Morgunblaðið - 22.02.2019, Blaðsíða 30
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Hrafnhildur Arnardóttir, eða Shop-
lifter eins og hún er kölluð í listheim-
inum, hefur verið í Mílanó undan-
farna daga ásamt Lilju Baldurs-
dóttur, sem er listrænn framleiðandi
og sú sem hefur skipulagsmál, ráðn-
ingar og hvers kyns samninga lista-
konunnar á sinni könnu. Og er ekki
síst talskona hennar. Tilefnið er
tískuvikan þar í borg, sem Hrafn-
hildur setur mark sitt á að þessu
sinni.
„Sandro Mandrino, aðalhönnuður
tískuhússins Moncler, var innblásinn
af verkum Hrafnhildar og gerði lín-
una Moncler Grenoble undir áhrifum
lita og áferða sem einkenna verk
hennar. Hún var svo í beinu fram-
haldi beðin um að búa til stóra inn-
setningu fyrir tískusýningu Moncler
í braggalaga göngum þar sem tísku-
sýningarnar eru haldnar og gestir
geta gengið á milli og séð það sem
hönnuðirnir hafa fram að færa. Ekk-
ert var til sparað í innsetningu
Hrafnhildar, sem hlaut nafnið Sant-
ropia,“ segir Lilja.
Öll helstu tískuhús Ítalíu sýna að
vanda á tískuvikunni í Mílanó 19.-25.
febrúar. Að sögn Lilju var sýning
Moncler, sem hófst klukkan átta í
fyrrakvöld, ein sú stærsta sem um
getur og vakti mikla athygli. Vogue-
.com lýsir innsetningunni sem „cool-
est room of the night“, svalasta rými
kvöldsins. „Við Hrafnhildur erum
himinlifandi með viðbrögðin. Inn-
setningin sló í gegn og aðeins nokkr-
um klukkustundum eftir opnun voru
komnar myndir af henni á Vogue
Italia og Vogue Runway, sem eru
samtals með tæpar sjö milljónir
fylgjenda á Instagram.“
Eftir sýninguna þáðu þær boð
eiganda Moncler í glæsilegan „gala“-
kvöldverð þar sem öll tískuelíta
heimsins var samankomin að því er
virtist. „Lykilfólk í tískuheiminum og
frægt eftir því,“ segir Lilja.
Sjónræn upplifun
Mandrino sýndi fatalínu sína í
göngum númer ellefu og umvafði
innsetning Hrafnhildar fyrirsæt-
urnar sem og gesti og gangandi.
„Hápunktur kvöldsins,“ segir Lilja
og heldur áfram: „Hrafnhildur hefur
gert fjölda innsetninga og verka úr
gervihári í öllum regnbogans litum
líkt og hún vann með í Moncler-
innsetningunni, sem hún skapaði al-
gjörlega á eigin forsendum. Madrino
og teymi hans notuðu sömu liti og
gerviefni í flíkurnar.“
Lilja lýsir áhrifunum á áhorfendur
sem „sækadelískum“ og yfirnáttúru-
legum og segir fatalínuna draga dám
af menningu indjána og hippanna,
sem sé raunar vel við hæfi á 50 ára
afmæli Woodstock-hátíðarinnar.
„Sýningin var hressandi og ómót-
stæðileg blanda sem kallaði fram
súrrealíska senu af hippakúreka á
skíðum,“ segir hún.
Þótt Mandrino og fatalínur hans
séu mestu skrautfjaðrir Moncler og
jafnan beðið með hvað mestri eftir-
væntingu, var hann ekki eini hönn-
uðurinn sem tískuhúsið tefldi fram.
„Auk Mandrino sýndu tíu aðrir
hönnuðir undir merkjum Moncler,
hver í sínum eigin braggalaga göng-
um og höfðu öll rýmin sitt þema.
Snillingarnir Moncler eru þeir kall-
aðir og sýning þeirra Moncler Genius
Show. Moncler leggur mikla áherslu
á að gera tískusýningarnar að sjón-
rænni upplifun fyrir áhorfandann,“
segir Lilja.
Tískuvikan í Mílanó fer ábyggilega
ekki framhjá mörgum sem drepa
Hárprúð innsetning Hrafnhildar
Arnardóttur fyrir tískuhúsið Moncler
vakti athygli á tískuvikunni í Mílanó
Shoplifter í ítölsku
tískuævintýri
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2019
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Félagið Íslensk grafík hefur verið í
Hafnarhúsi með verkstæði sitt og
sýningarsal allt frá árinu 1999 en
þarf nú að flytja út fyrir 1. desember
á þessu ári. Félagið fékk í lok
nóvember í fyrra bréf þess efnis og
mun Listasafn Reykjavíkur nýta
rýmið sem losnar við flutninginn.
Tilkynnt var í fyrra að Reykja-
víkurborg myndi fá listaverkasafn
Nínu Tryggvadóttur að gjöf frá dótt-
ur hennar, Unu Dóru Copley, og
sagði Arna Schram, sviðsstjóri hjá
Reykjavíkurborg, í samtali við
Morgunblaðið að ráðgert væri að
ganga frá kaupum borgarinnar á
þeim hluta Hafnarhússins sem hýsa
ætti safnið í fyrra eða á þessu ári og
að mikið verk væri framundan við að
undirbúa húsið, skrá verkin og flytja
þau til Íslands. Er því ljóst að hús-
næðisþörf Listasafns Reykjavíkur
hefur aldrei verið meiri eftir að þetta
mikla safn verka bættist við.
Hluti af safninu
Ólöf K. Sigurðardóttir, safnstjóri
Listasafns Reykjavíkur, segir að
skrifað hafi verið undir viljayfirlýs-
ingu í fyrra þess efnis að Reykja-
víkurborg keypti þann hluta Hafnar-
húss sem er í eigu Faxaflóahafna og
því liggi fyrir endurskipulagning á
nýtingu þess húsnæðis til framtíðar.
„Þessi hluti hússins er skilgreindur
sem hluti af Listasafni Reykjavíkur
og mikil þörf fyrir að við fáum afnot
af þessu rými,“ segir hún og að í ljósi
framtíðaráforma hafi verið ákveðið
að fara í þessa uppsögn á leigu fé-
lagsins Íslensk grafík á húsnæðinu.
Ólöf segir að Sif Gunnarsdóttir,
skrifstofustjóri menningarmála hjá
Menningar- og ferðamálasviði
Reykjavíkurborgar, og þeir sem hafi
umsjón með húseignum borgarinnar
Íslensk grafík
missir húsnæðið
Listasafn Reykjavíkur mun nýta það
Ólöf K.
Sigurðardóttir
Elísabet
Stefánsdóttir