Morgunblaðið - 13.02.2019, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2019
✝ KristinnMagnússon,
Bói, fæddist í
Reykjavík 20.
október 1932.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 1. febrúar
2019.
Foreldrar hans
voru Anna Magn-
usen frá Vogi á
Suðurey í Færeyj-
um, f. 28. júlí 1901, d. 24. febr-
úar 1986, og Magnús Einars-
son frá Stakkadal á Rauða-
sandi í Vestur-Barðastrand-
arsýslu, f. 13. janúar 1901, d.
3. mars 1970. Systkini Kristins
eru Einar, f. 29. september
1928, Karen Júlía, f. 4. apríl
1931, og Elín, f. 4. ágúst 1944.
Árið 1953 kvæntist hann
Eddu Ingveldi Larsen, f. 3.
febrúar 1932, d. 16. jan. 2018.
Börn þeirra eru 1) Yngvi Þór
Kristinsson, f. 28. september
1952, m. Guðlaug A. Sigur-
finnsdóttir, f. 20. mars 1952,
og eiga þau þrjú börn og níu
barnabörn. 2) Anna Kristins-
þar sem hann komst á samning
1953 í vélvirkjun og lauk
sveinsprófi 1957. Meistara-
náminu lauk hann síðan 1963.
Eftir nám í tækniteiknun hóf
hann störf hjá RARIK við Búr-
fellsvirkjun. Þar hafði hann
umsjón með teiknistofu hönn-
unar- og eftirlitsfyrirtækinu
Harsa. Árið 1970 réð hann sig
sem vélateiknari hjá ÍSAL í
Straumsvík og starfaði þar í
10 ár.
Árið 1979 stofnaði hann sitt
eigið fyrirtæki, teiknistofuna
Teiknivang. Fyrstu árin voru
aðalverkefni Teiknivangs véla-
teikningar, einkum fisk-
vinnsluvélar. Við hönnun á
fiskvinnsluvélum starfaði hann
um nokkra mánaða skeið í
Noregi og Svíþjóð. Síðar sér-
hæfði hann sig í hönnun og
teikningu sumarhúsa og hafa
verið reist yfir 1000 sumarhús
á Íslandi eftir teikningum
hans. Kristinn var einn af
stofnendum Tækniteiknara-
félagsins og var formaður þess
í nokkur misseri og kom þar
að nokkrum umbótum við gerð
námskrár fyrir Tækniteikn-
araskólann. Teiknivang seldi
Kristinn árið 2013 og hætti
störfum, áttræður að aldri.
Útför hans fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 13.
febrúar 2019, klukkan 13.
dóttir, f. 19. ágúst
1956, m. Jóhann
Þorvaldsson, f. 19.
ágúst 1951, og
eiga þau þrjú
börn og sex
barnabörn. Þau
skildu. 3) Haukur
Kristinsson, f. 22.
september 1957.
4) Kristinn Magn-
ús Kristinsson, f.
18. apríl 1962, m.
Kristín Ottósdóttir, f. 7. mars
1963, og eiga þau fjögur börn.
Þau skildu.
Kristinn kvæntist aftur,
Ásthildi Thorsteinsson f. 1.
desember 1946, d. 5. des.
1990. Eignuðust þau soninn
Magnús Loga, f. 12. mars
1975, m. Riina Turpeinen, f.
24. september 1970 í Finn-
landi. Eiga þau tvö börn. Þau
slitu sambúð.
Alls eru því barnabörn orð-
in 19 og barnabarnabörn 12.
Eftir ýmis störf á unglings-
árum hóf Kristinn störf í
dósaverksmiðju föður síns og
síðan hjá Vélsmiðjunni Sindra
Elsku pabbi.
Það er eitthvað svo óraunveru-
legt að sitja hér og kveðja pabba
rúmu ári eftir að mamma lést. Í
lok desember var hann fluttur
mjög veikur á spítala og fljótlega
var okkur sagt að stutt væri eftir.
Síðan þá höfum við átt hvern dag
með honum og átt góðar stundir
saman þó að oft hafi verið erfitt að
horfa á hann þar sem honum leið
misvel.
