Morgunblaðið - 13.02.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.02.2019, Blaðsíða 14
Jarðvinna vegna byggingar Þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi er kom- in í útboð, að því er kemur fram á heimasíðu Framkvæmdasýslu ríkis- ins. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið í samvinnu við Umhverfis- stofnun hyggst láta byggja þjónustu- miðstöð í Þjóðgarði Snæfellsjökuls á Hellis- sandi út frá sam- keppnistillögu Arkís arkitekta ehf. Bygg- ingin mun hýsa þjón- ustumiðstöð þjóðgarðs- ins með sýningar- og kennsluaðstöðu, auk rýma fyrir starfsmenn þjóðgarðsins, svo sem skrifstofur, geymslur og aðstöðu fyrir þjóð- garðsverði, um 710 fermetra. Í opnu útboði nú er gröftur fyrir húsi, bílaplani, lögnum og fyllingu undir sökkla og burðarlag undir bílastæði á lóð. Útboðsgögn eru að- gengileg á vef Ríkiskaupa. Hefjast handa við þjóðgarðsmiðstöð Ljósmynd/Síldarvinnslan-Smári Geirsson Bíða loðnunnar Norska skipið Åkerøy við bryggju í Neskaupstað. Skipið var með um 1.600 tonn af kolmunna sem veiddust vestur af Írlandi. Skipstjórinn á norska uppsjávar- skipinu Åkerøy sigldi yfir loðnutorf- ur suðaustur af landinu á leið til Norðfjarðar á mánudag. Birkir Bárðarson, fiskifræðingur á Haf- rannsóknastofnun, segir þetta ekki miklar fréttir í sjálfu sér því rann- sóknaskipið Árni Friðriksson hafi mælt rúmlega 200 þúsund tonn af loðnu úti fyrir Austurlandi í lok síð- ustu viku, meðal annars á svipuðum slóðum og norski skipstjórinn hafi siglt yfir loðnutorfur. Full ástæða sé til að ætla að þetta sé hluti af þeirri göngu. Áætlað var að Árni Friðriksson færi út frá Eskifirði í gærkvöldi til að vakta göngu loðnunnar fyrir austan og norðaustan land. Veðurútlit er ekki gott á þessum slóðum, en í dag verður væntanlega tekin ákvörðun um hvort og hvenær veiðiskip fara einnig til leitar. Birkir segir að miðað við aflareglu vanti enn nokkuð upp á til að upphafskvóti verði gefinn út. Í frétt á heimasíðu Síldarvinnsl- unnar segir að Åkerøy hafi komið til Neskaupstaðar í fyrrakvöld með 1.600 tonn af kolmunna og er að ræða fyrsta norska skipið sem kemur með kolmunnafarm til Íslands á nýbyrj- uðu ári. Þegar skipið nálgaðist landið sigldi það yfir allmargar loðnutorfur, bæði smáar og stórar. Í startholunum Geir Ove Åker, skipstjóri, segist gera ráð fyrir að liggja í höfn í Nes- kaupstað eftir löndun og bíða í þeirri von að gefinn verði út loðnukvóti. Annar norskur bátur, Roaldsen, bíð- ur þess sama á Seyðisfirði og margir eru í startholunum í Noregi eftir að geta veitt loðnu við Ísland, að sögn Geirs Ove Åker. Samkvæmt samn- ingum þjóðanna hafa Norðmenn heimild til loðnuveiða við Ísland verði veiðikvóti gefinn út. aij@mbl.is Sigldu yfir loðnu- torfur fyrir austan  Ekki miklar fréttir segir fiskifræð- ingur  Árni Friðriksson til leitar 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2019 Panodil filmuhúðaðar töflur, Panodil Zapp filmuhúðaðar töflur, Panodil Junior mixtúra, dreifa, Panodil Hot mixtúruduft, lausn til inntöku, Panodil Brus freyðitöflur. Inniheldur paracetamól. Við vægum verkjum. Hitalækkandi. Til inntöku. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Veldu Panodil sem hentar þér! Verkjastillandi og hitalækkandi Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Stöðugildum hjá ríkinu fjölgaði um tæplega 1.600 á þremur árum frá 2015 til 2017, þar af um 619 árið 2017. Alls voru liðlega 24 þúsund stöðugildi árið 2017, 15.313 konur á móti 8.961 körlum. Athygli vekur að á Suðurnesjum fjölgaði stöðugildum um tæplega 10% árið 2017, sem er mun meira en á öðrum landssvæð- um. Ríkisstörfum fjölgaði reyndar á öllum svæðum nema á Vestfjörðum þar sem hlutfallið var óbreytt milli ára. Hópar í kvenlægum störfum eins og við kennslu og í heilbrigðisþjón- ustu eru áberandi í stöðugildum rík- isins. Konur eru í öllum landshlutum í meirihluta í ríkisstörfum nema á Suðurnesjum. Þar eru Tollstjóri, Landhelgisgæslan og Lögreglu- stjórinn á Suðurnesjum með stórar starfsstöðvar þar sem karlar eru margir auk þess sem hjá Isavia sinna karlar 65% stöðugilda. Hjá þessum fjórum embættum og stofn- unum fjölgaði um 148 stöðugildi 2017, að sögn Önnu Leu Gestsdótt- ur, sérfræðings á þróunarsviði Byggðastofnunar. Staður, störf og stöðugildi Stofnunin hefur gert könnun á staðsetningu starfa á vegum ríkisins árlega frá áramótum 2013/2014 og liggja nú fyrir tölur um fjölda stöðu- gilda til loka árs 2017. Stöðugildum er skipt í tvo flokka. Í fyrsta lagi stöðugildi sem greidd eru af Fjár- sýslunni og hjá opinberum hluta- félögum og stofnunum í eigu ríkis- ins. Þeim flokki tilheyra til að mynda ráðuneytin með sínar und- irstofnanir eins og heilbrigðisstarfs- fólk um allt land og kennara í flest- um framhaldsskólum svo dæmi séu tekin, einnig Háskóli Íslands og Isavia. Seinni flokkuninni tilheyra stofn- anir sem hafa meirihluta rekstrar- tekna sinna af fjárlögum. Má nefna sem dæmi Háskólann í Reykjavík, SÁÁ og hjúkrunar- og dvalarheim- ilin. Víð skilgreining ríkisstarfa er fjöldi í þessum flokkum lagður sam- an, segir á heimasíðu Byggðastofn- unar. Störf eru mun fleiri en stöðu- gildi og miðað er við hvar störfin eru unnin, en ekki hvar viðkomandi starfsmaður býr. Á höfuðborgarsvæðinu störfuðu liðlega 17 þúsund manns í ríkisstörf- um 2017 eða 7,7% af íbúafjölda. Norðurland kemur næst með 6,6% íbúafjölda með stöðugildi hjá ríkinu en lægst er hlutfallið 4,9% á Suður- landi. Utan Norðurlands vestra og Suðurlands, er áberandi fjölgun stöðugilda innan stærsta kjarna við- komandi landshluta, þá oftast á kostnað minni sveitarfélaga. Anna Lea nefnir í því sambandi að Ísa- fjörður hefur bætt við sig en í öðrum kjörnum á Vestfjörðum eins og t.d. í Bolungarvík, Reykhólahreppi, Strandabyggð og Vesturbyggð hef- ur orðið fækkun. Á Suðurlandi er athyglisvert að stöðugildum fjölgaði um 49 og skýr- ist það að hluta af fjölgun stöðugilda í Vatnajökulsþjóðgarði og í Þjóð- garðinum á Þingvöllum. Störf á vegum ríkisins* Hlutfall stöðugilda af íbúafjölda í árslok 2017** Fjöldi stöðugilda í árslok 2013-2017, þúsundir Hlutfallsleg fjölgun stöðugilda 2016-2017** Alls Konur Karlar 25 20 15 10 5 Höfuðborgarsv. Vesturland Vestfirðir Norðurl. vestra Norðurl. eystra Austurland Suðurland Suðurnes Höfuð- borgarsv. Vestur- land Vest- firðir Norðurl. vestra Norðurl. eystra Austur- land Suður- land Suður- nes Heimild: Byggðastofnun 2013 2014 2015 2016 2017 2,0% 1,9% 1,3% 0,0% 4,0% 2,7% 3,5% 9,7%14,2 14,2 14,4 14,9 15,3 22,7 22,7 23,1 23,7 24,3 8,5 8,5 8,6 8,7 9,0 Alls fjölgaði stöðugildum um 620 á landsvísu eða um 2,62% 7,7% 6,3% 5,0% 5,5% 6,4% 4,9% 6,6% 5,4%*Í víðri skilgreiningu: Stöðugildi sem greidd eru af Fjársýslunni og hjá opinberum hlutafélögum og stofnunum í eigu ríkisins. Einnig stöðugildi sem tilheyra stofnunum sem hafa meirihluta rekstrartekna sinna af fjárlögum. **M.v. hvar störfin eru unnin, en ekki hvar viðkomandi starfsmaður býr. Mikil fjölgun ríkis- starfa á Suðurnesjum  Fjölgun stöðugilda síðustu ár  17 þúsund á höfuðborgarsvæði Morgunblaðið/Eggert Flugið Ríkisstörfum á Suðurnesjum hefur fjölgað talsvert síðustu ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.