Morgunblaðið - 13.02.2019, Síða 29

Morgunblaðið - 13.02.2019, Síða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2019 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Stundum ertu sólgin/n í að vera í hópi og skemmta þér. Tækifæri til þess verða mörg næstu vikur. Gamall vinur kemur aftur til sögunnar. 20. apríl - 20. maí  Naut Það getur dregið dilk á eftir sér að gera hlutina ekki upp strax. Gleymdu því sem ætlast er til af þér, og hlustaðu á rödd hæfileika þinna. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Lausnir margra mála liggja nær þér en þú vilt í fljótu bragði viðurkenna. Ein- hverjir gamlir vinir setja sig í samband við þig aftur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þetta er góður dagur til að ræða við fjölskylduna um fjármálin og það sem fram- undan er. Fasteignaviðskipti ættu að skila góðum hagnaði. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér finnst einhvern veginn eins og þú sért að missa tökin á hlutunum. Taktu þér tíma því að flas er ekki til fagnaðar. Sýndu unglingi skilning og þá mun ykkur ganga allt í haginn. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Gleymdu vonbrigðum þínum, lífið er ekki bara dans á rósum. Láttu stoltið ekki hindra þig núna því þú þarft á hjálp að halda. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert eitthvað annars hugar í vinnunni og verður að taka þig á áður en allt fer í hund og kött. Horfstu í augu við drauga for- tíðarinnar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ef þér finnst brotið á þér áttu ekki að hika við að láta í þér heyra. Geymdu öll fagnaðarlæti þangað til öll kurl eru komin til grafar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vígin eru til að vinna þau svo ef þú hefur tök á að afgreiða málin núna skaltu gera það. Þú hefur verið dugleg/ur við að leggja inn í reynslubankann, það breytist ekki þetta árið. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert í góðu jafnvægi og hefur því góð áhrif á alla í kringum þig. Vertu já- kvæð/ur og hafðu trú á að allt fari vel. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Samræður við náungann taka óvænta stefnu í dag. Leystu því eigin vanda- mál áður en þú fæst við vanda annarra. 19. feb. - 20. mars Fiskar Dagurinn í dag er kjörinn til þess að gera við allt sem er bilað á heimilinu. Vertu því á verði og láttu gott tækifæri ekki renna þér úr greipum. Leyfðu öðrum að finna svör við sínum vanda. Bandaríski blaðamaðurinn og rit-höfundurinn Robert Caro hefur varið rúmlega helmingi ævi sinnar í að rannsaka og skrifa um ævi Lynd- ons B. Johnsons, sem var forseti Bandaríkjanna frá 1963 til 1969. Bækur Caros um Johnson eru orðnar fjórar og rúmlega þrjú þúsund blað- síður í allt. Fyrsta bókin kom út 1982, sú fjórða 2012 og hann á eitt bindi eft- ir, sem ekki er víst hvenær kemur út. x x x Nýlega birtist grein eftir Caro ítímaritinu The New Yorker þar sem hann lýsir því hvernig hann upp- götvaði ástríðu sína fyrir að liggja yf- ir skjölum þegar hann var ungur blaðamaður. Ritstjóri hans sagði að hann ætti að fletta hverju skjali. Því ráði fylgdi hann dyggilega er hann lá yfir skjölum frá stjórnmálaferli John- sons og varð margs vísari, meðal ann- ars um það hvernig hann komst til áhrifa á Bandaríkjaþingi. x x x Caro segir einnig frá því að hannhafi farið á æskuslóðir Johnsons í Texas til að ræða við samferðamenn hans. Þótti honum þeir lokaðir og fá- málir um forsetann. Blaðamenn allra helstu fjölmiðla landsins og margra minni miðla hefðu komið á þessar slóðir til að spyrja um æsku hans og uppvaxtarár og voru heimamenn orðnir varir um sig gagnvart þeim. Caro ákvað því að setjast