Morgunblaðið - 22.02.2019, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2019
✝ Agnar Einars-son fæddist 21.
október 1931 í
Reykjavík. Hann
lést 13. febrúar
2019 á hjúkr-
unarheimilinu
Sunnuhlíð.
Foreldrar hans
voru Þóra Ingibjörg
Gísladóttir, f. 19.6.
1906 á Eskifirði, d.
27.1. 1967, og Einar
Vídalín Einarsson, f. 28.4. 1907 í
Vestmannaeyjum, d. 4.10. 1990.
Agnar var næstelstur fjög-
urra systkina, þau eru: Sig-
urborg, f. 1930, d. 2015, Eiríkur,
f. 1935, d. 1989, og María, f.
1941.
Agnar kvæntist 4. janúar
1958 Guðrúnu Hall, f. 1935 í
Reykjavík, d. 2014. Foreldrar
hennar voru Brynhildur Jón-
atansdóttir Hall, f. 1910 í
Reykjavík, d. 1973, og Garðar
Hall, f. 1907 á Þingeyri, d. 1997.
Eignuðust þau þrjú börn, 1)
Sigríður Pétursdóttir, f. 1961.
Synir Garðars með fyrrv. maka
eru a) Geir, f. 1993, í sambúð
með Rögnu Ólafsdóttur, f. 1992,
b) Hugi, f. 1997. Sonur Sigríðar
og stjúpsonur Garðars er Alex-
ander, f. 1990.
Agnar ólst upp fyrstu árin á
Seltjarnarnesi og í Reykjavík.
Árið 1946 fluttist hann að
Vatnsenda þar sem faðir hans
var stöðvarstjóri. Lengst af bjó
hann í Fögrubrekku í Kópavogi,
þar sem hann byggði heimili
fyrir fjölskylduna. Agnar lærði
útvarps- og símvirkjun og síðan
til sýningarmanns sem hann
starfaði við frá 1949-1972. Vann
hann í Tjarnarbíói, Stjörnubíói
og Tónabíói. Árið 1972 hóf hann
störf hjá Sjónvarpinu, lengst af
sem hljóðmeistari þar til hann
lét af störfum 1998. Eftir það
starfaði hann að hluta til í Kvik-
myndasafni Íslands og Bæj-
arbíói í Hafnarfirði.
Músík var líf hans og yndi frá
barnsaldri og spilaði hann á
píanó, harmonikku og gítar.
Útför Agnars fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 22. febr-
úar 2019, klukkan 13.
Brynhildur, f.
1955, maki hennar
er Sveinn Þor-
steinsson, f. 1953.
Eiga þau tvo syni,
a) Agnar, f. 1972,
maki hans er Elín
Freyja Eggerts-
dóttir, f. 1975. Eiga
þau saman Svein
Brynjar, f. 1999,
unnusta hans er
Anita Ósk, f. 1999,
sonur Elínar og stjúpsonur Agn-
ars er Eggert Sveinn, f. 1992,
sem er í sambúð með Karenu
Ösp, f. 1992. b) Arnar, f. 1984, í
sambúð með Sif Maríudóttur, f.
1991. Eiga þau soninn Elmar, f.
2017. 2) Erna Guðrún, f. 1959,
maki hennar er Þorlákur
Björnsson, f. 1955. Eiga þau
þrjú börn, a) Björn, f. 1995, í
sambúð með Lilju Dögg Diðriks-
dóttur, f. 1995. b) Guðrún, f.
1998. c) Agnar, f. 1998, unnusta
hans er Lýdía Hrönn, f. 1998. 3)
Garðar, f. 1965, maki hans er
Í Biblíunni er ritað: „Öllu er
afmörkuð stund og sérhver hlut-
ur undir himninum hefur sinn
tíma. Að fæðast hefur sinn tíma
og að deyja hefur sinn tíma, að
gráta hefur sinn tíma og að
hlæja hefur sinn tíma.“
Nú kveðjum við með söknuði
elskulegan föður okkar og mun
ljós góðra minninga lýsa okkur
um ókominn veg.
Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi
og leiði þig hin kærleiksríka hönd,
í nýjum heimi æ þér vörður vísi,
sem vitar inn í himnesk sólarlönd.
Þér sendum bænir upp í hærri heima
og hjartans þakkir öll við færum þér.
Við sálu þína biðjum guð að geyma,
þín göfga minning okkur heilög er
(Guðrún Elísabet Vormsdóttir)
Brynhildur, Erna
og Garðar.
Nú hafa heiðbláu augun
lokast í hinsta sinn og glettið
brosið mun aðeins lifa í
minningunni. Þétt faðmlag og
léttur koss á kinn. Í banka minn-
inganna má líka finna ótal gleði-
stundir þar sem Aggi var hrókur
alls fagnaðar og lék á píanó,
harmonikku eða gítar.
Ég varð þeirrar ánægju að-
njótandi að kynnast tengda-
pabba 14 árum áður en ég
kynntist syni hans. Við unnum
saman hjá Sjónvarpi allra lands-
manna, og á löngum þuluvöktum
gladdi það mig þegar ég sá að
hann var að vinna. Þá var nokk-
uð víst að milli atriða yrði spjall-
að af mikilli ástríðu um kvik-
myndir.
Í mestu uppáhaldi hjá honum
var Brúin yfir Kwaifljótið eftir
David Lean. Ég var ekki ein um
að kunna að meta hann sem
samstarfsmann, því hann var
bæði fagmaður fram í fingur-
góma og með einstaklega ljúft
geðslag.
Auk þess að vinna hjá Ríkis-
sjónvarpinu sem hljóðmaður, og
á Ampex, var hann sýningar-
maður bæði í Tónabíói og
Stjörnubíói.
Þegar hann var kominn á
eftirlaun fékk hann svo vinnu á
Kvikmyndasafninu og var sýn-
ingarmaður í Bæjarbíói í
Hafnarfirði. Þar lágu leiðir okk-
ar aftur saman þegar hann að-
stoðaði mig við að gera innslag
um safnið. Ekki datt mér í hug
þegar ég kvaddi hann þá að næst
myndi ég hitta þennan ljúfling
sem kærasta sonar hans. Ég get
viðurkennt að ég vonaðist til að
eplið félli ekki langt frá eikinni,
og mér varð að ósk minni.
Aggi og Gunna tóku mér og
ungum syni með opnum örmum.
Við nutum þess að hlusta á hann
tala um reynslu sína af því að
vera sýningarmaður á fyrri hluta
síðustu aldar, og segja sögur af
ævintýralegum ferðum með dag-
skrárgerðarfólki og hljóðupptök-
um við mismunandi aðstæður.
Það voru forréttindi að heyra
hann tala um ferðir með Ómari
Ragnarssyni á Frúnni, upptökur
á Skralli í Skötuvík með Hljóm-
sveit Ólafs Gauks, og sjónvarps-
myndinni Draugasögu eftir Við-
ar Víkingsson, svo fátt eitt sé
nefnt. Hann ljómaði þegar hann
útskýrði fyrir okkur hvernig
hann tók upp dropahljóðið fyrir
Draugasögu í baðherberginu í
Fögrubrekku.
Ýmislegt brölluðum við líka
saman, og til að mynda var
hljóðið sem spilað var í upphafi
og lok útvarpsþáttarins Kviku
tekið upp í Bæjarbíói. Þar keyrði
Aggi upp gömlu sýningarvélina,
og lét filmuna rúlla. Eins og í
öllu sem hann tók sér fyrir hend-
ur var vandvirknin í fyrirrúmi,
og hann endurtók leikinn þar til
hljóðupptakan var óaðfinnanleg.
Einnig má ekki gleyma að
Aggi var með óborganlegan
húmor og eitt af því fyndnasta
sem hann vissi voru óheppilega
orðaðar setningar í minningar-
greinum.
