Morgunblaðið - 13.02.2019, Blaðsíða 27
framkvæmdastjóri Eimskips í Evrópu
í tvö ár og framkvæmdastjóri Eim-
skips í Hollandi í tvö ár. Frá 2006 hef-
ur Björn verið framkvæmdastjóri
TVG-Zimsen sem er dótturfélag
Eimskips.
TVG-Zimsen er alhliða flutnings-
miðlun sem býður alla þjónustu
tengda innflutningi og útflutningi
ásamt víðtækum sérlausnum. Þegar
Björn var ráðinn hófst hann handa við
að skilgreina og innleiða nýja stefnu
fyrir TVG-Zimsen. Áhersla var lögð á
að byggja upp fyrirtækið að alþjóð-
legri fyrirmynd. Umsvif TVG-Zimsen
jukust jafnt og þétt á næstu árum og
fyrirtækið tryggði sér samninga við
öflug flutningsmiðlunarfyrirtæki sem
styrkti stöðu þess enn frekar í
þjónustu og flutningum.
Björn sat í stjórn ÍTF 2011-2012,
var formaður Knattspyrnudeildar
Víkings 2007-2013 og hefur verið for-
maður Víkings frá 2013.
„Ég er borinn og barnfæddur Vík-
ingur, félagið er hluti af hjartanu og ég
hef starfað fyrir það sleitulaust eftir að
ég kom frá Hollandi. Hverfistenging
Víkings er mér ofarlega í huga og ég
legg mikla áherslu á að Víkingur spili
kjölfestuhlutverk í hverfinu. Ég bý
sjálfur hérna og það var ljúft að koma
til baka eftir 20 ára fjarveru í öðrum
löndum og hverfum. Ég tel að keppn-
isskapið skipti miklu máli til að hafa
metnað í starfi og vilja til að taka þátt í
sjálfboðaliðastarfi.“
Fjölskylda
Eiginkona Björns er Katla Guð-
jónsdóttir, f. 1.10. 1986, framkvæmda-
stjóri Ísbúðar Vesturbæjar. Foreldrar
hennar eru hjónin Guðjón Rúnarsson,
f. 16.3. 1957, framkvæmdastjóri
Kjarnavara hf. og Sandra Georgsdótt-
ir f. 28.10.1957, kennari. Þau eru bú-
sett í Kópavogi.
Börn: 1) Sigurður Hrannar Björns-
son, f. 26.12. 1993, viðskiptafræðingur,
maki: Hera Guðlaugsdóttir flugfreyja;
2) Tómas Atli Björnsson, f. 6.6. 2000,
nemi við Menntaskólann við Hamra-
hlíð; 3) Birkir Björnsson, f. 15.10. 2014,
4) Dagur Björnsson, f. 15.10. 2014, og
5) Breki Björnsson, f. 16.9. 2016.
Systur Björns eru Hanna Margrét
Einarsdóttir, f.12.3. 1973, keramik-
hönnuður, búsett í Reykjavík; Unnur
Dóra Einarsdóttir, f. 28.6. 1976, mann-
auðsráðgjafi hjá Vínbúðinni, búsett í
Hafnarfirði.
