Morgunblaðið - 22.02.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.02.2019, Blaðsíða 36
SÓLARFERÐIR • SIGLINGAR FÓTBOLTI • BORGIR • SÉRFERÐIR HREYFI- OG LÍFSTÍLSFERÐIR TÓNLEIKAR OG HÓPAFERÐIR GAMANÍ SUMAR! Green Garden Resort & Suites Tenerife VERÐ FRÁ á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn VERÐ FRÁ 108.900 á mann m.v. 2 fullorðna FERÐATÍMABIL 16.–23. MAÍ Fjölskylduparadís Innifalið í verði er flug, skattar, 20 kg taska, handfarangur og gisting. Verðdæmi miðast við börn 2–11 ára. www.gaman.is / 560 2000 / Bæjarhraun 14, 220 Hafnarfirði / gaman@gaman.is Best Tenerife Tenerife VERÐ FRÁ á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn VERÐ FRÁ 100.900 á mann m.v. 2 fullorðna FERÐATÍMABIL 9.–16. MAÍ Morgunverður innifalinn Frábær hótelgarður Tigotan Tenerife VERÐ FRÁ á mann m.v. 2 fullorðna FERÐATÍMABIL 25. APRÍL – 2. MAÍ Hálft fæði innifalið Aðeins fyrir fullorðna H10 Las Palmeras Tenerife VERÐ FRÁ á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn VERÐ FRÁ 116.900 á mann m.v. 2 fullorðna FERÐATÍMABIL 14.–21. MAÍ Morgunverður innifalinn Frábær staðsetning Marylanza Tenerife VERÐ FRÁ á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn VERÐ FRÁ 119.900 á mann m.v 2 fullorðna FERÐATÍMABIL 22.–29. ÁGÚST Gott íbúðahótel Skoðaðu úrvalið á gaman.is!Ronja ræningjadóttir, eða Ronja pii-aasup pania á grænlensku, er frum- sýnd í þjóðleikhúsi Grænlands í Nuuk í dag í leikstjórn Björns Inga Hilmarssonar. Uppfærslan er sam- starfsverkefni milli þjóðleikhúsa Ís- lands og Grænlands. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðleikhúsinu standa vonir til þess að hægt verði að bjóða sýningunni til Íslands. Samstarf þjóðleikhúsa Íslands og Grænlands FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 53. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Syrt hefur í álinn hjá ríkjandi Ís- landsmeisturum ÍBV í handknatt- leik karla sem eiga nú í harðri keppni um að tryggja sér sæti í úr- slitakeppninni um Íslandsmeistara- titilinn. Listinn yfir meidda leik- menn hefur lengst. Grétar Þór Eyþórsson meiddist í byrjun vik- unnar og Kári Kristján Kristjánsson er einnig meiddur. »1 Enn syrtir í álinn hjá Eyjamönnum ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Hádegistónar nefnist ný tónleika- röð sem hefur göngu sína á Kjar- valsstöðum í dag kl. 12.15 undir listrænni stjórn Guðnýjar Guð- mundsdóttur fiðluleikara. Á efnis- skránni í dag verða þekkt og vin- sæl íslensk verk og sönglög eftir m.a. Jón Nordal, Jón Ásgeirsson, Jórunni Viðar og Atla Heimi Sveinsson í flutningi Guðnýjar og Rich- ard Simm píanóleikara. Næstu tónleikar í röðinni verða 3. maí og þá kemur Hildigunnur Einarsdóttir messósópran fram. Aðgang- ur er ókeypis. Íslensk rómantík á Hádegistónum í dag Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Ég hef fyrst og fremst áhuga á fag- inu og metnað til að gera vel og fram- leiða góða vöru fyrir viðskiptavinina,“ segir Sigurður Már Guðjónsson, höf- undur köku ársins 2019. Sigurður er bakara- og konditor- meistari og eigandi að Bernhöfts- bakaríi sem stofnað var 1834 og fagn- ar því 185 ára afmæli í ár. Að sögn Sigurðar hefur Bernhöftsbakarí verið í eigu fjölskyldunnar síðan afi hans, Sigurður Bergsson, tók við rekstr- inum 1944. „Ég hef nú lagt drög að því að koma upp næstu kynslóð bakara því ég og kona mín, Katerina Stepám- ková, eigum von á barni í byrjun apríl,“ segir Sigurður, sem hefur fjór- um sinnum áður unnið bakarakeppni. Árið 2009 vann hann Kahlúa- keppnina sem var hliðarkeppni við köku ársins. 2011 átti Sigurður köku ársins, brauð ársins 2013 og köku árs- ins 2018 og 2019. Sigurður segir að kaka ársins 2019 sé með skyrmús líkt og kaka ársins 2011. „Neðst í köku ársins er súkkulaði- botn með heslihnetum og appelsínu- núggati ofan á. Ofan á það er sett mulið kex til að fá stökkt inn í kökuna. Næst er settur appelsínukjarni og marsípanbotn þar á ofan. Allt er þetta svo umlukið með vanilluskyr- mús með ekta Madagaskar-vanillu- stöngum,“ segir Sigurður og bendir á að bökurum hafi verið skylt að nota Odense-marsípan og appelsínu- núggat, frá Ölgerðinni sem sé styrkt- araðili keppninnar. Sigurður segir það hjálpi til að setja ákveðin skilyrði um hvað eigi að vera í kökunni. Hún komi út í kring- um konudaginn og það verði að passa að kökuna sé hægt að baka í magni og verðið sé viðráðanlegt. „Ég er svo hjátrúarfullur að ég byrja aldrei að þróa köku fyrr en viku fyrir skilafrest og smakka hana aldrei fyrr en eftir að hún hefur unn- ið til verðlauna. Ég smakka allt sem ég set í hana en fæ mér ekki sneið fyrr en sigri er fagnað,“ segir Sig- urður, sem telur að sex til sjö bak- arameistarar prýði fjölskylduna. Hann segir móður sína ekki hafa lært bakaraiðn enda fáar konur í iðninni á þeim tíma. Nú sé annað upp á teningnum og konur í meiri- hluta bakaranema á Íslandi og konditora erlendis. „Það er sama grunnnámið hjá bökurum og konditorum en svo skil- ur leiðir og bakarar sérhæfa sig í brauðum en konditorar í kökum, sætabrauði og konfekti,“ segir Sig- urður og bætir við að starfið sé skemmtilegt og gefandi. Hann segir ekki verra að Katerina kona hans sem er frá Tékklandi sé konditor. Morgunblaðið/Eggert Konditorhjón Sigurður Már Guðjónsson, höfundur köku ársins, með eiginkonu sinn, Katerina Stepámková. Smakkar ekki kökuna fyrr en hún hefur unnið  Á köku ársins í þriðja sinn  Bernhöftsbakarí 185 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.