Hann klippti þær út og laum-
aði að okkur gullkornum sem
fengu okkur til að veltast um af
hlátri.
Með söknuð í hjarta er gott að
ylja sér við minningar um
skemmtilegan og góðhjartaðan
mann, og dásamlegar stundir í
faðmi fjölskyldunnar í Fögru-
brekku.
Guð gefi ástvinum Agnars
Einarssonar styrk í sorginni.
Blessuð sé minning hans.
Sigríður Pétursdóttir.
Við kveðjum þig með sára sorg í
hjarta,
söknuðurinn laugar tár á kinn.
Dregur ský á dagsins ásýnd bjarta,
dökkur skuggi fyllir huga minn
(Hákon Aðalsteinsson)
Það er sorg í huga mínum
þegar ég kveð móðurbróðir minn
Guðna Agnar Einarsson eins og
hann hét fullu nafni.
Hann er sá þriðji af fjórum
systkinum sem kveður og nú er
aðeins Maja móðursystir eftir,
sem því miður er stödd erlendis
og getur ekki verið með okkur í
dag.
Aggi, eins og hann var alltaf
kallaður, hefur verið samofinn
fjölskyldu minni alla mína tíð.
Hann var ljúfmenni, skemmti-
legur og kunni óteljandi brand-
ara.
Margs er að minnast, bíóferð-
ir með ömmu í Stjörnubíó á ár-
um áður þar sem hann var sýn-
ingarmaður, öll afmælin,
veislurnar og þorrablótin þar
sem fjölskyldan átti góðar stund-
ir við söng og spil.
Já, Aggi var mikill hæfileika-
maður á tónlistarsviðinu og hann
og móður mín sungu saman inn
á plötu árið 1943 þá 12 og 13 ára
gömul.
Þau voru saman í barnakór,
Sólskinsdeildinni, og sá kór hélt
söngskemmtanir víða um land,
með þau systkinin sem einsöngv-
ara.
Alltaf þegar fjölskyldan kom
saman var spilað og sungið og
ógleymanlegt er þegar þau
systkinin sungu saman „Toa
toggí“.
Aggi vann sem hljóðmeistari
hjá sjónvarpinu í mörg ár og
ferðaðist víða um land með
þáttagerðarmönnum. Oft heyrði
maður skemmtilegar sögur úr
þessum ferðum og greinilegt að
hann hafði notið þeirra mikið.
Hann var sjálfur liðtækur
myndasmiður og það eru til
margar skemmtilegar kvik-
myndir, sem hann tók.
Aggi var giftur Guðrúnu Hall
og þau byggðu sér hús með fal-
legum garði í Fögrubrekkunni.
Þangað var gaman að koma,
höfðinglega tekið á móti öllum
hvort sem það voru fullorðnir
eða börn.
Guðrún lést í janúar 2014 og
hann saknaði hennar mikið enda
voru þau sem eitt. Síðustu árin
voru honum erfið, sjúkdómar
herjuðu á og líkaminn var orðinn
þreyttur.
Nú er hann lagður á stað í
sumarlandið þar sem Guðrún
bíður hans og þau verða sam-
einuð á ný.
Ég vil fyrir hönd fjölskyldu
minnar þakka samferðina með
Agga og Guðrúnu og bið Guð að
blessa minningu þeirra.
Þóra I. Guðnadóttir.
Agnar Einarsson
Minn hjartkæri eiginmaður, faðir,
tengdafaðir, afi og bróðir,
ÓLAFUR HÁKON GUÐMUNDSSON,
Grashaga 20,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
föstudaginn 15. febrúar.
Hann verður jarðsunginn frá Selfosskirkju þriðjudaginn
26. febrúar klukkan 14.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á minningarsjóð sem stofnaður hefur verið
honum til heiðurs og rennur óskertur til skógræktarverkefnis í
Hellisskógi.
