á hitakössum og -borðum á
vökudeildinni, eftir mikla notkun.
„Það er síðan sérstök ánægja að
láta til okkar taka varðandi úrlausn á
vímuefnavanda barna og unglinga
með því að styrkja nýju meðferð-
ardeildina. Við látum okkur varða
um hag allra barna. Börnin okkar
eru börn alveg til 18 ára aldurs. Það
skiptir okkur miklu máli að geta lagt
þessari nýju deild lið,“ segir Anna
Björk.
Á þriðja tug kvenna kemur að
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Kvenfélagið Hringurinn gaf Land-
spítalanum (LSH) gjöf í gær að and-
virði 30 milljónir króna í tilefni af 115
ára afmæli félagsins. Við sama tæki-
færi var endurbætt veitingastofa
Hringskvenna á Barnaspítala
Hringsins vígð. Sett voru upp tvö
málverk sem Hringskonur fengu að
gjöf frá Eddu Heiðrúnu Backman,
leikkonu, listmálara og söngvara
sem lést árið 2016.
Gjöf Hringsins skiptist í tvennt, 20
milljónir fara til vökudeildar Barna-
spítalans, til endurnýjunar á hita-
kössum og hitaborðum, og 10 millj-
ónir fara til nýrrar meðferðardeildar
á geðsviði Landspítalans fyrir ung-
menni í vímuefnavanda. Þar verður
gjöfin nýtt til kaupa á innréttingum
á deildina, húsgögn og rúm.
Gjöf í tilefni 115 ára afmælis
„Við ákváðum að gera gagngerar
endurbætur á kaffistofunni, skapa
meiri kaffihúsastemningu þannig að
það væri vel um viðskiptavini okkar;
starfsmenn, sjúklinga og aðstand-
endur þeirra,“ segir Anna Björk Eð-
varðsdóttir, formaður Hringsins, í
samtali við Morgunblaðið.
Hringskonur fengu innréttingar
að gjöf frá Húsgagnahöllinni og Arn-
ar Gauti Sverrisson aðstoðaði við að
stílfæra kaffistofuna.
„Hringurinn átti 115 ára afmæli
27. janúar síðastliðinn og það hefur
skapast hefð fyrir peningagjöfum af
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hringskonur Veitingastofa Hringsins hefur tekið nokkrum stakkaskiptum. Húsgagnahöllin gaf öll húsgögnin.
Hringskonur gáfu
30 milljónir til LSH
Endurbætt veitingastofa vígð á Barnaspítalanum í gær
Barnaspítalinn Anna Björk, lengst til hægri, ásamt fleiri Hringskonum. Í
bakgrunni er annað málverkanna sem Edda Heiðrún Backman gaf.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að
hætta starfsemi fiskimjölsverk-
smiðju fyrirtækisins í Helguvík.
Lokun verksmiðjunnar hefur í för
með sér uppsögn sex starfsmanna
en að auki hefur hún áhrif á ýmis
verktaka- og þjónustufyrirtæki.
Stendur ekki undir sér
„Ástæða lokunarinnar er einfald-
lega sú að rekstur verksmiðjunnar
stendur ekki undir sér. Helsta
ástæðan er síminnkandi hráefni til
fiskimjölsverksmiðja, hækkandi
kostnaður og auknar kröfur sem
kalla á öflugar einingar og aukna
hagræðingu.
Uppistaða þess hráefnis sem
borist hefur til verksmiðjunnar í
Helguvík er loðna og hefur nýting
verksmiðjunnar farið síminnkandi
undanfarin ár. Óvissa um rekstur-
inn hefur farið vaxandi vegna
minnkandi loðnukvóta og mikillar
óvissu um loðnuveiðar,“ segir á
heimasíðu Síldarvinnslunnar.
Þar segir að gera megi ráð fyrir
frekari samdrætti í fiskimjölsiðn-
aði. hér á landi. Nú séu starfræktar
11 fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi.
Í Danmörku séu þær til dæmis
þrjár og taki á móti 800 þúsund
tonnum á ári til vinnslu.
Starfrækt frá 1997
Verksmiðjan hefur verið starf-
rækt frá árinu 1997 og verður mót-
töku hráefnis hætt að lokinni
loðnuvertíð í vetur, en reyndar er
óvissa um hvort af henni verður.
