Morgunblaðið - 09.02.2019, Side 24

Morgunblaðið - 09.02.2019, Side 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2019 Hún er komin heim. Hvur? Hún Sólrún, þú veist. Hún var oddviti annars stjórnarflokks- ins sem rústaði þjóðfé- lagið í hruninu – manstu? Og það var hún sem sagði svo eft- irminnilega við tíu þúsund fjölskyldur, sem misstu allt sitt í hruninu: „Þið eruð ekki þjóðin.“ Orðin svíða. Þau sitja eftir í þjóðarminninu. En hefur ekki þjóðin fyrirgefið henni fyrir löngu? Alla vega þeir sem tala í hennar nafni? Þeir hafa tilnefnt Sólrúnu sem fulltrúa þjóð- arinnar hjá alþjóðaelítunni, á skatt- frjálsum ofurlaunum. Hún verður jú að vera landi og þjóð til sóma, ekki satt? Hvað er hún að gera? Fyrst var hún víst að kenna þeim kvenréttindi í Kabúl. Að vísu fylgir það sögunni að hún hafi helst ekki hætt sér út fyrir amrísku herstöðina, sem hélt yfir henni verndarhendi. En þeim veitti nú ekki af því að heyra hana tala um kvenréttindin, körlunum þeim. En upp á síðkastið hefur hún verið á faraldsfæti, aðallega í Austur- Evrópu, til að brýna fyrir valdhöfum í Ungó og Póllandi að standa vörð um rétt- arríkið. Hvernig þá? Jú, hún er að vara við því að valdhafarnir þar leyfi dómstólum göt- unnar að vaða uppi og líði það að andstæð- ingar séu teknir póli- tískt af lífi, án dóms og laga. Nú er hún komin heim til að segja okkur að þarna séu vítin til að varast. En hún Sólrún hefur unnið sér fleira til frægðar en þetta, ekki satt? Jú, jú, þú manst þegar Al- þingi dró nánasta samstarfsmann hennar fyrir Landsdóm, hann Geir, manstu, til að láta hann einan bera ábyrgð á hruninu. Þá voru ein- hverjir að heimta að Sólrún gæfi sig fram til að standa fyrir máli sínu við hans hlið. Hún var jú oddviti hins stjórnarflokksins, ekki satt? En hún var svo sniðug að hún sannfærði meirihluta þingflokks Samfylking- arinnar um að hún hefði aldrei haft neitt vit á efnahagsmálum – eða þannig. Það voru jú fáir sem treystu sér til að mótmæla því. Svo að hún slapp með skrekkinn. Þeir þarna í samstarfsflokknum kalla þetta svik aldarinnar, með stórum stöfum. Og margir höfðu eitthvað svipað á orði. Einn sagði að þessi framkoma Sólrúnar væri öm- urlegasta dæmið í íslenskri stjórn- málasögu um óheilindi, óheiðarleika og ódrenglyndi. Vá … – hver sagði þetta? Það var víst þessi Jón Bald- vin. Og hann hefur ekki verið að skafa utan af því. Hann lætur að því liggja að „öfgafeministar“, læri- meyjar Sollu, hafi yfirtekið Sam- fylkinguna svo að alvörukrötum sé þar varla vært mikið lengur. Hefurðu heyrt hvað Solla kallar konurnar sem í skjóli nafnleyndar eru að segja ljótar sögur um Jón Baldvin? Hún kallar þær hetjur, en ekki hugleysingja. Og hverju svarar Jón Baldvin? Hann segir að ef kar- akter af þessu kaliberi (og á víst við Sólrúnu) hallmælir manni megi sá hinn sami meðtaka það sem hól. Og hann segist vera að bíða eftir því að formaður Samfylkingarinnar gefi aftur út yfirlýsingu að gefnu tilefni. Um hvað? Að það þarfnist ekki nán- ari skýringa að formaðurinn núver- andi sé afar stoltur af Sólrúnu, for- vera sínum á formannsstóli. Sólrúnir Eftir Bryndísi Schram » Og það var hún sem sagði svo eftirminni- lega við tíu þúsund fjöl- skyldur, sem misstu allt sitt í hruninu: „Þið eruð ekki þjóðin.