Morgunblaðið - 13.02.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.02.2019, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2019 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Þingmenn beggja flokka á Banda- ríkjaþingi tilkynntu í fyrrinótt að þeir hefðu náð samkomulagi um að verja 1,4 milljörðum bandaríkjadala í svonefndan „landamæramúr“, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Sóttust þingmennirnir eftir sam- komulagi til þess að koma í veg fyrir að hluta bandarískra ríkisstofnana yrði lokað á nýjan leik á föstudaginn, líkt og gert var í desember á síðasta ári. Óvíst var þó fram eftir degi hvort Trump myndi samþykkja samkomu- lagið, þar sem upphæðin var umtals- vert lægri en þeir 5,7 milljarðar sem hann vildi fá. Málamiðlunin fólst einkum í því, að demókratar sættust á að fjár- magnið gæti verið eyrnamerkt því að reisa nýjar girðingar eða tálmanir á landamærunum, en upphaflega vildu þeir að peningarnir yrðu eingöngu nýttir til viðhalds á þeim mannvirkj- um sem nú þegar eru til staðar á landamærunum. Mitch McConnell, leiðtogi repú- blikana í öldungadeildinni, þar sem þeir eru í meirihluta, sagði að mála- miðlunin væri góðar fregnir, þar sem hún myndi gera stjórnvöldum kleift að reisa marga kílómetra af nýjum girðingum. Þá gæfi málamiðlunin ríkisstofnunum vissu um að þær gætu haldið áfram störfum. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öld- ungadeildinni, var sammála McCon- nell og sagði samkomulagið koma í veg fyrir að menn færu fram af hengibrúninni þegar kæmi að fjár- mögnun ríkisstofnananna. Segjast hafa náð sáttum  Bandaríkjaþing samþykkti 1,4 milljarða dala fjárveitingu í landamæravarnir AFP Múr Trump ávarpaði stuðnings- menn sína í El Paso í fyrradag. Mörg þúsund stuðningsmanna Juan Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Venesúela, svöruðu kalli hans í gær og mótmæltu á götum höfuðborgarinnar Caracas. Kröfðust þeir þess meðal annars að Nicolás Maduro, forseti landsins, hleypti neyðaraðstoð inn í landið, sem herinn hefur stöðvað á landamærunum við Kólumbíu. Maduro sagði hins vegar í gær að aðstoðin væri ekkert annað en yfirvarp fyrir innrás Bandaríkjanna. AFP Mótmælt á götum Caracas Stjórnarandstæðingar fjölmenntu Minnihlutastjórn ástralska Íhalds- flokksins tapaði í gær mikil- vægri atkvæða- greiðslu um réttindi flótta- manna, þegar meirihluti þing- heims sam- þykkti með 75 atkvæðum gegn 74 að fólk í áströlskum flótta- mannamiðstöðvum utan landa- mæra Ástrala ætti rétt á heil- brigðisþjónustu innan þeirra ef þörf krefði á. Er þetta í fyrsta sinn í nærri því heila öld sem ríkisstjórn Ástr- alíu verður undir á þingi. Niður- staðan þykir sérstaklega vond fyrir Scott Morrison, forsætisráð- herra Ástralíu, en hann hafði þrýst mjög á þingheim um að fella frumvarpið. Hefur stjórnar- andstaðan krafist þess að Morrison segi af sér og boði til kosninga þegar í stað. Krefjast afsagnar forsætisráðherra Scott Morrison ÁSTRALÍA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, bað neðri deild breska þingsins um meiri tíma til þess að reyna að semja um breyt- ingar á írska „varnaglanum“ svonefnda í Brexit-sam- komulaginu. Hét hún því að þingið myndi fá að hafa lokaorðið um sam- komulagið eftir að hún væri búin að knýja fram breytingar á því. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar sökuðu May hins vegar um að sóa tímanum, en forvígismenn Evrópu- sambandsins hafa þvertekið fyrir að hægt sé að gera nokkrar breyt- ingar á samkomulaginu. Að óbreyttu mun Bretland yfir- gefa Evrópusambandið 29. mars næstkomandi. May biður þingheim um meiri tíma Theresa May BRETLAND Tólf af forystumönnum sjálfstæðis- sinna í Katalóníu voru dregnir fyrir hæstarétt Spánar í Madríd í gær fyrir þátt þeirra í umdeildri þjóðarat- kvæðagreiðslu héraðsins í október ár- ið 2015, sem og þátt þeirra í sjálf- stæðisyfirlýsingu sem fylgdi í kjölfarið. Níu af sakborningunum tólf eru ákærðir fyrir að hafa tekið þátt í bylt- ingartilraun og þrír eru sakaðir um óhlýðni og að hafa misnotað al- mannafé. Andreu Van den Eynde, lögmaður tveggja sakborninganna sakaði spænsk stjórnvöld um að hafa brotið á réttindum skjólstæðinga sinna og sagði þá sitja undir sök vegna stjórnmálaskoðana sinna. Carlos Lesmes, forseti hæstarétt- ar, sagði hins vegar á móti í yfirlýs- ingu að rétturinn og hlutleysi hans hefði verið fórnarlamb ófrægingar- herferðar. „Prófsteinn á lýðræðið“ Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu sem fór í útlegð til Belgíu, er ekki meðal sakborninga, þar sem spænskt réttarkerfi heimilar ekki réttarhöld að sakborningum fjar- stöddum. Puigdemont, sem nú er staddur í Berlín, sendi frá sér yfirlýs- ingu í gær, þar sem hann sagði að rétt- arhöldin yrðu „prófsteinn á spænskt lýðræði“. Biðlaði hann til alþjóðasam- félagsins um að styðja við málstað sakborninganna, og spurði hvers vegna Evrópusambandinu væri meira umhugað um Venesúela en Spán. Þá hefur málið valdið nokkurri spennu í stjórnmálalífi Spánar, en fjöldamótmæli voru í Madríd um helgina gegn fyrirætlunum stjórn- valda um að semja við aðskilnaðar- sinna. Pedro Sanchez, forsætisráð- herra Spánar, þykir vera milli steins og sleggju, en hann treystir á stuðn- ing aðskilnaðarsinna á spænska þinginu við minnihlutastjórn sína. Réttað yfir Kata- lóníumönnum  Spænsk stjórn- völd gagnrýnd vegna málsins AFP Mótmæli Sjálfstæðissinnar mót- mæltu réttarhöldunum í Barselóna. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði að bandalagið gerði ráð fyrir því að fleiri rússneskar eldflaugar yrðu settar upp eftir að INF-samkomulagið svo- nefnda dettur úr gildi. Sagði Stolten- berg að bandalagsríkin myndu hins vegar ekki setja upp ný kjarn- orkuvopn í Evrópu. Sagði Stoltenberg að bandalagið myndi áfram treysta varnir sínar, en að það myndi ekki þýða það að banda- lagsríkin myndu „spegla“ það sem Rússar gerðu, jafnvel þótt þeir settu upp fleiri eldflaugar sem hæft gætu Evrópu. Varnarmálaráðherrar Atlantshafs- bandalagsins munu funda í dag í Brussel, og er gert ráð fyrir að örlög INF-samkomulagsins verði ofarlega á baugi þar. Hvatti Stoltenberg Rússa til þess að fylgja aftur ákvæð- um samkomulagsins, en vesturveldin saka þá um að hafa brotið gegn því með SSC-8 eldflaugum sínum, sem teknar voru í notkun árið 2015. Búast við fleiri eld- flaugum  NATO mun ekki svara í sömu mynt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.