Foreldrar Björns eru hjónin Einar
Ö. Hákonarson, f. 13.12. 1946, vél-
virkjameistari og Margrét J. Björns-
dóttir, f. 16.3. 1948, læknaritari. Þau
eru búsett í Reykjavík
Úr frændgarði Björns Einarssonar
Björn
Einarsson
Margrét Guðmundsdóttir
húsfreyja í Rvík
Jón Sigurjónsson
pípulagningamaður í Rvík
Unnur Jóna Jónsdóttir
hárgreiðslukona í Rvík
Margrét Júlíana Björnsdóttir
fv. læknaritari í Rvík
Björn Jóhann Guðmundsson
vélvirkjameistari í Rvík
Júlíana Magnúsdóttir
húsfreyja í Rvík
Guðmundur Axel Björnsson
járnsmiður í Rvík
Einar
Guðmundsson
járnsmiður og
leikari
Júlíana Einarsdóttir
garðyrkjufræðingur í
Mosfellsbæ
Hafdís Huld
tónlistarkona
Jón Axel Björnsson myndlistarmaður
Sigrún Björnsdóttir
kennari í Rvík
Orri Páll Jóhannsson
aðstoðarmaður
umhverfisráðherra
Guðbjörg Káradóttir
kennari á Patreksfirði og húsfreyja í Rvík
Eiríkur Kristófersson skipherra
Jón Kristófersson
sjómaður hjá Landhelgisgæslunni
Hanna Guðrún Jónsdóttir
húsfreyja í Rvík
órhallur Einarsson
ögfræðingur í Rvík
Þ
l
Hinrik Þórhallsson
þróttakennari á Akureyrií
Bragi Þór Hinriksson
kvikmyndaleikstjóri
Trausti Einarsson prófessor í í eðlisfræði við HÍ
Guðrún
Einarsdóttir
starfsm. í
apóteki
ristín Unnsteinsdóttir
bókasafnsfræðingur
KTómas Lemarquis leikari
Stefán Unnsteinsson
fiskútflytjandiLogi Pedro Stefánsson
tónlistarmaður
Unnsteinn Manuel Stefánsson
tónlistar- og sjónvarpsmaður
Einar Unnsteinsson hótelhaldari á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði
Hákon Einarsson
skipasmiður í Rvík
Kristín Traustadóttir
húsfreyja í Rvík
Einar Runólfsson
smiður í Rvík
Einar Örn Hákonarson
vélvirkjameistari í Rvík
Yngstu synirnir Dagur, Breki og
Birkir í HM-treyjunum.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2019
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Fallegar vörur
fyrir heim
Stærð 232 cm | Verð 299.000 kr.
Stærð 202 cm | Verð 275.000 kr.
Stærð 172 cm | Verð 235.000 kr.
ili
Sendum
um
land allt
Guðmundur Löve fæddist 13.febrúar 1919 í Reykjavík.Foreldrar hans voru hjónin
Sophus Carl Löve, f. 1876, d. 1952,
skipstjóri og Þóra Guðmunda Jóns-
dóttir, f. 1888, d. 1972, húsfreyja.
Guðmundur ólst upp á Ísafirði og
lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Ísa-
fjarðar. Hann hugði á framhaldsnám
en veiktist af berklum. Honum tókst
þó að klára kennarapróf 1941 og
kenndi í Austurbæjarskóla veturinn
1941-42 en þurfti að hætta kennslu
vegna veikinda. Hann varð síðan
skrifstofustjóri og félagsmálafulltrúi
SÍBS 1946.
Hann gegndi sínu starfi hjá SÍBS
með sóma og kom meða annars því til
leiðar í samvinnu við Reykjavíkur-
borg að koma á skömmum tíma öllum
berklafjölskyldum úr bröggum og í
betra húsnæði. Hann sá einnig að
hefðbundin störf hentuðu oft ekki
fólki sem átti við veikindi að stríða og
þess vegna nýttist oft ekki takmörk-
uð vinnugeta, enda þótt hún væri fyr-
ir hendi. Til þess að nýta þetta vinnu-
afl setti SÍBS á stofn verndaða
vinnustofu.
Þegar komið var undir 1960 hafði
berklaveikin verið á hröðu undan-
haldi. Sá Guðmundur þá þörfina á öfl-
ugu bandalagi öryrkja og var þá Ör-
yrkjabandalag Íslands stofnað og var
hann fyrsti framkvæmdastjóri þess.
Hann gegndi þeirri stöðu af sama
þrótti og hjá SÍBS og í hans tíð voru
reistar glæsilegar byggingar í
Hátúni.
Guðmundur var formaður endur-
hæfingarráðs, sat í stjórn SÍBS, í
stjórn Reykjalundar, og einnig um
langt árabil fulltrúi úthlutunarnefnd-
ar öryrkjabifreiða. Hann var einnig í
stjórn Íþróttafélags fatlaðra.
Guðmundi var veitt heiðursmerki
Rauða kross Íslands og var sæmdur
riddarakrossi hinnar íslensku fálka-
orðu árið 1977.
Eiginkona Guðmundar var Rann-
veig Löve, f. 29.6. 1920, d. 13.9. 2015,
kennari. Börn þeirra: Sigrún, f. 1942,
og Leó Eiríkur, f. 1948, d. 2017.
Guðmundur lést 3. maí 1978.