“ Orðin svíða. Þau sitja eftir í þjóðarminninu. Bryndís Schram Höfundur hefur m.a. gegnt hlutverki leiklistargagnrýnanda. Hingað til hefur það talist óskrifuð regla að einkasamtöl skuli ekki tekin upp á laun, hvað þá birt opinberlega. Það er varla óeðlileg krafa að menn fái að eiga einkasamtöl hvort sem þau eiga sér stað í heimahúsum eða á öðr- um vettvangi. Fáir vilja búa í eftirlitsríki þar sem einkasamtöl eru hleruð og birt. Talsmátinn í samtalinu er aukaatriði. Vissulega er hann í einhverjum til- fellum ósanngjarn en sjaldan refsi- verður. Öðru máli gegn- ir um óheimila upptöku og birtingu á einka- samtölum. Mikilvægt er að slík mál fái réttláta meðferð innan stjórn- sýslunnar og enn mik- ilvægara að ytri þrýst- ingur fjölmiðla hafi þar ekki áhrif. Rétt er að nefna að fyrir skömmu gekk í gildi ný persónu- verndarlöggjöf innan Evrópu og á grundvelli hennar var austurrísk verslun sektuð um háar fjárhæðir fyr- ir það eitt að eftirlitsmyndavél versl- unarinnar var beint óeðlilega langt út á aðliggjandi gangstíg. Sú ómannúðlega útreið, sem sex þingmenn hafa fengið í kjölfar þess að fjölmiðlar birtu leynilega upptöku af einkasamtali þeirra á ölstofu, vekur óhug og er afleiðing þess þegar „al- þýðuhetjur“ og fjölmiðlar taka lögin í eigin hendur. Dómharka ræður för og genginn er í gildi einhvers lags sam- félagssáttmáli um að leggja þing- mennina í einelti og tala illa um þá. Óþokkaskapur virðist réttlætanlegur því þeir töluðu ógætilega í einka- samræðum á bar. Stór hluti sam- félagsins tekur fullan þátt í eineltinu og stærstu gerendurnir eru fjölmiðl- arnir, sem gegna hlutverki dómara og böðuls. Fyrir hrun gegndu fjölmiðlar klappstýruhlutverki fyrir bankana en núna eftir hrun virðast þeir satt best að segja orðnir að einhvers lags póli- tísku vopni alþjóðlegra sundrung- arafla. Markmiðið hefur færst frá því að miðla fréttum eða upplýsingum yf- ir í það að hafa áhrif á hið pólitíska landslag og ná fram pólitískum mark- miðum. Hvort sem það eru prófkjör, kosningar, stjórnarsamstarf, opinber ákvarðanataka eða mannorð stjórn- málamanns skal hinu pólitíska mark- miði náð. Sama hvað það kostar. Í slíkum málum veigra fjölmiðlar sér ekki við að fara frjálslega með staðreyndir, skrumskæla sagnfræði fortíðarinnar og höfða til dýpstu og verstu höfuðsynda mannsins; öfund- ar, reiði og ágirndar. Öllum brögðum er beitt. Við höfum öll tekið eftir þessu. Landsbyggðinni er stillt upp á móti höfuðborginni. Landbúnaðurinn býr við ítrekaðar árásir. Sama má segja um sjávarútveginn. Samgönguæð höfuðborgarinnar, flugvöllurinn okk- ar, er lýst sem vá þótt hann sé aug- ljóslega sameiginlegt hagsmunamál allra landsmanna. Jafnvel þjóð- kirkjan og helgidagarnir fá sinn skerf af neikvæðri umfjöllun. Tala nú ekki um þá stjórnmálaleiðtoga sem voguðu sér að gagnrýna útrásina fyr- ir hrun eða þá stjórnmálamenn sem hafa uppi einhvers lags minniháttar gagnrýni á opin landamæri. Þeir búa við stanslausa ófrægingarherferð. Stundum