Morgunblaðið - 09.02.2019, Síða 19

Morgunblaðið - 09.02.2019, Síða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2019 Bankastræti 12 | Sími 551 4007 | skartgripirogur.is Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Leo Varadkar, forsætisráðherra Ír- lands, sagði í gær að hann væri opinn fyrir frekari viðræðum um framtíð Brexit-samkomulagsins svonefnda, en ítrekaði að ekki væri hægt að hrófla við efni þess á nokkurn hátt. Theresa May, forsætisráðherra Breta, fundaði í gær með Varadkar í Dublin, höfuðborg Írlands, en í fyrradag ræddi hún við Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins. May færði bæði Juncker og Varadkar þau skilaboð að breska þingið gæti ekki samþykkt samkomulagið ef lagalega bindandi breytingar á hinum svo- nefnda „írska varnagla“ yrðu ekki gerðar. Varnaglinn á að tryggja það, ef ekki næst samkomulag á milli Breta og Evrópusambandsins um við- skipti, að landamæri Írlands og Norður-Írlands haldist opin, en breskir þingmenn hafa gagnrýnt hann fyrir að gefa Evrópusamband- inu of mikið vald um það hvenær og hvort Bretland gæti yfirgefið sam- bandið. Varadkar þvertók hins vegar fyrir það í gær að hægt væri að semja upp á nýtt um varnaglann eða bæta við ákvæðum sem takmörkuðu þann tíma sem hann yrði í gildi. Fjölmiðlar spurðu Varadkar hver tilgangur viðræðna hans við May væri í ljósi þess að engin stefnu- breyting virtist á döfinni. Sagði hann að allir vildu forðast þá stöðu að Bretar yfirgæfu ESB án samkomu- lags og að írsku landamærin myndu lokast á ný. Þá vildu allir að góð sam- skipti Bretlands og Írlands héldu áfram. „Þannig að það er meira sem sameinar en sundrar okkur,“ sagði Varadkar og ítrekaði að naumur tími væri til stefnu, en Bretland mun að óbreyttu yfirgefa Evrópusambandið hinn 29. mars næstkomandi. Varnaglanum ekki haggað  May fundar með leiðtogum Evrópusambandsins  Engin lausn í sjónmáli AFP Handaband May og Juncker takast í hendur fyrir fund sinn í fyrradag. Ár svínsins gekk í garð samkvæmt kínverska tímatal- inu á þriðjudaginn var, og er áramótunum nú fagnað með vikulangri hátíð vítt og breitt um Kína. Mikið er um dýrðir í Kína vegna tímamótanna og má víða sjá „drekadansara“, líkt og þessa sem örkuðu um stræti og torg höfuðborgarinnar Peking í gær. AFP Kínverska nýárið gengið í garð Ári svínsins fagnað í Peking Ubolratana, prinsessa af Taí- landi og eldri systir konungs- ins, tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í embætti forsætisráð- herra, en kosið verður í landinu í vor. Hún býður sig fram fyrir Thai Raksa Chart-flokkinn, en hin um- deilda Shinawatra-fjölskylda hefur lengi haft þar tögl og hagldir. Framboð Ubolratana kom nokk- uð á óvart, en mótframbjóðandi hennar er Prayut Chan-O-Cha, helsti forvígismaður herforingja- stjórnarinnar sem nú ræður ríkjum í Taílandi. Konungur Tælands, Maha Vaj- iralongkorn, gagnrýndi systur sína fyrir framboðið og sagði það óvið- eigandi af meðlimi konungsfjöl- skyldunnar að blanda sér í stjórn- mál með þessum hætti. Prinsessa stefnir á forsætisráðuneytið Ubolratana TAÍLAND Nicolas Maduro, forseti Vene- súela, hét því í gær að hann myndi ekki hleypa „falskri neyðaraðstoð“ frá Bandaríkj- unum inn í land- ið, en Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar hafði óskað eftir henni. „Við erum ekki betl- arar,“ sagði Maduro á blaðamanna- fundi í höfuðborginni