Morgunblaðið - 22.02.2019, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2019
NÁTTÚRULEG HRÁEFNI • ENGIN AUKAEFNI
ENGINN VIÐBÆTTUR SYKUR • TREFJARÍKT
olympium 350Nú bjóðum við til sölu hestakerrur frá reyndum framleiðenda
Fautrax sem eru nú að bjóða upp á nýja línu af kerrum sem
eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn.
8 ára ábyrgð á grind og lífstíðarábyrgð á gólfplötu.
Einnig mikið úrval aukabúnaða.
Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar í síma 480 0400
Austurvegur 69 - 800 Selfoss
Lónsbakk i - 601 Akureyr i
Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
maxipodium 500
Hestakerrur frá Fautras
maxipodium 500
Ísraelar hugðust skjóta fyrsta tunglfari sínu á loft í nótt
og í því eru m.a. segulsviðsmælar til rannsókna sem vís-
indamenn vona að varpi ljósi á myndun tunglsins. Hing-
að til hafa aðeins Bandaríkin, Rússland og Kína sent
geimför til tunglsins. „Við erum að komast á spjöld sög-
unnar og stolt af því að tilheyra hópnum sem hefur látið
þennan draum rætast, því að þótt mörg ríki hafi átt sér
þennan draum hefur aðeins þremur tekist þetta,“ hefur
fréttaveitan AFP eftir Morris Kahn, formanni SpacelL,
félags sem stofnað var í Ísrael árið 2011 með það að
markmiði að senda geimfar til tunglsins.
Geimfarið er ómannað, nefnist Beresheet (Upphafið á
hebresku) og á að lenda á tunglinu í apríl. Gert er ráð
fyrir að hámarkshraði tunglfarsins verði um 10 kíló-
metrar á sekúndu. Meginmarkmiðið er að mæla segul-
sviðið til að varpa ljósi á myndun tunglsins en í geim-
farinu er einnig „tímahylki“ með rafræn skjöl sem
innhalda m.a. Biblíuna, teikningar barna, ísraelska
söngva og frásagnir manna sem lifðu af útrýmingar-
herferð nasista gegn gyðingum. Geimfarið kostaði jafn-
virði 12 milljarða króna. „Þetta er ódýrasta geimfar sem
hefur farið í slíka ferð,“ hefur AFP eftir skipuleggj-
endum ferðarinnar. „Beresheet verður fyrsta geimfarið
sem lendir á tunglinu fyrir tilstilli einkafyrirtækis.“
Fyrsta tunglferð Ísraela
Heimildir: Geimrannsóknastofnun Ísraels/IAI/SpaceIL/
Nasa/SpaceX/spacecoastlaunches/Fjölmiðlar í Ísrael/
AFP Photo/Jack Guez
Geimfarið Beresheet (Upphafið)
Kl. 01.45
í nótt að ísl.
tíma frá Cape
Canaveral í
Flórída
Stjórnstöð:
Yehud í Ísrael
Mare Serenitatis
(Kyrrðarhafið)
Markmið: Segulsviðið verður mælt til að varpa ljósi á myndun tunglsins
„Tímahylki“
Rafræn skjöl sem
innihalda m.a. Biblíuna
og ýmis gögn
Þyngd: 585 kg
Hæð: 1,5 m
Þvermál: 2 m
Kostnaður: 100 milljónir $, jafnvirði 12 milljarða króna
Lengd ferðar: 2,5 mánuðir
Geimfarið á að lenda
á tunglinu 11. apríl
Sólarrafhlöður
Thrusters
Lendingar-
búnaður
Eldflaug af
gerðinni
Falcon 9
Knúningskerfi
Fáni Ísraels
Segulsviðsmælir, myndavélar,
leysigeisla- og ljósspeglabúnaður
frá NASA
Farmur:
Skotið á loft
Geimfarið á að rannsaka
hvernig tunglið myndaðist
Frans páfi setti í gær fjögurra daga
ráðstefnu í Páfagarði um baráttuna
gegn kynferðislegu ofbeldi presta
gagnvart börnum og hvatti til „raun-
verulegra aðgerða“ til að koma í veg
fyrir það. Þetta er í fyrsta skipti sem
kaþólska kirkjan efnir til slíkrar ráð-
stefnu um barnaníð eftir hvert
hneykslismálið á fætur öðru vegna
kynferðislegs ofbeldis presta gegn
börnum víða um heim, síðast í Síle,
Þýskalandi og Bandaríkjunum.
Frans páfi sagði að kaþólskir söfn-
uðir biðu ekki aðeins „eftir einföldum
og fyrirsjáanlegum fordæmingum
heldur raunverulegum og árangurs-
ríkum aðgerðum“. „Hlustum á hróp
smáfólksins sem sárbænir okkur um
réttlæti.“
114 biskupar taka þátt í ráðstefn-
unni og markmiðið með henni er að
fræða þá um hvernig taka eigi á
barnaníði presta. Biskuparnir hlýða
á ræður, taka þátt í umræðum vinnu-
hópa og hlýða á frásagnir fólks sem
sætt hefur kynferðislegu ofbeldi
presta.
Páfi lagði fram leiðbeiningar um
hvernig taka ætti á slíkum málum, en
sumum tilmælanna hefur nú þegar
verið komið í framkvæmd innan
kirkjunnar í nokkrum löndum. M.a.
er mælst til þess að settar verði siða-
reglur sem prestum beri að virða,
fólk innan kirkjunnar verði þjálfað í
því að afhjúpa barnaníð og kæra kyn-
ferðislegt ofbeldi gegn börnum til
lögreglunnar og fórnarlömbum slíks
ofbeldis verði gert kleift að kæra það
til sérstakra fulltrúa kirkjunnar.
Deilt um refsingar
Ágreiningur hefur verið innan
kaþólsku kirkjunnar um hversu langt
eigi að ganga í því að refsa prestum
sem gerast sekir um barnaníð og
biskupum sem reyna að hylma yfir
með þeim. Biskupar frá Bandaríkj-
unum og nokkrum fleiri löndum hafa
beitt sér fyrir því að allir prestar sem
fundnir eru sekir um barnaníð verði
sviptir prestsembætti til frambúðar,
óháð því hversu mörg kynferðisbrot
þeirra eru. Biskupar í mörgum öðr-
um löndum eru andvígir þessu og
vilja að refsingarnar verði misþungar
eftir því hversu mörg kynferðisbrot
prestanna eru. bogi@mbl.is
AFP
Barnaníð rætt Frans páfi á bæn í gær þegar hann setti biskuparáðstefnu í
Páfagarði um kynferðislegt ofbeldi kaþólskra presta gegn börnum.
Tekið verði
á barnaníði
Páfi vill „raunverulegar aðgerðir“
Bandaríski leikarinn Jussie Smollett hefur verið ákærð-
ur fyrir að hafa fengið tvo menn til að setja á svið árás á
hann, að sögn lögreglunnar í Chicago. Hún segir að leik-
arinn hafi gert þetta vegna þess að hann hafi verið
„óánægður með laun sín“. Smollett kærði árásina sem
hatursglæp og sagði að ráðist hefði verið á hann vegna
þess að hann væri samkynhneigður blökkumaður. Lög-
reglustjóri borgarinnar sagði að með blekkingunni
kynni leikarinn að fæla raunveruleg fórnarlömb haturs-
glæpa frá því að kæra árásir þar sem þau gætu óttast að
kæran yrði dregin í efa.
Sagður hafa látið setja árás á svið
Jussie Smollett