Reikningur 0152-15-010797, kt. 070183-4399.
Jónína Magnúsdóttir
börn, tengdabörn, barnabörn, systur hins látna
og fjölskyldur
Okkar ástkæra,
GUÐRÚN BORGHILDUR
STEINGRÍMSDÓTTIR,
andaðist á Landspítalanum Fossvogi
sunnudaginn 17. febrúar.
Útför hennar mun fara fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Gísli Árnason Unnur Úlfarsdóttir
Bogi Guðmundur Árnason Kristín Hlíðberg Rafnsdóttir
Sigurður Guðmundsson Gísli Örvar Ólafsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SÉRA SIGURÐUR HELGI
GUÐMUNDSSON,
Norðurbakka 3a, Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn
20. febrúar.
Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði mánudaginn 4. mars klukkan 13.
Brynhildur Ósk Sigurðardóttir
Sigurður Þór Sigurðarson Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir
Margrét Sigurðardóttir Örn Hauksson
Vilborg Ólöf Sigurðardóttir Jóhannes Rúnar Jóhannsson
og barnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SIGRÚN HARTMANNSDÓTTIR
frá Tumabrekku, Skagafirði,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki
19. febrúar.
Útförin auglýst síðar.
Gunnlaugur Halldórsson
Bjarni Halldórsson Kristjana Frímannsdóttir
Hartmann Á. Halldórsson Sólveig Pétursdóttir
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn
✝ Erla fæddist íReykjavík 22.
mars 1928. Hún
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 12.
febrúar 2019.
Erla flutti ung til
Patreksfjarðar , en
flutti síðan til
Hafnarfjarðar 1963
og átti heima þar
til æviloka.
Foreldrar henn-
ar voru Lára Stefanía Zulima
Sigfúsdóttir, f. 7. október 1903,
d. 16. febrúar 1972, og Jóhann
Jónsson, f. 31. maí 1901, d. 29.
janúar 1950.
Systkini Erlu; Jóhann Agnar
Jóhannsson, Vorm Finnbogi
Jóhannsson, Baldur Jóhanns-
son, Anna Jóhannsdóttir, Krist-
ján Gunnar Jóhannsson, Sigfús
Jóhannsson, Guðrún Jóhanns-
dóttir og Helga Jóhannsdóttir.
Erla giftist Ólafi Alfreð Sig-
urðssyni þann 26. febrúar
1952. Ólafur Alfreð lést 22. júlí
1991.
Foreldrar hans
voru Hallfríður
Ólafsdóttir og Sig-
urður Sigurðsson.
Börn þeirra: 1)
Hallfríður Ólafs-
dóttir, maki Jón
Frímann Ágústs-
son. 2) Heimir
Ólafsson, maki
Kristín Jónsdóttir.
Börn þeirra: Erla,
maki Heimir Jón-
asson, börn þeirra, Eva Lillý
og Christian. Jóna Kristín,
maki Jón Ólafur Guðjónsson,
börn þeirra Ásdís Birta og
Kristín Rósa. Ólafur Fannar,
maki Unnur Ósk Rúnarsdóttir,
barn þeirra Rúrik Fannar. 3)
Anna Ólafsdóttir, maki Páll
Hermannsson. Börn þeirra:
Steinþór, Sonja, Helena, maki
Sigurður Ágústsson, Anna Sig-
ríður, maki Jón Ari Arason, og
Sveinbjörn.
Útför Erlu fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 22.
febrúar 2019, klukkan 13.
Mig langar að minnast hennar
mömmu með nokkrum orðum.
Hún var sú besta mamma sem
nokkur gat fengið, það lék allt í
höndunum á henni sama hvað
hún gerði, baka, handavinna,
elda eða garðurinn í bústaðnum.