Líf hans og okkar var ekki allt-
af dans á rósum en hann vildi allt-
af öllum vel og setti sig ávallt í
annað sæti. Ég var átján ára þeg-
ar foreldrar okkar skildu og var
það unglingnum erfitt að horfa á
pabba sinn yfirgefa heimili sitt
með nánast ekki neitt. En þið
mamma voruð alltaf góðir vinir,
nánast háð hvort öðru. Vinskapur
ykkar var okkur systkinunum
mikils virði.
Pabbi kvæntist aftur, kom sér
aftur upp fallegu heimili á Öldu-
götunni í Hafnarfirði þar sem
hann eignaðist bróður okkar,
Magga Loga. Hjónabandið stóð
stutt og þurfti hann að byggja sitt
líf upp að nýju. Framtíðarheimili
eignaðist hann síðar á Kleppsvegi
30 þar sem hann kom sér upp fal-
legu heimili.
Margar góðar minningar koma
í hugann, skemmtilegar helgar á
Búrfelli þar sem hann vann um
tíma, allar skíðaferðirnar með
okkur og börnunum okkar. Á sín-
um yngri árum var hann afreks-
maður á skíðum og skilaði það sér
svo sannarlega til okkar og
barnanna okkar og nú áfram til
barnabarnanna. Stoltur afi og
langafi væri hann nú að sjá þau í
fjöllunum. Eftir að hafa hannað
og teiknað fjöldann allan af sum-
arbústöðum byggði hann sér fal-
legan bústað í Grímsnesinu, þá
kominn á áttræðisaldur. Átti
hann þar margar góðar stundir.
Pabbi var víðlesinn og fróður
maður, hafði unun af lestri góðra
bóka og var mjög gaman og fróð-
legt að spjalla saman um menn og
málefni.
Síðustu þrjú árin bjó pabbi í
þjónustuíbúð í Norðurbrúninni.
Við fráfall mömmu brotnaði hann
svolítið niður við að missa lífsföru-
naut og vin. Ævinlega verðum við
þakklát fyrir að eiga góða minn-
ingu um kvöldstund 20. desember
þegar hann bauð okkur í jólamat í
Norðurbrúninni. Ætluðum við að
borða með honum aftur á gaml-
árskvöld en ekki fer alltaf allt eins
og ætlað er.
Takk fyrir allt, elsku pabbi, þú
sagðir okkur alltaf hvað þú værir
stoltur af okkur og börnunum
okkar. Nú færð þú að hvíla hjá
mömmu og minning um góðan
mann lifir. Við Gulla kveðjum þig
með miklum söknuði.
Þinn sonur,
Yngvi Þór.
Stórt skarð hefur verið höggvið
í líf mitt nú þegar faðir minn, fag-
teiknarinn er fallinn í valinn.
Faðir minn var skarpgreindur
og mjög vel að sér um margt.
Hann hafði næmt skopskyn og
átti jafnan auðvelt með að sjá hin-
ar léttari hliðar tilverunnar.
Hann var mikill unnandi list-
arinnar og í hvert skipti sem ég
kom heim til Íslands í heimsókn
byrjaði ég á að fara til hans í kaffi
og yfirleitt ræddum við um ljóð-
listina og myndlistina og svo auð-
vitað að fá lánaðan bílinn svo ég
gæti brunað um göturnar.
Áhugasamur var hann um nú-
tímalistina og vildi alltaf vita
hvernig gengi hjá listamönnunum
í dag. Oft sagði hann mér sömu
söguna af því þegar hann sjálfur
vann og bjó í Vestmannaeyjum
með Jóni Gunnari myndhöggvara
og braust stoltið út í augum hans
að geta deilt sögum af ævintýrum
þeirra beggja í Vestmannaeyjum.
Hann var stoltur af strákunum
mínum í Finnlandi og þótti honum
merkilegt að eiga barnabörn sem
voru hálffinnsk og vera kominn
með þessi tengsl til Finnlands.
Faðir minn varð vinur vina
minna spurði hann allt til síðasta
dags um hvernig gengi hjá strák-
unum og hvað þeir væru að bar-
dúsa í lífinu í dag.