eru fréttirnar settar upp í formi dylgna sem öðlast svo sjálf- stætt líf. Stundum birtast hreinrækt- aðar lygafréttir eins og nýleg frétt um að ákveðinn þingmaður suðvesturkjördæmis hefði hagað sér ósæmilega á leiksýningu. Fréttin var uppspuni frá rótum og lagðist þungt á fjölskyldu þingmannsins. Þar var saklausum fjölskyldumeðlimum refs- að með óafsakanlegum fréttaflutn- ingi. Með slíkum ólíkindum hafa fjöl- miðlar blásið upp þetta hlerunarmál að aðilar óskyldir málinu, sem voru ekki einu sinni nefndir í umræddu einkasamtali, eru farnir að hrópa ókvæðisorð að þingmönnunum, saka þá um ofbeldisverk og segjast finna fyrir vanlíðan að sjá þá í þinginu. Slíkt hátterni er með öllu óverjandi. Þótt það sé í tísku að móðgast fyrir hönd annarra réttlætir það ekki slíka hegðun. Ofbeldisverk eru á meðal al- varlegustu hegningarlagabrota og slíkt orðaval á engan veginn við í um- ræddu máli. Það bæði dregur úr al- vöru ofbeldisbrota og svívirðir fórn- arlömb raunverulegs ofbeldis. Sannarlega er þetta dapurleg þró- un en því miður virðist allt réttlæt- anlegt í rannsóknarrétti pólitísku rétttrúnaðarkirkjunnar. Og gakktu nú svona frá manni til manns, uns mannorð er drepið og virðingin hans, og hann er í lyginnar helgreipar seldur, og hrakinn og vinlaus í ógæfu felldur. Vígvæðing fjölmiðla Eftir Viðar Guðjohnsen » Sú ómannúðlega út- reið, sem sex þing- menn hafa fengið í kjöl- far þess að fjölmiðlar birtu leynilega upptöku af einkasamtali þeirra á ölstofu, vekur óhug. Viðar Guðjohnsen Höfundur er lyfjafræðingur og flokksbundinn sjálfstæðismaður. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni for- síðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferl- inu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Ögurhvarf 6, 203 Kópavogur | Austurvegur 26, 800 Selfoss | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is Guðbergur Guðbergsson Löggiltur fasteignasali og leigumiðlari Víðiteigur 30 - Mosfellsbæ Brekkuland 8 - Mosfellsbæ Opið hús sunnudaginn kl. 17.00-17.30 Opið hús sunnudaginn kl. 16.00-16.30 Gott einbýlishús 222,5 fm á einni hæð. 5 herbergja og með 3ja herbergja aukaíbúð í bílskúr. Fallegt einbýlishús 232 fm á tveimur hæðum á frábærum stað á stórri eignalóð. Svefnherbergin eru 5, stofa og sjónvarpshol. og rúmgóður Bílskúr. Op ið hú s Op ið hú s Til leigu er efri hæð í 2ja hæða góðu húsi. Heildarstærð hæðar- innar er 1.400 fm. Húsnæðið er skiptanlegt í tvær eða þrjár leigu- einingar. Tveir stigagangar og er lyfta í öðrum stigaganginum. Góðir gluggar. Leiguverð er umsemjanlegt eftir afhendingarástandi. Sérmerkt bílastæði. Góðir nýtingarmöguleikar. Langtímaleiga. Dan V. S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali. s. 896 4013 Ólafur Guðmundsson sölustjóri s. 896 4090 Þórarinn Friðriksson lögg. fasteignasali s. 844 6353. Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Upplýsingar gefur Dan Wiium lögm. og lögg. fasteignasali í símum 896-4013, 533-4040 eða dan@kjoreign.is HÁLSAHVERFI SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI TIL LEIGU Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.