Morgunblaðið - 13.02.2019, Page 31

Morgunblaðið - 13.02.2019, Page 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2019 Nýjasta verk Íslenskadansflokksins, Um hvaðsyngjum við, var frum-sýnt síðastliðið föstu- dagskvöld á Stóra sviði Borgarleik- hússins, en verkið er byggt á hugmynd belgíska danshöfundarins Pieter Ampe og er hann titlaður höfundur þess í samvinnu við fjóra aðra höfunda og dansara flokksins. Tónlistin er úr ýmsum áttum, mest dægurlög sem tengjast efni verks- ins, en samsetning hennar og radd- þjálfun dansaranna er í höndum Jakobs Ampe. Alls taka átta dans- arar þátt í sýningunni og eru þrír þeirra að koma fram í fyrsta skipti með flokknum sem hefur tekið miklum breytingum undanfarið. Í blábyrjun verksins blasir við áhorfendum autt svið í vinnulýs- ingu. Dansararnir tínast svo inn einn af öðru með ýmislegt sviðsdót, sem þau raða saman og klæða með litríkum tjöldum. Eitthvað verður til sem minnir kannski á skýli eða tjald, og ósjálfrátt dettur manni í hug börn í útilegu eða krakkar í sumarbúðum. Undir hljómar nos- talgísk popptónlist. Einn dansarinn tilkynnir okkur að í kvöld ætli þau að deila með okkur sínum persónu- legu sögum, upplifunum og við- horfum – og berskjalda sig. Hún ætli hins vegar að dansa sinn sárs- auka og exístensíal pælingar sem hún gerir af mikilli alúð. Annar dansari reynir eftirminnilega að stökkva í loftið á hælaháum skóm sem er hægt að túlka sem hans innri baráttu. Dansararnir dansa eins og það sé enginn að horfa og persónuleiki þeirra skín í gegn sem er áhrifaríkt. Það fylgir sviðsetning- unni fyrirheit um spennandi frá- sögn, allt getur gerst og áhugi áhorfandans er vakinn. Frásögnin breytist þó fljótt og tekur á sig það form að verða röð af sólóatriðum með stuttum teng- ingum, þar sem einn dansarinn af öðrum segir einhvers konar sögu eða lýsir ástandi með samblandi af leik, söng, og dansi. Öll umfjöll- unarefni eru leyfileg, og eina teng- ingin á milli þeirra eru manneskj- urnar á sviðinu. Strax eftir fyrstu „söguna“ fer maður að velta fyrir sér hvort svona persónulegar frásagnir eigi eitthvert erindi við okkur áhorf- endur. Af hverju eigum við áhorf- endur að sitja undir því í stórum sal að hlusta á misjafnlega vel útfærðar frásagnir dansara um sitt eigið líf? Það sem virtist ætla að verða spennandi sýning verður fljótt þreytandi og innihaldslaust. Senurnar streyma síðan ein af annarri og þá oftar en ekki í litlu eða engu samhengi við þá næstu, bara samansafn af ólíkum persónu- legum opnunum. Stundum verður þetta hreinlega pínlegt og maður spyr sig hversu langt höfundur verksins ætli að fara í að kreista fram eitthvað úr einkalífi dans- aranna til að sjokkera áhorfendur. Má t.d. nefna senu þar sem einn dansarinn sýnir kynferðislega til- burði við „sofandi“ líkama hinna. Meðvirkni, valdastaða, forréttindi og ofbeldi eru orð sem fljóta á yf- irborðinu, gagnvart dönsurunum sjálfum og einnig gagnvart áhorf- endum. Dansararnir leggja sig mjög mik- ið fram, eins og þeirra er von og vísa, og þeir ná að skapa fögur augnablik í verkinu. Sérstaklega má nefna minnisstæða mynd þar sem einn dansaranna dansar nakinn og leikur sér með stóra og hvasstennta sög. Eins eru nokkur góð tilboð sem augljóslega koma frá döns- urunum, ljóðrænar myndir sem og áhugaverðar hugleiðingar, sem því miður týnast í óljósum óreiðuheimi. Úti í sal virðist manni allt að því áþreifanlegt að dönsurunum líður óþægilega, og þeir eigi fullt í fangi með að standa með verkinu. Senan þar sem dansarinn reynir að dansa í hælaháum skóm fær nýja merk- ingu. Lokaatriðið, væmið karókí- atriði í anda bandarískra bíómynda, má jafnvel túlka sem íróníu eða til- raun til uppreisnar gagnvart höf- undinum. Að sviðsetja hið persónulega get- ur verið stórkostleg aðferðafræði, en