Takk pabbi fyrir allar heim-
spekilegu vangavelturnar um al-
heiminn og fróðleik þinn um ljóð-
in og gömlu höfundana.
Heimsóknirnar á listasöfnin og
vangavelturnar um hvað þetta nú
allt saman þýðir.
Sumir dagar eru hús
sem við læsum vandlega
áður en við kveðjum
og hverfum út á vettvang áranna
en ef við síðar förum þar hjá
af tilviljun
sjáum við allar dyr opnar –
börn dvelja þar að leik
og það sem mest er um vert:
sólin skín ótrúlega glatt á húsið.
(Þorsteinn frá Hamri.)
Magnús Logi Kristinsson.
Nú er elsku pabbi minn búinn
að fá hvíldina eftir erfið veikindi
og ég veit að hann er hvíldinni
feginn. En ég sakna hans og hefði
viljað hafa hann alltaf og ég hef
reyndar haft hann í 62 ár. Hann
átti langa ævi, mjög ánægjulega
en auðvitað skiptust á skin og
skúrir.
Pabbi var bæði besti vinur
minn og trúnaðarvinur. Ég væri
örugglega ekki hér að skrifa ef ég
hefði ekki átt pabba að. Fyrsta
minning mín um hann var hvað
hann var skemmtilegur og alltaf
svo gaman þegar hann kom heim
úr vinnunni. Hann hafði svo mik-
inn húmor og var svo skemmti-
legur. Á góðum tímum sátum við
öll börnin í kringum hann og hann
sagði brandara og sögur og við
hlógum og hlógum. Hann spilaði
líka á munnhörpu og við sungum.
Það er svo margs að minnast frá
æskuárunum. Svo skildi leiðir hjá
mömmu og pabba og þá var sam-
bandið stopulla en það slitnaði
aldrei.
Síðustu 20-30 ár höfum við ver-
ið bestu vinir, ferðast og gert
margt skemmtilegt saman og var
pabbi alltaf að passa einu stelp-
una sína. Hann byggði sumarbú-
staðinn sinn sjötugur að aldri og
var honum mjög annt um hann.
Þar áttum við margar góðar
stundir þótt fyrstu árin hafi geng-
ið á ýmsu. Hann hljóp til dæmis á
eftir okkur og skrúfaði fyrir
krana til þess að vatnstankurinn
myndi ekki tæmast og rotþróin
fyllast, það mátti ekki grilla á pall-
inum því þá gat kviknað í en það
mátti ekki heldur grilla úti í móa
því þá gat líka kviknað í. Það
mátti helst ekki kaupa neina
óþarfa hluti og fylla bústaðinn af
drasli eins og hreingerningavör-
um en hann notaði sápustykki og
gamlan pensil til að vaska upp
sem honum fannst duga fínt og
skildi ekkert í þessum innkaup-
um. Við höfum hlegið mikið að
þessu og eigum góðar minningar
úr bústaðnum. Það var bara alltaf
gaman með pabba. Hann var svo
hógvær og stærði sig ekki af
neinu þótt hann hefði vel haft efni
á því. Hann vissi einhvern veginn
allt um allt. Alltaf var hægt að
leita til pabba, alveg sama hvað
gekk á. Við vorum í daglegu sam-
bandi og mér finnst ég bara hálf
manneskja án hans. Hvíldu í friði,
elsku pabbi minn, og þú munt allt-
af vera í hjarta mínu.
Þín dóttir
Anna.
Nú er Bói blessaður allur, fyrr
en við áttum von á. Ættingjar og
vinir syrgja einstakt ljúfmenni.
Ég þekkti Bóa frá unga aldri
og þótti alltaf mjög vænt um
þennan kæra stjúpa. Sem krakki
heimsótti ég oft þau mömmu, Bóa
og systkini í Reykjavík. Mjög
gaman og þægilegt var að vera í
nánd Bóa. Hann var einstaklega
barngóður, gaf sér tíma til að vera
með okkur krökkunum, spjallaði
um heima og geima, hló með okk-
ur, fór með okkur í sund og á
skíði.
Bói var einstakt gæðablóð, ljúf-
ur, þolinmóður og blíður, greið-
vikinn og sannur haukur í horni.
