Morgunblaðið - 09.02.2019, Page 14

Morgunblaðið - 09.02.2019, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2019 laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Pappelina gólfmotta Verð frá 6.900 kr. Led húsnúmer Falleg húsnúmer í öllum stærðum og gerðum · Sérsmíðum númer á öll hús og fjölbýli Best er að panta í gegnum facebooksíðuna okkar: ledhúsnúmer Einnig hægt að hringa í sími 775 6080 · Ledlýsing sem endist og eyðir litlu rafmagni · Hægt að fá í lituðu áli eða ryðfríu stáli · Verið velkomin á facebooksíðu okkar: Led húsnúmer ÚR BÆJARLÍFINU Sigurður Ægisson Siglufjörður Í lok árs 2018 voru alls 45 án at- vinnu í Fjallabyggð, 32 karlar og 13 konur. Þetta má lesa úr gögnum frá Vinnumálastofnun. Íbúum fækkaði um sjö eða um 0,3% á síðasta ári, voru 2.004 hinn 1. desember síðast- liðinn. Það sem af er árinu hefur fjölgað og stóð talan 3. janúar í 2.008.    Sólberg ÓF 1 varð aflahæst ís- lenskra frystiskipa á síðasta ári. Afli varð 12.450 tonn af óslægðum fiski í alls tólf löndunum og aflaverðmætið um 3.800 milljónir króna.    Átján útskriftarnemar úr Listaháskóla Íslands dvöldu í Siglu- firði í byrjun árs á vegum Alþýðu- hússins. Unnu þeir að fjölbreyttum verkefnum undir handleiðslu Að- alheiðar S. Eysteinsdóttur og Sindra Leifssonar ásamt því að kynnast heimamönnum og menning- arstarfsemi í gamla síldarbænum og annars staðar á Eyjafjarðarsvæð- inu.    Tvíhliða samskipti Íslands og Finnlands, málefni norðurslóða, Norðurlandasamstarfið, Evrópumál og öryggis- og varnarmál voru á meðal umræðuefna á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands, á fundi þeirra 14. janúar sem fram fór á Síldarminjasafninu. Soini, sem var staddur hér á landi í vinnuheimsókn, kynnti sér jafn- framt atvinnulíf og starfsemi fyr- irtækja á Tröllaskaga.    Uppbyggingarsjóður Norður- lands eystra styrkir rekstur Ljóða- seturs Íslands um 1.200.000 kr. á árinu. Það er töluvert hærri fjárhæð en sveitarfélagið leggur af mörkum þangað, sem er einungis 150.000 kr.    Samningur hefur verið gerður við Tröppu ráðgjöf ehf. um sér- fræðiráðgjöf við Grunnskóla Fjalla- byggðar. Unnið verður eftir sýn um framúrskarandi skóla þar sem gert er ráð fyrir að ná árangri umfram væntingar. Áhersla verður lögð á fjölbreytta kennsluhætti.    Um 40 iðkendur Skíðafélags Siglufjarðar, Skíðaborgar, (SSS) og aðstandendur þeirra héldu í æf- ingaferð til Neukirchen í Zell am See í vesturhluta Austurríkis í jan- úar og dvöldu þar í tæpan hálfan mánuð.    JE vélaverkstæði á Siglufirði færði nýverið málmiðnaðarbraut VMA að gjöf plasma-skurðarvél. Það er ómetanlegt fyrir skólann að fá slíkan stuðning fyrirtækis í grein- inni, sagði Hörður Óskarsson, brautarstjóri málmiðngreina í VMA í þakkarávarpi og undir það tóku aðrir kennarar við málmiðn- aðarbraut VMA.    Unglingahljómsveitin Ronja og ræningjarnir, fulltrúi fé- lagsmiðstöðvarinnar Neon í Fjalla- byggð, var á meðal þeirra sem kom- ust í úrslit NorðurOrg í lok janúar og fer því í lokakeppni Samfés sem haldin verður í Laugardagshöll seinnipartinn í mars.    Alls eru 39 komur ellefu far- þegaskipa áætlaðar til Siglufjarðar á þessu ári, frá og með 14. maí til 20. september. Með þeim koma 7.925 farþegar. Er það sami fjöldi skipa og á síðasta ári en töluverð fjölgun far- þega þar sem fleiri stærri skip eru áætluð í ár en í fyrra. Skipakomur eru þó færri í ár en á síðasta ári en þá voru þær 42. Fyrsta farþegaskip ársins, Ocean Diamond, kemur 14. maí.    