mjög vandmeðfarin. Antonin Ar- taud prédikaði að í leikhúsi ætti flytjandinn að færa persónulega fórn og afhjúpa sjálfan sig – og þannig gæti áhorfandinn upplifað hina sönnu gleði sem samfélagið hefur þjálfað hann í að bæla. Í verkinu sem hér um ræðir skortir hins vegar alla greiningu á við- fangsefninu og ramma í kringum frásögnina, en umfram allt þá vant- ar dýpt: að verkið sé að segja eitt- hvað, eitthvað brenni á því. Útkom- an verður því væmin, klisjukennd og jaðrar við tilfinningaklám. Upp- lifunin er svolítið eins og að vera óvart staddur á einhvers konar blöndu af árshátíð og AA-fundi. Ýmsar spurningar vakna að lok- inni sýningu, s.s. um hver sé al- mennt þróun dansins í dag, um ein- lægni á sviði, um mörk hins persónulega og almenna, um ábyrgð höfundarins og hversu mik- ils er hægt að krefjast af dans- aranum í nafni listarinnar. Sú spurning vaknar líka hvort „sjálf- hverfan“ í öllu sínu veldi sé ef til vill að taka yfir mikilvægi hins listræna í sviðslistum. Dansararnir halda verkinu uppi með hugrekki sínu, en þau eru sett í mjög erfiða stöðu þar sem eina hugsjón verksins liggur á þeim sjálfum að framleiða. Þetta skiptir þó kannski ekki öllu máli því þegar á allt er litið, og allir mega og eiga að gera allt, og verkið á að vera um allt, þá er það í raun ekki um neitt, ekki um nokkurn skap- aðan hlut – og dettur dautt niður. Að syngja um ekki neitt Berskjaldaður „Dansararnir leggja sig mjög mikið fram, eins og þeirra er von og vísa, og þeir ná að skapa fögur augnablik í verkinu. Sérstaklega má nefna minnisstæða mynd þar sem einn dansaranna dansar nakinn og leikur sér með stóra og hvasstennta sög,“ segir í rýni um Um hvað syngjum við hjá Íslenska dansflokknum. Borgarleikhúsið Um hvað syngjum við bbnnn Eftir Pieter Ampe í náinni samvinnu við Jakob Ampe, Valdimar Jóhannsson, Barböru Demaret, Jelle Clarise og dans- ara Íslenska dansflokksins. Hugmynd: Pieter Ampe. Tónlist, samsetning og raddþjálfun: Jakob Ampe. Glöggt auga: Jelle Clarisse. Dramatúrgísk aðstoð: Barbara Demaret. Ljós og leynd aðstoð: Valdimar Jóhannsson. Dansarar: Sig- urður Andrean Sigurgeirsson, Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir, Erna Gunnarsdóttir, Felix Urbina Alejandre, Charmene Pang, Tilly Sordat, Shota Inoue og Una Björg Bjarnadóttir. Ís- lenski dansflokkurinn frumsýndi á Stóra sviði Borgarleikhússins föstudag- inn 8. febrúar 2019. NÍNA HJÁLMARSDÓTTIR DANS Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Sun 28/4 kl. 13:00 Aukas. Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Sun 28/4 kl. 16:00 Aukas. Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka Sun 5/5 kl. 13:00 Aukas. Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn Sun 5/5 kl. 16:00 Aukas. Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn Sun 12/5 kl. 13:00 Aukas. Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn Sun 12/5 kl. 16:00 Aukas. Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Fös 15/2 kl. 19:30 Aukas. Lau 23/2 kl. 19:30 14.sýn Lau 9/3 kl. 19:30 17.sýn Lau 16/2 kl. 19:30 13.sýn Lau 2/3 kl. 19:30 15.sýn Fös 22/2 kl. 19:30 Auka Fös 8/3 kl. 19:30 16.sýn Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið) Mið 27/2 kl. 19:30 Fors. Fös 15/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 7.sýn Fim 28/2 kl. 19:30 Fors. Lau 16/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 8.sýn Fös 1/3 kl. 19:30 Frums Fös 22/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 7/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn Fyndinn og erótískur gamanleikur Þitt eigið leikrit (Kúlan) Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Lau 2/3 kl. 17:00 Auka Lau 23/3 kl. 17:00 17.sýn Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Fös 8/3 kl. 18:00 Auka Sun 24/3 kl. 15:00 18.sýn Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn Sun 24/3 kl. 17:00 19.sýn Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Lau 9/3 kl. 17:00 Auka Lau 30/3 kl. 15:00 20.sýn Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn Sun 31/3 kl. 15:00 21.