Einnig var hann mjög hugs-
andi, las mikið og fylgdist með
heimsmálum og hafði gaman af að
spjalla – og stundum þusa! – við
unga sem aldna um daginn og
veginn.
Hann kom að ýmsum stórverk-
um eins og t.d. Búrfellsvirkjun og
álverksmiðjunni í Straumsvík.
Um tíma vann hann hjá föður sín-
um í Dósaverksmiðjunni við fram-
leiðslu á hlutum sem prýddu
fjölda heimila áður fyrr, t.d. inni-
ljósin úr málmhringjum og svo
kökudunkana með myndum af
konum í íslenskum búningum.
Svo hafa verið reist vítt og breitt
um landið yfir 1.000 sumarhús
eftir teikningum hans. Allt sem
Bói tók sér fyrir hendur ein-
kenndist af vandvirkni og smekk-
vísi.
Ég þakka sérstök kynni við
einstakan mann, votta systkinum
mínum, fjölskyldum þeirra og
öðrum ástvinum hans og vinum
dýpstu samúð. Sérstakt ljúfmenni
er fallið frá en vonandi munu allar
góðu minningarnar létta söknuð-
inn. Í Guðs friði.
Einar Valgeir.
Ég mun aldrei gleyma þeirri
stund þegar við hittumst öll fjöl-
skyldan uppi í sumarbústað með
þér.
Þú varst alltaf hress og fynd-
inn. Þú varst yngri í anda en flest
okkar yngra fólksins.
Takk Bói fyrir að hafa verið afi
strákanna minna og hafa alltaf
tekið svo vel á móti mér inn í fjöl-
skylduna.
Þú verður ávallt í hjarta okkar,
við munum sakna þín.
Takk fyrir að vera hluti af lífi
okkar.
Hamingja okkar mun vera sterkari.
Kærleikur okkar mun verða dýpri.
Líf okkar mun verða ríkara.
Vegna þess að við deildum þínum
augnablikum.
Riina Turpeinen.
Takk afi fyrir allar stundirnar
saman þegar við komum til Ís-
lands.
Skemmtilegast var að fara á
KFC saman að borða og svo í bíl-
túr.
Alltaf þegar við erum að keyra
á nýja bílnum í Finnlandi hugsum
við til þín.
Þú varst góður og skemmtileg-
ur afi sem var alltaf gaman að
hitta.
Helgi Ilmari og Ville Logi.
Elsku afi.
Núna ertu farinn yfir, yfir til
ömmu. Allir sem þekktu ykkur
ömmu vita að þrátt fyrir allt tókst
ykkur aldrei að vera lengi í burtu
frá hvort öðru. Við efumst ekki
um að amma sé að taka á móti þér
með miklum fögnuði, eftir að vera
aðeins búin að tuða í þér um leið-
ina sem þú fórst. Þið hafið nefni-
lega yfirleitt valið ykkur að vera
samferða allt sem þið fóruð, vit-
andi að þið væruð algjörlega
ósammála um hvaða leið væri
best, þið rifust þá bara aðeins um
það í bílnum en komuð samt bros-
andi á áfangastað.
Þetta litla dæmi er einmitt svo
lýsandi fyrir þig, elsku afi. Við
þekkjum þig sem mann með mik-
ið jafnaðargeð sem náðir alltaf að
brosa í gegnum allt. Við þekkjum
engan sem brosir ekki þegar við
nefnum þig á nafn. Það bera þér
allir svo vel söguna. Þú varst svo
fyndinn og skemmtilegur. Sög-
urnar þínar munu lifa um ókomna
tíð og nú er það okkar verkefni að
útskýra fyrir fólki að þetta hafi
ekki verið brandari, heldur nokk-
uð sem Bói afi lenti raunverulega
í. Þú vissir líka svo ótal margt og
það var svo gaman að tala við þig
um allt. Þrátt fyrir að þú hafir vit-
að svona margt og verið jafn klár
og þú varst, þá steig það þér aldr-
ei til höfuðs og aldrei máttum við
hrósa þér fyrir það. Einlægni þín
og hjartahlýja gerði það líka að
verkum að það var svo dásamlegt
að segja þér frá eða sýna þér eitt-
hvað sem við höfðum afrekað. Þú
samgladdist svo innilega og varst
svo innilega stoltur af barnabörn-
unum þínum öllum.
