Morgunblaðið - 09.02.2019, Page 26

Morgunblaðið - 09.02.2019, Page 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2019 GRANDAVEGUR 42 Sími 564 6711 | thingvangur@thingvangur.is | thingvangur.is Sundlaug 4 mín. 11 mín. Matvöruverslun 2 mín. 11 mín. Háskóli 4 mín. 15 mín. Grunnskóli 2 mín. 4 mín. Leikskóli 1 mín. 5 mín. Líkamsrækt 3 mín. 20 mín. Bakarí 1 mín. 3 mín. AÐEINS 10 ÍBÚÐIR EFTIR Samtök fyrirtækja í velferðar- þjónustu (SFV) héldu félagsfund hinn 1. febrúar síðastliðinn. Á fund- inum var samþykkt ályktun þar sem skorað er á Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og heilbrigðisráðu- neytið (HBR) að hefja nú þegar markvissar og raunhæfar viðræður við SFV og Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) um þjónustu hjúkrunarheimila, sem og þjónustu í dagdvalarrýmum. Sú krafa er gerð að í viðræðunum afmarki stjórnvöld þá þjónustuþætti og kröfur sem þau telja unnt að skerða með hliðsjón af fjárveitingum sem veita eigi til rekstursins. Fundurinn skoraði jafnframt á SÍ að greiða áfram þá eyrnamerktu fjármuni sem hjúkrunarheimilum voru veittir í fjárlögum til að mæta aukinni hjúkrunarþyngd sem orðið hefur á heimilunum. Þeim tæpum 300 mkr. halda SÍ og/eða ráðuneytið í sinni vörslu. Ýmist neita eða svara engu Í júní 2018 lögðu SFV fram kröfugerð í 14 liðum til framleng- ingar þágildandi rammasamningi ríkisins um þjónustu hjúkr- unarheimila. Um er að ræða lang- stærsta þjónustusamning sem SÍ hafa gert, en hátt í 30 milljarðar króna voru greiddir hjúkr- unarheimilum á grundvelli hans ár hvert. SFV og SÍS hafa enn- fremur gert þá kröfu að sam- hliða niður- skurði fjár- magns (bæði beinum og óbeinum nið- urskurði) þurfi að draga úr kröfum sem gerðar eru til þjónustunnar. SÍ hafa ekki fallist á einn einasta af áðurnefndum fjór- tán liðum í kröfugerð SFV. Þá hafa stjórnvöld ekki fengist til að útlista hvaða kröfum hægt sé að draga úr eða falla frá í viðræðunum. Síðasti formlegi fundur samningsaðila, þar sem fram fóru efnislegar viðræður, var haldinn í október 2018 og enn hefur ekki verið boðað til annars samningafundar. Til að viðræð- urnar verði sem markvissastar hafa SFV jafnframt óskað eftir að fá hlutlausan utanaðkomandi aðila til að stýra viðræðum og miðla málum með álíka hætti og ríkissáttasemjari gerir gagnvart aðilum vinnumark- aðarins. Hvað varðar þjónustu í dvalar- rýmum er staðan svipuð í viðræðum SFV, SÍ og SÍS. Viðræðurnar hóf- ust í janúar 2018, en ekki hefur ver- ið haldinn formlegur samn- ingafundur frá því í mars 2018. Að lágmarki 30% vantar upp á fjárveit- ingu dagdvalar með hliðsjón af þeim kröfum sem velferðarráðu- neytið lagði fram, en ekki hafa fengist svör um hvort draga skuli úr kröfum, fækka rýmum eða bæta við fjármagni til að samningur geti náðst. Fyrirvaralaus reglugerð og gjaldskrá Á félagsfundi SFV var enn frem- ur lýst yfir miklum vonbrigðum með þau vinnubrögð SÍ og HBR sem viðhöfð voru við setningu reglugerðar og gjaldskrár fyrir þjónustu hjúkrunarheimila í desem- ber 2018. Með þeim voru gerðar grundvallarbreytingar á greiðslum til hjúkrunarheimila landsins hvað varðar greiðslur smæðarálags sem og greiðslur vegna aukinnar hjúkr- unarþyngdar, án nokkurrar tilkynn- ingar, samráðs eða fyrirvara gagn- vart heimilunum þrátt fyrir að fulltrúar heimilanna hefðu verið í samningaviðræðum við stjórnvöld í marga mánuði. Slík vinnubrögð eru ekki til þess fallin að auka traust á milli aðila eða tiltrú á samningaferl- inu. Eyrnamerktum fjármunum haldið eftir Á fundinum var einnig skorað á stjórnvöld