Morgunblaðið - 22.02.2019, Qupperneq 10
Fiskveiðiárin 1980/81 til 2017/18
1980/1981 1985/1986 1990/1991 1995/1995 2000/2001 2005/2006 2010/2011 2015/2016
Heildarloðnuafli
Jan MayenScoresbysund
GRÆNLAND
ÍSLAND
Ammassalik
FÆREYJAR
Útbreiðsla loðnu
Frá aldamótum
ayenScoresbysund
GRÆNLAND
ÍSLAND
Amma
FÆREYJAR
Útbreiðsla loðnu
Fyrir aldamót
Jan M
ssalik
Útbreiðsla loðnu
Fæðusvæði fullorðinnar loðnu
Dreifing ungloðnu
Fæðugöngur loðnu
Göngur loðnu til baka frá fæðusvæðum
Hrygningargöngur
Hrygningarstöðvar
Júní-september
Október-desember
Janúar-mars
1.000
1.250þús. tonn
750
500
250
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Fjögur skip voru við loðnuleit í og norður af
Húnaflóa í gær, en farið er að síga á seinni hluta
leiðangursins. Enn hefur ekki mælst nægilega
mikið til að gefa út veiðikvóta. Ekki liggur fyrir
hvort og þá hvernig framhaldið verður en málin
verða væntanlega rædd í samráðshópi Hafrann-
sóknastofnunar og útgerða uppsjávarskipa þegar
þessari yfirferð lýkur um helgina.
Skipin fjögur sem voru við leit norður af land-
inu í gær voru rannsóknaskipið Árni Friðriksson,
Ásgrímur Halldórsson frá Hornafirði, græn-
lenska skipið Polar Amaroq og norska skipið
Roaldsen sem bættist að nýju í hópinn á mið-
vikudag. Síðustu daga hafa skipin leitað norður
með Austurlandi og vestur með Norðurlandi.
Útgerðir skipta kosnaði
Náin samskipti hafa verið milli sérfræðinga
Hafrannsóknastofnunar og útgerðar uppsjávar-
skipa um loðnuleit, sem staðið hefur linnulítið í
margar vikur. Kostnaður við þátttöku íslenskra
veiðiskipa og Polar í loðnuleit síðustu vikna er
greiddur af útgerðinni í samræmi við hlutdeild í
loðnukvóta.
Í mælingum vetrarins hefur veiðistofninn
sem nú gengur til hrygningar mælst 200-250
þúsund tonn. Það er ekki nóg til að ákveða
upphafskvóta því gildandi aflaregla byggist á
því að skilja eftir 150 þúsund tonn til hrygn-
ingar í mars 2019 með 95% líkum. Tekur afla-
reglan tillit til óvissumats útreikninganna,
vaxtar og náttúrulegrar dánartölu loðnu, auk
afrán þorsks, ýsu og ufsa á loðnu.
Einn þriðji af jarðgöngunum
Áður hefur komið fram að útflutningsverð-
mæti 100 þúsund tonna af loðnuafurðum geti
verið um 10 milljarðar króna, en nokkru meiri
fari megnið af aflanum í hrognavinnslu. Loðnu-
vertíð skiptir miklu máli fyrir fólk og fyrirtæki,
sveitarfélög og þjóðarbúið í heild, en loðnu-
vinnsla fer einkum fram í plássum frá Þórshöfn
suður um til Vestmannaeyja.
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldar-
vinnslunnar, sagði í samtali við 200 mílur á
mbl.is í vikubyrjun, að 100 þús. tonn af loðnu
gæfu ríkissjóði sennilega 4,5 milljarða í beinar
tekjur, „sem er einn þriðji af jarðgöngunum
hérna. Þá er ótalið allt fólkið sem er að vinna við
þetta og stólar á veiðarnar,“ sagði Gunnþór.
Svo gæti farið að um loðnubrest yrði að ræða
sambærilegt og varð fyrir áratug, skömmu eftir
efnahagshrunið. Þátt fyrir mikla leit og yfirferð á
gönguslóð loðnunnar veturinn 2009 fannst ekki
nægjanlegt magn til að Hafrannsóknastofnun
ráðlegði veiðikvóta. Sjávarútvegsráðherra gaf
eigi að síður út 15 þúsund tonna kvóta til leitar
og rannsókna. Þetta var mikið áfall og sambæri-
legt við árið 1983 þegar engin loðnuveiði var
leyfð.
Um 640 þúsund tonn í meðalári
Loðnan er skammlífur fiskur og hafa sveiflur
einkennt veiðar úr stofninum. Aflinn hefur farið
vel yfir milljón tonn sum árin, en niður í ekki neitt
þegar verst hefur árað. Loðnuveiðar byrjuðu af
nokkrum krafti á sjöunda áratugnum og þá sem
vetrarveiðar við Suðurströndina. Þær fóru síðan
vaxandi samhliða því að síldveiðiflotann vantaði
verkefni. Við bættust veiðar úti af Austfjörðum
1972 og sumarveiðar norðan Íslands hófust 1976.
Þegar rifjað var upp árið 2014 að hálf öld var
frá upphafi loðnuveiða kom fram í grein Sveins
Sveinbjörnssonar fiskifræðings að afli 50 ára
væri alls rúmar 32 milljónir tonna, meðal ársafli
um 640 þúsund tonn.
Enn enginn loðnukvóti þrátt
fyrir linnulitla leit fjögurra skipa
Yfirferð fjögurra skipa að ljúka Loðnan skiptir miklu máli Miklar sveiflur
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2019
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum
NÝR &
KRAFTMEIRI
Mitsubishi Outlander PHEV er rafdrifinn & svo miklu meira. Tvær öflugar
rafvélar og S-AWC-aldrifið skila auknu afli og afköstum sem gera allar
aðstæður leikandi léttar. Kynntu þér vinsælasta bílinn á Íslandi.
Verð frá
4.690.000 kr.
Á heimasíðu Síldarvinnslunnar í
Neskaupstað var saga loðnu-
veiða við landið nýlega rifjuð
upp í stuttu máli og þar er að
finna eftirfarandi um upphafið:
„Fullyrt er að Jakob Jakobs-
son, útgerðarmaður á Strönd í
Neskaupstað, hafi verið fyrstur
manna á Íslandi til að hagnýta
sér loðnu. Hóf hann að nota
loðnu sem beitu á vertíðum á
Hornafirði um 1920.
Fyrst þegar loðnu var beitt á
Hornafirði var hún tínd af
fjörum en þegar menn gerðu
sér grein fyrir gildi hennar
komu menn sér upp litlum fyrir-
dráttarnótum til að veiða hana í
við háflæði. Almennt var farið
að beita loðnu á Hornafirði árið
1924.“
TÍND AF FJÖRUM
Notuð í beitu
fyrir 100 árum