Hún fylgdist vel með hvað var
í tísku og vildi alltaf vera vel til
fara alveg fram á það síðasta
eins að hafa huggulegt í kringum
sig. Hún varð ekkja alltof
snemma, bara 63 ára, en þá dreif
hún sig í að taka bílpróf og
keyrði allt sem hana langaði að
fara, eins fór hún að ferðast mik-
ið bæði með Bíbí systur sinni og
Jóhannesi sem voru ofsalega
góðir vinir hennar eftir að pabbi
dó, eins hún Rósa okkar tengda-
móðir Heimis, þær voru miklar
vinkonur og ferðuðust mikið
saman.
Mamma og pabbi voru mjög
virk í skátunum, Slysavarna-
félaginu og Lions þegar við
bjuggum á Patreksfirði.
Mamma var virk í kvenfélag-
inu Hringurinn í Hafnarfirði,
saumaði og bakaði til að gefa til
styrktar hinum ýmsu málefnum.
Þau höfðu alltaf mjög gaman af
að dansa gömlu dansana og
kenndu okkur krökkunum að
dansa þá. Takk, mamma, fyrir
allar okkar góðu stundir og ár
saman
Blessuð vertu, baugalín.
Blíður Jesú gæti þín,
elskulega móðir mín;
mælir það hún dóttir þín.
(Ágústína J. Eyjólfsdóttir)
Þín dóttir
Hallfríður (Halla).
Elsku tengdamamma mín
kvaddi þennan heim 12. febrúar
síðastliðinn.
Erla var mér einstaklega góð
og á ég margar ljúfar minningar
með henni í gegnum árin enda
var ég uppáhalds tengdadóttir
þeirra hjóna, gift einkasyni
þeirra Heimi.
Erla var einstök kona, vildi
öllum vel, fylgdist vel með börn-
um, barnabörnum og langömmu-
börnum og passaði alltaf upp á
að allir fengju sínar jóla- og af-
mælisgjafir, allt til hinsta dags.
Erla var mikil hannyrða- og
saumakona enda með afbrigðum
handlagin og bar heimili hennar
vott um það.
Erla var áhugasöm um mál-
efni líðandi stundar, hafði ríkar
skoðanir og jafnréttiskennd enda
gaman að tala um þjóðfélagsmál-
in og var jafnan mikið líf í kring-
um hana.
Minningar sem koma upp í
hugann um lífið með henni og
tengdapabba í sumarbústaðnum,
ferðalögin um landið og Kanarí
þegar hún var áttræð, yndisleg
ferð.
Ferðirnar sem hún og mamma
mín fóru og var eftirminnilegust
ferðin þeirra saman til Kaliforníu
til systur mömmu.
Tengdamóðir mín var mjög
söngelsk, spilaði á gítar á sínum
yngri árum og kunni alla texta
og nutu barnabörnin og lang-
ömmubörnin sín að syngja með
henni.
Börnin okkar Heimis hafa
fengið að njóta ömmu sinnar,
elsku hennar, umhyggju, vænt-
umþykju og kímnigáfu. Að fara á
hamborgarastað og ís á eftir var
hennar uppáhald.
Að lokum vil ég þakka tengda-
foreldrum mínum fyrir sam-
fylgdina, betri tengdaforeldra
gat ég ekki fengið.
Blessuð sé minning elsku
tengdamömmu.
Við viljum þakka starfsfólki á
3. hæð á Hrafnistu í Hafnarfirði
fyrir góða ummönnun og ekki
síst Halldóru Hinriksdóttur
sjúkraliða fyrir umhyggju henn-
ar við Erlu fyrst í dagvistun á
Hrafnistu og síðan á 3. hæð
Hrafnistu.
Gráttu ekki
yfir góðum
liðnum tíma.
Njóttu þess heldur
að ylja þér við minningarnar,
gleðjast yfir þeim
og þakka fyrir þær
með tár í augum,
en hlýju í hjarta
og brosi á vör.
Því brosið
færir birtu bjarta,
og minningarnar
geyma fegurð og yl
þakklætis í hjarta.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Kristín Jónsdóttir.
Erla Jóhannsdóttir