Caracas. Maduro gagnrýndi einnig ráð- herrafund evrópskra og suður- amerískra ráðamanna, sem haldinn var í fyrradag, fyrir að hafa hvatt til þess að frjálsar og gagnsæjar forsetakosningar yrðu haldnar sem fyrst í landinu. Efnahagur Vene- súela hefur hrunið undir stjórn Maduros og er nú talsverður skort- ur á nauðsynjavöru, bæði mat- vælum og lyfjum. Hafnar „falskri“ neyðaraðstoð Nicolas Maduro VENESÚELA Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað í gær að verða ekki við kröfu bandarískra öldungadeildarþing- manna um að hann lýsti því yfir hver bæri ábyrgð á morðinu á sádí-arab- íska blaðamanninum Jamal Khas- hoggi í október á síðasta ári, en hann var tekinn af lífi í ræðismannsbústað Sádí-Arabíu í Istanbúl hinn 2. októ- ber 2018. Samkvæmt ályktun sem öldunga- deildarþingmenn úr báðum flokkum samþykktu 10. október síðastliðinn fékk forsetinn frest til dagsins í gær til þess að skila áliti um það hvort krónprins Sádí-Arabíu, Mohammed bin Salman, hefði persónulega fyr- irskipað að Khashoggi yrði tekinn af lífi, en krónprinsinn var sagður hafa haft horn í síðu hans. Ákvörðun Trumps kom degi eftir að bandaríska dagblaðið New York Times birti fregnir þess efnis að bandaríska leyniþjónustan hefði hlerað samskipti krónprinsins árið 2017, þar sem hann hefði hótað því að láta „setja kúlu“ í Khashoggi ef hann sneri ekki aftur til Sádí-Arabíu og léti af gagnrýni sinni á þarlend stjórnvöld. Vakti greinin mikið um- tal vestanhafs í fyrradag. Utanríkisráðu- neyti Bandaríkj- anna sagði að stjórnvöld hefðu þegar beitt sér gegn þeim sem bæru ábyrgðina, en rúmlega tutt- ugu sádí-arabísk- ir embættismenn voru sviptir land- vistarleyfi eftir morðið, auk þess sem eigur sautján annarra voru frystar. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, nefndi Khashoggi- málið á fundi sínum við Adel al-Ju- beir, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu á fimmtudaginn, en al-Jubeir lýsti því yfir í gær að krónprinsinn hefði ekki átt neinn þátt í morðinu. Sagði hann að það væri „rautt strik“ í samskiptum Sádí-Araba við aðrar þjóðir ef einhver myndi ásaka krónprinsinn um að hafa gefið skip- unina um að myrða Jamal Khas- hoggi. „Að einhver telji sig geta skip- að okkur fyrir verkum, eða skipað forystu okkar fyrir verkum, er fá- ránlegt,“ sagði al-Jubeir við fjöl- miðla í gær. Krónprinsinn ekki ásakaður  Khashoggi-málið aftur í hámæli Jamal Khashoggi Þjóðarsorg ríkti í Brasilíu í gær eftir að tíu manns létust í eldsvoða í þjálf- unarbúðum Flamengo, eins vinsæl- asta knattspyrnufélags landsins. Samkvæmt tilkynningu frá lögregl- unni í Rio de Janeiro kom eldsvoðinn upp fyrir dögun í byggingu þar sem leikmenn á aldrinum 14 til 17 ára dvöldu ásamt þjálfurum og öðru starfsfólki. Hermdu heimildir bras- ilískra fjölmiðla að sex ungmenni hefðu verið meðal hinna látnu og fjórir fullorðnir. Þá fengu þrír brunasár. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sagði að hann fyndi til með fjölskyld- um þeirra sem létust í eldsvoðanum, en mikið af yngri flokkum Flamengo er skipað leikmönnum sem koma víðsvegar að í Brasilíu, þó að félagið sé í Rio de Janeiro. Rodolfo Landim, forseti Flamengo, sagði að þetta væri mesti harmleikur í 123 ára sögu félagsins. Tíu látnir í eldsvoða í Brasilíu  Tengdust yngri flokkum Flamengo

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.