Merkir Íslendingar
Guðmundur
Löve
90 ára
Ingibjörg J. Jónasdóttir
80 ára
Bjarni Ó. Árnason
Björn Baldvinsson
Edda Kristjánsdóttir
Erla Gígja Þorvaldsdóttir
Eygló Gréta Andrésdóttir
Guðjón Jónsson
Hulda Steinsdóttir
75 ára
Guðni Guðmundsson
Guðný Davíðsdóttir
Hilda Emilía Hilmarsdóttir
Karl Þ. Jónasson
Kolbrún Guðveigsdóttir
Kristín Jónsdóttir
70 ára
Björn Jóhannsson
Kristín S. Magnúsdóttir
Ruth Jóhannsdóttir
Sigurður Þór Sigurðsson
60 ára
Ásdís Bragadóttir
Börkur Arnviðarson
Elín María Sigurðardóttir
Kristján Hauksson
Óskar Sigþór
Ingimundarson
Rúnar Árnason
Skúli Hersteinn
Oddgeirsson
Victor Ívar Ström Jónsson
50 ára
Björn Einarsson
Eva Sif Heimisdóttir
Guðsteinn Halldórsson
Gunnar Gíslason
Helgi Kuldeep Kumar
Hlynur Svan Eiríksson
Jenný Guðmundsdóttir
Jónína Sigurlaug
Gísladóttir
Michael Edward White
Sigurður Jóhann
Hermannsson
40 ára
Bára Ósk Einarsdóttir
Eyrún Björg Magnúsdóttir
Eyþór Máni Jósefsson
Gunnar Jóhann Ásgeirsson
Helga Rún Helgadóttir
Hrannar Sigurðsson
Jón Þór Þorvaldsson
Marek Iwanski
Mari Kaarina Agge
Marinó Heiðar Svavarsson
Nadiia Shalimova
Saulius Simaitis
30 ára
Audrone Malakauskiené
Daníel Cochran Jónsson
Gisela Santos Cardoso
Guðni Páll Kristjánsson
Hjörtur Jónasson
Ísleifur Örn Guðmundsson
Jónatan Friðriksson
Kamila Stetková
Karina Karolina Trumpus
Magnús Már Einarsson
Marchin Jerzy Chrostek
Ólafur Arason
Queny Campos Domaoal
Siwaporn Kongsanan
Til hamingju með daginn
40 ára Helga er úr Kópa-
vogi en býr í Garðabæ.
Hún er viðskiptafræð-
ingur að mennt og er
sérfr. í Seðlabankanum.
Maki: Rob Kamsma, f.
1981, tæknifræðingur hjá
Eflu.
Börn: Thomas Helgi, f.
2009, Elías Kári, f. 2012,
og Yngvi Már, f. 2017.
Foreldrar: Helgi Þóris-
son, 1955, frkvstj., og Sig-
ríður Pálsdóttir, 1958,
sérfr. hjá Arion banka.
Helga Rún
Helgadóttir
40 ára Jón Þór er frá
Skeljabrekku í Borgarfirði
en býr í Borgarnesi. Hann
er bílstjóri hjá Borgarverki.
Maki: Arna Pálsdóttir, f.
1975, bókari hjá Borgar-
verki.
Börn: Maríus, f. 2003,
Anna, f. 2003, Þorvaldur, f.
2007, stjúpbörn: Hlín, f.
1998, Hlynur, f. 2000, og
Hugrún, f. 2008.
Foreldrar: Þorvaldur Jóns-
son, f. 1954, og Dagný Sig-
urðardóttir, f. 1959.
Jón Þór
Þorvaldsson
30 ára Magnús ólst upp á
Esjugrund á Kjalarnesi en
býr í Mosfellsbæ. Hann er
ritstjóri Fótbolti.net.
Maki: Anna Guðrún Inga-
dóttir, f. 1990, tölvunarfr.
hjá Advania.
Sonur: Einar Ingi, f. 2018.
Foreldrar: Einar Þór
Magnússon, f. 1964,
stöðvarstj. hjá Frumherja,
og Hanna Símonardóttir,
f. 1966, vallarstjóri á
íþróttasvæðinu Tungu-
bökkum.
Magnús Már
Einarsson
Hægt er að senda
mynd og texta af
nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is
Börn og
brúðhjón