Takk, afi, fyrir að hafa verið
maðurinn sem þú varst og takk
fyrir allar góðu stundirnar okkar
saman. Við munum svo sannar-
lega sakna þín.
Þangað til næst,
Finnur, Kristín og Margrét.
Elsku afi okkar, það er svo sárt
að kveðja þig en við vitum að þér
líður betur núna. Það var alltaf
svo skemmtilegt að vera með þér.
Þú varst alltaf að segja sögur og
varst fullur af fróðleik. Þú sagðir
líka svo skemmtilega frá öllu og
maður hlustaði alltaf á með at-
hygli.
Þú varst líka listhneigður og
hafði gaman af því að teikna, spila
á munnhörpu eða hljómborðið
þitt, lesa og læra ljóð og slóst um
þig með því og öðrum orðatiltækj-
um. Eins og „Summa lastanna er
konstant“ en lengi framan af
skildum við ekki hvað það þýddi
en okkur fannst voða gaman að
segja það.
Þú varst svo ljúfur og komst
vel fram við alla. Þú sagðir líka
alltaf að þeir sem gerðu mistök
væru skemmtilegasta fólkið. Við
sjáum það líka núna hvað margir
hugsa hlýtt til þín og dásama þig.
Eins ljúfur og þú varst þá gastu
samt líka verið þver og það var
eiginlega vonlaust að vinna þig í
rökræðum því þótt maður væri
ekki sammála þá varstu svo vel
upplýstur að þú varst með góð rök
fyrir öllu. Þú varst líka eftirsóttur
og vinsæll í vinnu og ef við kom-
umst með tærnar þar sem þú
hafðir hælana erum við ánægðar.
Við munum þegar þú varst að spá
í minningargreinar og þú tókst
eftir því að það var miklu meira
skrifað um húsmæður en kannski
virta menn í samfélaginu. Ég held
að við getum fullyrt að þó að þú
hafir verið virtur áttu eflaust eftir
að slá mörgum húsmæðrunum
við.
Það var svo auðvelt að tala við
þig og við gátum talað um allt
saman, og eins hlegið að öllu sam-
an. Þú varst sá allra ljúfasti og
flottasti og við erum báðar stoltar
af því að bera sama starfstitil og
þú. Elsku afi, við eigum eftir að
sakna þín mikið. Við elskum þig
og vitum að það verður tekið vel á
móti þér.
Við kveðjum þig með uppá-
haldserindinu þínu úr ljóðinu
Konan sem kyndir ofninn minn
eftir Davíð Stefánsson
Ég finn það gegnum svefninn,
að einhver læðist inn
með eldhúslampann sinn,
og veit, að það er konan,
sem kyndir ofninn minn,
sem út með ösku fer
og eld að spónum ber
og yljar upp hjá mér,
læðist út úr stofunni
og lokar á eftir sér.
Þínar
Edda og Elsa Dóra.
Elskulegur bróðir minn, Krist-
inn Magnússon eða Bói eins og
hann var alltaf kallaður, er nú lát-
inn eftir stutt veikindi. Ég hrökk
illa við þegar ég fékk þessar frétt-
ir því mér finnst svo stutt síðan
Bói bróðir heimsótti mig. Þá var
hann hress og hafði frá mörgu
skemmtilegu að segja enda fylgd-
ist hann mjög vel með samfélags-
málum og var víðlesinn.
Við systkinin tengdumst
tryggða- og vináttuböndum frá
fyrstu tíð enda aðeins 18 mánuðir
á milli okkar. Ég var ung þegar ég
fór að passa litla bróður þó að
stutt væri á milli okkar. Það var
mjög auðvelt að passa hann því
hann var einstaklega ljúfur og ró-
legur og það lundarfar fylgdi hon-
um alla tíð. Þegar við vorum börn
og unglingar áttum við marga
sameiginlega vini og sameiginlegt
áhugamál sem var skíðaíþróttin
og var samvera okkar því mikil og
náin.
