Morgunblaðið - 13.02.2019, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 3. F E B R Ú A R 2 0 1 9
Stofnað 1913 37. tölublað 107. árgangur
ENGIN LEIÐ
ER GREIÐ
Í ÚRSLIT
ÞRIÐJA EYRAR-
RÓS SEYÐIS-
FJARÐAR
ÞAÐ SKIPTIR
MÁLI AÐ SÝNA
SAMKENND
LIST Í LJÓSI 30 LÆKNISSTARFIÐ 12GEYSISBIKARINN ÍÞRÓTTIR
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þegar ákvörðun um þessa launa-
hækkun var tekin lá fyrir að erfiðar
kjaraviðræður væru fram undan.
Auðvitað eiga menn að halda í sér,“
segir Friðbert Traustason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka starfsmanna
fjármálafyrirtækja. Tíðindi af launa-
hækkunum Lilju Bjarkar Einars-
dóttur, bankastjóra Landsbankans,
hafa mælst illa fyrir í þjóðfélaginu,
en laun bankastjórans hafa hækkað
um 82% á skömmum tíma. „Allar
svona vitleysishækkanir setja strik í
kjaraviðræður,“ segir Friðbert.
Bankasýsla ríkisins sendi í gær
bréf til bankaráðs Landsbankans hf.
og stjórnar Íslandsbanka hf. þar sem
óskað er eftir upplýsingum um
launamál bankastjóra þeirra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og
efnahagsráðherra, skrifaði stjórnum
fyrirtækja í ríkiseigu í gær og bað
um að þær upplýsi ráðuneytið um
hvernig brugðist var við tilmælum
sem ráðuneytið sendi stofnunum í
janúar 2017 og voru síðan ítrekuð um
að gæta varkárni við launaákvarðan-
ir. Erindið var líka sent til Banka-
sýslu ríkisins.
VM Félag vélstjóra og málm-
tæknimanna hefur krafist þess að
laun bankastjóra Landsbankans
verði lækkuð tafarlaust. „Það er ekki
boðlegt að sífellt skuli vera slegið á
putta almenns launafólks á Íslandi á
meðan þeir hæst launuðu skammta
sér launahækkanir upp á hundruð
þúsunda eða milljónir í hverjum
mánuði,“ segir í yfirlýsingu VM.
Ósátt við „vitleysishækkun“
Mikil óánægja með launahækkanir bankastjóra Landsbanka Fjármálaráð-
herra spyr um viðbrögð ríkisfyrirtækja Bankasýsla ríkisins óskar upplýsinga
M„Vitleysishækkun“ »4
Teikning/THG Arkitektar
Nýjar leiguíbúðir Fyrirhugað fjöl-
býlishús Bjargs í Urðarbrunni.
Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir það
hafa verið metið hagkvæmast að
flytja inn lettnesk einingahús fyrir
Bjarg leigufélag. Horft hafi verið til
framleiðslugetu innlendra aðila.
Tilefnið er gagnrýni innlendra
framleiðenda á að Bjarg, sem var
stofnað af ASÍ og BSRB, skuli nota
innflutt einingahús á Akranesi og
innfluttar innréttingar í íbúðum.
Hún bendir á að innlend fyrirtæki
sem smíða innréttingar þurfi að
kaupa efni sem er að mestu unnið er-
lendis. Þorbjörn Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Samiðnar, segir
löggjafann setja þröngan ramma um
byggingarkostnað og húsaleigu.
Þurfa að vera innan rammans
„Við viljum að sem mest sé fram-
leitt af íslenskum verktökum en þeir
verða þá að vera tilbúnir að vera inn-
an rammans sem löggjöfin setur,“
segir Þorbjörn. Það væri „óábyrgt ef
fulltrúar stéttarfélaganna treystu
sér ekki til að vera í þessu verkefni“.
Þórarinn H. Ævarsson, fram-
kvæmdastjóri IKEA, segir í að-
sendri grein að IKEA hafi boðið best
þegar Bjarg bauð út innréttingar.
baldura@mbl.is »10-11, 19
Erlendu húsin betri kostur
Forseti ASÍ vísar til hagkvæmnismats á húsum fyrir Bjarg
Ferðamenn eru á ferli í miðborg Reykjavíkur þótt nú sé há-
vetur, samkvæmt dagatalinu. Þetta par var á gangi í mið-
bænum þar sem sjá má mynd af því hvernig Hafnartorg kem-
ur til með að líta út þegar framkvæmdum lýkur. Það var
líkast því að þetta par stigi út úr gróskumikilli framtíðarsýn-
inni og inn í íslenska veturinn þar sem frostrósir blómstra.
Stigið inn í nútímann úr framtíðinni
Morgunblaðið/Eggert
Miðborg Reykjavíkur breytist mikið með nýbyggingum við Hafnartorg og Austurhöfnina
„Við tökum
þessar athuga-
semdir Orku-
stofnunar alvar-
lega og munum
breyta okkar
vinnulagi,“ segir
Ólöf Snæhólm
Baldursdóttir,
upplýsingafulltrúi Veitna, en skv.
úrskurði Orkustofnunar var fyrir-
tækinu óheimilt að hækka orku-
reikning viðskiptavinar í því skyni
að þrýsta á viðkomandi að skila
upplýsingum af rafmagns- og heita-
vatnsmælum. »6
Veitur taka athuga-
semdir alvarlega
Stöðugildum hjá ríkinu fjölgaði
um tæplega 1.600 á þremur árum
frá 2015 til 2017, þar af um 619 árið
2017. Alls voru liðlega 24 þúsund
stöðugildi árið 2017. Athygli vekur
að á Suðurnesjum fjölgaði stöðu-
gildum um tæplega 10% árið 2017,
mun meira en á öðrum lands-
svæðum. Ríkisstörfum fjölgaði á
öllum svæðum nema á Vestfjörðum
þar sem hlutfallið var óbreytt milli
ára. Hópar í kvenlægum störfum,
s.s. við kennslu og í heilbrigðisþjón-
ustu, eru áberandi í stöðugildum
ríkisins. Konur eru í öllum lands-
hlutum í meirihluta í ríkisstörfum
nema á Suðurnesjum. »14
Ríkisstarfsmönnum
fjölgaði frá 2015
Sé miðað við markaðsvirði er
Marel orðið fimmta stærsta fyrir-
tækið í sögu íslensku Kauphallar-
innar, en markaðsvirði félagsins
fór yfir 300 milljarða króna fyrr í
vikunni í fyrsta sinn í sögu fyrir-
tækisins. Virði félagsins í lok dags í
gær var 303 milljarðar króna.
Verðmætasta félag í sögu Kaup-
hallarinnar er Kaupþing, en mark-
aðsvirði þess náði 948,5 milljörðum
þegar hæst stóð. Páll Harðarson,
forstjóri Kauphallarinnar, segir að
sé leiðrétt fyrir verðbólgu hafi
verðmæti félagsins í kauphöll 130
faldast frá upphafi. Þá er Marel nr.
104 í stærðarröðinni af 607 skráð-
um fyrirtækjum á aðalmörkuðum
Nasdaq á Norðurlöndunum. »16
Marel er fimmta
stærsta í sögunni