Morgunblaðið - 09.02.2019, Qupperneq 37
DÆGRADVÖL 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2019
Ármúla 24 • S. 585 2800
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú hefur lagt hart að þér í starfi og nú
er komið að því að þú sjáir laun erfiðis þíns.
Hafðu auga með öllum smáatriðum, hvort
sem þér finnst þau skipta einhverju máli eða
ekki.
20. apríl - 20. maí
Naut Heppnin er með þér ef þú einbeitir þér
að þeim sem þú elskar. Þín kann að bíða ein-
stakt tækifæri í dag og ríður á miklu að þú
þekkir þinn vitjunartíma.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Eitt erfiðasta verkefni manns er að
fylgja sinni innri sannfæringu, í stað þess að
reyna að gera öllum í kringum sig til hæfis.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert svo önnum kafinn við að sjá
heildarmyndina að þú gleymir kjarnanum sem
þó skiptir mestu máli. Magnþrungnir árekstr-
ar við nákomna munu reyna töluvert á þig.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það væri ekki vitlaust að blanda geði við
nýtt fólk og víkka sjóndeildarhringinn. Þú ert
svo upptekinn við að setja annan fótinn fram
fyrir hinn að þú ert eiginlega búinn að búa til
nýjan dans.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú hefur haldið of lengi aftur af þér svo
nú er kominn tími til að fá útrás og njóta sín.
Ef einhver gagnrýnir þig skaltu taka til þín það
sem þú átt og breyta því sem þú getur.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ef þú lætur í ljós óskir þínar verður litið á
það sem kvörtun nema þú gerir það mjög
glæsilega. Reyndu að halda ró þinni hvað sem
tautar og raular.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þegar þú stendur frammi fyrir
vali skaltu ekki velja það sem er auðveldast.
Leggðu þig fram um sættir og þá gengur allt
vel.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Ýmsir möguleikar standa þér til
boða sem er bara eins og þú átt skilið. Enginn
er eyland og vertu því óhræddur við að tjá
öðrum hug þinn.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú hefðir gott af því að breyta um
umhverfi, en að umgangast nýtt fólk væri enn
betra. Það hefur legið eitthvert slen í þér, en
nú mætir þú tvíefldur til leiks.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er alls ekki auðvelt að kveðja
fortíðina þegar manni finnst maður eiga ým-
islegt óuppgert. Reyndu að setja þér takmörk
sem þú getur ráðið við.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Reyndu ekki að þvælast fyrir öðrum
með einhverju nöldri og leiðindum. Eina
stjórnunin sem vit er í er sú sem aldrei þarf að
beita valdi.
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Vont umtal hér varast ber.
Víst það handan fjallsins er.
Að aftanverðu á þér sést.
Upp á klárinn hefur sest.
Svona lítur lausn Hörpu á Hjarð-
arfelli út:
Baktal ætti að banna víst.
Að baki fjalla er nú snjór.
Baki sný við bónda síst.
Á bak ég fer, já ekkert slór.
Helgi R. Einarsson svarar:
Þótt fjórar línur hlið við hlið
heilabrotum valdi
fljótt þó bakið blasir við
og best að því ég tjaldi.
Guðrún Bjarnadóttir á þessa
lausn:
Baktal finnst mér býsna ljótt,
að baki fjalla gott að skíða.
Á bakið dett ég frekar fljótt
og fæ á hestbaki að ríða.
Helgi Seljan leysir gátuna þannig:
Baktal finnst oss nú býsna leitt,
að baki fjallsins er vatnið eitt.
Bak mitt víst að aftanverðu er,
upp á bak á klárnum dembi mér.
Sigmar Ingason svarar:
Að fjallabaki finn ég skjól
fyrir baktalinu ljóta.
Bak mitt fellur að baki á stól.
Á baki gæðings má ferðar njóta.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Forðast baktal viljum vér.
Víst það bakvið fjallið er.
Að aftanverðu bak þú berð.
Á bak á hestinum þú ferð.
Þá er limra:
Þorbjörg digra var þéttari
en Þjóðhildur, sem var réttari
í baki, af því
að upprétt á ný
hún varð, þegar varð hún léttari.
Síðan er ný gáta eftir Guðmund:
Gest hér einn að garði ber,
gegnum lúgu smeygir sér.
Ekki af gæða gerðinni
gátan er á ferðinni:
Fjallsins brún oss blasir við.
Beitt hún löngum klýfur við.
Má það kalla matarbúr.
Maðurinn því kemur úr.
Ágúst Jósefsson orti:
Þarna er Símon sífulli,
svínastíu goði.
Finnst hann oft á flækingi
fullur „på en måde“.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Jöfn byrði
brýtur engra bak
Víkverji hefur gaman af orða-leikjum. Allt Framliðið lék
eins og það væri framliðið, sagði
einhver um daginn svo Víkverji
heyrði og gat ekki varist brosi.
x x x
Látnir þvo strætó á nóttunni,
sagði í fyrirsögn fyrir einhverju
síðan, en fór ekki sögum af því
hvort það fólk væri framliðið.
Hvað þá hvort þar hefði Framliðið
verið komið.
x x x
Víkverji finnur til í málbeininuþegar hann heyrir notað orðið
púðursnjór, sem er þýtt beint upp
úr ensku. Orðið er að finna í nú-
tímamálsorðabók þegar farið er
inn á vefinn málið.is, en Víkverji
lætur sér það í léttu rúmi liggja
og notar frekar lausamjöll, sem
honum finnst mun fallegra.
x x x
Sama gildir um orðið snjó-stormur, sem einnig er þýtt úr
ensku og mun tilþrifaminna en til
dæmis stórhríð eða blindbylur,
sem í orðabókinni er skýrt „mikil
snjókoma samfara hvassviðri svo
að vart sér út úr augum“. Reynd-
ar eyðir málið.is ekki einu sinni
púðri í skýringu á orðinu snjó-
stormur.
x x x
Fyrst Víkverji er byrjaður aðtuða út af orðum og notkun
þeirra er við hæfi að nefna orðið
samkeppnisaðili, sem honum
finnst allt of algengt. Hann sér að
þetta orð er orðið fullkomlega
gjaldgengt í íslensku og skýtur
upp kollinum í öllum gagnasöfnum
málsins.is. Hann er þó ánægður
með að þar segi að oft fari „betur
á að nota orðin keppandi og keppi-
nautur en orðið samkeppnisaðili“.
Víkverji gæti ekki verið meira
sammála.
x x x
Síðan mætti finna annað orð yfirviðbragðsaðila, sem notað er
um alla þá sem bregðast við þegar
hættu ber að höndum. Eitthvað
þjálla hlýtur að leynast einhvers
staðar. vikverji@mbl.is
Víkverji
Ákalla mig á degi neyðarinnar og ég
mun frelsa þig og þú skalt vegsama
mig.
(Sálm: 50.15)