Morgunblaðið - 09.02.2019, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 09.02.2019, Qupperneq 16
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tekjur sveitarfélaga af staðgreiddu útsvari voru 195 milljarðar króna í fyrra og jukust um 9,5% milli ára. Þær voru til samanburðar 161 millj- arður 2016 og 178 milljarðar 2017. Þetta kemur fram í nýjum tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga um staðgreiðslu útsvars árið 2018. Útsvarið er lagt á tekjur ein- staklinga, þó ekki á fjármagns- tekjur. Það hefur skilað stigvax- andi tekjum á síðustu árum. Þannig skilaði staðgreiðslan sveitarfélögunum tæpum 134 millj- örðum 2014 en um 195 milljörðum í fyrra. Það er aukning um 61 milljarð sem er 46% aukning á nafnvirði. Til samanburðar hækkaði vísitala neysluverðs um 8% milli ára 2014 og 2018. Er þá reiknað með meðaltali vísitölunnar bæði árin. Samkvæmt þessu hækkaði útsvarið um tæp 38% að raunvirði 2014 til 2018. Fylgir hækkandi launum Sigurður Á. Snævarr, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs hjá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga, segir aukninguna hjá sveitarfélögunum milli ára 2017 og 2018 vera í takt við hækkandi laun í landinu. Reykjavík hefur sem fyrr mestar tekjur af útsvari. Staðgreiðslan færði borginni 72,3 milljarða í fyrra sem er 8,4% aukning milli ára. Næst kemur Kópavogur en þar voru út- svarstekjurnar 21,4 milljarðar sem var 9,4% meira en árið áður. Hafn- arfjörður var í þriðja sæti með 16,3 milljarða, sem var 8,7% aukning, og Reykjanesbær í fjórða sæti með 9,9 milljarða, sem er 18% aukning. Hefur Reykjanesbær þar með haft sætaskipti við Garðabæ í þessu efni. Þá hefur Garðabær farið fram úr Akureyri sem er nú í sjötta sæti. Má geta þess að Akureyri var í fjórða sæti listans fyrir ári, á eftir Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík. Fór fram úr Akureyri Varð það að umfjöllunarefni í vik- unni að íbúar í Reykjanesbæ voru orðnir fleiri en íbúar Akureyrar, eða rétt tæplega 19 þúsund. Til saman- burðar bjó 14.091 íbúi í Reykja- nesbæ árið 2010 en 17.573 á Akur- eyri, sem var þá töluvert stærri bær. Þessar breytingar endurspegla meðal annars mikla íbúafjölgun í Reykjanesbæ og Garðabæ og stór- auknar tekjur af ferðaþjónustu suð- ur með sjó. Hægt hefur á vexti ferðaþjónustunnar. Það ásamt mikilli uppbyggingu í Garðabæ er líklegt til að hafa þær afleiðingar að Garðabær fari aftur í fjórða sætið í ár. Á þessu ári verður til dæmis flutt í fjölda íbúða í Urriðaholti og fær bærinn með því fleiri útsvars- greiðendur. Árborg er meðal hástökkvara í þessu efni. Útsvarstekjurnar fóru úr 4,1 milljarði 2017 í 4,6 milljarða í fyrra og jukust um 13%. Aðflutn- ingur fólks frá höfuðborgarsvæðinu á vafalítið þátt í þessari þróun. Sömu sögu er að segja af Akra- nesi. Þar fóru útsvarstekjurnar úr 3,6 milljörðum í 4 milljarða, sem er 11,4% aukning. Útsvarstekjur sveiflast í takt við atvinnuástand og launaþróun. Þá hefur íbúafjöldinn töluverð áhrif. Hlutfallslega mikil aukning Sigurður segir aðspurður það vera hlutfallslega mikla aukningu að útsvarstekjur sveitarfélaga í heild skuli hafa aukist um 46% frá 2014. Sú þróun vitni um efnahagsbatann. „Þetta er fyrst og fremst breyting í undirliggjandi tekjum milli ára. Álagningarhlutfallið hefur lítið breyst,“ segir Sigurður. Sigurður