Morgunblaðið - 13.02.2019, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2019
13. febrúar 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 120.56 121.14 120.85
Sterlingspund 155.51 156.27 155.89
Kanadadalur 90.75 91.29 91.02
Dönsk króna 18.249 18.355 18.302
Norsk króna 13.886 13.968 13.927
Sænsk króna 12.995 13.071 13.033
Svissn. franki 120.13 120.81 120.47
Japanskt jen 1.0937 1.1001 1.0969
SDR 167.28 168.28 167.78
Evra 136.22 136.98 136.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.9701
Hrávöruverð
Gull 1306.75 ($/únsa)
Ál 1864.5 ($/tonn) LME
Hráolía 62.11 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Hámarksvirði Exista var 457,3 millj-
arðar. Á eftir Marel er svo aðeins
Actavis Group sem fór yfir 300 millj-
arða, eða í 303 milljarða króna.
Þá er Marel nr. 104 í röðinni af
607 skráðum fyrirtækjum á aðal-
mörkuðum Nasdaq á Norðurlöndun-
um. Á toppnum trónir lyfjafyrirtæk-
ið Novo Nordisk, en markaðsvirði
þess nemur um 78 milljörðum evra.
Næstur er Nordea-bankinn sem
markaðurinn metur á 52 milljarða
evra og því næst Ericsson sem metið
er á tæpa 50 milljarða.
Marel var fyrst skráð á markað
árið 1992 en í dag eru starfsmenn
fyrirtækisins 6.000 talsins á 30
starfsstöðvum um allan heim. Páll
Harðarson, forstjóri Kauphallarinn-
ar, segir að hafi einhver forsjáll fjár-
festir séð sér leik á borði árið 1992
og fjárfest í Marel fyrir um eina
milljón króna árið 1992, og endur-
fjárfest úthlutuðum arði, væri sá
hinn sami búinn að 370 falda þá
krónutölu í ár. Sé leiðrétt fyrir verð-
bólgu væri það um 130 földun í raun-
virði. „Fyrirtækið hefur gert býsna
margt rétt í gegnum tíðina,“ segir
Páll.
Dýrmætur heimamarkaður
Spurður um hvaða gagn fyrirtæki
í sama stærðarflokki og Marel hafi
af því að vera skráð á jafn lítinn
markað og þann íslenska segir Páll
mikilvægt að halda tengslum við
ræturnar. „Ég held einfaldlega að ís-
lenskir fjárfestar, stofnanafjárfestar
og almenningur hafi sýnt félaginu
mikinn áhuga. Það að vera áfram
skráð hér greiðir aðgang fyrirtæk-
isins að tryggustu fjárfestunum sem
þekkja félagið hvað best. Reynslan,
ekki bara héðan, heldur víða um
heim, sýnir að heimamarkaðurinn er
býsna dýrmætur. Sérstaklega þegar
hann hefur virkað jafn vel og hann
hefur gert fyrir Marel. Félögin sjá
verðmæti í því að hlúa vel að þeim
fjárfestum,“ segir Páll.
Milljón í Marel hefði 370 faldast
Morgunblaðið/Hari
Verðmæti Árni Oddur Þórðarson er forstjóri Marels.
Markaðsvirði Marels fór yfir 300 milljarða í vikunni Er fimmta stærsta fyrirtækið í sögu íslensku
Kauphallarinnar sé miðað við markaðsvirði Viðskiptabankarnir fyrir hrun og Exista ofar á lista
Hámarks markaðs-
virði í Kauphöllinni
Félag milljarðar kr.
Kaupþing banki 948,5
Landsbanki Íslands 499,2
Glitnir banki 459,8
Exista 457,3
Marel 303,4
Actavis Group 303,2
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Markaðsvirði Marels fór yfir 300
milljarða í vikunni og er það í fyrsta
skipti í sögu félagsins sem það fer
yfir þann hjalla. Dagslokagengi
Marels á mánudag var 444,5 krónur
á bréfið og nam markaðsvirði fyr-
irtækisins á því gengi 303,4 millj-
örðum. Gengi félagsins lækkaði um
0,1% í viðskiptum upp á rúma tvo
milljarða króna í gær og miðað við
daglokagengi gærdagsins sem var
444 kr. nemur markaðsvirði félagins
því 303 milljörðum króna.