að á æsku- slóðum viðfangsefnisins ásamt konu sinni og bjó þar meira og minna í þrjú ár. Segir Caro að konu sinni hafi þótt nóg um og spurt hann hvers vegna hann gæti ekki skrifað ævisögu Napóleons. Við flutninginn ger- breyttist viðmótið gagnvart honum og fólk varð mun opnara. Hann fékk líka allt aðra mynd af Johnson en áð- ur hafði komið fram. x x x Caro byrjaði að afla heimilda fyrirævisöguna um Johnson árið 1976. Nú er Caro 83 ára. Í greininni í The New Yorker segir hann að enn séu nokkur ár í að hann ljúki fimmta og síðasta bindinu. Hann ætlar líka að skrifa endurminningar, meðal annars um reynslu sína af að skrifa um John- son, en er ekki viss um að sér endist tími til þess. vikverji@mbl.is Víkverji Hinn réttláti gleðst yfir Drottni og leit- ar hælis hjá honum og allir hjarta- hreinir munu sigri hrósa. (Sálm: 64.11) Á sunnudag skrifaði Jón Giss-urarson á Boðnarmjöð: „Síðdeg- is í dag var hér stillt og bjart veður með sjö gráða frosti. Hríðarélið sem var hér í gær og fyrradag er flúið til fjalla og fönnin er lítil. Svartasta skammdegið er að baki þetta árið og birtan er hægt og bítandi að taka völdin. Síðdegissólin baðaði Skaga- fjörð afar fallegri birtu nú undir rökkrið.“ Hríðin hún flúði til fjalla í gær felur þó snjóhulan runna. Skammdegið búið og skuggarnir fjær skín yfir landinu sunna. Í síðdegis birtunni finnst mér svo flott fjörðinn minn yfir að líta. Lífið í honum er ljómandi gott og leikur á fölinu hvíta. Sama dag skrifaði Ingólfur Ómar í Leirinn: „Fallegt veður ríkir hér syðra, bjart og stillt með smá frosti“: Glóey kyndir geislabrá gyllir tind og ögur. Himinlindin björt og blá brosir yndisfögur. Jón H. Arnljótsson svaraði að bragði: „Ég er hættur að geta ort heilar vísur, en reikna með að það lagist aftur. Það rifjaðist hins vegar upp gömul vísa og ég ákvað að skella henni hér inn, að vísu lítillega breyttri (vonandi til bóta)“: Veður fagurt varð á ný, í veislu ragur þyrði. Góður dagur gengur í garð í Skagafirði. Þannig var hljóðið í Sigmundi Benediktssyni á mánudag: Anda gefur ljúflings leiði, letur engin pólitík. Skefur mjöll á Hellisheiði, hér er sólin blíðurík. Þetta er falleg vetrarstemning hjá Gunnari J. Straumland á Boðnarmiði: Stirnir ljósi storðin öll, stækka andans turnar. Englar Guðs í himnahöll hrista dúnsængurnar. Það er gamla sagan, – Pétur Stef- ánsson yrkir: Oft hef ég mér í drykkju drekkt, dapur í hugraun sárri. Að dreypa á öli er unaðslegt, en ást á konu er skárri. Ennþá vill hún á mig hlýða. Aldrei brúkar röfl og pex. Eftir því sem árin líða, ást til konu minnar vex. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Fallegt veður en skafrenn- ingur á Hellisheiði RÓBERT MUNKUR BAÐ TIL GUÐS AÐ HANN RÆKIST EKKI Á NEINN SÉR KUNNUGAN ÁÐUR EN HANN GÆTI ÞVEGIÐ GELIÐ ÚR HÁRINU. „ViÐ byrjum á aÐ taka nokkrar röntgen-myndir, þá fyrstu af veskinu þínu.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að þvo ekki varalitinn hennar af bollanum. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann GRETTIR, ÉG AÐHYLLIST NÝJA LÍFSSPEKI SEM MYNDI VERA? AÐ LIFA HVERN DAG EINS OG ÉG EIGI AFMÆLI HVÍ ÞÁ? KÖKUGRÍSIR HUGSA EINS ÞANNIG GETUM VIÐ BORÐAÐ FLEIRI KÖKUR KONAN ÞARNA SAGÐIST MYNDU FARA ÚT MEÐ MÉR EF ÉG LÆT MÉR SPRETTA GRÖN NÚ GERÐU ÞAÐ ÞÁ! HÚN ER GULLFALLEG! ÉG ER AÐ REYNA EN ÞAÐ ERU BARA LIÐNIR ÁTTA MÁNUÐIR! Fermingarblað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 15. mars Fermingarblaðið er eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins. Fjallað verður um allt sem tengist fermingunni. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 11. mars. SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.