Morgunblaðið - 09.02.2019, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 09.02.2019, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2019 Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 VELKOMIN Í URÐARAPÓTEK Audi Q7 e-tron er umhverfismildur tengiltvinnbíll sem sameinar krafta dísilvélar og rafmagnsmótors með drægni allt að 56 km. (skv. NEDC). Verð frá 10.990.000 kr. Audi Q7 e-tron quattro Rafmagnaður Eigum nokkra Audi Q7 e-tron quattro hlaðna aukahlutum á einstöku tilboðsverði. Til afhendinga r strax! Morgunblaðið/Hari Hugsjónakona Laura kann vel við snjóinn og fólkið á Íslandinu kalda. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Við þurfum að láta unglings-stelpur finna að þær skiptimáli, það þarf að segjaþeim það. Og við þurfum að hlusta á þær. Þessar stelpur sem ég hef spjallað við búa yfir mikilli visku,“ segir Laura Peña sem stödd er á Íslandi á ferð sinni um heiminn, en hún tók sér árs leyfi frá starfi sínu í Bandaríkjunum sem kvikmynda- gerðarkona og kvikari (animator), til að sinna verkefni sínu „She is the Universe“. „Verkefnið gengur út á að ég tek upp myndbönd þar sem 111 ung- lingsstúlkur um víða veröld, flestar á aldrinum 13-19 ára, segja frá sjálfum sér. Ég spyr þær um ástríður þeirra, framtíðardrauma og áhugamál og hvað þær telji að geti staðið í veg fyrir að þær láti drauma sína rætast. Hvað þær séu hræddar við og hvern- ig þær sjá sjálfar sig og hvernig aðr- ir skilgreina þær. Margar þeirra tala til dæmis um að fólk hafi ekki trú á þeim. Ég spyr þær hvað við hin get- um gert til að þær nái markmiðum sínum í lífinu. Ég vonast til að þetta verkefni varpi ljósi á hvað stúlkur þurfi til að þeim séu allir vegir fær- ir,“ segir Laura og bætir við að hún vilji hafa einstaklingana í hópi þess- ara 111 stelpna sem fjölbreyttasta. „Þær eru með ólíkan bakgrunn, ólík áhugamál og alast upp í ólíkum samfélögum. Þetta eru allskonar stelpur sem munu taka við af okkur, þær eru mæður framtíðar og stjórn- endur framtíðar. Ég spjalla við þær Veröld vantar fleiri konur í áhrifastöður Hún hefur áhyggjur af því að leiðtogar heimsins í dag stíi okkur í sundur í stað þess að sameina. Og eyðileggi jörðina. Hún vill hvetja ungar konur til dáða og fór því af stað með verkefnið „She is the Universe“, þar sem 111 unglingsstúlkur frá 6 heims- álfum segja sögu sína. Laura Peña er hugsjónakona sem lagði upp í leiðangur í sumar og er nú stödd á Íslandi til að filma sögur íslenskra unglingsstúlkna. Í íslenskri fjöru Laura með mæðgunum Írisi Dröfn Björnsdóttur og Rebekku Íri Jónsdóttur, en Rebekka segir sögu sína í verkefni Lauru. Aðalsteinn Ásberg og Svavar Knútur ætla að flytja dagskrá um Reykja- víkurskáldið Tómas Guðmundsson í Hannesarholti í Reykjavík, á morg- un, sunnudaginn 10. febrúar, kl. 16. Þeir munu endurtaka leikinn 24. mars kl. 16. Dagskráin verður í tónum, máli og myndum, en Tómas Guðmundsson er án efa eitt allra vinsælasta ljóð- skáld Íslendinga. Í tilkynningu kem- ur fram að fegurð, kímni og róm- antík muni svífa yfir vötnum í líflegri dagskrá þar sem þeir félagar ætla að segja frá lífi og ljóðum Tómasar og flytja ástsæl sönglög sem samin hafa verið við ljóð hans. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson hefur sent frá sér fjölda verka fyrir börn og fullorðna og hefur átt gjöf- ult samstarf við marga tónlist- armenn gegnum árin. Svavar Knútur hefur sent frá sér margar hljóm- plötur og hefur á undanförnum misserum komið fram á fjölda tón- leika hérlendis og erlendis. Saman eiga þeir félagar heiðurinn af vin- sælli dagskrá um Stein Steinar sem þeir hafa flutt í grunnskólum um land allt. Miðasala fer fram á tix.is Svavar Knútur og Aðalsteinn Ásberg í Hannesarholti Góður félagsskapur Aðalsteinn Ásberg og Svavar Knútur á góðri stundu með Tómasi Guðmundssyni, en reyndar er þetta aðeins stytta af skáldinu. Segja frá lífi og ljóðum Tómasar og flytja ástsæl sönglög Þinn Falstaff! heitir nemendaópera Söngskólans í Reykjavík sem sýnd verður í Iðnó í Reykjavík á morgun, sunnudag, kl. 16 og 20. Þinn Falstaff! er óperuflækja um ástir, örlög og brostnar vonir með senum úr hinum ýmsu óperum. Sögusviðið er í miðbæ Reykjavíkur. Á kaffihúsinu Kaffi Lola, hefur hópur áhugamanna um sveiflu millistríðsáranna hreiðrað um sig. Þau setja svip á bæinn, þar sem þau bæði klæða sig og dansa Lindy Hop í anda stríðsáranna. Í einsöngshlut- verkum eru 9 af nemendum fram- halds- og háskóladeilda Söngskólans í Reykjavík, og dansarar frá Sveiflu- stöðinni dansa og Sinfóníuhljómsveit leikur undir. Sibylle Köll leikstýrir, Hrönn Þráinsdóttir er tónlistarstjóri og stjórnandi er Garðar Cortes. Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík Ástir, örlög og brostnar vonir Fjör Söngur og dans á Kaffi Lola.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.