Fimmta stærsta fyrirtækið
Sé miðað við markaðsvirði er
Marel fimmta stærsta fyrirtækið í
sögu íslensku Kauphallarinnar. Þeg-
ar kemur að hámarksmarkaðsvirði
raða viðskiptabankarnir þrír fyrir
hrun sér í efstu þrjú sætin. Hæst fór
Kaupþing banki í 948,5 milljarða,
Landsbanki Íslands í 499,2 milljarða
og Glitnir banki í 459,8 milljarða.
Eik fasteignafélag hf. hagnaðist um
2,5 milljarða króna á árinu 2018, en
það er rúmlega 30% minni hagnaður
en árið á undan, en þá var hagnaður
félagsins 3,8 milljarðar króna. Þetta
kemur fram í tilkynningu Eikar til
Kauphallar.
Eignir Eikar í lok árs 2018 námu
tæpum 97 milljörðum króna, og juk-
ust þær um rúm sex prósent á milli
ára, en í lok árs 2017 námu eignirnar
rúmum 91 milljarði króna. Eigið fé
félagsins nam í árslok 2018 tæpum
31 milljarði króna og hafði hækkað
um tæpan milljarð, en eigið fé nam
rúmum 29 milljörðum í árslok 2017.
Eiginfjárhlutfall félagsins er 32%.
Í tilkynningu félagsins segir að
greiddur verði út rúmur milljarður í
arð, eða 35% af handbæru fé frá
rekstri ársins 2018.
Reksturinn gekk vel
Í tilkynningunni segir jafnframt
að reksturinn á árinu 2018 hafi geng-
ið vel og EBITDA ársins hafi verið
5.218 milljónir króna. Eru þær nið-
urstöðurnar sagðar vera í takti við
uppfærðar væntingar félagsins við
birtingu uppgjörs þriðja ársfjórð-
ungs. EBITDA félagsins sé rétt und-
ir neðri 1% mörkum sem félagið
hafði til viðmiðunar vegna frávika
um EBITDA-spá, eins og það er orð-
að í tilkynningunni.
tobj@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Eign Húsnæðið sem hýsir Hagstofu Íslands við Borgartún 21 A er ein af
mörgum þekktum byggingum í eignasafni Eikar fasteignafélags hf.
Eik hagnaðist um
2,5 milljarða
EBITDA ársins nam 5.218 milljónum króna
Birta lífeyrissjóður I Sundagörðum 2 I 104 Reykjavík I 480 7000 I birta@birta.is I birta.is
Fulltrúar launamanna í stjórn
Birtu lífeyrissjóðs
Valnefnd Birtu lífeyrissjóðs auglýsir eftir fulltrúum til þess að taka sæti í stjórn
sjóðsins kjörtímabilið 2019–2021. Samkvæmt samþykktum Birtu lífeyrissjóðs (gr. 5.8)
hefur valnefnd m.a. þann yfirlýsta tilgang að tryggja að stjórn sjóðsins endurspegli
fjölbreytni og breidd í hæfni, reynslu og þekkingu stjórnarmanna sem og að tryggja
gagnsæi í málum um tilnefningu stjórnarmanna.
Fulltrúaráð launamanna Birtu kýs tvo stjórnarmenn og einn varamann til tveggja ára
í stjórn sjóðsins.
Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn umsókn í formi útfyllts
framboðseyðublaðs, sem er að finna á vefnum birta.is, á netfangið valnefnd@birta.is
fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 28. febrúar 2019.
BIRTA LÍFEYRISSJÓÐUR er fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins. Hann varð til við
sameiningu Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs í desember 2016.
ÞEIR SEM GEFA KOST Á SÉR SKULU
· vera launamenn sem greiða iðgjald í Birtu lífeyrissjóð
· ekki vera sjálfstætt starfandi atvinnurekendur/einyrkjar
· vera fjárhagslega sjálfstæðir og búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu skv. 31. gr. laga
nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 6. gr. reglna
FME nr. 180/2013 og fullnægja að öðru leyti þeim kröfum sem gerðar eru um hæfi og
hæfni stjórnarmanna skv. framangreindum lögum, reglum FME, samþykktum sjóðsins og
starfsreglum valnefndar.
· Skila inn útfylltu framboðseyðublaði með drengskaparyfirlýsingu um að þeir uppfylli
skilyrði til slíkrar stjórnarsetu
Allar nánari upplýsingar um stjórnarkjörið, framboðseyðublaðið/yfirlýsinguna og sjóðinn
má finna á vefnum birta.is