að greiða strax áfram þá fjármuni sem hjúkrunarheimilum voru veittir í fjárlögum til að mæta aukinni hjúkrunarþyngd sem orðið hefur á heimilunum. Þrátt fyrir við- bótarfjárveitinguna miða SÍ við sömu þyngdarstuðla og notaðir voru fyrir árið 2018 í þeirri nýju gjaldskrá sem tók gildi um áramót. Í þessu felst að um 276,4 millj- ónir króna sem fjárlaganefnd og Alþingi eyrna- merktu til rekst- urs hjúkr- unarheimila verða ekki greiddar til heimilanna samkvæmt gjald- skránni, heldur haldið eftir í vörslu stofnunarinnar eða heilbrigðisráðu- neytisins. Var skorað á heilbrigðis- ráðherra og SÍ að framkvæma tafa- lausa leiðréttingu og ennfremur að fjárlaganefnd og þingmenn beiti sér fyrir því að ákvörðun alþingis verði virt. Þurfa að skerða þjónustu Af hálfu Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu er ljóst að við óbreyttar aðstæður er óhjákvæmi- legt að taka mjög fljótlega ákvarð- anir um skerðingu þjónustuþátta til að mæta rýrnun verðgildis fjárveit- inga til rekstrar hjúkrunarheim- ilanna samfara kostnaðarhækk- unum undanfarin misseri. Þær aðgerðir verða án efa útfærðar með mismunandi hætti á heimilunum enda aðstæður mismunandi. Eftir fremsta megni verður þó leitast við að haga þeim þannig að íbúar verði fyrir eins litlu óhagræði og unnt er. Stjórnvöld hefji strax viðræður um þjónustu hjúkrunarheimila Eftir Eybjörgu Hauksdóttur, Pétur Magnússon og Björn Bjarka Þorsteinsson » Vinnubrögð SÍ og ráðuneytisins eru ekki til þess fallin að auka traust á milli aðila eða tiltrú á samninga- ferlinu. Björn Bjarki Þorsteinsson Höfundar eru framkvæmdastjóri, for- maður og varaformaður SFV. Eybjörg Hauksdóttir Pétur Magnússon Frammistaða stjórn- málamanna í Banda- ríkjunum og Evrópu er ömurleg, en loftslags- breytingar eru ekki bara þeim að kenna. Stjórnmálamenn þriðja heimsins hafa aldrei tekið í mál að draga úr losun hjá sér, þvert á móti, þar er hamast við að bæta við stórum kola- og olíurafstöðvum, bara í Ind- landi og Kína er hægt að tala um eina í viku hverri. Ef þetta væri kjarn- orkurafmagn væri ástandið í heim- inum skárra en það er. Vestrænar ríkisstjórnir hafa tekið þessu fegins hendi; meðan ekkert samkomulag er við þriðja heiminn þurfa þær ekki að gera neitt heldur, bara gera sínar samþykktir á kjafta- þingunum um minnkaða losun og fresta þeim jafnóðum og í ljós kemur að þær standast ekki. En stjórnmálamenn komast ekki hjá því að sýna einhvern lit. Það gera þeir með því að beina athyglinni að sorphirðu, endurvinnslu, skógrækt, mýrlendi og kolsýrubókhaldi. Auðvit- að er hægt að gera töluvert gagn á þessum sviðum öllum, en hvað varðar kolsýruútblástur heimsins er árangur enginn og verður það. Þetta er svo augljóst að hver maður getur séð það. En þessi flokka-gróðursetja- skurðastíflu-umræða er greinilega ágætis áburður á það ólæknandi sár iðrunar yfir óhófi nútímans sem margt umhverfislega sinnað fólk gengur með. Þetta minnir hlægilega mikið á iðrunarguðfræði fyrri tíma. Meira að segja aflátsbréfin eru komin aftur, fólk getur séð merki þeirra á rafmagnsreikningunum. Kemur þá ekkert út úr hinni póli- tísku umræðu? Jú, eitt kemur, það er nýtt skattkerfi sem vekur mikinn fögnuð á stjórnmálasviðinu. Sala á losunarkvótum er nýtt skattkerfi sem leggjast mun á frumframleiðsluna. Rökin fyrir því eru að mengandi iðn- aður leggist af vegna aukins kostn- aðar og losun minnki. Þetta er hin mesta firra. Frumframleiðslan verð- ur að ganga, losunar- skattur á hana fer bara út í verðlagið eins og aðrir skattar hafa gert. Eitt kíló af olíu býr til 