segir að lokum að rétt sé að benda á að hér sé um bráða- birgðatölur um staðgreiðsluna að ræða og eins að hluti útsvars inn- heimtist utan staðgreiðslu í endan- legri álagningu sem liggur fyrir í haust. Þannig námu tekjur Reykja- víkurborgar af útsvari árið 2017 alls 68,7 milljörðum króna, en tekjur af staðgreiddu útsvari 66,7 milljörðum króna. Útsvarstekjurnar á hraðri uppleið  Sveitarfélög höfðu 195 milljarða í tekjur af staðgreiddu útsvari í fyrra  9,5% aukning frá 2017  Tekjurnar jukust um 18% í Reykjanesbæ og er sveitarfélagið nú komið í fjórða sæti tekjulistans Greidd staðgreiðsla til sveitarfélaga 2014-2018 Upphæðir eru í milljónum króna ■ 2014 2015 2016 2017 2018 Breyting frá 2014 Breyting frá 2017 Skagafjörður 1.515 1.577 1.760 1.850 2.006 32,5% 8,5% Ísafjörður 1.485 1.577 1.710 1.817 1.983 33,5% 9,1% Borgarbyggð 1.170 1.310 1.459 1.654 1.819 55,5% 10,0% Akranes 2.777 2.977 3.306 3.623 4.037 45,4% 11,4% ■ 2014 2015 2016 2017 2018 Breyting frá 2014 Breyting frá 2017 Reykjavík 50.717 53.997 60.447 66.713 72.333 42,6% 8,4% Kópavogur 14.113 15.386 17.695 19.563 21.396 51,6% 9,4% Seltjarnarnes 2.050 2.164 2.423 2.640 2.843 38,7% 7,7% Garðabær 6.486 6.957 7.866 8.805 9.730 50,0% 10,5% Hafnarfjörður 11.196 11.984 13.672 14.980 16.276 45,4% 8,7% Mosfellsbær 3.729 4.042 4.623 5.262 6.039 62,0% 14,8% ■ 2014 2015 2016 2017 2018 Breyting frá 2014 Breyting frá 2017 Reykjanesbær 5.381 6.126 6.999 8.387 9.899 84,0% 18,0% Grindavík 1.128 1.281 1.420 1.481 1.663 47,5% 12,3% ■ 2014 2015 2016 2017 2018 Breyting frá 2014 Breyting frá 2017 Árborg 2.918 3.197 3.653 4.097 4.628 58,6% 13,0% Hveragerði 798 893 1.024 1.163 1.310 64,2% 12,6% Vestmannaeyjar 1.907 2.082 2.195 2.260 2.383 25,0% 5,5% ■ 2014 2015 2016 2017 2018 Breyting frá 2014 Breyting frá 2017 Hornafjörður 901 982 1.084 1.201 1.326 47,2% 10,4% Fjarðabyggð 2.356 2.545 2.603 2.773 2.948 25,1% 6,3% Fljótsdalshérað 1.346 1.426 1.576 1.717 1.822 35,4% 6,1% Norðurþing 1.125 1.214 1.398 1.623 1.755 56,0% 8,1% Akureyri 7.191 7.657 8.449 9.134 9.720 35,2% 6,4% Reykjanesbær 84,0% Hveragerði 64,2% Mosfellsbær 62,0% Árborg 58,6% Norðurþing 56,0% Mesta aukning 2014 til 2018 Reykjanesbær 18,0% Mosfellsbær 14,8% Árborg 13,0% Hveragerði 12,6% Grindavík 12,3% Mesta aukning 2017 til 2018 Reykjavík Kópavogur Hafnar- fjörður Reykjanes- bær Garðabær Akureyri Mosfells- bær Árborg Akranes Fjarða- byggð Greidd staðgreiðsla – tíu stærstu sveitarfélögin 2018 2014 2015 2016 2017 2018 Samtals greidd staðgreiðsla 2014-2018 Milljarðar króna Milljarðar króna 195178161 144133 Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga 4,0 2,9 72,3 21,4 16,3 9,9 9,7 9,7 6,0 4,6 Sigurður Á. Snævarr Morgunblaðið/Árni Sæberg Á Keflavíkurflugvelli Aukin umsvif í fluginu hafa skapað störf og tekjur suður með sjó. Skatttekjur Reykjanesbæjar hafa stóraukist síðustu ár. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2019 Panodil filmuhúðaðar töflur, Panodil Zapp filmuhúðaðar töflur, Panodil Junior mixtúra, dreifa, Panodil Hot mixtúruduft, lausn til inntöku, Panodil Brus freyðitöflur. Inniheldur paracetamól. Við vægum verkjum. Hitalækkandi. Til inntöku. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Veldu Panodil sem hentar þér! Verkjastillandi og hitalækkandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.