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Sun 17/3 kl. 17:00 Auka Sun 31/3 kl. 17:00 22.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn Lau 23/3 kl. 15:00 16.sýn Það er þitt að ákveða hvað gerist næst! Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn) Lau 16/3 kl. 19:30 Frums Fim 28/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 8.sýn Mið 20/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn Fim 11/4 kl. 19:30 9.sýn Fim 21/3 kl. 19:30 3.sýn Mið 3/4 kl. 19:30 Aukas. Fös 12/4 kl. 19:30 10.sýn Fös 22/3 kl. 19:30 4.sýn Fim 4/4 kl. 19:30 7.sýn Velkomin heim (Kassinn) Fös 15/2 kl. 19:30 5.sýn Lau 16/2 kl. 19:30 6.sýn Sun 17/2 kl. 19:30 7.sýn Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 13/2 kl. 20:00 Mið 27/2 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00 Mið 20/2 kl. 20:00 Mið 6/3 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 14/2 kl. 19:30 Fim 21/2 kl. 19:30 Sun 24/2 kl. 21:00 Fös 15/2 kl. 19:30 Fös 22/2 kl. 19:30 Mán 25/2 kl. 22:00 Fös 15/2 kl. 22:00 Fös 22/2 kl. 22:00 Fim 28/2 kl. 19:30 Lau 16/2 kl. 19:30 Lau 23/2 kl. 19:30 Lau 16/2 kl. 22:00 Lau 23/2 kl. 22:00 Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 17/2 kl. 20:00 leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Matthildur (Stóra sviðið) Þri 12/3 kl. 19:00 Fors. Lau 23/3 kl. 19:00 7. s Fös 12/4 kl. 19:00 18. s Mið 13/3 kl. 19:00 Fors. Sun 24/3 kl. 19:00 8. s Lau 13/4 kl. 13:00 19. s Fim 14/3 kl. 19:00 Fors. Mið 27/3 kl. 19:00 9. s Sun 14/4 kl. 19:00 20. s Fös 15/3 kl. 19:00 Frums. Fim 28/3 kl. 19:00 10. s Þri 16/4 kl. 19:00 21. s Lau 16/3 kl. 19:00 2. s Sun 31/3 kl. 19:00 12. s Mið 24/4 kl. 19:00 22. s Sun 17/3 kl. 19:00 3. s Mið 3/4 kl. 19:00 13. s Fim 25/4 kl. 19:00 23. s Mið 20/3 kl. 19:00 4. s Fös 5/4 kl. 19:00 15. s Fös 26/4 kl. 19:00 24. s Fim 21/3 kl. 19:00 5. s Sun 7/4 kl. 19:00 16. s Sun 28/4 kl. 19:00 25. s Fös 22/3 kl. 19:00 6. s Mið 10/4 kl. 19:00 17. s Þri 30/4 kl. 19:00 26. s Miðasalan er hafin! Elly (Stóra sviðið) Fös 15/2 kl. 20:00 201. s Lau 23/2 kl. 20:00 204. s Fös 8/3 kl. 20:00 207. s Lau 16/2 kl. 20:00 202. s Fös 1/3 kl. 20:00 205. s Lau 9/3 kl. 20:00 208. s Fös 22/2 kl. 20:00 203. s Lau 2/3 kl. 20:00 206. s Sýningum lýkur í mars. Ríkharður III (Stóra sviðið) Sun 17/2 kl. 20:00 12. s Fim 21/2 kl. 20:00 13. s Sun 3/3 kl. 20:00 14. s 5 stjörnur - ÞT. Morgunblaðið / 5 stjörnur - SJ. Fréttablaðið Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Mið 6/3 kl. 20:00 45. s Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Fim 7/3 kl. 20:00 46. s Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fös 8/3 kl. 20:00 47. s Athugið, takmarkaður sýningafjöldi. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fim 14/2 kl. 20:00 31. s Fös 22/2 kl. 20:00 37. s Lau 2/3 kl. 20:00 40. s Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Sun 24/2 kl. 20:00 38. s Sun 17/2 kl. 20:00 33. s Fös 1/3 kl. 20:00 39. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Kæra Jelena (Litla sviðið) Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s Lau 13/4 kl. 20:00 2. s Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s Kvöld sem breytir lífi þínu. Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið) Lau 13/4 kl. 20:00 aukas. Aukasýning komin í sölu. Ég dey (Nýja sviðið) Fös 15/2 kl. 20:00 Lokas. Allra síðasta sýning! Allt sem er frábært (Litla sviðið) Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas. Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.