14 kíló af útblæstri við bruna, skattar breyta engu þar um. Eru loftslagsbreyt- ingar vegna kolsýru- aukningarinnar eina ógnin? Nei, loftslagið getur gert allt nema standa lengi í stað, það væri efni í stóra grein. En kolsýrumálið hefur kæft alla um- ræðu um þetta, þótt margar loftslags- breytingar, sem jafnvel eiga sér langa sögu, séu í gangi. Nefna má söltun Miðjarðarhafsins, hlýnun norðurhafanna, breytingar á Golf- straumnum og Suðaustur-Asíu- mistrið. T.d. getur breyttur Golf- straumur orsakað ísaldarástand á Ís- landi og hefur gert það. Fyrir utan þetta má búast við sprengingu í orkunotkun vegna loft- kælingar. Í þremur löndum, Banda- ríkjunum, Ástralíu og Japan, er loft- kæling í nánast hverju húsi. Loftkæling er hrikalega raforkufrek. Hún er framkvæmd með áhöldum á stærð við sæmilegan pappakassa sem sett er upp í stað gluggarúðu og stungið í samband. Þessi tækni breið- ist hratt út meðal millistéttarfólks í öðrum löndum og á eftir að valda gíf- urlegri eftirspurn eftir rafmagni um- fram það sem séð er fram á í dag. Ef þrjóskan á móti kjarnorkunni heldur áfram verða það kolin og jarðgasið sem taka við þeirri aukningu. Ísland og loftslagsbreytingarnar Á heimskautasvæðum jarðarinnar er ekkert hægt að gera sem hefur nein teljandi áhrif á gróðurhúsaáhrif- in, en hlýnunin aftur á móti kemur mest fram þar. Nú er loftslag á Ís- landi 4-7 stigum heitara en það ætti að vera miðað við hnattstöðu, svo er Golfstraumnum fyrir að þakka. Þetta er líklega undirrót þess að líkön IPCC sýna minni hlýnun á Íslandi en í kring. Þessi kuldapollur umhverfis Ísland mundi þó líklega hverfa þegar höfin hafa hlýnað nægilega, sem ger- ist þegar kuldaforðabúr jökla og djúpsjávar er uppurið, hvenær sem það verður. En á Íslandi er ekki von á neinni sérstakri hlýnun í bráð. Ná- grannar okkar hér í norðrinu verða hins vegar fyrir henni. Þetta er það sem blasir við ef ástandið heldur áfram eins og verið hefur, eða það sem IPCC kallar „bus- iness as usual“. En ef eitthvað óvænt skeður breytist þetta heldur betur. T.d. ef Gíbraltarstraumurinn snýst við getur Golfstraumurinn beygt yfir til Portúgals, þá dettur Ísland niður á eðlilegt hitastig fyrir sína breidd- argráðu. Dæmi um að Golfstraum- urinn hafi hrakist af leið og Ísland kólnað er svokallað Búðaskeið í jarð- sögu landsins. Þá var það tæming á stóru vatnasvæði í Norður-Ameríku sem hrakti Golfstrauminn burtu, nú yrði það innstraumur í Miðjarð- arhafið á yfirborðinu í Gíbraltarsundi, en þar hefur útstraumurinn legið hingað til. Orsök viðsnúningsins er að ferskvatn er meira og minna hætt að streyma til Miðjarðarhafsins og þá eykst selta þess. Þessi þróun er búin að standa yfir í um 3.000 ár, en geng- ur nú mun hraðar en áður vegna framfara í landbúnaði og áveitutækni. En í dag er þetta lítið rætt. Það er kominn tími til að Íslend- ingar hætti þessu tískutali um kol- sýrumál. Meiriparturinn af þessari umræðu er pólitískur rétttrúnaður án tengsla við raunveruleikann. Gildir þar einu þótt hlýnun jarðar sé að öll- um líkindum heldur lengra komin en IPCC gerir ráð fyrir. Á stjórn- málasviðinu er ekkert að gerast sem breytir neinu um kolsýru loftsins eða gróðurhúsaáhrifin, einungis verið að fagna nýju skattkerfi. Hlýnun jarðar: Pólitík á heimavelli Eftir Jónas Elíasson »Umræðan um hlýn-un jarðar er tískutal sem leiðir ekki til neins, því raunhæfum aðgerð- um var hafnað fyrir löngu og ekkert komið í staðinn. Jónas Elíasson Höfundur er prófessor. jonaseliassonhi@gmail.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.