Á uppvaxtarárunum bjuggum
við víða m.a. á Djúpuvík um tíma
þar sem pabbi var verksmiðju-
stjóri. Þau ár eru ofarlega í huga
mér þessa dagana. Þar voru hætt-
urnar allt í kring, klettarnir og
sjórinn og mamma bað mig sér-
staklega að líta aldrei af Bóa
bróður því þá gæti hann dottið í
sjóinn. Þessi skilaboð og hlutverk
mitt tók ég mjög alvarlega og leit
aldrei af litla bróður þá og mér
fannst eins og ég þyrfti að líta eft-
ir honum allar götur síðan.
Nú þegar komið er að hinstu
kveðju sitja eftir dýrmætar minn-
ingar um góðan dreng. Við Víðir
sendum bróðurbörnum mínum,
Ingva Þór, Önnu, Hauki, Kristni
og Magnúsi Loga og fjölskyldum
þeirra okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Hvíl í friði, elsku bróðir.
Far þú í friði
friður guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt
(Valdimar Briem.)
Þín systir
Karen (Didda).
Hinn 1. febrúar bárust okkur
þær fregnir að bróðir, mágur og
góður vinur okkar til margra ára
væri allur. Þó að hann hefði glímt
við veikindi um nokkurn tíma er
slík fregn alltaf harmafregn. Slík
tímamót eru einnig tilvalin til að
fara aðeins yfir samverustundir
með þeim sem er að kveðja og
þakka fyrir góðu stundirnar.
Hugurinn reikar hálfa öld til
baka þegar við Bói kynntumst og
urðum mágar þegar við Ella rugl-
uðum saman reytum. Á þessum
árum var að hefjast mikið upp-
byggingarskeið í íslensku at-
vinnulífi þar sem bygging Búr-
fells hófst, aðallega til að þjóna
þörfum álversins í Straumsvík.
Bói vann við Búrfellsvirkjun nán-
ast allan smíðatímann og síðan
seinna einnig í Straumsvík sem
tækniteiknari til margra ára. Um
miðjan september 1972 heimsótti
ég Bóa til Halden í Noregi en þar
starfaði hann um skeið við teikn-
un og hönnun á flokkunarvélum
fyrir sjávarútveginn.
Á hans yngri árum kom í ljós
að hann var mjög músíkalskur og
spilaði bæði á píanó og munn-
hörpu þegar hann bjó í foreldra-
húsum við Háteigsveg. Snemma
kom fram að hann hafði góða
hæfileika sem skíðamaður og
keppti oft til verðlauna í þeirri
grein. Sem ungur maður fram-
leiddi hann inniljósalampa og var
sú framleiðsla hliðargrein hjá
þeim feðgum, en Magnús faðir
hans var eigandi Umbúðaverk-
smiðjunnar hf. sem framleiddi
meðal annars hinar frægu þjóð-
búningadósir.
Hönnun og teiknun voru helsta
áhugamál Bóa, sem varð til þess
að hann sneri sér að því í alvöru
að teikna og hanna sumarhús. Til
að halda utan um það verkefni
stofnaði hann fyrirtækið Teikniv-
ang, sem varð fljótlega lands-
frægt fyrirtæki þótt ekki væri það
stórt í fermetrum, viðurkennt fyr-
ir góðar teikningar og afbragðs
þjónustu enda var Bói einstakt
ljúfmenni og greiðvikinn. Það sem
prýddi hann einnig var heiðarleiki
í öllum viðskiptum, nokkuð sem
nútíminn þyrfti að læra.
Það var alltaf eitthvað hress-
andi við að hitta Bóa. Húmorinn
var aldrei langt undan og hann sá
oft fyndnina í málefnum dagsins
eða mannlegum samskiptum. Það
var gaman að hlusta á hann fara
yfir málin, hann fann oft nýtt
sjónarhorn á mönnum og málefn-
um sem engan hrekkti og hann
skildi mann oft eftir með nýja
hugsun í stöðunni.
Bói var af þeirri kynslóð þegar
ekki var hægt að skipta um kenni-
tölu eins og sokka, menn urðu
Kristinn
Magnússon