Salthúsið er að taka á sig end- anlega mynd. Innan skamms verður gert hlé á framkvæmdunum sem staðið hafa undanfarið og haldið áfram í haust. Á neðri hæð hússins hafa allir milliveggir verið settir upp, búið er að leggja rafmagn og einangra alla útveggi og stefnt er að því að taka varðveislurými á efri hæð þess í notkun um mitt ár. Unnið er að hönnun sýningar þar. „Vet- urinn í síldarbænum“ er vinnuheiti hennar. Listaháskólanemar kynntu sér gamla síldarbæinn Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Siglufjörður Nú ríkir sannkallaður vetur á Siglufirði, gamla síldarbænum nyrst á Tröllaskaga sem skartar þessa dagana fannhvítum vetrarbúningi. BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Enn hefur ekki mælst það mikið af loðnu að gefinn verði út upphafskvóti á vertíðinni. Fiskifræðingar og full- trúar útgerða uppsjávarfyrirtækja ræddu málin á fundum í gær þar sem farið var yfir stöðuna, framhald leitar og ýmsar sviðsmyndir ræddar um göngu loðnunnar. Leitað frá áramótum Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofn- unar, segir að rannsóknaskipið Árni Friðriksson haldi loðnhuleit áfram eftir helgi, en skipið var inni á Eski- firði í gær. Polar Amaroq er vænt- anlegt til hafnar í dag, eftir að hafa leitað loðnu fyrir Norðurlandi og Austfjörðum síðustu daga. Eitt veiði- skipanna verður einnig við leit í næstu viku í samstarfi Hafrannsóknastofn- unar og útgerða uppsjávarskipa. Loðnuleit hefur meira og minna staðið yfir síðan 4. janúar, en nokkrar frátafir hafa orðið vegna brælu. Bergmálsmælingar á stærð veiði- stofns loðnu, þ.e. kynþroska loðnu sem hrygnir í vor, fóru fram á Árna Friðrikssyni og veiðiskipunum Aðal- steini Jónssyni SU og Berki NK 4.- 15. janúar. Í þeim leiðangri mældust um 214 þúsund tonn af kynþroska loðnu „og er ljóst að magnið sem mældist er undir því sem þarf til að mælt verði með loðnuveiðum á yfir- standandi vertíð,“ sagði í frétt frá Hafrannsóknastofnun. Þorsteinn segir að ekki sé endan- lega búið að reikna út niðurstöður úr úthaldi Árna Friðrikssonar og Polar Amaroq síðustu daga. Svo virðist þó sem eitthvað hafi bæst í gönguna og þá einkum úti fyrir sunnanverðum Austfjörðum. Það sé þó ekki nóg til að taka ákvörðun um upphafskvóta. Norður af Horni sást einnig loðna og er fullorðin loðna farin að skilja sig frá ungloðnu sem er þar vestan við. Hver dagur dýrmætur Sá árgangur sem hrygnir í vor hef- ur aldrei mælst sterkur, en Þorsteinn segir að von manna sé sú „að góð gusa komi að norðan“ og inn á svæðið fyrir norðan land. Hver dagur er dýr- mætur ef einhver loðnuvertíð á að verða í vetur því loðnan hrygnir yf- irleitt í lok mars og drepst síðan. Síð- asta vor var undantekning því þá veiddist loðna fyrir norðan land fram undir miðjan mars og töluvert af loðnu er talið hafa hrygnt þar. Loðnuveiðar skipta þjóðarbúið miklu máli og má áætla að 100 þús- und tonn geti skilað hátt í 10 millj- örðum króna í útflutningsverðmæti. Í sjávarplássum frá Vopnafirði suður og vestur um til Reykjaness hafa fyrstu mánuðir ársins gjarnan verið merktir loðnunni. Nú ríkir óvissa. Góðar markaðsaðstæður Aðstæður á mörkuðum eru sagðar góðar um þessar mundir og útflytj- andi sem rætt var við í vikunni sagði að það yrði áfall ef árseyða kæmi í veiðar, vinnslu og útflutning. Tíma gæti tekið að vinna markaðinn upp að nýju. Öll nótt er þó ekki úti enn og bent hefur verið á að talsvert var liðið á febrúarmánuð 2017 þegar hressilega var bætt í kvótann. Sömuleiðis var bætt í kvótann í byrjun febrúar í fyrravetur. Þá veiddu íslensk skip um 186 þúsund tonn og tíu þúsund tonn- um meira veturinn 2017. Til viðbótar kvóta íslenskra skipa fengu Færey- ingar, Grænlendingar og Norðmenn aflaheimildir samkvæmt samningum þjóðanna. Nú eru ekki í gildi samn- ingar við Færeyinga um gagnkvæm- ar veiðiheimildir. Enn ríkir óvissa um loðnuvertíð  Loðnuleit haldið áfram eftir helgi  Von manna „að góð gusa komi að norðan“  Skiptir þjóðarbúið miklu máli  100 þúsund tonn af loðnu gætu skilað hátt í 10 milljörðum króna í útflutningsverðmæti Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Enginn kvóti Hoffellið frá Fáskrúðsfirði á loðnuveiðum fyrir tveimur árum, en skipið leitar nú fyrir sér á kolmunnaslóð vestur af Írlandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.