Morgunblaðið - 09.02.2019, Qupperneq 13
og segi þeim frá ástæðunni fyrir því
að ég er að gera þetta verkefni, sem
er meðal annars sú að ég tel að heim-
inn vanti fleiri konur í áhrifastöður.
Af því að margir af leiðtogum heims-
ins í dag eru ekki að gera það sem er
gott, heldur virkilega eyðileggjandi,
til dæmis fyrir jörðina okkar. Og
þeir stía okkur í sundur í stað þess
að sameina. Ég segi stelpunum að ég
trúi því að konur geti breytt veröld-
inni.“
Sést á íslenskum konum að
þeim eru allir vegir færir
Laura er fædd og uppalin í
Dóminíska lýðveldinu en flutti þaðan
til Bandaríkjanna þegar hún var 25
ára og hefur búið þar undanfarin 14
ár.
„Ég hef aldrei áður komið til Ís-
lands en ástæðan fyrir því að ég vildi
láta íslenskar unglingsstelpur tjá sig
í þessu verkefni er sú að hér var
fyrsti kvenkyns forseti heims kosinn
í lýðræðislegri kosningu. Ég velti
fyrir mér hvernig það væri fyrir
stúlkur að alast upp í landi þar sem
þær vita að þetta er möguleiki fyrir
þær, að verða forseti. Ég lít á Vigdísi
ykkar Finnbogadóttur sem afar
sterka fyrirmynd sem skiptir miklu
máli fyrir stúlkur. Eftir að ég kom
hingað komst ég að því að núverandi
forsætisráðherra væri ung kona, og
að áður hefði samkynhneigð kona
gegnt því starfi. Ég hef komið til
margra landa þar sem jafnréttismál
eru ekki komin svona langt og það er
ólíkt umhverfi fyrir stúlkur að alast
upp í. Ég sé það meira að segja á því
hvernig íslenskar konur bera sig,
þær eru fullar af sjálfstrausti og það
sést á þeim að þeim eru allir vegir
færir. Þetta sýnir hvað fyrirmynd-
irnar skipta miklu máli og hvaða
raunveruleika stúlkur alast upp í. Í
heimalandi mínu, Dóminíska lýð-
veldinu er það afar fjarlægur mögu-
leiki fyrir ungar stúlkur að þær eða
aðrar konur geti verið forsetar. Það
er meira eins og draumur.“
Þungun unglingsstúlkna
Laura fór af stað með verkefnið
í júní en hún er með sextán lönd á
lista yfir þau sem hún mun heim-
sækja og fá stelpur til að tjá sig.
„Ég byrjaði í Bandaríkjunum,
fór svo til Dóminíska lýðveldisins,
þaðan til Kólumbíu og nú er ég hér á
Íslandi. Framundan er Bretland,
Danmörk, Frakkland og Spánn, en
síðan fer ég til Afríku, Asíu og Ástr-
alíu,“ segir Laura og bætir við að
hugmyndin hafi kviknað þegar hún
fyrir nokkrum árum tók þátt í verk-
efni fyrir unglingsstelpur í Dómin-
íska lýðveldinu.
„Ég kenndi þeim að segja sögur
í gegnum teiknimyndir og sögurnar
þeirra voru svo kraftmiklar. Þegar
ég spurði eina þeirra sem var 14 ára,
hvað hefði mest áhrif á stelpur á
hennar aldri í samfélaginu, svaraði
hún að það væri sú staðreynd að 80
prósent vinkvenna hennar væru
barnshafandi. Þarna er þetta norm-
ið, hversdagslegt. Vændi er líka stór
hluti af raunveruleika þessara ungu
stúlkna. Mig langaði virkilega mikið
til að gera eitthvað til að styrkja
stelpur í heiminum, efla þær til að
verða sjálfstæðar og berjast fyrir
sínu.“
Laura segist í framhaldinu hafa
velt fyrir sér hvað samstaða kvenna
og tengsl skipta miklu máli, það sem
á ensku kallast „sisterhood“.
„Ég spurði sjálfa mig að því
hvað ég gæti lagt af mörkum. Sem
starfandi kvikmyndagerðarkona og
hafandi mikinn áhuga á því að
ferðast, ákvað ég að fá stelpur frá
ólíkustu heimshornum til að segja
sögur sínar, taka það upp og gera að-
gengilegt á myndböndum á vefnum.
Til að efla þær til dáða. Svo ég lagði
bara af stað.“
Þekkti Ingunni ekkert en fær
að gista hjá henni og borða
Laura tekur fram að hún gæti
þetta aldrei án alls þess stuðnings
sem hún nýtur úr tengslaneti sínu.
„Ég fæ til dæmis að gista og
borða hér hjá Ingunni Snædal, konu
sem ég þekkti ekkert en vinkona mín
þekkti. Margir vinir aðstoða mig við
þetta verkefni og ég lít á þennan hóp
sem samfélag,“ segir Laura sem
fékk þrjár íslenskar stúlkur til að
segja frá lífi sínu fyrir „She is the
Universe“ verkefnið. Þetta eru þær
Lára Snædal Boyce, Rebekka Ír
Jónsdóttir og Brónagh Rán Katr-
ínardóttir O’Reilly.
Laura hefur þegar sett mörg
myndbönd á heimasíðuna og nýtt
kemur þar inn eins hratt og henni
vinnst efnið. Hægt er að skoða þau
myndbönd sem þegar eru komin á
heimasíðunni: sheistheuniverse.org
og einnig á YouTube.
Tónlist Aubrienne Davis frá Bandaríkjunum í myndatöku hjá Lauru.
Gaman Lára Snædal Boyce tók fúslega þátt í verkefni nöfnu sinnar Lauru.Flottar Brot af þeim stelpum sem segja sögu sína í She is the Universe. Lára og Rebekka eru þar á meðal.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2019
FIMMTUDAGINN 14. FEBRÚAR KL. 8.30-12.00
Í HÖRPU NORÐURLJÓSUM
MENNTADAGUR ATVINNULÍFSINS 2019
Vinsamlegast skráið þátttöku á vef SA: www.sa.is
8.30 Velkomin. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnnulífsins
Ávarp. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands
Læsi til framtíðar – staða, ástæður og möguleikar. Hermundur Sigmundsson, prófessor við Háskólann í Þrándheimi í Noregi og HR
STIKLAÐ Á STÓRU
Að skilja nútímann. Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi og hugbúnaðarverkfræðingur
Fjármálalæsi. Ómar Örn Magnússon, kennari og verkefnastjóri við Hagaskóla
Menningarlæsi: Ætlarðu í alvörunni að kyssa mig þrisvar? Margrét Lára Friðriksdóttir, mannauðsstjóri Össurar
MENNTAVERÐLAUN ATVINNULÍFSINS 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhendir verðlaunin
10.00 Kaffi og meðlæti. Fræðslusjóðir og fræðsluaðilar kynna sig á Menntatorgi
10.30 Málstofur: A) Kennslustofa 21. aldarinnar. B) Staða stráka í lífi og starfi
Fundarstjóri: Signý Sif Sigurðardóttir, forstöðumaður fjárstýringar hjá Landsvirkjun
–