Áformin um lokun verksmiðjunnar
voru kynnt starfsfólki á fimmtudag
og hafa einnig verið kynnt fulltrú-
um Reykjanesbæjar og öðrum
hlutaðeigandi.
Síldarvinnslan vonast til að önn-
ur uppbygging á Suðurnesjum
komi í veg fyrir að lokun verk-
smiðjunnar hafi þar alvarleg áhrif.
Hafist verður handa við að ganga
frá verksmiðjunni og svæðinu í
Helguvík í samráði við hlutaðeig-
andi yfirvöld. Unnið verður að því
að koma búnaði og fasteignum í
sölu og notkun.
Sex manns missa
vinnu í Helguvík
SVN lokar fiskimjölsverksmiðjunni
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Óþolinmæðin færist í aukana meðal fulltrúa
þeirra 16 félaga í Starfsgreinasambandinu
(SGS) sem enn hafa ekki vísað yfirstandandi
kjaradeilu við SA til ríkissáttasemjara. Fram
kom á fundi samninganefndar SGS sl. fimmtu-
dag, þar sem farið var yfir stöðuna í kjara-
viðræðunum, að margir forystumenn eru
þeirrar skoðunar að íhuga verði alvarlega
næsta fimmtudag, þegar nefndin kemur aftur
saman til fundar, að vísa deilunni í sáttameð-
ferð, hafi ekki náðst marktækur árangur í við-
ræðunum fyrir þann tíma, skv. heimildum.
Ekki eru þó allir þeirrar skoðunar og vilja bíða
eitthvað lengur með þá ákvörðun.
Þétti raðirnar og myndi blokk
SGS, iðnaðarmannafélögin og Landssam-
band íslenskra verslunarmanna hafa verið í
góðu sambandi í kjaraviðræðunum við SA og
hefur nú m.a. komið til tals að skynsamlegt sé
að þétta þær raðir og mynda blokk þannig að
þessi félög yrðu öll samferða þegar og ef
ákveðið yrði að vísa til Ríkissáttasemjara.
Samhliða kjaraviðræðunum eiga sér stað
þessa dagana óformleg samtöl við stjórnvöld
bak við tjöldin um aðkomu þeirra að gerð
kjarasamninga. M.a. eru fundir í gangi í fá-
mennum hópi sem forseti ASÍ, formaður
BSRB og framkvæmdastjóri SA mynda með
fulltrúum stjórnvalda.
Skv. upplýsingum blaðsins er nú búist við
því innan launþegahreyfingarinnar að útspils
ríkisstjórnarinnar megi vænta mánudaginn 18.
febrúar og þá komi a.m.k. að einhverju leyti í
ljós hvað stjórnvöld eru reiðubúin að gera til að
greiða fyrir lausn á vinnumarkaði.
Ágreiningur hefur verið um hversu miklum
tíma hefur verið varið í viðræður við SA um
breytingar á vinnutíma. Forsvarsmenn iðnað-
armanna gagnrýna þær fullyrðingar sem sett-
ar hafa verið fram í umræðunni og vísa því á
bug að verið sé að semja um niðurfellingu á
kaffihléum á útsölu. ,,Við sem erum við samn-
ingaborðið könnumst ekki við slíkt,“ segir í
pistli á vef Samiðnar í gær. Ef kaffitímar eru
felldir niður verði ávinningnum skipt milli
starfsmanna og atvinnurekenda. Þá sé alls
ekki verið að semja um að lækka yfirvinnuálag
80% í 66%. „Það eru þrír áratugir síðan kjara-
samningum var breytt og hætt að miða við 80%
yfirvinnuálag en í staðinn samið um hlutfall af
mánaðarlaunum. Engin umræða hefur farið
fram um að breyta þessu hlutfalli,“ segir þar.
Sýna stjórnvöld á spilin 18. febrúar?
Háværar raddir í SGS um að ákveða á fimmtudag að vísa kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara hafi
ekki náðst árangur Samiðn vísar á bug að rætt sé um að lækka yfirvinnuálag og selja kaffihlé á útsölu